Mánudagur, 15. nóvember 2010
Þýskalandsvæðing Evrópu og Öxulveldi sníkjudýra
Fáir efast lengur. Verið er að Þýskalandsvæða Evrópu með ofbeldi í gegnum myntbandalag Evrópusambandsins. Þýskaland þeysir um Evrópu eina ferðina enn og lemur heimsálfuna til hlýðni og niðurskurðar þegar hið algerlega öndverða ætti að eiga sér stað. Þýskaland heilaþvær stjórnmálastéttina sem nýlega komst í hrunfeitt og fitnar nú á ný a la 1970 á kostnað þeirra sem greiða þeim launin. Tími fáráðlinga stjórnmálastéttarinnar er kominn aftur. Og þá þurfti myntbandalag Evrópukrata endilega að hrynja - eins og spáð hafði verið, en enginn hlustaði - og þetta fyrirbæri þolir því miður ekki viðurkennd og prófuð verkfæri úr kistum John Maynard Keynes og klassískrar hagfræði.
Heilaþvottaefni Þýskalands er gamalt bras á dósum og heitir merkantílismi (kaupauðgisstefna). Hún gengur í megin dráttum út á að flytja út vörur til annarra pláneta og að fá alla Evrópu til að gera hið sama. Útflutningurinn verður að enda á öðrum plánetum því öll Evrópa, Kína og öll Asía ætla að auðgast svo mikið á kostnað annarra landa. Saman ætla þau öll að flytja út sínar vörur, en ekki kaupa neitt utan frá af neinum öðrum. Þetta eru sníkjudýr heimsins. Eftirspurn heima fyrir í löndum þessum hefur verið eyðilögð af miðalda hagfræði stjórnmálastéttar Evrópu, áætlunarbúskap, mauraverkfræði og kommúnisma.
Seðlabanki Evrópusambandsins er afskræming sem byggir undir þennan sjúkdóm. Hann er það versta sem gat komið fyrir Evrópu á friðartímum. Honum mun framtíðin ekkert þakka. Hann er að verða enn verri en fyrirmyndin þ.e.a.s sá klumpfótur af málmrusli sem kom haltrandi út úr verksmiðju manna með einglyrni, pípuhatta, annað heilahvelið gegnsósa, en hitt nýlendudautt; gullfótarfábjánar heimsins nefnast þeir. Útdauðir heilahvalir meginlands Evrópu ganga nú aftur.
Svo illa er komið fyrir heiminum núna að eini stóri seðlabanki heimsins sem sýnir samfélaginu ábyrgð á krepputímum massífs atvinnuleysis og í brotthvarfi hagvaxtar, er seðlabanki Bandaríkjanna undir stjórn Ben S. Bernanke.
Gerald Epstein orðar þetta vel; "Undarlegir hlutir gerðust á leið leiðtoga heimsins á G-20 ráðstefnuna sem haldin var í síðustu viku. Álit heims-elítunnar hefur snúist gegn aðgerðum seðlabanka Bandaríkjanna (QE2 prógrammið). En þessi seðlabanki er eina meiriháttar stefnumarkandi efnahagsstofnun heimsins sem hefur sett í verk aðgerðir samkvæmt kreppu-forskriftum John Maynard Keynes. Þarna er staðið andspænis massaatvinnuleysi í stærstum hluta hins þróaða heims, en ekkert er gert, nema í Bandaríkjunum. Gagnrýni elítunnar fær undirtektir á hinum furðulegustu stöðum og jafnvel hjá framsæknum hagfræðingum. Á meðan fær merkantílista-stefna Þýskalands og Kína ókeypis flugfar og sendiboðar með hálm í heila stað fá að hrópa og æra alla með skilaboðunum um "að ríkin hafi ekki efni á neinum [Keynesian] aðgerðum því allir skulda svo mikið".
Poul Krugman slær botninn vel í þetta; "staða heimsins er ekki flóknari en svo að við erum í miðju skulda-hjöðnunarferli, þar sem þeir sem skuldsettu sig mikið eru að greiða upp gamlar skuldir. Vatnaskil kreppunnar þvingar stórskuldara til að greiða skuldir sínar hratt. En á meðan verður einhver að muna eftir því að sú horfna eftirspurn sem þessir skuldarar bjuggu til í hagkerfunum á meðan þeir gíruðu upp skuldir sínar, verður einhver að bæta upp, því annars fellur allur heimurinn niður í verðhjöðnun" - þ.e.a.s ofan í djúpan skít.
Það er einmitt þetta sem seðlabanki Bandaríkjanna veit. Því framkvæmir hann samkvæmt þekkingu sinni. Það er ansi hart, eftir að hafa komið heiminum nokkrum sinnum til helvítis, að Evrópumenni meginlandsins skuli ennþá ekkert hafa lært af sögunni, annað en að saga alltaf undan sér tilveruna og þursast áfram á kostnað annarra. Svona er að hafa gerviseðlabanka og gervimynt. Trabant seðlabankanna er ECB.
Evrópusambands-handjárnuð ríkisstjórn Jóhönnu ESB Sigurðardóttur hefur keypt sér þýskan Trabant. Honum er ekið af yfirfáráðlingi Íslands; Steingrími AGS Sigfússyni í djúpum skít. Þar sitjum við öll föst.
Tengt efni
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 20
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 116
- Frá upphafi: 1387435
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sorglega sönn grein hjá þér Gunnar.
Og takk enn og aftur fyrir alla gagnvinnuna.
Guðmundur Jónsson, 15.11.2010 kl. 08:25
"Evrópusambands-handjárnuð ríkisstjórn Jóhönnu ESB Sigurðardóttur hefur keypt sér þýskan Trabant. Honum er ekið af yfirfáráðlingi Íslands; Steingrími AGS Sigfússyni í djúpum skít. Þar sitjum við öll föst."
Þetta er rétt orðað og djarflega mælt að mínu viti Gunnar. Ísland er að sökkva í kviksyndi heimsku kommahagfræðinnar og landsöluhugmynda kratanna sem er auðvitað sama hlandið á annari könnu. Sé því svo hellt saman sem læknislyfi verður útkoman eitruð inntaka fyrir heila þjóð og ríður henni að fullu ef hún ber ekki gæfu til að stoppa þessa afglapa.
Halldór Jónsson, 15.11.2010 kl. 08:48
Óttalegt bull er þetta hjá þér Gunnar og ekki eru athugasemdirnar skárri. Þröngsýnin og afturhaldssemin ráðandi., því miður..
Konráð (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 16:34
Ekki að undra að kommatittir skilji mikið á þessum síðum hans Gunnars. Íslands óhamingju verður..etc.
Halldór Jónsson, 16.11.2010 kl. 17:20
Íslendingar því miður hafa þann galla að skoða alla hluti í frá Íslandi sem nafla heimsins.
Hinsvegar til að skilja hlutina í sem víðustu samhengi er best að skoða hlutina frá sólunni. Eins og toppur mannfólksins á jörðunni gerir.
Umboð hæfs meirihluta valdahafa Evrópsku Sameiningarinnar [í utanríkja stefnu m.a.] hefur tæknilegt alsherjarvald [þvingunarvald líka] til að gera markmið milliríkjan saminganna raunveruleg.
Hans aðal hagstjórnartól eru Evrópski Seðlabankinn og allir þjóðar Seðlabankaranir sem heyra undir hans stefnu ásamt Fjárfestingar banka EU og hans hyski, einnig er heildarhlutur EU í AGS um helmingi stærri en USA í dag.
Það er ekki leyndamál að Seðlabanki Evrópsku Sameiningarinnar sér um að stilla gengi evru við aðra gjaldmilða.
Samt eru hér á Íslandi endlausar umræður um að króna geti flotið [látið stillast af 80% eftirpurn frá Seðlabanka EU] og lútið lögmálum frjáls markaðar.
Meningararfleið EU er alls ekki frelsi frumskógarins heldur frelsi innan vel skipulagðra og agðara stofnanna og laga ramma.
Það er hægt að kenna fáfróðum Íslendingum ýmislegt þótt það standist ekki í raunveruleikanum.
Almenningur á meginlandi Evrópu hefur aldrei trúað því að hlutirnir reddist bara af sjálfum sér, hinsvegar trúir hann á áframhaldandi stefnu festu sinnar éltíu.
Það er komið fram að Evróska Sameiningin er að skiptast upp í Meðlimríkja blokkir [5,6 ríki] nokkur veginn eftirlegu.
Allt þetta þykir mjög eðlilegt séð frá mínu fólki á meginlandi Evrópu, þótt, ákveðið lið Íslendinga sem hugsar alls ekki EU kalli sig ESB sinna.
Þjóðverjar eru snillingar í að búa til áróður sem sauðirnir falla fyrir, Frakkar engir eftirbátar.
Júlíus Björnsson, 16.11.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.