Leita í fréttum mbl.is

Hvernig og hvar verður nýr Adolf Hitler til í Evrópusambandinu?

Atvinnuleysi í Þýskalandi og kosningafylgi öfgahóps nasista
Mynd: Austerity = þegar blind trú á niðurskurð í miðri kreppu eyðileggur samfélög. Kosningafylgi nasista og atvinnuleysi.
 
Þeim sögulega misskilningi er oft flaggað að það hafi verið óðaverðbólga sem greiddi og sópaði götur Adolfs Hitler til valda í Evrópu undir fyrstu tilraun Þýskalands til lýðræðis, þ.e í Weimar lýðveldinu. Þetta er ekki rétt. Það sem kom Adolf Hitler til valda í Þýskalandi var niðurskurður á ríkisfjárlögum. Það voru þær skelfilegu afleiðingar sem þannig blind trú á niðurskurð og jafnvægi í ríkisfjármálum á krepputímum - undir yfirskini þess að laða erlenda fjárfesta að - sem komu sósíalistanum Adolf Hitler til valda.

The myth has become well-established that Germany’s hyper-inflation wrecked the Weimar Republic and brought Hitler to power.   While the hyper-inflation weakened its foundations, it was cured in November 1923 — the same month as the NAZI’s Beer Hall Putsch.  By 1928 it was a flyspeck party, getting 2.6% of the vote in the May elections (9th place).  The Depression and Weimar’s adoption of liquidationist economics gave Hitler his opportunity.

Í Evrópusambandinu er niðurskurður orðinn skurðgoð sem dýrkað er framar öllu. Allt skal gert og öllu skal fórnað - og þar með talin endurvakning Hitlersks ESB - til þess að halda stórskaðlegu myntbandalagi Evrópusambandsins við lýði. Andlýðræðisleg öfl Evrópusambandselítunnar eru að skapa kjöraðstæður fyrir nýjan ófrið í Evrópu. 
 
Önnur tilraun Þýskalands til lýðræðis fer nú fram, og lofar ekki góðu, verð ég að segja. Evrópusambandið er fyrst og fremst samband byggt í kringum öfga - með öfgum. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm. minn söguskilningur er að það hafi verið heimskreppan. En, tímabil óðaverðbólgu var nokkrum árum fyrr, áður en kreppan skall á. Svo þarna fara þá einhverjir sem ekki hafa nennt að lesa sögubækur eða einu sinni að fletta henni upp á Wikipedia.

Á þessum árum ríkti svokallaðir "gullstandard" sem og honum fylgdi sú regla að viðhafa sveiflumagnandi efnahagsstefnu, þ.e. eyðslu í uppgangi og sparnað í kreppu.

Að ímsu leiti eru aðildarríki Evru að "copy/paste"-a þá útkomu en mörg þeirra eiddu um efni fram í góðærinu og verða nú skv. reglum að skera niður í hallærinu.

En, vandinn er ekki síst, að þ.e. raunverulega ekki unnt að skulda ódendanlega mikið, og þ.s. nokkur ríki skulda þegar óþægilega mikið - í reynd geta þau ekki fylgt Kanes-isma þó sum hver þeirra vildu í dag; vegna þess að þá færu skuldir þeirra of mikið upp.

Svo þá eru menn komnir í "Catch 22".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.5.2011 kl. 19:50

2 Smámynd: Gunnar Waage

Þörf áminning fyrir þá sem vilja spyrða hægri menn við Nasista, Nasistaflokkurinn var sósialistaflokkur. Versalasamningurinn kvað á um afvopnun þjóðverja og réðust þá Frakkar inn í landið í trássi við samninginn og alþjóðalög.

Gunnar Waage, 11.5.2011 kl. 21:17

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Einar Björn: Söguskilningur Brad DeLong er líklega ágætur. Og já, gullfóturinn, mikið er ég sammála þér um "copy/paste" ESB í þeim efnum. 

Já nafni minn Gunnar, ríki Hitlers hefði orðið eins og DDR var eftir stríðið, hefði honum tekist verk sitt. Mæli með bók Sebastian HaffnerThe Meaning of Hitler, sem er líklega besta sóber pólitíska greining gerð á manninum og verkum hans. Niðurstaða: SÓSÍALISTI var hann, fyrst og fremst.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.5.2011 kl. 23:18

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverður pistill hjá þér, Gunnar, sem oftar.

PS. Innrás Frakka í Ruhr 1923(-1925) var EKKI í trássi við Versalasamninginn.

Jón Valur Jensson, 12.5.2011 kl. 03:52

5 Smámynd: Gunnar Waage

Það er náttúrulega alveg rétt og fljótfærnisvilla á ferðinni.

Gunnar Waage, 12.5.2011 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband