Leita í fréttum mbl.is

Hvað ráðleggur stjórnmálastéttin Sjálfstæðisflokknum núna?

Fyrst þetta: Enn eru formlegar stjórnarmyndunarviðræður milli flokka ekki hafnar í Þýskalandi. Kosið var fyrir tæpum sjö vikum, eða þann 24. september. Þær viðræður sem hafa verið milli CDU/CSU, FDP og græningja, voru og eru allar óformlegar. Þær hafa gengið út á það hvort að flokkarnir geti náð saman um einn stjórnarsáttmála og byggt á honum ríkisstjórn sem þolir veruleikann

Enn er óvíst hvort þessir flokkar geti myndað ríkisstjórn. FDP ætlar að selja sig það dýrt að flokkur Merkels fer að nálgast þurrar fjörur sem endað geta pólitískan feril Merkels á enn svartari nótum en þær eru nú þegar. FDP segjast tilbúnir í nýjar kosningar ef stjórnarmyndun fer út um þúfur. Þeir segjast myndu græða á kosningum, en CDU-flokkur Merkels tapa stórt á þeim

Hvað myndi stjórnmálastéttin ég ráðleggja Sjálfstæðisflokknum núna? Það erum jú við kjósendur sem erum stjórnmálastéttin hér á Íslandi. Og sú stétt kýs sér leiðtoga og fulltrúa. Minn leiðtogi og fulltrúi er Sjálfstæðisflokkurinn undir öruggri forystu Bjarna Benediktssonar framfaramanns

Hvað nú Bjarni. Jú, selja ofboðslega dýrt og ekki hræðast nýjar kosningar. Engu er hér að tapa, en allt að vinna. Rauða blóðið flýtur allt um kring, en við erum stólpinn með allt á þurru. Vitleysingjarnir þeir báðu um þetta

Selja dýrt og ekki hræðast nýjar kosningar. Vera fúll og þver. Brosa bara alls ekki - twist the spikes!

Skorradal pr. 8. nóvember 2017

Með hjartans kveðjum
Þinn kjósandi
Stjórnmálastéttin Gunnar

Fyrri færsla

100 ár þjáninga: Líktu kommúnismanum við íslam


Bloggfærslur 8. nóvember 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband