Leita í fréttum mbl.is

Ekki hægt að endurfjármagna það sem aldrei var fjármagnað

Forsíða Financial; Times ‘Time short’ for eurozone, says Cameron 2011-10-09

Mynd; Forsíða Financial Times í dag 

Ég skil ekki þessa frétt. Hvernig er hægt að endurfjármagna það sem aldrei var fjármagnað frá fyrstu tíð. Réttara væri að segja fólki í evrusvaðinu að endurgerð- og lengd var hengingaról ríkissjóða viðkomandi landa um háls þeirra með því að skjóta framtíðarfé viðkomandi skattgreiðenda inn í tóma banka í stað þess fés sem ekki var þar fyrir hendi vegna þess að það var tapað og glatað.

Endurfjármögnun fyrir mér þýðir það að menn endurnýji gömul lán með nýjum lánum og oftast á betri kjörum.  

En hvernig getur annars staðið á því að bjarga þarf þessum bönkum núna sem með glans stóðust álagsprófanir seðlabanka Evrópusambandsins fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Er verið að gera grín að okkur?

Átti Össur sæti við borðið? Eða var Jóhanna þarna borðliggjandi. Stóð eitthvað af Steingrími þarna út af? Hvað er að gerast með ESB-skjaldborgina? Þetta er afar dularfullt.

Í þessum ógnvekjandi aðstæðum sem eru að myndast í peningamálum heimsins vildi ég helst eiga mín verðmæti í íslenskum krónum eða í alþjóðlegri mynt sem væri bökkuð upp af The U.S Military.

Takk


mbl.is Styðja endurfjármögnun banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Endurfjármögnun þá tala ég af reynslu,  þegar fyrst er tekin skuldbinding um að greiða Billjón miðað við meintar öruggar forsendur og svo er  staðið við hana, þá til að forðast vandræði er borgað inn á fyrstu skuldbindingu í reiðufé, gefin út ný skuldbinding með afföllum og síðan góðum nafnvöxtum, svo getur þetta gerst aftur og þá er borgað inn á með reiðfé, gefinn út nú skuldbinding með afföllum til að geta sýnt góða nafnvexti, þessum leik er haldið áfram þangað til hægt er að setja skuldara í þrot, og jafnvel lengur á meðan hanna heldur áfram að samþykkja nýjar skuldbindingar.  Venjulega er hér þá um ræða óhæfa stjórnendur eða og vonlausan rekstur.

Þegar um betri kjör er að ræða þá er oftast um nýja lándrottna að ræða. Almenningur ímyndar sér hlutina í öðru ljósi sem hljóma betur.  Í hlutafélögum þar sem hlutahafa sofa á verðum  þá er oft vont að greina hvort lánadrottnar sem oft eiga miklu meiri skuldbindingar á firmað en samsvarandi  eiginársreiðufé þess er eða skuldbinding við hlutahafa, séu ekki raunverulegir yfirmenn sitjandi stjórnar í framkvæmd.  Sumir stjórnendur er svo einfaldir og hrekklausir eins og nánast almenningur að þeir fatta ekki einu sinni að þeim er í raun og veru fjarstýrt af lánadrottni  eiganda stærstu skuldbindinga: margir líka með mjög góðar persónulegar tekjur sjálfir. Þetta er harður heimur fyrir Íslendinga eins og Jón Ásgeir, en varla pro ein og Björgólfsfeðga.  Við sjáum í dag að undirbúningur um minni raunverðmæta eftirspurn á neytendamörkuðum Vesturlanda hefur byrjað um 1970 og þá fita hákarlarnir sig fyrir sýnilega samdrátt eftir 2000 á Vesturlöndum og vaxandi að sama skapi í ríkjum áður þriðja heimsins eins og  Kína, Indlandi og Brasilíu t.d. Ríki sem eru vön að velta 30 ára fasteignalánum í hundruð ára kunna að velta hlutunum fyrir sér.  Gera greiðslumat til 30 ára: skuldbinding þess sem veltir 30 ára IRR veðskuldaveltusjóðum Ég veðja á dollara þar sem USA veðjar á Kína, Indland og Brasilíu til að fjármagna sig. En Þjóðverjar á Frakkar á Meðlima ríki á sínum Markaði ESB+EES.

Júlíus Björnsson, 10.10.2011 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband