Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing Donalds Trump um "eld og brennistein", "regn" Trumans og Guam

Yfirlýsing Harry Trumans í ágúst 1945

Heimurinn þurfti ekki að bíða lengi eftir viðbrögðum einræðisherra Norður-Kóreu við yfirlýsingu Donalds Trump í gær, þar sem hann sagði að "eldi og brennistein" myndi rigna yfir einræðisherraveldið ef það léti verða af hótunum sínum:

Wall Street Journal segir frá:

"Within hours of Mr. Trump’s comments, North Korea made its most specific threat against the U.S. yet. Through its official media, North Korea said it was considering firing missiles at Guam, a U.S. territory in the Pacific, and making the U.S. “the first to experience the might of the strategic weapons of the DPRK”—the Democratic People’s Republic of Korea, North Korea’s formal name.” | WSJ |

Það er nefnilega það

Hér fyrir ofan má hlýða og horfa á yfirlýsingu Harry Trumans forseta Bandaríkjanna í ágúst 1945, er hann lýsti því yfir að "eyðileggingum sem veröldin aldrei áður hefur séð myndi rigna yfir Japan af himnum ofan ef það gæfist ekki skilyrðislaust upp" - "they may expect a rain of ruin from the air, the like of which has never been seen on this earth"- sagði hann

Það sem einræðisherraveldi Norður-Kóreu sagði samkvæmt WSJ í gær, var það að þeir væru að íhuga að gera árás á Guam-hluta Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Hvorki meira né minna

Það er nú svo að Guam er hluti af Bandaríkjunum og þar búa rúmlega 160 þúsund manns. Þar er Andersen flugherstöð Bandaríkjanna í Vestur-Kyrrahafi og hún hýsir strategískar B1-B Lancer, B-2 Spirit og B-52 sprengjuflugsveitir Bandaríkjanna í Vestur Kyrrahafi ásamt flotastöð. Almannavarnir og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna héldu kynningu á fundi á vegum viðskiptaráðs Guam-eyju miðvikudaginn 31. maí, þar sem borgaralegar öryggisvarnir voru kynntar íbúunum vegna stöðunnar á Kóreuskaga

Í Japan hafa yfirvöld hafið borgaralegar öryggisæfingar þar sem Japönum er kennt að leita skjóls. Japanska ríkisstjórnin birti um helgina skýrslu sem segir að Norður-Kórea sé komin mun lengra áleiðis í að verða kjarnorkuvopnaveldi en flestir héldu. Japan hefur hækkað ógnarmat sitt á hættunni sem að því steðjar frá Norður-Kóreu

Í gær kom út skýrsla frá öryggisupplýsingastofnun bandaríska varnarmálaráðuneytisins (DIA) sem segir að Norður-Kóreu hafi þegar tekist að koma sér upp kjarnorkusprengjum sem koma má fyrir í eldflaugum. Þ.e. að þeim hafi tekist að þjappa þeim svo saman að þær komast fyrir framan á eldflaug. Stofnunin segir að Norður-Kórea ráði nú þegar yfir 60 kjarnorkusprengjum

Óstaðfestar fregnir þessa dagana herma að Kína sé að setja á svið flotaæfingar undan Kóreuskaga - og að Bandaríkin séu reiðubúin að aðstoða Filippseyjar í baráttu þess við Ríki íslams, með loftárásum. Og að Rússland fann víst nýjan viðskiptavin til að bæta sér upp tap Rússlands vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna og Evrópusambandslanda. Þeir hafa því gert samning við Indónesíu um sölu á orrustuþotum til þess fjölmennasta íslamíska ríkis á plánetunni, sem telur 263 milljón sálir

Áttavitinn minn

Áttaviti minn snýst í hringi. Það er erfitt að leggja mat á stöðuna. En þó sýnist mér að víglínurnar á milli hins "frjálsa heims" og hins "einveldislega einræðisheims" séu að skerpast. Þ.e. hinn frjálsi heimur gegn veldum á borð við Norður-Kóreu, Kína, Rússlandi, Íran og Ríkis íslams

En hver er "hinn frjálsi heimur"? Hver er það? Það er að verða álitamál hvort að Evrópusambandið sem stofnun geti lengur talist til hins frjálsa heims, því þar eru frjálsar kosningar að komast því sem næst í fjölskyldu með hryðjuverkum, stjórnvöld óttast þær svo mikið. Og þar er löndum hent í skuldafangelsi til að bjarga bankakerfum voldugustu ríkja samsteypunnar. Svo ætli hinn frjálsi heimur verði ekki fyrst og fremst að teljast vera hinn enskumælandi heimur (the Anglosphere) og Ísland. Hvað segið þið um það?

Áttaviti minn vísar vestur

Fyrri færsla

Auðvitað vilja þeir ekki ríkisrekið heilbrigðiskerfi


Bloggfærslur 9. ágúst 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband