Leita í fréttum mbl.is

Ekki heimsstyrjöld fyrr en 1941

Fram á sumariđ 1941 var síđari heimsstyrjöldin álitin eins konar framhald af ţeirri fyrri, sem kölluđ var Stríđiđ mikla. Fram til ţess, eđa frá og međ 1939, var stríđiđ í Evrópu álitiđ landamćraerjur og stađbundin átök. Ţađ var ekki fyrr en međ innrás Ţýskalands í Rússland sumariđ 1941, árás Japana á Bandaríkin í desember og vanvita stríđsyfirlýsingu Ţýskalands á hendur Bandaríkjunum nokkrum dögum síđar, ađ um heimsstyrjöld var ađ rćđa. Fékk Stríđiđ mikla ţar međ nafniđ Fyrri heimsstyrjöldin og átökin á síđari hluta ársins 1941 fóru almennt ađ heita sú Síđari

Japan hafđi veriđ í gangi međ herjun á Kína frá og međ 1937 og Bandaríkin höfđu ţegar veriđ ţar á fullu í nokkur ár ađ reyna ađ hefta útbreiđslustefnu japönsku herstjórnarinnar í Asíu

Engum í Washington datt í hug ađ valdajafnvćgiđ í Evrópu myndi hrynja til grunna á sex vikum. En ţađ gerđi ţađ, vegna ţess ađ Bretland og Frakkland höfđu ekki hirt um viđhald fćlnimáttarvopna sinna, stundađ niđurlćgjandi friđţćgingu og látiđ undan síbyljuáróđri og sírenusöng Ţjóđverja og áhangenda ţeirra um ađ Versalasamningurinn hefđi veriđ "óréttlátur". En ţađ var hann alls ekki miđađ viđ stund og stađ. Hann var ekkert miđađ viđ ţađ sem Ţýskaland gerđi viđ Rússland međ Brest-Litovsk-samningum. Sömuleiđis var hann ekkert miđađ viđ ţađ sem Ţýskaland ćtlađi sér ađ gera viđ Frakkland međ Septemberprógramminu, hefđi Ţýskalandi tekist áform sín međ Fyrri heimsstyrjöldinni, ţ.e. Stríđinu mikla

Frá byrjun kusu Bretland og Frakkland ađ bera ekki byrđarnar. Frakkland gafst upp og Bretland víggirti sig um tíma heima og varđist vel. Ef ađ Bandaríkin hefđu veriđ í bandalagi međ ţessum tveimur á ţessum tíma, hefđi öll byrđin lent á ţeim. Ţađ er stađreynd sem flestir gleyma. Uppgjöf Frakklands sýnir ţađ, og víggirđing og vörn Bretlands heima, í byrjun, gerir ţađ líka. En hafa verđur í huga ađ Frakkland og Bretland voru á ţessum tíma enn ţungt haldin á sál og líkama eftir Stríđiđ mikla

Ţarna var Bandaríkjaher ekki nema um 125 ţúsund hermenn og foringjaliđ ţess var um 12 ţúsund manns og útgjöld Bandaríkjanna til varnarmála voru ađeins 300 milljón dalir. Ţessi tala átti hins vegar eftir ađ hćkka hratt og ná hámarki međ 11,5 milljón manna her 1944. Bandaríkin höfđu nefnilega afvopnast frá og međ 1919. Ţau mistök kom ekki til greina ađ gera aftur. Sem betur fer fyrir okkur hér á Íslandi

Engum datt ţarna í hug ađ afleiđingar ţess sem stuttu síđar fékk nafniđ Síđari heimsstyrjöldin, myndu verđa ţćr ađ Bandaríki Norđur-Ameríku sćju sig tilneydd til ađ veita óvinum sínum ótakmarkađan ađgang fyrir útflutning ađ Bandaríkjamarkađi. En fyrir ţann markađ var opnađ til ţess ađ reisa heiminn úr rústum Síđari heimsstyrjaldarinnar, svo ađ fyrrum óvinir Bandaríkjanna gćtu stađiđ vaktina gegn kommúnismanum međ ţeim

Ţarna voru flestir núlifandi íslenskir efnahagsfrćđimenn og áhugamenn okkar á ţví sviđi ađ fćđast, og ţeir fćddust inn í heim sem ţeir héldu ađ gćti ávallt gengiđ út á ţađ ađ fyrrum óvinir Bandaríkjanna hefđu skýlausan rétt á ţví ađ éta ţau út ađ innan. Enginn heimspekileg kenning er til um "frjáls viđskipti" og verđur aldrei til án ţess ađ vera hin fullkomna ţvćla úr heimsveldi Útópíunnar, sem er stórt í dag. Ţađ sama gildir um ţjóđarstefnuna. Hún er ekki kenning heldur erfđafrćđileg stađreynd eins og móđurástin, ţ.e. ástin á sínum nánustu; Hún er

Bandaríska verkalýđshreyfingin var mjög óhress međ ţetta og barátta hennar náđi hámarki ţegar innflutningur ţýskra og japanskra bifreiđa tókst á loft á sjöunda áratug 20. aldarinnar. Donald Trump er foringi hennar núna

Stóra-Bretland sem valdi leiđ sósíalisma og ţjóđnýtinga frá og međ ríkisstjórn Verkamannaflokksins 1945, varđ ófćrt um ađ taka ţátt nýrri uppsetningu heimsins og ţeim kapítalisma sem Bandaríkin sömdu reglur og regluverk yfir, en sem nú hafa veriđ eyđilagđar af ţeim sem nutu ţeirra hve mest og ýtrast. Ţađ var ekki fyrr en ađ Margrét Thatcher komst til valda ađ Bretland fór ađ ná sér á strik á ný. En Bretar voru eina ţjóđin sem barđist frá fyrsta degi til síđasta dags Síđari heimsstyrjaldarinnar. Og ţeir framleiddu meira magn af vopnum og hertćkjum en Ţýskaland undir heimsvaldaríkisstjórn Hitlers náđi ađ framleiđa međ allt ţađ landsvćđi undir sér sem er Evrópusambandiđ í dag. Tími Stóra-Bretlands er sennilega ađ koma aftur núna, frá og međ brexit

Heimurinn er kominn í nýjan uppsetningarfasa, einu sinni enn. Og á um ţađ bil 80 ára fresti hefst nýtt rassakastatímabil Ţýskalands í Evrópu. Ţađ er ţví hafiđ á ný, eins og sést. Ekki ţarf annađ en ađ hella tveimur bjórum ofan í ţýskan til ađ fá út hvađ honum finnst í raun og veru, 80 árum síđar. Honum finnst ađ Ţýskaland hefđi átt ađ sigra. Öll samviska Ţýskalands vegna ţess sem gerđist fyrir 80 árum er gufuđ upp. Ný samvika er kominn í stađinn og hún er ţessi; "Viđ áttum skiliđ ađ sigra". Ţessi ţvćla hefur líka tekiđ sér bólfestu í hugum margra ţeirra sem tilheyra íslenskri stjórnmála- og gáfumennastétt í dag. Ţýskaland er ţví nú ţegar komiđ í slagsmál viđ Pólland, hvers ţjóđar ţađ drap um fimmtung af, Austur-Evrópu, Suđur-Evrópu og Bretland á ný. Ţýsku rassaköstin í Evrópu eru hafin

Og hvađ rađbilađa forystu Sjálfstćđisflokksins varđar í dag, ţá er klisjan um "fríverslun" á ţessu 80 ára tímabili orđin ađ heilabilun hjá henni, eins og hjá öđrum Samfylkingarflokkum af verstu sort. Forystan er ţungt haldin af fávísi og hćttulegri heimsku í ţeim efnum, ţví hún hyggst leiđa Ísland inn í nýtt tímabil viđskiptaánauđar. Mikiđ skal sá flokkur fá í afturendann fyrir ferđina

Fríverslun síđustu 70 ára var einungis barn síns tíma. Hún var tímabundin viđbrögđ viđ geópólitískum stađreyndum. Nýjar stefnur eru ađ taka viđ, byggđar á nýjum afleiđingum geópólitískra stađreynda. Ţađ sama gildir um EES-samninginn. Honum verđur ţví ađ segja upp hiđ fyrsta, svo ađ hćgt sé ađ gera pláss fyrir farsćla för lýđveldis Íslendinga inn í framtíđ nýrra stađreynda. Gamli gullfóturinn kemur ekki aftur. Honum skyldi enginn fórna sér fyrir. Ísland er á Vesturhveli jarđar. Viđ tilheyrum Nýja heiminum

Fyrri fćrsla 

Úrbeinađir smáfuglar Valhallar komnir í trekt


mbl.is Bađ Pólverja fyrirgefningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. september 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband