Leita í fréttum mbl.is

Danske Bank: grunnur og sökkull myntbandalagsins er nú óbætanlega skaðaður

EUR_USD 28 apríl 2010 
 
Byggt á sandi 
 
Danske Bank skrifaði í síðustu viku að grunnur og sökkull myntbandalagsins sé nú óbætanlega skaðaður. Það versta, segir bankinn, er að steypugallar og alkalívikni steypunnar í myntbandalaginu hafi sýnt sig í dagsljósinu - alveg á einu bretti og á einum degi. Bankinn segist álíta að myntin evra sé á varnalegri niðurleið og ráðleggur þeim sem hafa tekjur og afkomu sína í evrum að tryggja sig gegn áhættu og tapi. Evran er nú fallin um það bil 12-13% í verði frá því í nóvember gagnvart Bandaríkjadal (sjá símamynd); Danske Bank: Euroen har taget varig skade | Danske Bank: "Det er et kæmpe, kæmpe problem" 

Þetta hefðu menn þó átt að geta séð í röntgenmyndasafni bankans af sökkli myntbandalagsins. En bankinn minnist ekkert á þær myndir því þær hafa verið "top-secret" allan tímann og læstar inni í sannleiksskáp bankans. Ekki hæfar til birtingar því enginn hefði hvort sem er trúað að myndirnar væru ófalsaðar áður en sannleikurinn kom í ljós á einum brettadegi. 

Þessar sömu röntgenmyndir gátu þó allir sem hafa augu og heila lesið út úr skýrslu hinna vísu manna í De Økonomiske Råd sem kom út vorið 2009 í Danmörku. Skýrslan innihélt sérstakan kafla um myntbandalagið. Þar var hægt að lesa, þ.e.a.s. ef menn höfðu rétt gleraugu og einbeitni til, að sú staða sem Danske Bank er að fárast yfir núna, var einmitt raunverulegt áhyggjuefni þeirra fjögurra vísu manna sem gerðu skýrsluna. Skuldastaðan og hjálparleysi þeirra sem eru læstir inni í myntbandalaginu - ásamt öldrun og hnignun skattatekna ríkisjóða landanna. Þetta gæti eyðilagt myntina og tekið völdin af peningastjórn hennar, eins og í sannleika er að gerast í dag. Skýrslan: Dansk Økonomi, forår 2009 | Pressemateriale_DOR
 
Ég heiti ekki "allir" 

Um þær mundir, þ.e. í janúar 2009, reyndi forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, að benda á þessa steypugalla í myntbandalaginu. Hann benti einnig þáverandi forsætisráðherra Danmerkur á þá óþægilegu staðreynd, fyrir forsætisráðherrann, sem sést aftur á myndum þessa dagana. Í áföllunum verðlaunaði markaðurinn sænska krónuhagkerfið með lægri vaxtakostnaði en stóð sjálfum ríkissjóði Þýskalands til boða. Myndbandið af þrumuræðu Anders Dam yfir forsætisráðherranum er hér neðst á þessari síðu

Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam: "Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái nú að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki "allir"
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar tillit er tekið til að dollarinn stendur ekki beinlínis á gullfótum þessa dagana, þá er þetta evru/dollar graf ógnvekjandi.

Grafið og ástand myntbandalagsins í dag stemmir í öllu við það sem þú spáðir til um fyrir ári síðan. Á þeim tíma var núverandi viðskiptaráðherra og ýmsir aðrir svokallaðir "málsmetandi menn" enn að sýta það að hafa ekki evruna til að skýla okkur.

Nú þakkar Steingrímur Joð Guði fyrir krónuna.

Hvað næst?

Ragnhildur Kolka, 4.5.2010 kl. 22:00

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég er enginn aðdáandi evru og því síður ESB, En við verðum að gera okkur grein fyrir því að Bandaríkin eru yfir skuldsett og eina leið þeirra út úr vandanum er í gegnum prentvélarnar með tilheyrandi verðbólgu. Þetta er ekki svo auðvelt vegna þess að Kínverjar halda fast í tengingu við dollar, þangað til að þeir eru búnir að kaupa Afríku fyrir Bandarísku skuldabréfin.

Þá kemur stóra bomban.

Sigurjón Jónsson, 4.5.2010 kl. 22:17

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í fyrra sagði IMF að Dollar og Pund myndu styrkjast gagnvart evru næstu 5 ár. Þótt að mér virðist öll heimsbyggðin lækka í þjóðartekjum á haus mismunandi mikið.

Færeyingar eru nú um með 50% hærri þjóðartekjur á haus en Íslendingar. Það kostar Íslenska neytendur mikið að falsa gengið. Tala nú ekki um hluthafafjármálgeiran hvað hann kostar á Íslenskan neytenda.

Hér þarf að taka skammtíma reikniformúlu úr verðtryggingarleiðréttingu íbúða lána.

Afnema Íslensku lögin frá 1982 sem skilgreina áhættuverðtryggingu allra útlána.

Ég tel mig eftir að hafa stundað hægfræði frá 2007 orðin í samræmi við fyrri reynslu í námi Ágætis nemandi.

Danir mun nú ekki frekar en aðrir skilja Þýsku grunnhagfræði sjálfsaga og langtíma markmiða.

Lög og reglur EU ber að lesa með Þýskum yfirgreindum skilningi til að draga réttar ályktanir. Þjóðverjar sömdu grunn þar sem þeir þroskuðstu þrífast best.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Júlíus Björnsson, 5.5.2010 kl. 06:17

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samningur mun hafa verið gerður milli Bush og Kína eftir Lissabon að koma EU úr fyrst sæti í 3 sæti. USA gefur ekki eftir Atlandshafið.

USA er gífurlega frjósöm og auðlinda ríka og skuldar Kína mikið, stundum er sá sterkari sem en sá sem lánar. Kínverjar græða ekki á því að brenna Dollara.

EU að meðaltali er svo nísk og geld að meira segja Kínverjar hafa ekki áhuga.

Júlíus Björnsson, 5.5.2010 kl. 06:23

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Nú þakkar Steingrímur Joð Guði fyrir krónuna.
Hvað næst? 

Það veit enginn Ragnhildur. Og allra síst þeir sem þykjast vera stjórnmálamenn í ESB og mikilmenni í Brussel. Allt getur gerst. Allt.  

Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2010 kl. 22:01

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagstjórnafræðin er hönnuð fyrir Elítur Risaríkja of fjármögnuð þeim.

Þjóðverjar eru vel tryggir sem lánadrottnar þótt samdráttur harðni í EU sem heild næstu 30 ár.

Sauðirnir jörmuð þótt Mein Kamph hafði komið út löngu fyrir Upphaf síðustu heimstyrjaldar. Hagfræðingar hafa aldrei komið í veg fyrir kreppur eða varað við þeim að gagni. Til þess þarf greind og víðsýni.

Hver er varnarsókn Íslands gegn minnkandi [mælanlegri] neyslu alþjóða neytenda í evrum. Það er greinlegt að lágvöru hagfræðin er úr sér genginn. 

Gæðahagfræðin jók veltu almennra neytenda og sparaði mikinn tíma. 

Júlíus Björnsson, 6.5.2010 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband