Leita í fréttum mbl.is

Wuhan-veiran: Að hræða vit í fólkið. Danir loka landamærum. Heimtar Guðlaugur Þór símafund. Hverjum reiðist Bjarni núna [u]

Uppfært föstudagur, 13. mars 2020 kl. 20:48:39

Danir loka landamærum Danmerkur. Aðeins danskir ríkisborgarar og fastbúandi fá að koma inn. Hvað gerir Guðlaugur Þór: heimtar hann símafund. Og hverjum reiðist Bjarni Ben núna. Sjá athugasemdir..

VÍSDÓMUR

Ég las í gær skrif ungrar breskrar stúlku í Telegraph um Wuhan-veiruna. Hún er með sykursýki og hræðist sljó viðbrögð svo kallaðra yfirvalda, og er því búin að grípa til sinna eigin ráða, með því að forðast annað fólk alveg. Hún sagði að það þyrfti að hræða vit í fólkið. Því er ég sammála. Hún öfundar Ítalíu af því að þar logar þó að minnsta kosti annað bremsuljósið af tveimur núna. En brýnast er þó að hræða vitið í það sem sumir kalla yfirvöld landsins. Þar á ég við Land- og Sóttvarnarlæknisembættin og ríkisstjórnina alla, eins og hún leggur sig

STUÐIÐ

Í gær var ríkisstjórn Íslands stungið í samband við veruleikann. Leiðsluna og rafmagnsstólinn sjálfan skaffaði maður nokkur langt fyrir vestan ábyrgðarlaust Evrópusambandið, sem er ekki í sambandi við neitt

Ég vona að þeir sem síðustu 30 ár hafa sagt að Bandaríkin skipti ekki lengur máli í heiminum, hafi fengið smávegis jarðsamband við plánetuna sína í gær. Ef ekki, þá er því fólki varla viðbjargandi úr þessu. Versti dagur í sögu DAX, CAC-40 og MIB, ásamt annarra evrópskra vísitala segir sína sögu

Ég vona líka að sem flestir lesi leiðara Morgunblaðsins í dag, föstudaginn 13. mars 2020 e. Kr. Þar er meira stuð fyrir þá sem þurfa tvístart til að koma sér í gang. Hvar værum við stödd án Morgunblaðsins. Jú, sennilega í Útópíu

BANVÆNT

Það er ekki gott fyrir Ísland að hafa öndunarfæri sín utanáliggjandi á meginlandi Evrópu, þegar að tilvistarlegum málum lands okkar kemur. Ei heldur í neinum öðrum málum. Því á þau verður stigið og trampað af óviðkomandi "aðilum" sem leið eiga hjá. Við það kafnar Ísland þegar á reynir. Það sést einkar vel núna á blámanum í andlitum ríkisstjórnarinnar. En það færðist þó örlítill skammtur af rauðu blóði í andlit hennar í gær. Stuðið að vestan sá fyrir því. Því miður þoldi leiðsluhaldari Lýðveldisins vestur ekki álagið og missti sennilega vitið

SKYLDULESNING

Ég ráðlegg öllum sem lesið geta ensku að lesa greiningu Eurointelligence á dánartölum í Þýskalandi vegna kínversku Wuhan-veirunnar. Hún hetir: "The cause of Germany’s low Covid-19 mortality is potentially disturbing" (pr. 12. mars 2020). Hún er gott plagg, en krækjan á þessa greiningu sem Wolfgang ritstjóri vísar í, segir þó flest það sem segja þarf fagfólki og leikmönnum um eðli veirumálsins og ferli þess. Lancet-greinina sem hann vísar í hef ég þó ekki enn haft tíma til að lesa

BOÐORÐIN TVÖ

Hér er síðan stuttur listi til umhugsunar fyrir Ríkisstjórn Íslands ásamt spurningunni um hversu miklum skaða kæruleysingjar og hugmyndafræðilegir einfeldningar hafa valdið Íslandi með ESB-brölti og skrölti og innstungum inn í ekkert sem lifa mun af

- Bandaríkin skipta Ísland mestu máli
- Bandaríkin skipta Ísland tilvistarlega öllu máli
- Evrópa skiptir Ísland litlu máli
- Kína skipir engu máli
- Japan skiptir meira máli
- Indland mun skipta óendanlega meira máli en Kína

AEMN

Fyrri færsla

Trump lokar á Evrópusambandið og Schengensvæðið. Loka ber Íslandi [u]


Bloggfærslur 13. mars 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband