Leita í fréttum mbl.is

Helgarpistill; Skammbyssur fjármálamarkaða virka ekki á lýðræðið í Bandaríkjunum

 
Olíumálverk: Þórdís Rögnvaldsóttir 
 
Af hverju ekki? Vegna þess að Bandaríkin hafa sína eigin mynt. Nokkuð fyrst og fremst vegna þess. En þarna eru auðvitað einnig fleiri mikilvægar ástæður.

Þessa dagana er mönnum nokkuð tíðrætt um það hvort bandaríska löggjafarsamkundan og forsetaembættið komi sér saman um auknar lántökuheimildir bandaríska lýðveldisins. Menn standa meira að segja margir hverjir nokkuð fast á öndinni yfir því að bandarískir stjórnmálamenn skuli ekki bara krjúpa og skríða í duftið fyrir "mörkuðunum". Að þeir haldi "mörkuðunum í gíslingu".

Rétti staðurinn til að ræða þessi mál er auðvitað í þinginu, og það gera Bandaríkjamenn. Þeir vilja ekki — og þurfa ekki — að ræða þessi mál standandi á balsaviðarplanka Evrópusambandsins, með skammbyssu fjármálamarkaða miðað að höfði sér, og horfandi framan í komandi kolsvarta bjargveggi einræðis við grátlega framskriðið sólsetur lýðræðis í ríkjalingum Evrópusambandsins.

Bandaríkjamenn ræða málin frá öllum hliðum. Sjónarmiðin fá að koma fram. Enginn með fullu viti vill þar láta stilla sér upp við vegg og mæta síðan með evrópska ESB-kryppu á bakinu til næstu kosninga. Svo tekur löggjafarsamkundan ákvörðun þegar hitinn í kolunum og lýðræðisferlið krefst þess. Þetta ferli kallast að vera fullvalda sjálfstætt ríki.

Enginn með bundið fé í ríkispappírum þessa lýðveldis Norður-Ameríku hefur hinar minnstu áhyggjur af peningum sínum. Þeir vita að í þessum heimi okkar er enginn annar varðstöðumaður sem getur neitt við gæslu þess frelsis sem er og hefur verið sökkull þessarar höfuðborgar frjálsra athafna mannanna, og viðskipta í heiminum.

Vaxtakrafan á bandarískum ríkispappírum til 10 ára haggast ekki. Hún bara lækkar ef eitthvað er. Skyldu lánshæfnismatsfyrirtæki lækka lánshæfniseinkunnir Bandaríkjanna, þá mun heldur ekki neitt gerast við það. Enginn mun hafa áhyggjur af því nema fréttamenn. Allir fjárfestar vita að Bandaríkin eru lýðveldi með sína eigin mynt. Með fjölda útgönguleiða úr vandræðum, skyldu þau birtast. Bandaríkin munu ekki og hafa aldrei svikist um að greiða skuldir lýðveldisins.

Þetta var auðvitað hárrétt sem fyrrverandi seðlabankastjóri Þýskalands, Hans Tietmeyer, benti á þegar verið var að koma myntbandalagi Evrópusambandsins á koppinn sem svo hellt var úr yfir þegna evruríkja ESB. Hann sagði;

Myntbandalag ESB verður eins og lokaður hraðsuðuketill án útöndunar. Þegar gengið er farið og möguleikinn á að laga verð og vexti gjaldmiðilsins að þörfum hagkerfisins er horfinn, þá þarf að sjóða samfélagsleg og fagleg réttindi almennings og verkalýðshreyfinga í graut - og helst í mús. Svo þarf að auglýsa andlát lýðræðisins. Stjórnmálamenn ættu að skilja að frá og með nú eru þeir komnir algerlega undir vald, náð og miskunn fjármálamarkaða. 

Hans Tietmeyer þekkti fag sitt vel og djúpt. Hann vissi að myntmál eru eins og borgarísjaki. Það sem sést og er talað um er aðeins einn tíundi hluti málsins. Rót myntmála nær alltaf alveg niður í dýpstu lög lýðræðis, fullveldis og sjálfstæðis þjóða. Þetta vissi Hans Tietmeyer afar vel þó svo að hér heima viti þetta einungis fáir en góðir menn. Hann varaði við því að svo ólík lönd ætluðu að nota saman einn og sama gjaldmiðil, eina stýrivexti og eina peningastjórn.

Í Evrópusambandinu hafa menn nú komið á kapítalisma án lýðræðis. Lýðræðið þar hefur verið einkavætt. Og áhættutöku einkageirans hefur í leyfisleysi verið smyglað yfir á herðar borgaranna. Virkt lýðræði krefst virkrar myntar sem er í höndum þjóðarinnar. Að kasta henni fyrri róða er leiðin til ánauðar og einræðis. Myntmálin eru óendanlega dýpri mál en fallbyssufóður Evrópusambandsins í stjórnarráði Íslands heldur.

Bíddu, það er aðeins meira; skuldastaða kommúnistaríkisins Kína !
 
Tengt efni

 
 
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er fleira sem vantar í ESB, en er í USA.

Þú segir: Rétti staðurinn til að ræða þetta er í þinginu. Og að þegar lýðræðið krefst þess tekur löggjafarsamkundan ákvörðun.

Mikið rétt.

En þetta er ekki til í ESB. Þingið er valdalítið og þar vantar algjörlega lykilatriðið: Stjórnarandstöðu.

Forseti Tékklands - sem þekki eins flokks kommúnisma af eigin raun - flutti ræðu á Evrópuþinginu. Hann talaði fyrir alvöru lýðræði og sagði að í þingið vantaði virka stjórnarandstöðu. Án hennar yrði ekkert alvöru lýðræði.

Og hver voru viðbrögðin? Þingmenn stóru flokkanna S&D og EPP, sem telja sig eiga Evrópu, stóðu upp og gengu út. Þeir skildu ekki þessa ósvífni í Tékkanum að krefjast lýðræðis í Brussel.

Haraldur Hansson, 16.7.2011 kl. 02:30

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já og ekki nóg með þetta sem þú skrifar Haraldur

Martin Schulz, sem er hávær Þjóðverji og leiðtogi sósíalista á þingi Evrópusambandsins, hefur lýst því yfir að frá og með nú séu 184 þingmenn þessa hóps sósíalista orðnir "hreyfing and-kapítalista" sem munu ráðast gegn "hagkerfi sem byggist á peningum eða sem er peningaknúið".

Hér gengur allt eins og það á að ganga eftir að Berlínarmúrinn féll frá austri og yfir Vestur-Evrópu. Hann féll mest vestur á bóginn en ekki öfugt, greinilega; Við erum and-kapítalistar núna

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2011 kl. 02:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskylt þessu og þó...

Evrópusinnar hafa blásið upp niðurstöður úr álagsprófunum á bankakerfinu, sem Sambandið hefur unnið. Þeir sögðu að langflestir bankar hafi staðist prófið þegar raunin var sú að 24 þeirra voru fallítt eða við það, eða ríflega 30%.

Svona má kokka niðurstöður. Sérfræðingar Morgan Chase hafa nú kíkt á forsendurnar og fundið út að þær væru valdar með hagstæða en óraunhæfa niðurstöðu í huga.  13.000 milljarða gat, takk fyrir og þar eru Þýski, Breskir og Franskir bankar í raun við það að springa í tætlur, ef raunhæfum forsendum er beitt.

ESB hreyfir sig aldrei til neins nema að það sé í áróðursskyni. Eitthvað hafði ég það á tilfinningunni þegar frauðhausarnir á Evrópublogginu byrjuðu að fagna svona fyrirfram.

Esb mætir enn eina ferðina með vottorð í talnaleikfimi. Billjónaexem á rassgatinu, sem breiðist út. Permanent frí í leikfimi framundan.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.7.2011 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband