Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er pólitísk ólga?

Styrmir Gunnarsson skrifar að pólitísk ólga sé í tveimur löndum engilsaxneskra. Lönd þau sem engilsaxneskir numdu og eru því engilsaxnesk, eru Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland. Þau eru stundum kölluð Augun fimm (e. Five Eyes) því þau vinna þétt saman á sviði öryggis-, varnar-, og upplýsingamála, án þess að kasta fullveldi sínu fyrir svín eins og til dæmis Evrópusambandið

Lönd engilsaxneskra þola afar illa að fullveldi þeirra sé útvatnað. Það er að segja, þjóðir þessara landa þola ekki að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé skertur með til dæmis hnattvæðingu (glóbalisma) og fjölþjóðaisma (multilateralism), sem nátengdir eru heimsveldafyrirkomulagi, þ.e. imperíalisma á borð við Evrópusambandið, vegna þess að þannig fyrirkomulög grafa ávallt undan lýðræðinu, eins og sést í ESB og á Íslandi, þar sem til dæmis forysta Sjálfstæðisflokksins treður nýlendukúgun og imperíalisma ESB ofan í íslensku þjóðina án þess að hún sé spurð álits. Þetta þola lönd engilsaxa mjög illa, það er að segja, þau þola ekki að missa sjálfsstjórn fólksins yfir þjóðríkjum sínum. Augun fimm vinna því vel og ákaft saman án þess að til greina komi að skorið sé eitt hár af fullveldi þeirra og sjálfstæði. Og þau stunda ekki leiguliðakapítalisma eins og meginland Evrópu gerir, þar sem borgararnir eru mjólkaðir af þríhyrndum aðli, sem á flest, og eiga því ekki neitt, eins og til dæmis í Þýskalandi. Slíkan kapítalisma líða sjálfstæðir menn á borð við engilsaxa ekki. Þeir vilja eiga sjálfir og ráða yfir sínu sjálfir

Það er því yfir 50 ára ólga í Bretlandi vegna Evrópusambandsaðildar þess. Í Bandaríkjunum er ólga vegna 25 ára glóbalisma, þar sem 60 þúsund verksmiðjur voru fluttar til láglaunalanda og fólkið sem starfaði í þeim var skilið eitt eftir á fjóshaug alþjóðavæðingarinnar. Hrikalegur viðskiptahalli vegna ESB og Kína hefur einnig sest að í þjóðarbúi Bandaríkjanna, sem fjármagnar viðskiptahagnað þeirra. Íslendingar eru meira engilsaxneskir en þeir eru leiguliða-evrópskir. Er því pólitísk ólga á Íslandi einnig á leið með að sjóða yfir og slátra flokkum

Þegar greinandi eins og Björn Bjarnason segir að "stjórnmálaharka" hafi aukist í þessum tveimur ríkjum engilsaxa, þá þarf að hafa í huga að það er ekki harka að vilja viðhalda fullveldi og sjálfstæðinu, og þar með lýðræði í löndum sínum. Það er hins vegar harka að ætla að taka hvoru tveggja frá þjóðum, með til dæmis því að samþykkja orkupakka heimsveldis á borð við Evrópusambandið. Það er heldur ekki harka að fara fram á að úrslit þjóðaratkvæðis og forsetakosninga séu virt. Esb-kratar hafa fyrir löngu heilaþvegið sjálfa sig með meginlandsdíalektík til að passa í keng ofan í þankagang eins konar nýlendukúgunar-fyrirkomulags ókjörinna embættismanna, sem eru hin eiginlega og varanlega pólitíska stétt heimsvelda - og sem ekki er hægt að kjósa burt. Þetta er meginlands-fyrirkomulagið í Evrópu

Styrmir Gunnarsson, tekur annan og engilsaxneskan pól í hæðina. Póll Styrmis byggir á pólitískri hefð engilsaxneskra á meðan pólstjarna Björns er þýsk og díalektísk. Þetta er sá klofningur sem er að drepa Sjálfstæðisflokkinn, því hann getur ekki verið Sjálfstæðisflokkur nema að pólstjarna Styrmis sé leiðarljós hans. Þetta er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn visnar og deyr fái hann ekki að vera Sjálfstæðisflokkur. Og það getur hann ekki verið, frekar en Bretland gat ekki verið engilsaxneskt Bretland á meðan það var í Evrópusambandinu

Sjálfstæðisbarátta Katalóníumanna hefur nú færst upp á annað og alvarlegra stig en áður. Spænska lögreglan hefur handtekið Katalóníumenn sem grunaðir eru um að hafa verið að smíða sprengur og prófa þær. Það er nýtt á þeim vígstöðvum. Kannski stigmögnun

Fyrri færsla

Kjósendur henta ekki Sjálfstæðisflokknum. Trump og Johnson


Bloggfærslur 27. september 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband