Laugardagur, 13. mars 2010
Evran: byggð á lygum II - Hertan Maastricht brotavilja þarf til
Hertan brotavilja þarf til - og svik og pretti
Mikill kjáni gat ég verið. Þetta var of augljóst til að ég tæki eftir því strax. Einhvers staðar og einhvern tíma skrifaði ég um að grófan yfirgang gegn sumum smáríkjum myntbandalagsins væri alltaf hægt að afsaka með röksemdinni um að þau ógni "fjármálalegum stöðugleika" myntbandalagsins. Þá væri hægt að dusta rykið af eins konar efnahagslegum herlögum sem hægt væri skella á ríki þegar þau ógna tilveru myntbandalagsins. Þetta hefur nú þegar verið gert. En það er meira.
Það vakti undrum mína að virt blað eins og Der Spiegel skyldi eyða svona miklu plássi (greinin sem ég benti á í fyrri færslu) undir útþynntan og ótrúverðugan sálmasöng um vonda spekúlanta. Að það væru þeir sem væru að spá gegn gríska ríkinu og gegn evrunni. Staðreyndin er sú að þeir sem kaupa skuldir gríska ríkisins núna eru í hæsta máta að stunda stórhættulega spákaupmennsku og taka mikla áhættu. Til dæmis væri varla hægt að afsaka það ef peningum lífeyrissjóða væri varið í að kaupa skuldir af gríska ríkinu. Það væri að spila hasar með sparifé sakleysingja.
The 2001 currency-swap deal arranged by Goldman trimmed Greece's deficit by about a 10th of a percentage point of GDP for that year. By comparison, Greece failed to book 1.6 billion ($2.2 billion) of military expenses in 200110 times what was saved with the swap, according to Eurostat, the EU's statistics authority
En það er samt það sem gríska ríkið er að reyna að fá fjárfesta til að gera. Gríska ríkið þarf að bjóða þeim svo háa ávöxtun að mjög erfitt verður fyrir ríkið að standa undir greiðslunum. Og enginn hefur ennþá komið og sagt neinum fjárfestum í grískum ríkisskuldabréfum, að framtíðarhorfur gríska ríkisins væru öfundsverðar, eins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn sagði stuttu eftir komuna til Íslands.
Þá sagði sjóðurinn að framtíðarhorfur Íslands væru öfundsverðar. Ísland á mikil auðæfi. Ekki bara land og náttúruauðlindir, heldur er þjóðin líka ung, áhugasöm, vinnusöm og nennir að fæða af sér börn framtíðarinnar. Þjóðin trúir á sig sjálfa og á framtíðina í eigin landi. Frjósemi á Íslandi er ein sú hæsta í hinum vestræna heimi og framfærslubyrði íslenska ríkisins er var lauflétt miðað við gömlu Evrópu. Staðan er ekki svona öfundsverð í Grikklandi. Þar er framtíðin þeldökk. Þar verða of fáir til að borga skuldir foreldranna í framtíðinni. Þessi staða er álíka svört í næstum öllu ESB nema hugsanlega í Frakklandi og Írlandi. Öldrunarvandamál þessa myntbandalags verða hrikaleg fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar.
Mér fannst líka átakanlegt að horfa á forsætisráðherra Grikklands ferðast um Evrópu og þar á eftir yfir til Bandaríkjanna, haldandi ræður um þessa ofangreindu vondu spekúlanta sem væru að gera tilræði gegn fjármálum Grikklands. Hvað var það sem fékk manninn til að leggjast svona lágt?
Það var ekki kvartað og kveinað yfir neinu þegar þessi sömu vondu spekúlantar lækkuðu vaxtakostnað gríska ríkisins á árunum á undan inngöngu Grikklands í myntbandalagið. Þá var alls ekki öruggt að Grikkland kæmist með í myntbandalagið. En þá trúðu þessir vondu spekúlantar á að sú yrði reyndin og krafa þeirra til ávöxtunar á grískum ríkisskuldabréfum hríðféll. Þeir sem eru að flýja fjárfestingar í Grikklandi og evru núna eru Evrópubúar sjálfir, og svo auðvitað prófessional fjárfestar sem bera ábyrgð á fjármunum launþega. Þeir sjá vandamálin hrannast upp og þeir sjá að logið hefur verið að þeim. Þetta var nú öll vörnin í myntbandalaginu.
Plottið
Það stutta í því langa er að Brussel, sum evruríkin, frammámenn ESB og sumir innan seðlabanka Evrópusambandsins hafa greinilega bundist höndum um að skapa hið rétta andrúmsloft áður en Maastricht sáttmálinn verður þverbrotinn á hinn grófasta hátt. Spunninn er sá lygavefur að á land innan myntbandalagsins hafi verið ráðist og að sú árás ógni tilveru myntbandalagsins. Á myntina sjálfa hefur þannig verið ráðist í sjálfu sér. Þá er hægt að virkja klásúluna um "fjármálalegan stöðugleika" og hamfarir sem ekki var hægt að sjá fyrir eða gera að. Þetta er spuninn um vondu spekúlantana sem eru að ógna tilveru myntbandalagsins.
Are wicked speculators using the CDS market to drive borrowing costs up artificially? Not according to the Bank for International Settlements. Net CDS on Portugal amounted to only 5% of outstanding Portuguese government debt. For other countries, including Greece, the ratio of sovereign CDS contracts to government debt was even lower.; hér
Efnahagsleg herlög verða þá sett í gagnið og peningum skattgreiðenda í öðru evrulandi verður varið til að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti. Þetta verður gert svo bankakerfi Þýskalands, Frakklands og fleiri landa muni ekki kikna undan gjaldþroti gríska ríkisins og þeirra sem koma þar á eftir. Eitt afbrigðið gæti heitið "björgunarsjóður", eða EGS. Stranglega bannað samkvæmt Maastricht sáttmálanum.
Ergo
fyrsta skrefið var að reyna að bjarga fjármálageira myntbandalagsins með miklum ríkisábyrgðum haustið 2008, þegar hrun fjármálamarkaða skall á. Við það opinberuðust 64+ brot á Maastricht sáttmálann fyrir umheiminum. Vegna þess að löndin eru læst og múruð inni í myntbandalaginu geta þau ekkert gert sér til sjálfshjálpar - nema farið í gjaldþrot. Engin leið er fær til að leiðrétta nógu hratt fjárlagahalla og ósamkeppnishæfni þeirra ríkja sem um er að ræða; öll PIIGS löndin. Því ekkert hafa þau gengið lengur.
Haustið 2008 fór í það að bjarga einkageiranum (bankakerfið og sparifjáreigendur) með peningum skattgreiðenda. Þetta mátti ekki samkvæmt Maastricht sáttmálanum, en var samt gert. Eina leiðin til að bjarga hlutunum núna er að taka allt þetta og henda því aftur yfir á skattgreiðendur og fyrirtækin. Einkageirinn í ESB mun verða laminn sundur og saman í stórum hluta myntbandalagsins á næstu áratugum. Hver vill þá fjárfesta í einnota bleyjum sem hanga til þerris á snúrum myntbandalagsins: enginn! Hrikalegt atvinnuleysi, stöðvun hagvaxtar, verðhjöðnun og hrikaleg afkoma hins opinbera og einkageirans verður útkoman. Hin efnahagslega eyðni myntbandalagsins mun bara aukast. Evran verður plat gjaldmiðill áfram og myntbandalagið mun leysast upp hraðar en allir héldu. Holskefla lögsókna á hendur yfirvöldum mun skella á í Þýskalandi. Almenningur verður æfur af reiði.
Hvað þarf til þess að spuninn gangi ekki upp og áhætta þeirra með einbeitta brotaviljann verði of mikil? Það kemur í ljós á næstu vikum. Andstaðan í Þýskalandi verður að minnsta kosti mikil. Finnar geta varla glaðst mikið þessa dagana.
Ef þú vilt stunda spákaupmennsku farðu þá og keyptu skuldir af gríska, írska, spænska og portúgalska ríkinu. Það er í hæsta máta hárreisandi spákaupmennska, þ.e. ef plottið hér að ofan gengur ekki upp. En ef plottið gengur upp, þá batnar staða þín sem spekúlant enn meira til langframa, því þá verður líka hægt að bæta þýska ríkinu á þennan lista yfir "feasible objects for speculators, soon". Þvílíkt klandur. Þetta er martröðin sem Þjóðverjar óttuðust alltaf. Að auðæfi Þýskalands myndu enda á kistubotni ríkja Suður-Evrópu.
Ef flóðgáttirnar verða opnaðar eins og Issing skrifaði um í FT, þá verður fossinn án enda. Hér er einn sem hefur líka tekið eftir þessu: AEP
In the meantime, for the sake of the citizens in the peripheral eurozone nations now facing fiscal retrenchment, pray there is life on Mars that exclusively consumes olives, red wine, and Guinness beer
Leyfi mér einnig að benda á ágætis grein um hluta þessa máls: Leading PIIGS to Slaughter
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 14.3.2010 kl. 09:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 160
- Frá upphafi: 1387247
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.