Leita í fréttum mbl.is

O3: Það er þetta sem Bjarni Ben þarf að gera; taka stjórnina!

Þetta á Bjarni Ben að gera:

"raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál ESB"

- sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi Íslendinga, 22. mars 2018

****

Það sem merkilegt er við forystu Sjálfstæðisflokksins núna, er hversu miklir einfeldningar ráða þar ríkjum. Ekkert annað er merkilegt við hana

Við erum með formann sem maður gerði sér grein fyrir, eftir Icesave, að erfitt væri að treysta. Og maður sá einnig glitta í sömu veiku hliðar hans þegar SDG lenti í hakkavélinni út af konu sinni, en Bjarni slapp hins vegar með skrekkinn. Hópurinn í kringum Bjarna er einnig sama marki brenndur. Þar fer furðufólk sem lítið veit og lítið skilur, og er ekki í sambandi við þjóðina

En hvað ég vildi segja er þetta; Það er engin leið að skilja sjálfan formann stjórnmálaflokks á borð við Sjálfstæðisflokkinn, sem nú, og í tvígang, er reiðubúinn að fórna bæði flokki sínum og hagsmunum Íslands, fyrir ríkjasamband, þ.e. Evrópusambandið, og sem er með yfirríkisumboð, en sem á fimm ára fresti heldur kosningar sem snúast eingöngu um það hvort að Evrópusambandið sjálft sé lögmæt stofnun eða ekki. Útkoman úr þeim kosningum hefur alltaf verið þannig að sjálft lögmæti Evrópusambandsins hefur aldrei í þeim fengist staðfest

Reynið að ímynda ykkur Alþingiskosningar sem alltaf snúast um þetta eitt: hvort að Ísland sé lögmætt ríki eða ekki. Og að í engum þannig kosningum hafði það nokkru sinni fengist staðfest að Ísland sé lögmætt ríki(!)

Þær kosningar sem standa fyrir dyrum í Evrópusambandinu núna í sumar, snúast auðvitað einu sinni enn um bara þetta: Er Evrópusambandið lögmæt stofnun eða ekki? Og svarið sem kjósendur munu veita núna, verður sennilega þvert nei. Að Evrópusambandið sé ólögmæt stofnun! Wall Street Journal fjallaði til dæmis um þetta í gær, undir fyrirsögninni:

"The only question at issue in the Continent election for parliament is whether the EU is legitimate at all."

Þeir sem skilja eitthvað í herforingja eins og Bjarni ætti að vera, en er því miður ekki, hljóta að skilja nú, að þar fer of mikil tóm tunna sem er allt of gerilsneydd leiðtogahæfileikum og strategískri hugsun. Enda stendur flokkurinn sig illa. Ef formaðurinn hefur ekki minnstu hugmynd um hvað hann er að gera, né heldur hvað hann á að gera, og hvenær, þá er auðvitað ekki við öðru að búast. Hann er þá það sem maður kallar "clueless". Úti að aka leikfang annarra manna

Það sem Bjarni á að gera núna er að segja nei við orkupakka þrjú, vegna þess, fyrir utan allt annað ömurlega hættulegt við hann, að þá á Ísland á ekki að gera frekari samninga við stofnanir sem eru ekki lögmætar. Ísland á heldur ekki að gera samninga við mafíur. En það er það sem kjósendur í Evrópu segja að Evrópusambandið sé, meira eða minna. Að vera skuldbundinn mafíu er alltaf hættulegt. Alltaf

Það sem Bjarni á að gera er að undirbúa Ísland fyrir það að Evrópusambandið liðist upp og samningar þess þar með líka, því Evrópusambandið er ekkert annað en sáttmálabunki, því það er ekki land, og þar að auki er það ekki fyllilega lögmætur sáttmálabunki. Og sennilega frá og með í sumar; þá verður það í kosningum stimplað sem verandi alveg ólögmætur sáttmálabunki. Að gera og vera með samninga við slík fyrirbæri er afar hættulegt fyrir Ísland, hvernig sem á það er litið. Engin veit hvernig það stórslys fer fyrir rétti og hver á hvað og hver skuldar hverjum, eins og sést svo gjörla í brexit sjálfstæðisstríði Stóra-Bretlands við bunkann

Það er þetta sem Bjarni á að gera. Svo verður hann að sparka utanríkis- og iðnaðarráðherrunum því þeir eru miklu verri en engir. Bjarni þarf að taka stjórnina í sínar eigin hendur og fullorðnast. Já fullorðnast. Annars höfum við kjósendur verið blekktir og sviknir. Þú ert einungis með atkvæði okkar að láni. Bara að láni

Kæri Bjarni: vinsamlegast gakktu ekki í þjóðsvikahóp með Vinstri grænum. Þú veist hvað það kostar. Bættu þig og gerðu betur. Þú getur það ef þú vilt. Ekki verða síðastur til að gera það sem er rétt og gott fyrir Ísland, og flokkinn

Hér má horfa á Bjarna Ben afneita orkupakka þrjú á Alþingi, fyrir ári síðan. Þar sagði hann: "raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál". Þarna hafði Bjarni hárrétt fyrir sér

En nú hefur hann hins vegar sogast inn á hið pólitíska kauphallargólf og er byrjaður að treida. Kominn í afleiðurnar. Sjálft gereyðingarvopnið, og situr þess utan við rúllettuna. Stendur ekki

Stattu vinsamlegast í lappirnar Bjarni, áður þú brennir gólfið undan okkur öllum. Bjargaðu þér maður. Og Íslandi og flokknum okkar!

Hvernig væri svo að við aðstoðuðum Grænlendinga í sinni sjálfstæðisbaráttu. Bandaríkin vilja að Grænland verði sjálfstætt ríki og losni úr ábyrgðarlausum klóm Danmerkur sem er í klóm hins ólögmæta Evrópusambands. Hvernig væri það. Að við gerðum bestu og einu bandamönnum okkar þann greiða. Við eigum engan annan raunverulegan bandamann, og það veistu vel

Fyrri færsla 

Bjarni Ben verður borinn út úr Valhöll eins og frú May úr 10-D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ert magnaður Gunnar, veistu það?

Ekkert væl, engin uppgjöf, ekkert flokkaflakk.

Aðeins mannamál um það sem þarf að gera og það sem þarf að gerast.

En Bjarna til tekna vil ég taka fram að vanþroskinn, sem er andstæða við að fullorðnast, er ekki bundinn við hann eða flokk hans.

Sem er auðvitað engin afsökun, en ætti að brýna hann frekar til að gera það sem þarf að gera.

Sem er eitthvað sem fær fólk til að skilja þegar allt er um garð gengið, "þarna var leiðtogi á ferð".

Það þarf að brýna stál svo það býti Gunnar.

Mér finnst þú kominn yfir sársaukann, ólíkt til dæmis Ívari, sem þurfti Guðlaug Þór til að stuða sig, og núna eggjar þú, ásamt því að ráðleggja heilt.

Og þó ég viti ekki margt, þá veit ég þó eitt, Bjarni les skrif þín sér til gagns.

Þess vegna er hann ekki feigur.

Ef feigðin verður samt hans, þá eru sterkari öfl við að eiga en við höfum áður glímt við Gunnar, þú sem gegnheill sjálfstæðismaður, ég sem velunnari kristilegs íhaldsflokks.

Og þau verða ekki veginn með því að vega Bjarna.

Gott að hafa það bak við eyrað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 20:32

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekkert við þetta að bæta Gunnar. Undir þetta geta allir Sjálfstæðismenn tekið.

Ragnhildur Kolka, 26.4.2019 kl. 21:33

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hefurðu lesið viðtalið við Þórólf Gísla­son einstakan kaupfélagsstjóra KS í Morgunblaðinu Ómar? Það birtist þann 17. apríl. 

KS er 130 ára. 

Það viðtal er ekki tilviljun. Og það er gott af því að Þórólfur er góður maður á réttum stað og af því að Morgunblaðið er gott blað. Við þurfum fleiri svona góða menn og góð blöð, sem lifa fyrir, en umfram allt; eftir sjálfstæðisstefnunni, en ekki á henni.

Bjarni Ben er kominn útaf með xD. Hann kemst ekki inná aftur grípi hann ekki í taumana. Þá ferst hann og flokkurinn með, því hann hefur gegnið of lengi ekkert nema útaf.

Flokkar deyja eins og öll fyrirtæki deyja líka. Hvoru tveggja eiga sér upphaf og endir. Fjarlægðin á milli upphafs og endis þeirra er háð stjórnendum og hæfileikum þeirra til að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma.

KS er eldra er Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið. Það segir mikið um stjórn og hins vegar óstjórn.

Kannski er Miðflokkurinn kominn til að taka við af xD. Það er vel hugsanlegt. Mjög svo vel hugsanlegt. SDG þarf ekkert að gera, annað en að trufla ekki Bjarna við að taka flokkinn sinn af lífi.

Sérðu ekki þögnina?

Kveðja

- úr norðvesturkjördæmi íslenska lýðveldisins

Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2019 kl. 21:39

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur.

Já!

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2019 kl. 21:39

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Reyndar er þögnin æpandi í mínum eyrum, og ég óttast hana.

Fagna þeim mun meir þegar ég les brýningar.

En jú, ég las viðtalið við Þórólf, og það var um margt ágætt.  Þó ég deili sýn hans á gildi yfirráða okkar yfir orkunni, auk margs annars eins og að auka virðisaukann að þá er nú annað þar sem við göngum ekki í takt.

Hann væri ágætur hjá Miðflokknum, og hann lærði í Samvinnuskólanum.

Hugsaði ekki út í að viðtalið væri ekki tilviljun en vona að það sé rétt hjá þér.  Því það segir mikið um alvöru fjölmiðil.

Síðan verður Miðflokkurinn aldrei Sjálfstæðisflokkurinn, sá er aðeins einn, og verður aldrei annar.

Sem er líklegast skýring þess að þú brýnir Bjarna, og kennir honum grunnhugsun íhaldssemi 101 auk sjálfstæðis 101 til 703.

Bæði þarft verk, og vel gert að auki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 23:27

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ómar.

Það munaði tveimur prósentum á SDG og Bjarna Ben í kosningunum 2013. Tveimur prósentum!

Síðan gerist það að Bjarni heldur áfram með xD útaf og tapar kosningunum 2017 svona:

xD Norðvesturkjördæmi => mínus 5,0% (prósentustig)

xD Norðausturkjördæmi => mínus 6,2%

xD Suðurkjördæmi => mínus 6,3%

xD Suðvesturkjördæmi => mínus 3,0%

xD Reykjavíkurkjördæmi suður => mínus 2,8%

xD Reykjavíkurkjördæmi norður => mínus 1,8%

Bjarni tapaði í öllum kjördæmum landsins.

SDG vann hins vegar þessar kosningar svona:

Sigur SDG: Norðvesturkjördæmi +10,9 %

Sigur SDG: Norðaustur-kjördæmi +14,2 %

Sigur SDG: Suðurkjör-dæmi +18,6 %

Sigur SDG: Suðvesturkjör-dæmi +14,3 %

Sigur SDG: Reykjavíkurkjör-dæmi suður +9,5 %

Sigur SDG: Reykjavíkurkjör-dæmi norður +7,6 %

Sigur SDG: Reykjavíkurkjör-dæmi norður +7,0 %

Á einu bretti og í fyrstu atrennu náði SDG þessu. Þetta kalla ég baráttumann! Rís upp frá engu og upp í stórtækar tölur í öllum kjördæmum landsins, á meðan Bjarni tapar í þeim öllum. ÖLLUM!

Bjarni kann ekki að berjast. Hann kann bara að tapa.

Bjarni þarf að læra þetta hér, að sigra, sem Trump kann svo vel eins og sést þarna, áður en Bjarni verður eins og sjálft Meginland taparanna í ESB (e. A Continent of Losers eins og Lars H. kallar ESB, réttilega)

Tíminn er búinn. Það er núna, núna, núna, sem Bjarni þarf að grípa í taumana og sýna sig sem leiðtogi!

Það er bara í einræðisríkjum að menn "ganga í takt" Ómar og hlýða "yfirvöldum". Ég gegn ekki í takt fram af bjargbrún. 

Við erum ekki einræðisríki, þó svo að Valhöll hafi reynt að selja þá hugmynd á fundi í gær, föstudag. Þar var sagt að við gætum ekki gert neitt annað en að ganga í takt með ESB og samþykkja O3-fjárkúgun þess. EES-samningurinn er þá orðinn samningur um fjárkúgun. Við höfum samt allan rétt á að segja nei. Og það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að segja nei. Við höfum allan rétt. En með vesalinga við stýrið er Íslandi hins vegar ekið fyrir björg. 

Reyndar vita þetta allir sem kæra sig um sannleikann og grafa ekki haus sinn í sandinn. EES-samningurinn er umborinn en ekkert fram yfir það. En nú er mælirinn fullur. Framtíð Íslands er í húfi. Undirstöður okkar. Restina af blaðri og þvættingi ráðherra xD á fundinum í Valhöll, föstudag, geta menn skoðað hér hjá Bjarna Jónssyni

Fólk vill almennt ekki láta kenna sig við tapara. Það vill það ekki - og gerir ekki, eins og sést á xD. Nóg er komið af óheillindum frá þessari forystu Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn minn, Sjálfstæðisflokkurinn, þolir ekki meira. Þolir ekki meira af óheillindum!

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2019 kl. 00:21

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég hef hlustað á hluta af viðtali við Sighvat Björgvinsson, eftir að mér var bent á það. Það er hér. Ég þarf að klára það á morgun. Það sem hann segir er ansi merkilegt.

Sighvatur var einu sinni formaður Alþýðuflokksins. 

Og þegar það sem Sighvatur segir er lagt saman við það sem Jón Baldvin Hannibalsson segir, þá verð ég að játa að ég skil ekki af hverju Alþýðuflokkurinn er ekki endurreistur.

Hann var ekki sértrúarsöfnuður eins og Samfylkingin. Hann var íslenskur flokkur á íslenskum forsendum. Alvöru flokkur.

En kannski gerist það. Hver veit.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2019 kl. 01:28

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Til þeirra Sjálfstæðismanna sem voru á fundinum með Guðlaugi Þór og Þórdísi Kolbrúnu í Valhöll í gær, segi ég eftirfarandi:

Þetta eru nákvæmlega eins fundir og Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir héldu í Valhöll. Þar sem landsalan á Íslandi var messuð yfir saklausum Sjálfstæðismönnum.

Það er ekkert að marka það sem þau tvö sögðu, að minnsta kosti ekki fyrir Sjálfstæðismenn. Trúið ekki orðum þeirra.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2019 kl. 02:05

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Trúið ekki orðum þeirra og;

"Við erum ekki einræðisríki, þó svo að Valhöll hafi reynt að selja þá hugmynd á fundi í gær, föstudag. Þar var sagt að við gætum ekki gert neitt annað en að ganga í takt með ESB og samþykkja O3-fjárkúgun þess. EES-samningurinn er þá orðinn samningur um fjárkúgun. Við höfum samt allan rétt á að segja nei. Og það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að segja nei. Við höfum allan rétt. En með vesalinga við stýrið er Íslandi hins vegar ekið fyrir björg. ".

Þetta kalla ég brýningu Gunnar, athugasemdir þína hér að ofan fylla vel út efni pistilsins.

Já, það er núna, ekki seinna.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 08:40

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég þarf að segja þér frá mistökum mínum Gunnar Rögnvaldsson, en þau stafa helst af íhaldssemi, þar sem ég allatíð kosið sjálfstæðisflokkinn, þá gerði ég það líka síðast og hafði ég þó verið komin á fremstahlunn með að gera það ekki.

En íhaldssemin og bjartsýnin tróð þar þar sömu götu. En nú vantar mig kosningar og það er dagljóst að aldrei aftur kís ég flokk sem er með núverandi forustulið þingflokks Sjálfstæðisflokksins innanborðs.  Bjarna Ben er ekki hægt að bæta, hann er mér ónýtur og verðu mér aldrei að gagni.  Ég þarf anað hvort nýja flokksforustu í Sjálfstæðisflokkinn eða bara annan flokk með sömu grungildi og gamli Sjálfstæðisflokkurinn hafði.

Bjarna Ben hugnast þau gildi ekki, Bjarna Ben hugnast ekki að fara eftir landsfundar samþykktum sjálfstæðisflokksins.  Bjarna ben hugnast ekki að hlusta eftir vilja kjósenda.  Mér hugnast ekki Bjarni Ben þar sem hann er vingull og álíka samviskulaus atkvæða þjófur og forseti alþingis sem þar situr nú í boð Bjarna Ben, okkur öllum sem kusum Sjálfstæðisflokkinn til háðungar.      

 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.4.2019 kl. 09:01

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hrólfur.

Íhaldsflokkurinn var stærsti stjórnmálaflokkur Íslands árið 1927. Langsamlega stærstur, með 44 prósent fylgi.

Þá var litli Frjálslyndi flokkurinn með aðeins 6,1 prósentu fylgi.

Þessir tveir flokkar urðu svo að Sjálfstæðisflokknum sem bauð í fyrsta sinn fram árið 1931 og fékk 43,3 prósentur atkvæða.

Svo auðvitað ertu Íhaldsmaður. Það er ég líka.

En verði flokkurinn okkar ekki réttur aftur við, þá fellur hann. Eins og líberalistar eru að hrynja saman um allan heim. Þeir misstu nefnilega sambandið við arfleiðina. Fólk vill ekki bara búa í "hagkerfum".

En það hefur íslenskur almenningur hins vegar ekki gert.  Hann er ekki hruninn.

Það eru hins vegar hinir í öllum flokkum sem eru hrundir. Já hrundir! Þetta er hrunadans þeirra. Ekki okkar.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2019 kl. 10:20

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég biðst velvirðingar á því Gunnar að ég skuli leyfa mér að gera athugasemd við mál Ómars þess sem er gestur hér hjá þér. 

Sæll  Ómar Geirsson.  Bjarni Hefur aldrei verið leiðtogi, hann tók bara við flokki sem var ræktaður af ærlegum mönnum með réttlætiskennd ekki bara handa sjálfum sér heldur og líka og einkum til handa umbjóðendum sínum.

Kuti úr deigu skeifna járni bítur aldrei og annar sem hefur ofhitnað en ekki verið hertur aftur verður áfram með óbrúklegu bitlausu hnífunum í skúffuni hversu lengi sem þú brýnir.  Ég efa það mjög að Bjarni lesi gagnrýnin skrif síðuhafa sér til gagns.    

 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.4.2019 kl. 11:41

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú heldur það Hrólfur, ég held annað.

Hvort sem er þá er honum hollt að lesa Gunnar.

Kveðja í innbæinn með ósk um ánægju við að lesa góða grein Tómasar Inga Olrich sem er í Mogganum í dag.

 

 

 

Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 13:54

14 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér kveðjuna Ómar Geirsson, sjáumst mögulega á götu dageinn.

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2019 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband