Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar eru að missa trúna á ríki sitt

ÞÝSKALAND

Það hefur orðið sundurlemjandi dramatískt hrun í stuðningi Þjóðverja við ríki sitt. Þeir virðast vera að missa trúna á þýska ríkið. Árið 2015 fannst 81 prósentum Þjóðverja að það ríkti pólitískur stöðugleiki í Þýskalandi. Ný rannsókn Allensbach-stofnunarinnar segir hins vegar að hlutfallið sé komið niður í 57 prósentur núna 2019. Þetta er dramatískt hrun í trú þýsku þjóðanna á pólitískan stöðugleika á mjög svo stuttum tíma í sambandsríkinu Þýskalandi

81 prósent 2015
57 prósent 2019

Og ekki nóg með það þá sögðust 62 prósent Þjóðverja hafa trú á pólitíska kerfinu í Þýskalandi árið 2015. En það hlutfall er hins vegar komið niður í 51 prósent núna 2019

62 prósent 2015
51 prósent 2019

Og aðeins 26 prósent Þjóðverja segja í dag að gæði ráði för í ríkisstjórnun landsins. Það hlutfall var 49 prósentur árið 2015. Stórt hrun þar líka

49 prósent 2015
26 prósent 2019

Sem sagt; dramatískt fall í trúnni á hina pólitísku hugmynd sem heitir Sambandsríkið Þýskaland, og á stjórnarfar þess. Hollt er að muna að Þýskaland er sambandsríki. Bæjaralandi væri sennilega nokkuð sama þó það væri hluti af Austurríki. Það eina sem hins vegar virðist sameina Þjóðverja núna, er ákall um "sterkan þjóðarleiðtoga”. Þið vitið sennilega öll hvað það getur þýtt 

Hvað er það sem er að hrynja í Þýskalandi. Og hvernig mun það lýsa sér? Þetta eru stórar spurningar, því þegar pólitískur stöðugleiki gufar upp í Þýskalandi þá þýðir það að stærsta pólitíska einingin í veraldarhafinu í Evrópu, er komin úr jafnvægi. Og eins og margir vita, þá er Þýskaland ekki neitt venjulegt ríki. Þar geta hlutirnir gerst ótrúlega hratt. Hvað er að gerast þarna?

Allir sem hugsa vita hins vegar að Evrópusambandið er nú þegar fallið sem hugmynd. Enginn fer því lengur eftir reglum þess né eftir sjálfri hugmyndinni um það. Það kostar ekkert. Nema náttúrlega kjánar hér heima. Þeir fara eftir öllu og skjálfa

KÍNA

Forsetinn Xi Jinping er að missa stjórn á landinu, þrátt fyrir ný og margföld einræðisherravöld. Það gæti styst í að honum verði sparkað. Fyrst missti hann stjórn á stærsta og lífsnauðsynlega kúnna sínum: Bandaríkjunum. Honum tókst að mishöndla sambandið þar á milli á hinn ótrúlegasta og barnalega hátt. Það mátti ekki gerast, frá Kína séð, því landið hefur ekki efni á því. Þar næst missti hann stjórn á Xinjiang. En það er stuðpúðaríki umhverfis Han-Kína –eins og Mansjúría, Innri-Mongólía og Tíbet eru líka– og formlegur hluti af Kína, en samt ekki etnískur hluti af Han-Kína. Síðan missti Peking stjórn á Hong-Kong. Macao er heldur ekki etnískt-Kína, því það er eins og Hong Kong; þ.e. evrópsk hólmlenda. Þarna er mjög margt á leiðinni í steik og kannski í hrun. Hvað gerist næst?

RÚSSLAND

Íbúar þess ríkis eru í miklum mæli að missa þolinmæðina. Það sem þeim var sagt og lofað að myndi verða þegar sovétstjórnin féll –sökum þess Rússar misstu trúna á pólitísku hugmyndina um Sovétríkið– hefur ekki ræst nógu vel. Borgararnir eru farnir að mótmæla og það er að hitna sumstaðar (of víða) í kolunum. Hvað gerist næst. Hvað gefur eftir?

Fyrri færsla

Sigmundur Davíð: "Örvæntið eigi vegna bráðnandi jökla"


Bloggfærslur 24. nóvember 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband