Leita í fréttum mbl.is

Málefnalegur fyrirliggjandi: Grein Kolbeins Óttarssonar Proppé

Vinstrivaktin gegn ESB er með ágætis grein um ákveðið vandamál sem sófamenn ESB-mála eiga erfitt með að skilja. Blogg-grein Vinstrivaktarinnar gegn ESB er allra góðra gjalda verð. En hún nær því miður ekki alla leið inn til kjarna málsins.
 

*** Tilvitnun ***

 

"99 prósent af því sem ritað er um Evrópusambandið eru á pari við umræðu um skeggflösu hvað skemmtanagildi varðar. Heittrúað fólk í trúboði er einfaldlega leiðinlegt.

 

Þá er bara að kúra sig með konunni í sófanum, borða popp og horfa á heilalaust sjónvarpsefni. Verst að ákvörðunin um ESB hefur víst áhrif á framtíð þessa lands."

 

Svo segir: "Við á Vinstrivaktinni erum auðvitað að reyna að koma á framfæri haldgóðum upplýsingum og málefnalegri umræðu"

 

*** Tilvitnun lýkur *** 

Hér þurfa menn að staldra við og taka sig á. Þeir þurfa að spyrja sig spurninga sem krefjast þó nokkurrar áreynslu á heilafrumur sem orðnar eru ónæmar. Spurningalistinn getur litið svona út:

Hvenær hefur málefnaleg umræða farið fram um pólitík Samfylkingarinnar? Vinstri grænna? Sjálfstæðisflokksins? Framsóknarflokksins? sem og annarra stjórnmálaflokka í kosningabaráttu? Svarið er auðvitað; aldrei. Ef ég ætla mér að eiga málefnalega umræðu við þig um pólitík Sjálfstæðisflokksins þá þýðir það lítið, nema að þú gefir þér fyrst þá einföldu forsendu fyrir hinni svo kölluðu málefnalegu umræðu, að hún fjalli um pólitík. Þá skilur þú samstundis hvað um er að ræða; PÓLITÍSKA UMRÆÐU, með öllu sem henni fylgir, stórt sem smátt, ljótt sem fallegt, ýkt sem fegrað, ósatt og ólogið.

Sannleikurinn um það fyrirbæri er Evrópusambandið nefnist er nákvæmlega eins og sannleikurinn um pólitík Samfylkingarinnar og annarra stjórnmálaflokka. NEMA, að því leyti að hér er um STÓRPÓLITÍSKT mál að ræða. Og því gera sófamenn sér ekki grein fyrir. Þeir halda að Evrópusambandið sé eitthvað annað en pólitík. Þeir eru að bíða eftir sannleikanum.
 
Góði maður: Ég get stytt þér biðina með því að upplýsa þig á málefnalegan hátt um að það er enginn munur á Evrópusambandinu og Samfylkingunni. Evrópusambandið er eins konar flokkur sem vinnur leynt og ljóst að stofnun Bandaríkja Evrópu. Samfylkingin er flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að Ísland gangi í Evrópusambandið. Það þarf helst að gerast sem fyrst, því kjósendur meiga alls ekki fatta að þeir séu að ganga í annað ríki, til lengri tíma litið. 

Í síðasta enda þá gengur þessir spurning út á það hvort þú sem kjósandi viljir leggja lýðveldi okkar á Íslandi niður, eða ekki. Vilt þú leggja Ísland niður? Viltu taka áhættuna á því að þetta stefnumark ESB rætist eða ekki? Það er þetta sem hin málefnalega umræða um ESB á að fjalla um - og ekki neitt annað. 

Þú sérð hér kæri vinur að það er þetta sem er vandamálið. ESB er kynnt til sögunnar sem fyrirbæri sem hafið er yfir pólitíska umræðu. ESB er kynnt sem fyrirbæri sem ekki eigi að ræða um nema á sama hátt og rætt var um tilvistarleg málefni í Evrópu fyrir Upplýsinguna. 

En þú skalt ekki örvænta góði maður, því þú ert ekki einn. Það eru aðeins örfáir stjórnmálamenn sem kunna að bregðast rétt við í þessari glímu við hið óþekkta. Vandamál þessarar svo kölluðu málefnalegu umræðu um Evrópusambandið er best lýst hér í Cosmos-þætti Carls heitins Sagan sem sýnir hvað gerist þegar óþekktur hlutur kemur inn í umræðu flatlendinga. Þeir vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Þetta er tirx Evrópusambandsmanna; að láta menn halda að þetta eitraða epli fyrir Ísland sé eitthvað annað en það er; stórpólitík!
 
Carl Sagan lýsir því hvað gersit þegar ESB-umræðan kemur inn í Flatland
 

Ég bjó sjálfur í Evrópusambandinu frá 1985 til 2010, eða í 25 ár. Ári eftir komu mína til EF sagði forsætisráðherra landsins að Evrópusambandið yrði aldrei til. Myndi aldrei verða stofnað. Slíkt væri með öllu óhugsandi. Dönum væri því alveg óhætt að segja í þjóðaratkvæðagreiðslunni um EF-pakkann, sem var dulbúinn undirbúningur fyrir stofnun Evrópusambandsins. Þessi forsætisráðherra hélt að hann vissi eitthvað. Hann hélt að land sitt hefði eitthvað að segja í hinu stóra samhengi hvað varðar stofnun Bandaríkja Evrópu. Hann vissi þó ekki neitt. En hann vissi þó meira en Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson vita; þrjú sem vita minna en ekki neitt um ESB. Þau eru flatbrauðin sem ESB nærist á; Evrópusambandið er steindautt
 
Að ganga í ESB er allt örðuvísi en að taka stökk. Best er að líkja því við að panta sér 10 ára tíma hjá tannlækni sem dregur úr manni flestar tennurnar á þessum 10 árum. Hægt en bítandi eru tennurnar dregnar úr þér. Og þar sem þú heitir ekki Þýskaland eða Frakkland þá færðu  enga deyfingu þar sem svíður mest. En tannlaus verður þú smá saman. Og það er ekki hægt að setja gömlu tennurnar í aftur, ef þú seinna sérð eftir þeim.

En þá munu málefnalegir menn kom til þín og segja aftur og aftur - "já en af hverju ekki láta fara fram úttekt á málinu svo það komi fram hverjir séu "kostir og gallar". Af hverju ekki?
 
En þá segi ég aftur: Þið getið ekki vitað hverjir eru kostir og gallar fyrr en þið eruð búin að sitja í tannlækningastólnum í 10 ár. Það er málið. Þegar þið eruð orðin tannlaus magnast öll vandamál þjóðarinnar vegna þess að litlar sjálfstæðar þjóðir þola ekki að missa tennurnar. ESB mun aldrei geta skaffað ykkur gömlu tennurnar aftur eða komið í stað þeirra gömlu sem bitu svo vel. Það verður alltaf hálft bit. Þú munt bara biðja Brussel um mjúka fæðu.
 
Fyrri færsla;
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband