Leita í fréttum mbl.is

Hver stendur fyrir efnahagsbata? Hvar er V-laga viðsnúningur þegar hafinn?

The US is leading the way in economic data momentum improvements

Mynd: WSJ DS 19. júní 2020

****

Jú eins og sjá má á þessari mynd þá eru það enn sem komið er aðeins Bandaríki Norður-Ameríku sem eru að upplifa vaff-laga efnahagsbataferli. Þau fóru fyrst niður og eru fyrst upp úr Wuhan-veiru-áföllunum. Bætt atvinnuástand og einkaneysla eru þær áþreifanlegu vísbendingar sem komið hafa hve sterkastar að vestan, en ekki annars staðar frá. Sala fasteigna gengur einnig mjög vel. Þar er um uppsafnaða þörf að ræða, plús það að Bandaríkjamenn flýja nú stórborgirnar sem aldrei fyrr

Hlutabréfamarkaðir vestanhafs virðast ekki hafa áhuga á Wuhan-veiru-faraldrinum sjálfum, heldur aðeins á því hvernig sjálft hagkerfið mun líta út þegar það er komið út úr honum. Þetta rímar ágætlega við þá staðreynd að markaðurinn er ávallt fram-á-við-lítandi eða það sem kallað er forward-looking á ensku

Markaðurinn veit að hagkerfið hefur tekið breytingum, eins og svo oft vill verða í krísum, og hann er spenntur í að sjá þær koma fram í bókum þeirra fyrirtækja sem voru réttu megin við landamæri lífs og dauða þegar krísan skall á. Telja má öruggt að stafræna hagkerfið hafi tekið enn meira við sér og klórað til sín bæði markaðshluta og hugarhlutdeild meðal þjóðarinnar, til frambúðar

Í Evrópu verður sagan ekki þannig, því hún er ekki með í stafræna hagkerfinu og á ekkert slíkt í sínum fórum. Tilvist Evrópusambandsins hefur séð fyrir því. Að klóra sig til baka, verður því mjög erfitt fyrir lönd sambandsins, sem í 30 ár hafa eytt orkunni í að rífa augun úr hvort öðru og að sjá til þess að enginn fengi neitt meira en aðrir, af köku sem enginn hafði hugsað sér að baka, því eignarétturinn á henni er orðinn eftirrétturinn sjálfur. Og svo eru það varnarmálin. Gjáin milli Evrópu og Vesturheims er nú orðin svo varanleg að mörgu leyti, að meira að segja sósíaldemókratískir skríbentar FT-esb-bankablaðsins, sem enginn hefur áhuga á, sjá að engu máli mun skipta fyrir Evrópu hvaða nafni næsti forseti Bandaríkjanna heitir, þegar að flestum málum kemur

Og í gær stukku Bandaríkin yfir öfundsíkið stóra, og út úr viðræðum OECD-landa (glóbal-páfaveldið) um stafrænan skatt á fyrirtæki. Þar átti að brjóta blað í vestrænu mannkynssögunni og hefja skattlagningu á veltu erlendra fyrirtækja, en ekki bara á hagnaði þeirra. Evrópusambandið þolir nefnilega ekki efnahagslegan fjölbreytileika hagkerfa né heldur sjálfstæði þeirra, ekki frekar en Google, Facebook og Twitter þola skoðana- og vitsmunalega fjölbreytni einstaklinga. Þarna á mikið löggjafarlegt eftir að gerast á næstu árum, og hinum nýja imperíalisma svona fyrirtækja yfir hugsun og skoðunum manna, verður auðvitað kollvarpað með lögum. Enginn hefði liðið AT&T símafélaginu að banna viss orð í símtölum eða að fólk hringdi í hvern sem því sýndist og segði það sem því sýndist

How Cultural Revolutions Die – or Not
They eat their own, unless a cruel dictator rises to unite and control the mob
– eftir Victor Davis Hanson

Kosningaherferð Donalds J. Trump í haust verður því sennilega byggð á slagorðinu um að gera "Ameríku frábæra aftur – fyrir alla" (MAGA–for All). Líka fyrir þá sem geta ekki byggt afkomu sína á vinnustaðaöryggi hins stafræna hluta hagkerfisins. Þar hefur Trump mjög svo sannað sig, því að í stjórnartíð hans hefur atvinnuástand og framgangur lægra launaðra og minnihlutahópa aldrei áður í sögunni verið eins góður. Og nú þegar menningarbyltingin er strax byrjuð að éta sjálfa sig og börnin sín líka, þá gæti svo farið að sveifla hinna ótalmörgu til baka sem vilja ekki láta fallaxar-skrílinn éta sig lifandi, já hún gæti orðið mjög svo kröftug. Það er aldrei að vita

Fyrri færsla

Fær Pólland varanlegar bandarískar herstöðvar?


Bloggfærslur 19. júní 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband