Leita í fréttum mbl.is

Innrétting forsætisráðaleysis

Nú skil ég þetta. Eftir að hafa hlustað á forsætisráðherra, föstudaginn 9. mars 2012, er mér ljóst að í þessu embætti situr verri en enginn.

Hún vill að embætti forsætisráðherra Íslands sé innréttað þannig að fimm ára barn geti gengt því. Hún vill fá bjölluþráð úr fjármálaeftirlitinu festan upp í innréttingum embættisins. Af hverju? Jú. Hún þarfnast að geta setið ólæs, ómálga og óskrifandi í embættinu. Komast hjá því að lesa, horfa, hlusta og skilja. Hún vill fá stuð úr bjölluvír FME þegar eitthvað óvænt á kannski eftir að gerast á morgun, hinn, eða á innan við næstu fimmtíu árum. Sprengjuvír lagðan í stólinn. Til að geta verið í lagningu, permanent.

Hún veit ekkert um eðli áfalla. Ef allir vissu fyrirfram að áföll væru í vændum, þá gerast engin áföll, heldur aðeins daglegt amstur. Eðli áfalla er að þau gerast óvænt. Þess vegna eru þau kölluð áföll. Þetta er það fyrsta sem menn læra í stjórnunarfræðum (e. management theory) fari þeir fyrir slysni í skóla. Áföll eru skilgreind sem áföll af því að þau gerast óvænt. Annars væru þau bara daglegt amstur á borð við það amstur sem menn ættu að sinna í forsætisráðaleysi sínu.

Þessi manneskja kæmist ekki í gegnum sauðburð, væri hún búandi. Hvað þá heldur í gegnum fimm mínútur á hlutabréfamarkaði.

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna æðir upp í vinnu. "Gott kvöld: Ég er næstum viss um að eitthvað meira en venjulega slæmt gerist kannski á morgun. Við skulum ýta á takkana og sturta bankakerfi landsins í ruslið áður en þetta gerist. Við verðum fyrri til. Hringdu í forsetann og segðu honum að ég hafi rétt fyrir mér": Wake the president!

Var það ekki einmitt þetta sem gerðist í Evrópu, eða var það ekki þannig? Þeir eru enn að dæla. Sjórinn fossar inn á sjötta ár.

"Sæl. Þetta er FME. Við höfum rökstuddan grun um að allt sé á leið til helvítis. Við vitum þó ekki hvenær eða hvort". "Nú jæja. Best að sturta bankakerfi þjóðarinnar niður, svona til öryggis".

Í gær var fyrsta evrulandið lýst þjóðargjaldþrota. Grikkland fór í þrot, tíu árum eftir upptöku evru og þrjátíu árum eftir inngöngu í Evrópusambandið. En enn þegir bjalla forsætisráðherra Íslands.

Þegar fimm hundruð bjöllur hringja í innréttingum Jóhönnu, þá vitum við hvað er að gerast. Ekkert! 

Hún er í lagningu
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvílík eftirmæli; "Hún er í lagningu" Þessi orð ætti að meitla á legstein þessa tilgangslausa forsætisráðherra. 

Ragnhildur Kolka, 10.3.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm góð eftirmæli: hún er í lagningu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2012 kl. 11:39

3 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Alveg stórfenglegt. Pulitzer stuff! 

Engum vörnum við komið nema þögn og þunnu hljóði!

Guðmundur Kjartansson, 10.3.2012 kl. 17:01

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.3.2012 kl. 21:36

5 Smámynd: Elle_

Gunnar, þú vissir þetta: 'Verri en enginn' hefur verið í ríkisstjórn lengi.  

Elle_, 11.3.2012 kl. 00:40

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eg er ekki enn búinn að jafna mig á viðtali við hana þar sem hún kom fram í fjólubláum mittisleðurjakka og í gallabuxum eins og raffíneruð trukkalessa. Ég hef ekki enn treyst mér frá langt frá klósettskálinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2012 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband