Leita í fréttum mbl.is

ESB reynir að hanga á nöglunum í klerkaveldinu Íran

Tausend kronen monetray union exit note - stimplaður

Mynd: Uppleyst mynt Austurrísk-ungverska keisaradæmisins, með stimplun. Sömu aðferð var beitt til að leysa upp myntbandalagsmynt Tékklands og Slóvakíu eftir að Tékkóslóvakía hætti að vera til (PDF)

****

Diktat í smíðum

Evrópusambandið reynir í örvæntingu að klóra með nöglunum í bakkann í Íran, svo að evrópsk fyrirtæki geti haldið áfram að eiga viðskipti við íslamíska klerkaveldið. Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran taka gildi eftir tvo mánuði. Eftir þann frest geta þau evrópsku fyrirtæki sem eru í viðskiptum við klerkaveldið ekki verið í viðskiptum við Bandaríkin á sama tíma. Markmiðið er að reyna að hefta og koma í veg fyrir kjarnorkuvopnaþróun íslamíska klerkaveldisins

Hugmynd Frakklands er sú, að það, Þýskaland og Bretland, og jafnvel Ítalía, noti Evrópusambandið til að koma á fót greiðslukerfi sem hvergi snertir Bandaríkin né bandarísku myntina dal og sem þannig myndi gera evrópskum fyrirtækjum mögulegt að sneiða hjá öllum bandarískum kerfum sem sjá um (i) greiðslumiðlun, (ii) uppgjörslok færslna og (iii) peningajafnvægi á alþjóðlegum mörkuðum. Telja ESB-menn sig geta gert þetta með einföldu diktati eins og Mússolini notaði til að stýra framkvæmd fasisma á Ítalíu, eða með tilskipunum

Sést á þessu hversu mikil örvænting Evrópusambandsins er orðin vegna evrunnar. Lítið gengur með að gera hana að alþjóðlegum gjaldmiðli vegna vantrausts heimsins á evrópskum stofunum eins og til dæmis stjórnarskrárbundnu þingræði hvílandi á þjóríkislegum stofnunum sem frumforsendum fyrir framkvæmd lýðræðis í lýðveldi. Og þess utan er stutt síðan að seðlabanki Bandaríkjanna bjargaði mynt Evrópusambandsins í tvígang með gjaldmiðlaskiptasamningum í fjármálakreppunni. Heimurinn veit að Bandaríkjadalur er ekki vafningur. Þeirri staðreynd var slegið fastri með þeirri niðurstöðu sem fékkst úr bandarísku borgarastyrjöldinni, sem lauk 1865 og kostaði Bandaríkin hálfa milljón mannslífa. Þar var því slegið föstu að bandaríska þjóðin er ein órjúfanleg heild og það er sú heild ein, sem er fullvalda, en ekki einstakir hlutar hennar. Ekkert fylki getur því yfirgefið Bandaríkin. Þau geta ekki leysts upp. Þau eru ekki vafningur og mynt þeirra er því ekki vafningur, eins og mynt Austurrísk-ungverska keisaradæmisins var, og sem leystist upp í margar myntir

Frekar furðulegt er að sjá Bretland í þessum hópi. Annaðhvort er um einhverskonar fjárkúgun að ræða vegna Brexit, eða þá að örvænting Bretlands vegna 200 alþjóðlegra banka í því landi er orðin meiri en hún ætti að vera. Heimurinn vill einfaldlega ekki hafa peningalega mikilvægar stofnanir sínar í Evrópusambandinu

En hér sést greinilega hluti hins undirliggjandi geopólitíska þema sem er í gangi á Vesturlöndum. Bandaríkin eru ábyrgðarmaður Vesturlanda og það þola gömlu stórveldin á meginlandi Evrópu ekki. En þau eru samt getulaus og geta hvorki varist né unnið saman. Meginlandið er að klofna því sameiginlegir hagsmunir eru of litlir til að geta borið tilvistarlega samvinnu uppi. Lönd Austur-Evrópu eru að skilja sig frá löndum Vestur-Evrópu. Austur-Evrópa óttast Rússland og hugsanlegt hjónaband sérstaklega Þýskaland og Rússlands, því lýðræðisstofnanir Þýskalands hafa aldrei haldið um stjórnvölinn í því landi, heldur eru það fyrst og fremst banka- og viðskiptahagsmunaöfl sem halda um stjórnvölinn í Þýskalandi, því Þýskaland verður að hafa jaðarsvæð þess undir sínu áhrifavaldi, og í dag er það hinn innri-markaður-ESB sem er stuðpúða- og jaðarsvæði Þýskalands, en sá markaður er hins vegar kominn í upplausnarhættu og er reyndar kominn í upplausnarferli líka, sbr. Brexit. Stjórnmál í Þýskalandi mótast að miklum hluta til af landfræðilegu varnarleysi Þýskalands í austri, norðri og vestri. Suðurtappinn einn er landfræðilega öruggur. Þau öfl horfa til Rússlands og það veit Austur-Evrópa vel og Bandaríkin líka. Þess vegna fara hagsmunir Austur-Evrópu meira saman með Bandaríkjunum en hagsmunir Þýskalands og Frakklands passa við hagsmuni Bandaríkjanna. Bandaríkin munu ekki líða hjónaband Rússlands og Þýskalans því þannig samsteypa myndi ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þátttöku Bandaríkjanna í tveimur heimsstyrjöldum á meginlandi Evrópu ber að skoða í þessu ljósi

Meginland Evrópu, það er að segja Evrópusambandið, er bæði varnarlaust og orkulaust. Það sækir í ódýra orku og það var von sambandsins að frá Íran fengist ódýr olía í skiptum fyrir sameiginlegt hatur beggja á Bandaríkjunum. En hér spilar Austur-Evrópa ekki með og það er að verða stórt vandamál fyrir Evrópusambandið. Og Austur-Evrópa getur neitað að spila hér með, þrátt fyrir hættuna frá Rússlandi, vegna þess að tilvistarlegir hagsmunir Bandaríkjanna og Austur-Evrópu fara mjög svo vel saman. Þess vegna kom Varsjáryfirlýsing Donalds J. Trump síðasta sumar. Hún var staðfesting á því að bygging Intermarium, sem er hugmynd hins pólska Józefs Pilsudski, er í smiðum. Varsjá verður með tíma eins konar ný Berlín fyrir Bandaríkin á meginlandi Evrópu. Bretland er enn að melta nákvæma staðsetningu sína í tilverunni eftir Brexit. Enginn nema breski almúginn hafði gert ráð fyrir Brexit. Og breska valdastéttin var ekki í sambandi við almúgann. Brexit-niðurstaðan kom valdastéttinni því algerlega í opna skjöldu

Engin evrópsk fyrirtæki nema smáfyrirtæki munu halda áfram í viðskiptum við Íran. Það er að segja, bara þau fyrirtæki sem eiga ekki í neinum viðskiptum við neitt annað land í heiminum nema Íran og ESB, munu taka diktat-tilboði Frakka, Þjóðverja og ?Breta. Viðskipti við Íran eru örverpi miðað við viðskipti við Bandaríkin, sem standa fyrir þremur til fjórum hlutum af hverjum tíu sem verða til í hagkerfum heimsins. Og svo er það þannig, að það eru fyrst og fremst Bandaríkin sem búa til raunverulega eftirspurn í heiminum. Evrópusambandið og Kína skapa ekki raunverulega eftirspurn í heiminum heldur nærast þau á henni. Það sést á viðskiptajöfnuði þeirra við umheiminn

Fyrri færsla

Macron missir stuðning hægrimanna eins og Bjarni [u] 


Bloggfærslur 14. september 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband