Leita í fréttum mbl.is

Pantaðir þú þessa jarðýtu?

Leiðari Wall Street Journal í gær var á sama máli: "Skrifarinn sem þorir ekki að segja til nafns er engin hetja"

****

Húsið titrar, blómavasar skjálfa. Glerið glamrar og kyrrðin kyrkist. Stokkið er til og kíkt út um glamrandi gluggana. Þetta er rosalegt. Tröllsleg Caterpillar jarðýta er komin, mætt á staðinn og byrjuð að framkvæma. Geggjunarsvipur nágrannanna í glamrandi gluggum, leynir sér ekki. Þeir horfa vantrúa á jarðýtuna sem ryður öllu því sem óhagganlegt var talið bara burt, eins og sméri

Pantaðir þú þessa jarðýtu er spurt. Já, einginlega, en hún var samt ekki minn fyrsti valkostur. Síðast pöntuðum við mann með andaglas, en ekkert gerðist. Þar á undan pöntuðum við (sálar) rannsóknarmann með reipi, en með litlum árangri. Eitthvað varð að gera, því annars hrynur fjallið ofan á okkur og allur bærinn ferst. Auðvitað kostar þetta sitt, en það varð að gera þetta. Við biðjumst afsökunar á blómavösunum og skökku málverkunum á stofuveggnum. Þetta með mini-styttuna af Eiffelturninn í garðinum, sem hann rak sig í, hana verður líklega erfitt að rétta úr. En þetta klárast sennilega á réttum tíma, því hefur hann lofað og hann stendur víst alltaf við það sem hann segir. Og við erum eiginlega öll strax byrjuð að græða á þessu, því fasteignaverðið er byrjað að hækka og fyrirtækin sem flúðu þora að opna hér á ný

(1.) Diplomats who loathe Trump find their good cop talk and soft power has more resonance once it is backed up by a better military, a better national security team, and an unpredictable commander-in-chief who might just be capable of doing anything at any time to anyone anywhere in the defense of American interests and sovereignty.

Tvær krækjur, (1.) Trump on the Ground - Victor Davis Hanson bóndi um Trump áhrifin í lífi venjulegs fólks í næsta nágrenni hans. Og (2.) Grein Victors "Þegar jarðarfarir breytast í stjórnmál" - When Funerals Become Politics

Fyrri færsla

Einangrunar-forseti Bandaríkjanna


Bloggfærslur 7. september 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband