Leita í fréttum mbl.is

Verðgildiskrísa undir evru

Á ensku er þannig fyrirbæri kallað "value-crisis". Hún kemur upp þegar vafi fer að leika á því hvort hlutur sé sá sem hann er sagður vera. Slík krísa hefur nokkuð lengi, hægt og rólega, en með miklu öryggi, verið að búa um sig á evrusvæðinu. Þar fara menn að efast meira og meira um að ein evra sé í raun ein evra, allt eftir því hver stendur að baki henni

Í stjórnmálum gerist hið öfugt sama ef einn formaður xD öðlast sama gildi og annar formaður VG. Þá skellur á gildiskrísa. Samsæri

Þýskir bankar taka helst ekki á móti greiðslum frá grískum bönkum og þannig hefur ástandið á milli banka á evrusvæðinu verið í meira en fjögur ár. Brátt mun þetta ástand flytja sig niður á gólfið á milli einstaklinga í beinum samskiptum þeirra á milli í seðlum

Svona verðgildiskrísa mun aldrei gerast né verða á myntsvæði íslensku krónunnar, því við erum eitt ríki. Það erum við svo lengi sem við stöndum upprétt og látum ekki falska stjórnmálamenn komast upp með að selja ofan af okkur lýðveldið, fyrir eitt Evrópusambands-pissuklapp í skó sinn

Íslenska krónan í eðli sínu hin fullkomna mynt. Og enginn allsgáður þarf að efast lengur um að myntvafningurinn evra, sem gefin er út af seðlabanka án ríkis, er í eðli sínu meingölluð mynt. Því að löndin sem nota hana, geta hvorki látið myntina endurspegla fullkomleika né ófullkomleika hagkerfa sinna

Löndin, sem nota evruna sem lögeyri, eru höfnuð í tilvistar- og myntáhættu í stað gengisáhættu. Myntáhættan er síðan að brjótast út sem samofin ríkisgjaldþrotsáhætta og fullveldisáhætta. Þessu gerðu aðeins fáir sér grein fyrir er þessi ónýta mynt af Evrópusambandi upp í loft var steypt

Fyrri færsla

Fullkominn ótti og öngþveiti evruyfirvalda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétti páskaboðskapurinn. Reyndar réttur alla daga ársins.

Ragnhildur Kolka, 30.3.2013 kl. 08:58

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Gunnar, ég veit að þú þekkir hugtakið "innri gengisfelling" (internal devaluation). Greinilega er ætlunin að þvinga Kýpur til innri gengisfellingar, sem þegar upp er staðið er engu betri en ytri gengisfelling. Almenningur verður blóð-mjólkaður.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 30.3.2013 kl. 21:01

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir og ég óska ykkur gleðilegra páska. 

Mikið rétt Loftur.

En aðalmálið hér fyrir Brusselska að þessu sinni var það, að ef Kýpur hefði tekið ráðin í sínar eigin hendur og innleitt sína eigin mynt og þar með hætt á evrum og sagt sig með lögreglu- og hervaldi úr Evrópusambandinu; að þá hefði það þýtt að TARGET2 yfirdráttur Kýpur í greiðslukerfi-seðlabankakerfis-evrunnar ásamt ELA (Emergency Liquidity Assistance) aftöppun þeirra og sem til samans voru komin upp í 80 prósent af landsframleisðlu Kýpur, hefðu til samans þurrkað út svo að segja allt eiginfé ECB-seðlabanka Evrusvæðisins í Frankenbankrupt; þ.e ef Kýpur hefði pakkað saman og sagt bless.

Þá hefðu þeir "hroðalegu atburðir" þurft að gerast í 15-ríkisstjórnum og á 15-þjóðþingum evrulanda, að þau hefðu þurft að samþykkja og framkvæma endurfjármögnun ECB-seðlabankans, einu sinni enn. Ekki bara senda tóma létt-skrifaða lánapappíra sem einskis verða að virði eða slíkt léttmeti; heldur senda kistur fullar af raunverulegum peningum. Senda verðmæti. 

Sú samþykkt hefði líklega ekki fengist að þessu sinni, þar sem 15-ríkisstjórnir og 15-þjóðþing evrulanda hefðu þar með -og einu sinni enn- verið staðin pissandi að verki yfir þjóðir sömu 15 landa.

Kýpur var því fórnað. Stjórnmála- og embættismenn Evrópusambandsins greiðsluféllu ofan á Kýpur. Yfirvöldin "defaultuðu" ofan á Kýpur. Sömu yfirvöld þar fyrir utan greiðslufallið á fjárveitingarskyldum sínu gagnvart borgunum í sömu 16 ríkjum.

Kýpur verður ekki bara þurrkað út og mjólkað. Því verður hreinlega blásið af. 

Þetta verður skelfilegt fyrir Kýpverja og landið þeirra.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 30.3.2013 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband