Leita í fréttum mbl.is

100 ár þjáninga: Líktu kommúnismanum við íslam

Vinstri grænir - leshringur um marx-lenínisma 22 mars 2012

Mynd: Ísland, mars 2012: Vinstri grænir boðuðu til leshrings um Marx-Lenínisma. Er þetta lið stjórntækt? Þarna var það það ekki

****

Bent Jensen sagnfræðingur í Danmörku hefur í tilefni 100 ára afmælis rússnesku byltingarinnar, gefið út bók sem ber titilinn: Ruslands Undergang - Revolutioner og sammenbrud 1917-1921 (Síðustu dagar Rússlands - byltingar og sundurliðun)

Bent segir að samtímamenn komu fljótlega auga á hversu margt var líkt með kommúnismanum sem þá komst til valda, og íslam. Eins og íslam var kommúnismanum ekki ætlað að vera bara ríkisstjórn í einu landi, heldur átti hann að gleypa allan heiminn og skapa nýja veröld. Breski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Bertrand Russell sagði á þessum tíma að "kommúnisminn er ekki bara pólitísk sannfæring, hann er líka trú með trúarsetningar og heilagar ritningar". Karl Marx var spámaður þessarar trúar og í ritningum hans var hinn opinberandi og óumbreytanlegi sannleikur, sem hvorki mátti ræða né efast um. Leiðtogar kommúnistaflokksins héldu öll árin því fram að þeir og aðeins þeir, héldu á vísindalega sönnuðum sannleika sem engum leyfðist að efast um. Bentu athugulir samtímamenn þannig á hversu kommúnisminn líktist íslam, þarna í byrjun tuttugustu aldar

Gáfumenn á Vesturlöndum krupu í háskólum sínum, menntastofnunum og hreyfingum á kné fyrir kommúnismanum og tilbáðu hann úr fjarlægð og jafnvel í návígi. Háskólar vorra daga eru jafnvel enn stútfullir af stækum kommúnisma og hroka gáfumennasamfélags. Þeir klæða sig jafnvel samkvæmt kommúnistatrú og þeir búa oft samkvæmt trúnni. Og blaðamenn ríkisfjölmiðla, samkvæmt rannsóknum, eru mannaðir vofurauðum blaðamönnum í hlutfallinu 8 af hverjum 10. Ríkisútvarpið er sennilega sterkasta og best fjármagnaða sundrungaraflið sem til er á Íslandi í dag

Danskir sósíalistar, til dæmis Socialistisk Folkeparti (SF) sem er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi, tilbáðu því sem næst kommúnismann úr verndaðri fjarlægð og sagði formaður flokksins, Gert Petersen, svo seint sem á níunda áratug síðustu aldar, að "við gætum lært margt af Lenín". En Holger K. Nielsen sem tók við af Gert Pedersen 1991 og var formaður flokksins fram til 2005, segir hins vegar í blaðagrein í Weekendavisen 8. september 2017, þ.e. núna um daginn, að: "rússneska byltingin var harmleikur og stærsti og versti hryllingur 20. aldarinnar. Afleiðingar hennar voru milljónir manna drepnir og risavaxið kerfi fangabúða [...] kommúnisminn hafði sögulega stærri afleiðingar en nasisminn [...] Og maður verður að segja það algerlega hrein út, að það hefði verið betra ef bylting kommúnista fyrir hundrað árum hefði mistekist. Þarna gerir Holger hreint fyrir sínum dyrum, svo um munar. En sem sitjandi formmaður hefði hann varla getað skúrað hreint í bara einu horni SF. Sumt er nefnilega algerlega ólæknandi

En Rússland er ekki það sama og Sovétríkin, bendir Bent Jensen réttilega á

100 ár – 100 milljónir (HHG)

Fyrri færsla

Spánn er smækkuð mynd af ástandinu í Evrópusambandinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Mjög þörf: sem gagnleg samantekt, af þinni hálfu Gunnar.

Segja má - að með falli Konstantínópel í Maí 1453, hafi Moskvu Hertogi (og síðar Keisararnir) tekið upp merki Austur- Rómverska ríkisins / þó ákveðið rof hafi komið þar á:: árin 1922 - 1991, með viðurstyggð Sovét- tímabilsins.

Jú mikið rétt Gunnar: Kommúnisminn er af sama meið óþverra, sem Nazismi og Múhameðstrú: sannarlega.

Því er fyrirlitlegt: að sjá forvígismenn þorra íslenzkra stjórnmálaflokka, bugta sig og beygja fyrir andstyggð Mekku hryllingsins, og með Guðna Th. Jóhannesson Bessastaða ábúanda, sem eins konar forsöngvara, þeirrar iðju: meðfram Rauðakross liðinu, hérlenda.

Með beztu kveðjum: sem oftar og áður - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2017 kl. 22:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð ádrepa hjá þér, Gunnar. Hafðu heilar þakkir fyrir.

Þvílíkur óhugnaður sem þessi bolsévismi var, tilgangurinn látinn helga svívirðileg meðul, jafnt manndráp sem rakna lygamaskínu, og Lenín var upphafsmaður að þessu, þótt hann væri líka undir áhrifum af níhilistum. Gegndarlausu prestahatri sínu fylgdi hann eftir með útrýmingu presta og munka og þjóðnýtingu kirkna og keisaraættinni allri lét hann  slátra, þeim sem hans menn gátu náð, jafnvel Olgu, frænku keisarans, sem hafði gefið eigur sínar, eftir að maður hennar var drepinn, og gengið í klaustur. Einnig hún var myrt með svívirðilega grimmum hætti með öðrum ættmennum í djúpri gryfju, skotið á þau og benzíni skvett á þau og kveikt í, og þó voru fáeinir þar lifandi fram á næsta dag. Eins lét Lenín skjóta á bænagöngu trúaðra. Sjáið um þetta o.fl. Moskvulínuna (Nýja bókafélagið 1999) eftir dr. Arnór Hannibalsson prófessor, sem öðrum Íslendingum fremur þekkti þarna til mála, lærður í Moskvu og Kraká, auk Edinborgar, og skrifaði áður bókina Valdið og þjóðin, safn greina um sovét (Helgafell 1963), mest um efnahags- og lífskjaramál, ríkisvald og stjórnarfar og listir, og leiðrétti margar missagnir sem spunnið hafði verið upp til að fegra ástandið.

Jón Valur Jensson, 7.11.2017 kl. 23:36

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er hressandi að fá svona dembu af kaldastríðsrausi.

Þetta er eins og að endurlifa æskuna upp á nýtt ,þegar menn grófu sig niður í jörðina í stórum stíl, af ótta við kommúnissta.

Það skemmtilega við þetta er að í dag er vitað að Sovétmenn höfðu aldrei uppi nein áform til að ráðast á okkur. Allavega ekki eftir að Trotsky gaf upp öndina sem var frekar snemma í ferlinu.

Það setur þennan holugröft í svolítið spaugilegt ljós.Hinsvegar reyndu þeir  að koma sinni hugmyndafræði á framfæri eins og aðrir ,og komast þannig til áhrifa. Það er fullkomlega eðlilegt. Hver gerir það ekki.

Allt sem endar á ismi er vont af einhverjum ástæðum.

Kommúnismi ,Kapítalismi og Nasismi eiga það allir sameiginegt að leiða að lokum til ófarnaðar ef þessir ismar fá að grassera óáreyttir.Allt eru þetta hugmíðar sem ganga upp í hugskotum áhangenda,en þegar þær eru settar á götuna þá leiða þær að lokum til sömu niðurstöðu. Samþjöppun auðs og valds til mjög fárra.Kapítalisminn hefur grasserað óheftur á vesturlöndum undanfarna áratugi og er nú á sínu lokastigi. Auðurinn og völdin hafa safnast á örfáar hendur og nú er lokastig kapitalismans hafið. Nú eru þessir auðmenn að svifta okkur frelsi,koma á ritskoðunn og svo framvegis. Þetta gerist nú með ógnvænlegum hraða.

Það hefur ekki verið lýðræði í Bandaríkjunum lengi. Það eina sem kjósendur geta gert þar, er að velja af hlaðborði sem valdastéttin hefur útbúið fyrir þá. Öllum öðrum er stuggað frá.

Ástæðan er nákvæmlega sú sama og í Sovétríkjunum sálugu.Lítil valdaklíka er að tryggja völd sín. Margir rugla þessu saman við kommúnisma,enda einkennin hin sömu og við urðum vitni að í Sovétríkjunum.Þar var líka lítil valdaklíka að tryggja völd sín með sama hætti.

Maður getur ekki annað en hlegið innra með sér þegar maður sér þig berjast af svona miklum ákafa gegn kommúnisma en styðja svo dyggilega við bakið á valdaklíku sem er skapa kerfi sem er ótrúlega líkt kommúnisma að mörgu leiti. 

Þú ert að berjast við vindmyllur. Það er enginn kommúnismi á vesturlöndum. Það sem þú ert að berjast við eru afleiðingarnar af þínum eigin átrúnaði.

Það er mikið í tísku núna að jafna kommúnisma við nasisma.Það er ekki gott að segja af hveju þetta er gert af þeim sem leggja línurnar,en líklega tengist þetta eitthvað baráttunni gegn Kína  og svo er þetta líka gagnlegt í slagsmálunum við Rússland. Það eru ennþá mikil hugrenningatengs í hugum fólks milli Rússlands ,Sovétríkjanna og Kommúnisma.

En það er einn grundvallarmunur á þessum stefnum sem gerir það að verkum að nasismi stendur algerlega út úr sem áberandi versta stefna sem við höfum orðið vitni að á seinni tímaskeiðum,en það er rasisminn. Það er enginn samjöfnuður með Kommúnisma og Nasisma. Þeir sem halda þessu fram eru einhverskonar Nasistar light.

Borgþór Jónsson, 8.11.2017 kl. 10:20

4 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Borgþór Jónsson !

O - jú: þarna ferðu villur vegar / Nazisminn er af sama Heimssyfirráða stofni, sem Kommúnisminn og Múhameðski viðbjóðurinn, ágæti drengur.

Oft: hefur þér tekist betur til en nú Borgþór minn í ályktunum, sbr. snaggaraleg tilsvör oftsinnis, til Einars Björns Bjarnasonar t.d., á síðu hans hér: á Mbl. vefnum.

Semsagt Borgþór !

Þríeinn óþverri : Kommúnismi / Nazismi og Múhameðstrú !

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 12:17

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkur ruglari þessi Borgþór Jónsson!

Kem hér síðar við á ný.

Jón Valur Jensson, 8.11.2017 kl. 18:20

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur öllum fyrir innlit og skrif og þér Jón Valur fyrir góðar kveðjur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2017 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband