Leita í fréttum mbl.is

Límdu sig við Rússana

Fum og fát einkenndi atganginn á jörðu niðri í Sýrlandi um leið og Donald J. Trump tísti að tauga- og efnavopnahernaði á saklaust fólk yrði svarað með enn öflugri aðvörunarárás en í fyrra. Tóku þá strax hernaðarlegar eigur Assads-liðsins að líma sig fastar við samskonar eigur Rússlands í Sýrlandi. Þannig átti að redda sér

En hversu lengi mun þannig sjónhvarf út af af síbreytilega sviðinu duga. Það er ekki gott að segja, því bandaríski forsetinn vildi að slegið yrði til gegn rússneskum og írönskum stríðstólum líka. Pentagon og James Mattis varnarmálaráðherra réðu forsetanum frá því, sökum mögulegrar "stigmögnunar"

Hinum nýja þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, John Bolton, sem líklegt er að vildi sjá meira, tókst að sögn Wall Street Journal að hamra saman áætlun sem miðlaði málum á þann hátt að það skotmark sem ráðist yrði á, yrði rústað svo tryggilega að ekkert stæði eftir. Að það sem eyðilagt væri yrði þar eftir algerlega handónýtt. Og það var eins við manninn mælt: skotmörkin litu út eins og bílastæði fyrir utan súpermarkað að árás lokinni, tilbúin til malbikunar, þannig að bréfin í Caterpillar lækkuðu strax á mánudag

Þar sem Þýskaland á ekkert fljúgandi farartæki sem flogið getur í myrkri, og heldir ekkert slíkt sem uppfyllir til dæmis kröfur fyrir NATO-leiðangra, þá sat það að venju heima, enda ná nýjustu eldflaugar Írans nú til Saxlands í Þýskalandi

Og með dyggari aðstoð Norður-Kóreu ná þær brátt til Íslands og lengra. Það styttist í það og næstu tilrauna-sprengingar Norðursins, að loknum komandi platfundi, nema að eitthvað sem máli skiptir verði að gert

Eldflaugasýnigin á laugardag:

Bandaríkin: 88
******************************************** ********************************************

Frakkland: 9
*********

Bretland: 8
********

Þýskaland:
einn kínverji (rautt ekkert)

Fyrri færsla

Rússar hafa misst tökin


Bloggfærslur 17. apríl 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband