Leita í fréttum mbl.is

O3: Það er þetta sem Bjarni Ben þarf að gera; taka stjórnina!

Þetta á Bjarni Ben að gera:

"raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál ESB"

- sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi Íslendinga, 22. mars 2018

****

Það sem merkilegt er við forystu Sjálfstæðisflokksins núna, er hversu miklir einfeldningar ráða þar ríkjum. Ekkert annað er merkilegt við hana

Við erum með formann sem maður gerði sér grein fyrir, eftir Icesave, að erfitt væri að treysta. Og maður sá einnig glitta í sömu veiku hliðar hans þegar SDG lenti í hakkavélinni út af konu sinni, en Bjarni slapp hins vegar með skrekkinn. Hópurinn í kringum Bjarna er einnig sama marki brenndur. Þar fer furðufólk sem lítið veit og lítið skilur, og er ekki í sambandi við þjóðina

En hvað ég vildi segja er þetta; Það er engin leið að skilja sjálfan formann stjórnmálaflokks á borð við Sjálfstæðisflokkinn, sem nú, og í tvígang, er reiðubúinn að fórna bæði flokki sínum og hagsmunum Íslands, fyrir ríkjasamband, þ.e. Evrópusambandið, og sem er með yfirríkisumboð, en sem á fimm ára fresti heldur kosningar sem snúast eingöngu um það hvort að Evrópusambandið sjálft sé lögmæt stofnun eða ekki. Útkoman úr þeim kosningum hefur alltaf verið þannig að sjálft lögmæti Evrópusambandsins hefur aldrei í þeim fengist staðfest

Reynið að ímynda ykkur Alþingiskosningar sem alltaf snúast um þetta eitt: hvort að Ísland sé lögmætt ríki eða ekki. Og að í engum þannig kosningum hafði það nokkru sinni fengist staðfest að Ísland sé lögmætt ríki(!)

Þær kosningar sem standa fyrir dyrum í Evrópusambandinu núna í sumar, snúast auðvitað einu sinni enn um bara þetta: Er Evrópusambandið lögmæt stofnun eða ekki? Og svarið sem kjósendur munu veita núna, verður sennilega þvert nei. Að Evrópusambandið sé ólögmæt stofnun! Wall Street Journal fjallaði til dæmis um þetta í gær, undir fyrirsögninni:

"The only question at issue in the Continent election for parliament is whether the EU is legitimate at all."

Þeir sem skilja eitthvað í herforingja eins og Bjarni ætti að vera, en er því miður ekki, hljóta að skilja nú, að þar fer of mikil tóm tunna sem er allt of gerilsneydd leiðtogahæfileikum og strategískri hugsun. Enda stendur flokkurinn sig illa. Ef formaðurinn hefur ekki minnstu hugmynd um hvað hann er að gera, né heldur hvað hann á að gera, og hvenær, þá er auðvitað ekki við öðru að búast. Hann er þá það sem maður kallar "clueless". Úti að aka leikfang annarra manna

Það sem Bjarni á að gera núna er að segja nei við orkupakka þrjú, vegna þess, fyrir utan allt annað ömurlega hættulegt við hann, að þá á Ísland á ekki að gera frekari samninga við stofnanir sem eru ekki lögmætar. Ísland á heldur ekki að gera samninga við mafíur. En það er það sem kjósendur í Evrópu segja að Evrópusambandið sé, meira eða minna. Að vera skuldbundinn mafíu er alltaf hættulegt. Alltaf

Það sem Bjarni á að gera er að undirbúa Ísland fyrir það að Evrópusambandið liðist upp og samningar þess þar með líka, því Evrópusambandið er ekkert annað en sáttmálabunki, því það er ekki land, og þar að auki er það ekki fyllilega lögmætur sáttmálabunki. Og sennilega frá og með í sumar; þá verður það í kosningum stimplað sem verandi alveg ólögmætur sáttmálabunki. Að gera og vera með samninga við slík fyrirbæri er afar hættulegt fyrir Ísland, hvernig sem á það er litið. Engin veit hvernig það stórslys fer fyrir rétti og hver á hvað og hver skuldar hverjum, eins og sést svo gjörla í brexit sjálfstæðisstríði Stóra-Bretlands við bunkann

Það er þetta sem Bjarni á að gera. Svo verður hann að sparka utanríkis- og iðnaðarráðherrunum því þeir eru miklu verri en engir. Bjarni þarf að taka stjórnina í sínar eigin hendur og fullorðnast. Já fullorðnast. Annars höfum við kjósendur verið blekktir og sviknir. Þú ert einungis með atkvæði okkar að láni. Bara að láni

Kæri Bjarni: vinsamlegast gakktu ekki í þjóðsvikahóp með Vinstri grænum. Þú veist hvað það kostar. Bættu þig og gerðu betur. Þú getur það ef þú vilt. Ekki verða síðastur til að gera það sem er rétt og gott fyrir Ísland, og flokkinn

Hér má horfa á Bjarna Ben afneita orkupakka þrjú á Alþingi, fyrir ári síðan. Þar sagði hann: "raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál". Þarna hafði Bjarni hárrétt fyrir sér

En nú hefur hann hins vegar sogast inn á hið pólitíska kauphallargólf og er byrjaður að treida. Kominn í afleiðurnar. Sjálft gereyðingarvopnið, og situr þess utan við rúllettuna. Stendur ekki

Stattu vinsamlegast í lappirnar Bjarni, áður þú brennir gólfið undan okkur öllum. Bjargaðu þér maður. Og Íslandi og flokknum okkar!

Hvernig væri svo að við aðstoðuðum Grænlendinga í sinni sjálfstæðisbaráttu. Bandaríkin vilja að Grænland verði sjálfstætt ríki og losni úr ábyrgðarlausum klóm Danmerkur sem er í klóm hins ólögmæta Evrópusambands. Hvernig væri það. Að við gerðum bestu og einu bandamönnum okkar þann greiða. Við eigum engan annan raunverulegan bandamann, og það veistu vel

Fyrri færsla 

Bjarni Ben verður borinn út úr Valhöll eins og frú May úr 10-D


Bloggfærslur 26. apríl 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband