Þriðjudagur, 24. maí 2011
Seðlabanki Evrópusambandsins: Lánaði án fullnægandi veðtrygginga. Trúverðugleiki ECB Andrés Önd.
Skuldatryggingaálag 23. maí 2011: Ítalía líka komin á fulla ferð niður í þrotfarveg evruaðildar?
Reuters gróf upp frétt úr þýska Der Spiegel sem segir að seðlabanki Evrópusambandsins hafi ekki sinnt skyldum sínum sem yfir-yfirumsjónarmaður seðlabanka evrusvæðis. Hann hefur stundað seðlabankastarfsemi á vafasaman hátt. Ef til vill eins og íslenskur viðskiptabanki. Það á eftir að koma nánar í ljós.
Der Spiegel segir að ECB-seðlabankinn lánaði bönkum í nú næstum ríkisgjaldþrota evrulöndum (og eflaust einnig í öllum evrulöndunum, það mun koma í ljós) peninga gegn veðtryggingum sem áttu að vera veðhæfar eignir í viðskiptum bankanna við seðlabankann - þ.e. á peningamarkaði þeim sem seðlabankinn á að hafa yfirumsjón með á öllu myntsvæði evrunnar og víðar - en sem voru ekki eins veðhæfar og stóð í pappírum um þessar ABS-eignir (asset backed collateral)
Euro zone central banks have been lending money to commercial banks against highly questionable collateral, leaving the central banks potentially exposed to hundreds of billions of euros of bad loans, Germany's Der Spiegel magazine reported.
Sem dæmi er tekin útrás hins gamla skröltandi þýska beinagrindasafns er nefnist Hypo Real State fjármálastofnunarinnar þýsku til Írlands, í gegnum dótturfyrirtæki þess, Depfa Bank. Þar tókst þessum aðilum að troða 78 tegundum af vafasömum og ofmetnum veðtryggingum inn á ECB-seðlabankann í gegnum evrukerfið (the euro-system), gegn því að fá miljarða evruseðla til láns í staðinn. Ef reglunum hefði verið fylgt þá hefði bankasamsteypan fengið 20 prósent minna fé út á veðtryggingarnar.
Þetta hlutfall á eflaust eftir að versna til muna eins og allt hefur versnað og er stanslaust að versna á evrusæðinu og í öllu ESB hvern einasta dag ársins síðustu árin og mun gera svo þau mörg næstu.
Töp ECB-seðlabankans verða því mínútu frá mínútu og frá klukkustund til sólarhringa, daga vikna og mánaða, verri og verri, stærri og stærri og pólitískt óviðráðanlegri og óásættanlegri öllum.
Sem sagt: Ef reglum í hinu heimsfræga og himin höndum tekna regluverki ECB, ESB ásamt eitt hundruð annarra E-eitthvað regluverksmiðjum Evrópusambandsins, hefði verið framfylgt - til dæmis eins og þeim var alltaf framfylgt í Sovétríkjunum þegar um fyrrverandi manneskjur var að ræða - þá hefði þetta ekki gerst. En þetta gerðist samt.
Allir seðlabankar allra ríkja á evrusvæðinu standa gagnkvæmt, saman og jafnt í allri ábyrgð fyrir fjármunum ECB, sem franskur embættismaður að nafni Jean-Claude Trichet stýrir og ber ábyrgð á. Sá maður er landsföðurímyd allra meðlima ríkisstjóralepps Evrópusambandsins á Íslandi.
Regluverkið um regluverkina
En nú er að koma nýtt regluverk - já nýtt regluverkzpf - fyrir alla fjármálastarfsemi á evrusvæðinu og víðar. Það er svo strangt, viðamikið, massíft og flókið að þeir sem taka það sér í hönd látast samstundis af losti nema þær allra stærstu fjármálastofnanir í ESB sem hafa auðæfin og innviðina til að aðmínistrera svona eftirsovéskt stórfyrirbæri.
Til dæmis fjármálastofnanir eins og þýska ríkisbeinagrindin Hypo Real State og Deutsche Bank, sem nú sætir lögsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytisins á hendur bankanum fyrir lygar, vanrækslu og svindl með bandarísk húsnæðislán, sem bankinn seldi sem skotheld skuldabréf til lífeyrissjóða og seðlabanka (og auðvitað til ECB einnig), en sem enduðu oft í vanskilum aðeins tveim mánuðum eftir að þau voru veitt. Bankinn henti allan tímann áminninarbréfum frá bandarískum yfirvöldum óopnuðum inn í skáp og sýndi þeim rassinn, sem er stór. Bréfin fundust um daginn.
Viðskiptahugmynd mín um Opferation Norðangarra sem berandi tvídrangur í nýrri two-pillar-ECB-approach í seðlabankalegum peningauppblæstri, á einstaklega vel við hér. Við sendum þeim Norðangarra og þeir senda okkur reglulega verki. Í bónus fá þeir svo ösku í reiði, ja?
Sænska krónan skrattar
Skuldatryggingálag Svíþjóðar er nú 24.20 punktar, en Þýskalands næstum tvöfalt hærra, eða: 40.28 punktar. Þetta á eftir að versna mikið hjá Þýskalandi. Mynt Svíþjóðar, en ekki Þýskalands, er sænsk króna. Þýskaland á enga mynt, en hefur ofið sig inn í myntvafning með minna þróaðri hagkerfum Evrópusambandsins. Þessi myntvefur hefur skaffað þýska hagkerfinu möguleika á að falsa gengi sitt gagnvart umheiminum.
Danmörk
Svo segjast danskir bankar - eftir að hafa lapið ríkisaðstoð úr bankapakka I og II og III - að þeir geti ekki borgað þetta sem þeir fengu úr bankapakka II, til baka. Því þarf líklega að búa til bankapakka IV og færa þeim. Bankapakki II fellur til greiðslu á næsta og þar næsta ári. Upphæðin er 200 miljarðar DKK. Gamanið er alltaf að kárna í regluverkjaheimsveldinu mikla, Evrópusambandinu.
Er Ítalía næst - eða þar næst?
Svo er það Ítalía sem á líklegu sinni án hagvaxtar í 10 leynileg ár er að birtast mönnum sem fílinn í fundarherbergi seðlabanka Evrópusambandsins og á leyniminnisblöðum foringjaráðs ESB.
The problem is, like many on Europes periphery, after a decade of Euro membership the Italian economy is seriously distorted, and badly in need of devaluation, but of course, as elsewhere there is no currency left to devalue - Is Italy Not Spain The Real Elephant In The Euro Room?
Tengt:
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 41
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 401
- Frá upphafi: 1387166
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 224
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Gunni, þú ert hættur að segja að allt sé betra í Bandaríkjunum.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 16:09
Hafðu ekki áhyggjur Björn minn. Um leið og Gunnar er að segja okkur að ekkert sé verra en Evrópusambandið (sem er satt og rétt) þá er allt annað betra.
Hálfger synd að þú getir ekki lagt saman tvo og tvo í þessu, því það segir manni að þú getir alls ekki botnað í því sem Gunnar er að reyna að segja þér.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 18:35
Ég tel að fjármálakerfið í heild sé á fallanda fæti og þó svo að það sé sennilega rétt að ídean á bak við Evruna sé praktískt óframkvæmanleg, þá er það ekki svo að Bandaríkin séu ekki líka í klessu.
Það er ekki endilega brilljant að festast í tvíhyggju með eða á móti ESB eða með eða á móti Evru. Breski íhaldsflokkurinn hefur sett fram mjög athyglisverðar hugmyndir um hvernig þróa megi Evrópusamstarfið í átt frá pólitísku samstarfi en auka jafnframt verslunarfrelsi.
Þegar og ef Evran fellur (og kannski dollarinn líka) hvað viljum við í staðinn? Við viljum verslunarfrelsi en ekki endilega frelsi til einokunar. Við þurfum að hemja viðskiptarisana og jafnvel fara að ráðum Lord Turners, formanns breska fjármálaeftirlitsins sem telur að skattleggja eigi stærð. Að verði dýrt að vera stór.
Kannski má hugsa fram í tímann, kerfið sem við búum við nú er fallið.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 19:50
Fer eftir hvað átt er við með orðalaginu hruni, sumir nota það yfir gengisfall, og dollarinn getur alveg hrunið nokkuð í verðgildi - en meðan Bandaríkin sjálf eru enn til og þeirra hagkerfi er ekki verr statt en t.d. í kreppunni miklu á 4. áratugnum; þá er ekki ástæða að ætla að dollarinn hætti að vera til.
En, evran getur hætt að vera til. En, það getur einnig farið þannig, að aðildarríkjum Evru fækki, eftir verði tiltekin kjarnaríki. En hún nái síðan smáma saman jafnvægi á ný, verði áfram einn af stóru gjaldmiðlunum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2011 kl. 20:13
Ég er í mörgu sammála þér Björn, en ég skil ekki þetta tal um tvíhyggju þegar að það liggur í hlutarins eðli að það er verið að velja um núverandi stöðu þessara mála eða ekki.
Það gildir einu nú hvað gæti orðið úr ESB eða Evrunni. Það er enn í hinu útópíska limbói á himnum. Hér og nú gargar þetta á nei.
Það er annars búið að vera ljóst frá fyrstu hugmyndum um evrópusamband að fyrir liggi að stofna sambandsríki. Um það stendur útópían sú. Nýtt þriðjaríki ef þú villt.
Evran átti til og með að vera þvingunarapparat til framgangs þeim pípudraumi eins og menn sjá svo áþreifanlega nú. ESB hefur sótt í tvígang um þjoðarstatus á þingi Sameinuðu Þjóðanna en verið hafnað-í bili. Þeir voru einnig að fá synjun um að fá að sitja í öryggisráðinu með þá vegtyllu.
Það ætti ekki að leynast neinum hver markmiðin eru, sem eitthvað hafa skoðað sögu og framgang þessa fyrirbrygðis hvað hangir á spýtunni...og eins og þú íjar að þá eru hugmyndir um sameiginlega mynt og pólitískt bandalag andvana hugmynd án þessara fyrirheita. Vonlaust og margreynt með skelfilegum afleiðingum.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 20:26
Jón - þ.s. virðist stefna í, er "Mittel Europa" eða meginland Evrópu dómineruð af þýskum hagsmunum. Þetta er þó ekki öruggt, en þetta virðist samt vera sterkt trend. Áhugaverður atburður sem ekki fór hátt í fjölmiðlum var í sl. viku að svokallaður Visegard hópur sem samanstendur af Póllandi, Svlóvakíu, Tékklandi og Úngverjalandi; hittust í samnefndum bæ þ.e. forsætisráðherrar og undirrituðu samkomulag, um að mynda sameiginlegann herstirk undir forystu Pólks herforingja.
Þetta getur orðið áhugavert gagntrend, samskipti þeirra ríkja. Þá verður áhugavert hvað Svíar gera, en þeir gætu beitt sér hópnum til stuðnings. Einnig væri áhugavert að bæta við Rúmeníu - og þá væri jafnvel spurning um stuðning frá Tyrkjum seinna meir, en þeir eru hratt vaxandi veldi.
Þó svo samvinna Rússa og Þjóðverja fari vaxandi, og Evran sem mjög einnig að efla Þýsk áhrif, er ekki endilega enn hægt að slá því algerlega föstu, að Þýskaland komi til með að gersamlega dóminera löndin þarna á milli.
Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun á næstu árum.
-------------------
Mig er farið að gruna að Danir og jafnvel Svíar hafi séð þessa þróun fyrir, þess vegna ekki gengið inn í Evruna.
Þarf ekki að nefna hve ótrúlega heimskt lið þetta ESB-kratalið er hérlendis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2011 kl. 21:51
Smá leiðrétting: Visegrad.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2011 kl. 22:13
Jamm...menn geta ekki bæði haldið og sleppt. Að ætla að vera ein þjóð en samt margar, gengur ekki upp og hefur aldrei gengið upp. Að reya að halda öðru fram er bara delerandi óráð.
Þjóðverjar hugsa þjóðir eins og úrverk með tannhjólum og regluföstum mekanisma. Þetta er þeirra sturlun, enda eru þeir flatasta og leiðinlegasta þjóð í heimi. (hefurðu heyrt um Þýska gamanamynd?)
Engin önnur þjóð hefur þetta mentalitet og allra síst miðjarðarhafsþjóðirnar þrútnar af sögu og organískum lifnaðarháttum, inngrónum í þúsundir ára. Þær klæjar undan óklæðilegu ESB uniforminu og geta ómögulega gengið gæsaganginn. Þær vilja helst vera berrassaðar og tjútta nefnilega.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 22:40
"Ordnung ist besser als gerechtigkeit"
Goethe
Björn Jónasson°° (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 00:10
Sem minnir á að þeir hafa jú skrifað gamanleiki. Divine comedy með öllum sínum myndrænu lýsingum á helvíti. Lengra náði húmorinn ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2011 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.