Leita í fréttum mbl.is

Hlutabréf Nokia hafa fallið um 83 prósent á 40 mánuðum

1968 

Ástæðan fyrir landvinningum Nokia á sínum tíma var ekki hversu góðir þeir voru, heldur hversu lélegir aðrir voru á markaði fyrir farsíma. Markaðurinn var á fósturstigi og Nokia voru góðir í að nýta sér vanþroskann, sem er virðingarvert að fullu, en ekki lífvænlegt til lengdar. Var á meðan var. 

En nú er Nokia á leið til föðurhúsanna því raunveruleg tæknifyrirtæki hafa yfirtekið markað Nokia.

Í Skandinavíu eru grein-endur farsímatölvutækni ennþá að selja viðskiptadagblöðum greiningar sínar sem segja ritstjórninni að keppinautar Nokia eigi ekki séns í markaðinn; þeir eru kynntir lesendum sem sérfræðingar í "farsímatækni" og þeir reka meira að segja greiningarfyrirtæki. Með eftirnöfn eins og til dæmis Stærk. En farsímar eru farnir eins og farfuglar.
 
1968 Stanley Kubrik 2001 og PanAm
Rétt fyrir hrun I og II samanstóðu eignir nýrra skandinavískra "tæknifjárfestingasjóða" að mestu af hlutabréfaeignum í fyrirtækjum á borð við Microsoft, Nokia og Novell. Næstum allt fé þeirra er tapað eins og fé þeirra sem fjárfesta í social-networking mun tapast og tvittast í allar áttir. Gullfiskaminni fjárfesta er aðdáunarvert. 

Ástæðan fyrir risi íslenskra banka í svo kallaðri útrás var ekki sú að þeir væru góðir, heldur hversu létt aðgengi þeirra var að sturtubaði fjármuna sem skafnir voru innan úr stuðlabergi bankanna. Sjálfum undirstöðum traustsins. Bankarnir voru allir lélegir. Þó var eitt sem íslenskir bankar voru góðir í, það verður að segjast; þjónusta þeirra var betri og skilvirkari en gerist og gengur erlendis.

Sönn tæknifyrirtæki byggja á því að vita allt miklu betur en viðskiptavinurinn og langt á undan öllum öðrum, og á því að finna upp nýja hluti sem viðskiptavinurinn hefur ekki hundsvit á og enga hugmynd um að hann mun biðja um eftir nokkur ár. 

"Sales guys" sem stjórna tæknifyrirtækjum og hlusta á "kröfur viðskiptavinanna" eru eins dauðadæmd og bankar sem fóru í útráp undir rosabaugi.

Steve Jobs hjá Apple hefur alltaf haldið fast í þessa hugsun og flestir viðskiptavinirnir fyrirtækisins munu aldrei taka eftir því. Tæknigreinendur og viðskiptablöð þeirra í Skandinavíu heldur ekki. Þetta vita líka þeir sem standa fyrir main- og midrange deild IBM. Vita, fyrst, best og mest. Og hlusta ekki.  

Daginn sem sönn tæknifyrirtæki byrja að reyna að geðjast og hlusta á viðskiptavini sína, markar upphafið að endalokum þeirra.

Maðurinn, nörðurinn og röntgensmásjáin með kattarins níu líf kemur einu sinni enn og messar yfir heiminum þann 6. júní næstkomandi. Aðeins fáir fatta vinnuna sem lögð er í einfaldleikann þar. Og hægt er að vera stoltur af því sem látið var þar algerlega ógert.
 
Nú á Evrópa ekki neitt í neinu lengur. Sovétríki stýrikerfa drottna þar. Síðasti valsinn er leikinn þar enn. 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband