Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er sífellt verið að tala um loftárásir Bandamanna?

Af hverju eru fjölmiðlar endalaust að tala um einmitt þessar loftárásir sem Bandamenn stóðu fyrir og svo það sem gerðist í Hirosima og Nagasaki? Það er eins og að menn séu að reyna að snúa sögunni á hvolf og búa til eins konar fjarvistarsönnun fyrir þá sem stóðu fyrir þessum ósköpum. Þetta fólk -tapararnir- stóð fyrir 75 prósent af því mannfalli sem varð í Síðari heimsstyrjöldinni, þar sem það var á við samanlagt mannfall í styrjaldarsögu síðustu 300 ára þar á undan

Tapararnir: Þjóðverjar, Japanir og öxulveldin drápu sem sagt 75 prósent af þeim tæplega 70 milljón manns sem létu lífið í Síðari heimsstyrjöldinni. Tuttugu og sjö þúsund manns misstu lífið að meðaltali á dag. Af hverju er verið að vorkenna þessu fólki svona hina síðustu marga áratugi? Er verið að reyna að snúa sögunni á hvolf? Er verið að reyna að koma vonda-stimplinum yfir á Bandamenn, sigurvegarana? Frelsarana sjálfa!

Og ekki nóg með það, þá voru 80 prósent þeirra sem féllu í heimsstyrjöldinni sem þetta fólk stóð fyrir, óbreyttir borgarar. Japanir drápu sjö sinnum fleira fólk en þeir misstu, sem er ótrúlegt hlutfall þegar um tapara er að ræða. Og nú eru menn byrjaðir að impra á þýskum kjarnorkuvopnum í Þýskalandi. Og Þýskaland er þegar orðið það land í Evrópu þar sem andúð eða jafnvel hatur á Bandaríkjunum mælist hve mest. Hvað er að?

Það sem Þýskaland stóð fyrir í Evrópu var verra en Svarti dauði fyrir álfuna. Mannfallið var meira. Og þökk sé Evrópusambandinu, hefur Þýskaland nú sest ofan á meginland álfunnar og er byrjað að kúga það, einu sinni enn. Svo virðist sem fólk hafi almennt misst áttavitann sinn. Hvorki Hitler né Stalín stóðu í sláturiðnaði á þjóðunum einhentir. Almennir Þjóðverjar vissu nákvæmlega hvað var að gerast í Evrópu undir stjórn Hitlers, en aðhöfðust ekkert. Alveg eins og þeir aðhafast ekkert núna, þegar Þýskaland er að ganga frá Suður-Evrópu, efnahagslega séð, og hafa nú þegar kálað Grikklandi. Sameining Þýskalands er greinilega misheppnuð í þessu tilliti og Gyðingahatur víða í Evrópu er á hraðri uppleið á ný

Hvað með að segja sögu þeirra sem stöðvuðu þetta helvíti. Og hvað með að segja söguna eins og hún er. Það er gott að fá hér persónulega sögu af málinu og henni fagna ég, en stóra myndin verður samt ávallt að vera heiðskýr og klár. Það virðist hún því miður ekki vera lengur, hjá mörgum þeim sem fjalla um söguna í dag, því svo margir eru hættir að þola sannleikann og segja hann því ekki eins og hann er. Aðvörunarljósin blikka því á ný. Fælnimáttur sannleikans dvínar hratt, því honum þarf að viðhalda og efla, en það er ekki gert. Evrópa er því byrjuð að springa í loft upp á ný

Fyrri færsla

Google breytist úr vondu í verst. En hvað með xD og VG ?


mbl.is Martröð í mörg ár á eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband