Leita í fréttum mbl.is

Ég hlýt að gefa Bjarna rétt

Eitt sinn var einn sjálfstæðiflokkur til sem ekkert snérist um ESB. Liðin eru einungis 6 ár síðan þá

En svo var flokksforystu hans í ríkisstjórn stillt upp við aftökuvegg og henni skipað að binda um höfuð sér Evrópuhundaband, svo að hún hýdd félli hraðar ofan í líkkistur hins pólitíska grafreits ríkisstjórna Evrópusambandsins, sem flestum stjórnum kálar, fyrr en síðar 

Svo var hún skotin

Í millitíðinni gasar hins vegar heilt Evrópusamband aftökusveita gegn sama sjálfstæðisflokki, sjálft sig og aftökusveitir sínar í hel. Þess vegna ætti nú að ríkja friður; V-day. Djöfullinn er dauður. Hann á að vera dauður

Það eina sanna og rétta er algerlega ESB-hreint borð á ný. Út með ESB-beinagrindasafnið og niður með ESB-afturgöngur. Það eina sem vantar er að sturta fimm þvældum árum ESB-mála niður í kamarfötur heimabrúks

Og önnur umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur koma á dagskrá Alþingis Íslendinga fyrr en að einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði innlimað inn í Evrópusambandið. Þetta mál er þess eðlis

Sterk rök og hreinar tilfinningar íslenskrar þjóðar ættu hins vegar að krefjast allt að 800 ára umhugsunartíma, eins og síðast. Í faðmi þeirra sterku raka og hreinu tilfinninga fæddist stofnun eins sjálfstæðisflokks. Hér mega engin þjóðsvik slá rótum og festa sig í sessi, svo lengi sem við drögum andann

Ég hlýt því að gefa Bjarna Harðarsyni rétt þegar hann segir; Þrjár ástæður fyrir því að EKKI á að kjósa um ESB og Pakkakíkir platar sífellt fleiri

. . og reyndar hlýt ég einnig gefa honum rétt í þessu líka; sem hann skrifar um Treuhandanstaltið, sem Milton Friedman varaði við er múrinn féll vestur, en trénað aðals-anstaltið hins vegar austur

Fyrri færsla

Það fyrsta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fyrir okkur sem erum hörð gegn ESB aðild og viljum slíta þessu ESB viðræðurugli nú þegar er eina rökrétta svarið að kjósa = X - J - REGNBOGINN !

Gunnlaugur I., 21.4.2013 kl. 10:40

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Gunnlaugur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2013 kl. 22:32

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já ,en er hann kleifur 5% hamarinn,?

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2013 kl. 02:53

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ekkert múður og ekkert ESB. Ég er og verð ekki rólegur með sjálfstæðisflokkinn en þar eru vígtennur ESB búnar að sýna sig sem munu ráða þegar á reynir. Þeir geta hótað að uppljóstra einhverju um Bjarna sem hann vill ekki á yfirborðið. Ég treysti Framsókn í þessum efnum og í ráðandi hlut með sjálfstæðisflokknum.

Valdimar Samúelsson, 22.4.2013 kl. 03:10

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kæra fólk

Bjarni Harðar fer létt með fimm prósentustiga múrinn. Hann kemur bara í sjónvarpið sem formaður eins sjálfstæðisflokks og hótar að hætta í 24-26 klukkustundir. Það sé hans ískalda hagsmunamat. Styttra má matstímann eftir þörfum

Bráðna þá kerlingar og karlar fyllast skröltormum

Þetta er kallað að brjótast út úr herkví.

Eins konar tilfærur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.4.2013 kl. 05:50

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo er líka hægt að hóta því að kosið verði aftur eins og í Evrópusambandinu, fáist ekki rétt niðurstaða. 

Kosningabúr Evrópusambandsins eru og hafa alltaf verið innréttuð sem pyntingaklefar gegn lýðræði og frelsi. Um tíma leit út fyrir að það kæmi nei út úr meirihluta þess minnihluta Króata sem töldu það ómaksins vert að mæta á kjörstað í svo kölluðu "þjóðaratkvæði" Króatíu um ESB-innlimun landsins sunnudaginn 22 janúar 2012. Aðeins 44 af hverjum 100 kjósendum greiddu atkvæði. 

Þetta voru ekki góðar fréttir fyrir boðbera sovétlýðræði Evrópusambandsins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við neikvæðum fréttum fyrir kosningar voru því þau að segja og gefa í skyn að kosið yrði þá bara aftur um sama hlutinn. Afleiðingin í praxís varð sú að tilgangslaust var fyrir Króata að mæta á kjörstað og greiða Moskvuatkvæði um það sem hvort sem er aldrei var í boðinu. Því réðu 28 prósent þjóðarinnar örlögum landsins í þessum Moskvu-ESB-kosningum inn í Evrópusambandið

ÖSE er því auðvitað hingað mætt til að kíkja í kjörkassa "pakka-framboðanna" til þess að þjóðin geti tekið síðar tekið "afstöðu" til hins 28 prósentu afgerandi lýðræðis sem gildir um inngöngu ríkja í ESB

Svo er aldrei kosið aftur. Múrnum er bara slegið upp og honum læst
 
En nú vitið þið sem sagt það: Króatía ER í "ESB-pakkanum". Komin inn í kremlið. Komin kosin í pakkann. Þökk sé meðal annars ströngu eftirliti ÖSE

Gunnar Rögnvaldsson, 22.4.2013 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband