Leita í fréttum mbl.is

General Motors kreistir hagnað út úr heimsfaraldri

Mér líst betur og betur á pallbílinn. Kannski verður það þetta sem tekur við af gamla SRT8 Jeep mínum

****

Hagnaður GM á fyrsta fjórðungi 2020 var 292 milljón dalir og er fyrirtækið eini bílaframleiðandinn sem skilar hagnaði á tímabilinu

"GM was the only Detroit auto maker to report a quarterly profit, while it, Ford and Fiat Chrysler seek to manage cash crunch and plunging demand." WSJ

Eins og Apple sem tókst hið ómögulega á fimmtudaginn í síðustu viku, þá tókst bílaframleiðandanum General Motors í Detroit í Michiganríki að að kreista framgang og hagnað úr úr fyrsta fjórðungi núverandi pestar-helvítis-árs, þökk sé góðri sölu á pallbílum sem hægt er að nota til bæði raunverulegra hluta og í neyðarástandi. Betra að vera um borð í pallbílnum sínum en að vera læstur inni í tveggja herbergja íbúð á 31. hæð með tvö börn í stórborg. Þarna kom pallbíllinn sér vel þegar flýja þurfti pestarvíti stórborganna og koma sér burt, því öll þekkingin sem átti að vera svo mikil þar, reyndist aðeins vera hlutfallsleg heimska. Íbúðarháhýsi með garð og sundlaug á þakinu í ofurþéttum heilabyggðum stórborga og þeirra borgar-stjóra sem þar sarga úr sér vitið, varð skyndilega það allra versta sem nokkur lifandi frjáls maður gat hugsað sér. Pestin lokaði túllanum á háskólunum sem ekkert höfðu fram að færa í faraldrinum, nema þras og fjas. Hinir fyrirlitlegu e. deplorables sem kusu Trump héldu í þeim lífinu með því að skaffa matinn á borðið og sem þeir hlóðu verslanir fullar af á nóttunni, beint frá heildsölum, trukkum, bændum og afurðarstöðvum. Sjómenn sáu um fiskinn

Mér líst betur og betur á þetta fyrirbæri, þ.e. ameríska pallbílinn. Kannski mun hann koma í stað flugvéla á næstu árum. Hver veit?

En það er þannig með hana blessaða Ameríku, að allt sem þeir taka til sín þar og sem Evrópa frussar við næstu tíu árin, tekur gamla Evrópa til sín á endanum og kennir Ameríku um - og súrmúlast yfir því, þar til það næsta nýjasta nýja kemur að vestan

Gott hjá ykkur hjá GM. Svona á að fara að því!

En fyrir nokkrum árum ákvað fyrirtækið að draga sig að mestu út úr framleiðslu á litlum fólksbifreiðum, því þar er samkeppnin öll um lægsta sameiginlega nefnarann –vörusvik og pretti– og því eitt stórt blóðrautt haf. GM ákvað að loka miklu af þessu niður, draga sig út úr gjaldþrota Evrópu og einbeita sér í staðinn að því sem allir Ameríkanar elska; þ.e. að stórum og dýrari bílum með mikið notagildi þar sem pláss er til að komast að með verkfærin í bílskúrnum. Allir Ameríkanar kunna að skipta um þetta og hitt í svona tækjum og gera við stóra bíla, skriðdreka líka. Sú kunnátta er þeim í blóð borin. Þetta vissi GM og þetta veit bandaríski herinn. Hver þýskur Tiger skriðdreki þurfti 7-10 tíma viðhaldsvinnu miðstýrðs sérfræðiteymis fyrir hverja klukkustund sem hann var í notkun

Er þetta ekki frábært?: Nú hafa Íslendingar nefnilega lært að panta vörur og í matinn á netinu, og þurfa því aldrei aftur að koma niður í þéttibyggð Reykjavíkur, þar sem aðeins veirur hafa það best. Nú er bara að panta pallbílinn, stækka bílskúrinn og stofna fyrirtæki með pallbílinn sem stjórnarformann - og hefja bílskúrskapítalismann til vegs og virðingar á ný, því þetta með háskólana gengur ekki upp. Enga háskólamenntun þarf til

Fyrri færsla

Wuhan-veiran: hvað er að frétta?


Bloggfærslur 6. maí 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband