Færsluflokkur: Evrópumál
Sunnudagur, 8. nóvember 2009
Eyðni fullveldis. Sumir segja að þetta sé samvinna . .
Fullvalda ríki?

Eyðni fullveldis, velmegunar og velferðar
Sumir segja að þetta sé samvinna, en ég segi að þetta sé enn einn liðurinn í afnámi fullveldis og sjálfsákvörðunarréttar ríkja Evrópusambandsins í praxís. Sérstaklega þegar lengra er haldið inn í framtíðina - og frá og með nú veifandi glænýju stjórnarskrá ESB framan í löndin, svona til að skerpa minnið
Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur lofað Þjóðverjum að lækka skatta um 24 miljarða evrur í Þýskalandi á þar næsta ári. En nú segir seðlabankastjóri Evrópusambandsins að þetta sé ekki æskilegt og geti einungis komið til greina seinna, eða lengra inni í framtíðinni (e. medium term). Hér eru þannig sjálfur lýðræðislega kjörinn kanslari Þýskalands og ekki_kosinn embættismaður Evrópusambandsins ósammála um mikilvægt efnahagsmál sem þó ætti að vera innanhússmál Þjóðverja, þ.e. ef um fullvalda ríki væri að ræða. Embættismaður seðlabanka ESB segir að það sé ekki hægt að framkvæma skattalækkanirnar næstu árin. Þetta segir aðalmaður seðlabankans, Jean-Claude Trichet, vegna þess að fjárlagahalli í Þýskalandi mun verða 6,5% af landsframleiðslu landsins. Tvöfalt meiri en leyflegt er samkvæmt reglum ESB fyrir hagkerfi í góðviðri
Sorry, en reglur Evrópusambandsins segja . .

Hvað skyldi fransmaðurinn Trichet segja við landa sína heima í Frakklandi? Þar verður fjárlagahallinn nefnilega tvöfalt meiri en í Þýskalandi. Seðlabankastjórinn skiptir sér hér gróflega af skattamálum Þýskalands. Þetta land, Þýskaland, er ekki beinlínis neitt smáríki í Evrópusambandinu. Já, reglur eru reglur. Ekkert hægt, frekar en fyrri daginn. "Því miður, reglur Evrópusambandsins segja að . ."
Hvaða land vill hafa AGS'legt apparat inni á gafli hjá sér? - alltaf.
Þessir hömlur og spennitreyjur Evrópusambandsins munu í lengdina vinna bug á velmegun og hagsæld landa sambandsins. Annaðhvort verða löndin að gefa meira og meira frá sér af fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti sínum - og þar meðtöldum möguleikunum á hagsæld og velmegun - eða Evrópusambandið verður að hörfa til baka. Sjálfur er ég sannfærður um að það verður fullveldi og sjálfsákvörðunarréttur landanna sem mun hörfa - meira og meira en þú þegar orðið er - til þess eins að bjarga sjálfu sambandinu, en ekki til að bjarga löndunum.
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Hættulega margir Íslendingar vilja ganga úr heiminum og inn í ESB
Það er stórfurðulegt að allt að 29% Íslendinga vilji ganga úr 92% af heiminum og loka sig af inni í 8% horni heimsins. Við þurfum að gera betur en þetta kæru Íslendingar
Þetta hlutfall ætti að vera hámark 8%. Hlutfallið ætti alls ekki passa við snjómynstur útskeifra spora eftir skóstærð frekjuhlussu Samfylkingarinnar, með gulum hlandslettum í útjaðri þeirra allra. Sporin eftir frekjutröll & álfa Samfylkingarinnar
En vonast er eftir hláku og þá mun þessi óþverri hverfa. Svo mun birta og fullt tungl Íslands lýsa okkur á ný. Þá verður gott að standa úti í ferska lofinu í fullu tungli og norðurljósum. Þá mun nú glampa á ESB eins og gamlan kattaskít í sterku tunglsljósinu.
Fyrri færsla
![]() |
29% vilja ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (71)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Gjaldþrot fyrirtækja í Evrópusambandslandinu Danmörku slá öll met

Gjaldþrot fyrirtækja í landi Evrópusambandsins, Danmörku, slá nú öll fyrri met. Í október voru 537 fyrirtæki lýst gjaldþrota i hér í fastgengis-landinu Danmörku. Þetta er mesti fjöldi gjaldþrota í einum mánuði síðan mælingar hófust árið 1979. Algengast var að 3-5 ára gömul fyrirtæki yrðu gjaldþrota. Ársvelta þeirra fyrirtækja sem voru lýst gjaldþrota í þessum mánuði var 3,3 miljarðar danskar krónur. Um 1800 manns unnu fulla vinnu í þessum fyrirtækjum. Þeir bransar sem mest verða fyrir gjaldþrotum eru: verslun, flutningar, byggingafyrirtæki og fyrirtæki sem þjónusta önnur fyrirtæki; DST
Mesti fjöldi nauðungaruppboða í Danmörku síðan 1995. Í október fóru 423 fasteignir á nauðungaruppboð í Danmörku. Í september var þessi tala 357 eignir. Um 7-10.000 manns missa vinnuna í hverjum mánuði í Danmörku um þessar mundir; DST
Vanskilahlutfall lána í bankakerfi Lettlands jókst frá 13,8% af lánum sem voru komin 90 daga fram yfir gjalddaga í ágúst og í 14,5% af lánum í september. Í desember á síðasta ári var þetta hlutfall 3,6%. Heimili Evrópusambands-landsins Lettlands ráða ekki lengur við afborganir af lánum sínum. Landsframleiðsla Lettlands dróst saman um 18,7% á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi í Lettlandi mældist 19,7% í september. Fastgengi við evru, evrufótur, ríkir í Lettlandi. Smásala í landinu hefur dregist saman um 30,9% frá því í september í fyrra; BBN
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Evran skekur efnahag Finnlands. Fyrirtæki flýja landið

Myntin evra er að valda efnahag Finnlands miklum erfiðleikum segir forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen. Evran er ekki eina vandamálið en samt stór hluti vandamálsins. Burtséð frá örvunarpakka ríkisins, getur ríkisstjórnin lítið annað gert til að auka útflutning en að horfa á. Landsframleiðsla Finnlands dróst saman um 9,4% á öðrum fjórðungi ársins og útflutningur var fallinn um 36% í ágúst miðað við í fyrra. Um 50% af hagkerfi Finnlands er búinn til með útflutningi.
Finnska fyrirtækið Stora Enso Oyj, sem er stærsti pappírsframleiðandi í Evrópu, segir að fyrirtækið sé að flytja framleiðslu sína frá Finnlandi til Svíþjóðar til þess að geta notið kosta sænsku krónunnar sem er sjálfstæð fljótandi mynt og fallin gagnvart evru. Stora Enso mun loka tveim verksmiðjum í Finnlandi í ágúst því eftirspurn sé minni og rekstrarkostnaður hár. Gamli gjaldmiðill Finnlands, finnska markið, er ekki lengur til. Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru. Atvinnuleysi í Finnlandi mældist 8,6% í september; Bloomberg
ESB-aðild Finnlands hefur kostað mikið
Finnland ásamt Álandseyjum gekk úr EFTA og í ESB árið 1995. Síðan þá hefur atvinnuleysi í Finnlandi aðeins farið niður fyrir 8% í tvö til þrjú ár af síðustu fjórtán árum. Á þessu tímabili hefur Finnland greitt yfir þrjá miljarða evrur (3066 milljón evrur) í nettógreiðslu til Evrópusambandsins. Þetta er greiðsla Finnlands fyrir ESB aðildina. Finnland hefur þurft að greiða nettógreiðslu til Evrópusambandsins öll árin frá 1995 til dagsins í dag, nema árið 2000.
Seðlabanki Finnlands spáir um 7,2% samdrátt á þessu ári. En bankinn lækkaði hagspá sína fyrir Finnland í þar síðustu viku. Spáir seðlabankinn engum vexti í Finnlandi á næsta ári en 1,6% hagvexti árið 2011: Bank of Finland
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
ESB Ríkisútvarpið mun fjalla um reynslu Páfagarðs af evruupptöku
Dagskrárstjóri Ríkisútvarps Evrópusambandsins á Íslandi mun næst taka fyrir reynslu Monaco af evruupptöku
"Monaco líkist Íslandi meira en Malta", segir yfirmaður fréttastofu Ríkisútvarpsins, því Malta er heil 0,3% af flatarmáli Íslands en Monaco er ennþá minna. Monaco líkist því Íslandi meira
Það er þó mat yfirgjaldmiðils Ríkisútvarpsins, herra Ímat Úrmat, að Evrópusambandið hefði frekar átt að taka upp maltíska líru því lengi vel var hún hæst metni gjaldmiðill heimsins. Það einkennir nefnilega flesta ESB-vandláta að þeir vilja fá gjaldmiðil sem hækkar og hækkar, no matter what - og endar sem loftbelgur
Útilokað að tala við Finna eins og er, gefur ekki réttvísandi mynd
Flytja þarf því nauðsynlega inn vitni frá Monaco segir RÚV. Það ætti að geta gerst sem allra fyrst. Passa þarf líka að engir Norðmenn komist inn í landið á meðan til segja frá neinu. Ekki ætti heldur að ræða við Finna núna því það liggur mjög illa á vinum okkar í því horni evrulands. Þeir geta nefnilega ekki skilað þessum nýja gjaldmiðli landsins. Skilafrestur var víst enginn á vörunni. Evran þeirra virkar ekki eins vel og evran í Monaco, segir RÚV. Símalínur til Finnlands eru því lokaðar eins og er. Algerlega útilokað er að við tölum við Svisslendinga sökum reynsluleysis þeirra af evruupptöku

Svo er annað segir RÚV. "Monaco er með umfangsmeiri útgerð en Malta, mun fleiri báta. Þeir afla líka betur en maltísku bátarnir sem afla aðeins 2.000 tonna af fiski á hverju ári. Sú tala er of lág miðað við 1,3 milljón tonna fisksafla Íslendinga á ári. Því ber okkur fyrst og fremst skylda til að tala við Monaco. Fiskveiðar þeirra eru einfaldlega meiri og bátaflotinn stærri"
Næstu skref Ríkisútvarps á Íslandi munu liggja til Páfagarðs
Þegar ESB-RÚV er búið að fjalla um reynslu Monaco ætlar stofnunin að tala við Vatíkanið til að grennslast fyrir um reynslu þeirra af evrunni. Það er um að gera að fá rétta mynd af hlutunum segir talsmaður Ríkisútvarps Evrópusambandsins á Íslandi. "Þekking Páfagarðs á trúmálum er þessutan óvéfengjanleg"
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 1. nóvember 2009
Seinkuðum teppa-sprengjum rignir nú yfir þegna Evrópusambandsins
Hann reyndist sannspár hann A.E.P um atvinnuástandið í Evrópusambandinu
Hann hafði ágætlega rétt fyrir sér hann Ambrose Evans-Pritchard þegar hann skrifaði greinina "Iceland's krona: By then the delayed cluster bomb of Europe's unemployment will have detonated" í byrjun september mánaðar. Nú eru "teppa-sprengjurnar" að byrja að lenda og þær munu halda áfram að koma í hausinn á okkur hér í Evrópusambandinu næstu árin. Stanslaust. Það heimsmet hefur líka gerst að 40% ungmenna á Spáni eru núna atvinnulaus, já fjörutíu prósent: 10+10+10+10%
Evrópusambands-ástandið á Íslandi varaði aðeins örstutt
Atvinnuástand á Íslandi er nú að verða einna best í Evrópu, þ.e. séð í Evrópusambandslegu ömurleikasamhengi - og fer batnandi. Þið náðuð aldrei virkilega að að prófa Evrópusambandslegt massíft 30 ára atvinnuleysi fyrir alvöru. Þökk sé íslensku krónunni okkar. Þakkið henni fyrir að Ísland er ríkt land með bjartar og öfundsverðar framtíðarhorfur. Engin lönd geta orðið rík eða haldið áfram að vera rík ef þau henda fólkinu sínu á ruslahaugana, eins og gerst hefur hér í Evrópusambandinu síðastliðin 30 ár. Svoleiðis lönd munu smá saman glata velmegun og velferð. Þau verða ríki örvæntingar og vonleysis.
Mynd (smellið tvisvar til að skoða betur): Atvinnuleysi í Evrópusambandinu í september 2009. Heimild: hagstofa ESB og Vinnumálastofnun. Athugið að tölur hagstofu ESB og Vinnumálastofnunar eru ekki beint samanburðarhæfar
Hvað annað ætti manni að detta í hug, þegar maður skoðar myndina, en að bankakerfi flestra þessara landa hafi oltið um koll og séu alltaf á hausnum endalaust
Hvað ættu útstillingar-gínur seðlabanka Evrópusambandsins að vera að gera núna?
Skyldu gínurnar Finnland og Írland ennþá vera til sýnis á plakötum og auglýsingaskiltum frá ECB og Brussel? Finnland er í tvöföldum bankahrunssamdrætti og Írland er harðfryst í plokkfiskblokk. Spánn er horfið af yfirborði jarðar.
- Hvað ætti seðlabanki Finnlands að vera að gera núna og sem hann er ekki að gera?
- Hvað ætti seðlabanki Spánar að vera að gera núna og sem hann er ekki að gera?
- Hvað ætti seðlabanki Írlands að vera að gera núna og sem hann er ekki að gera?
- Hvað ættu seðlabankar Lettlands, Litháen og Eistlands að vera að gera núna?
- Hvað er seðlabanki Þýskalands að gera núna og sem hann ætti ekki að vera að gera?
- Hvenær yfirgaf Evrópusambandið raunveruleikann og fór inn í hugarheim hagfræðilegra geðsjúkdóma, EMU?
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt 2.11.2009 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 29. október 2009
Draumurinn um hið sameinaða stórríki Evrópusambandsins
Draumurinn um einskonar United States of Europe í utanríkismálum er skýr hjá utanríkisráðherra Frakklands
EEAS hefur alla burði til þess að þróast í utanríkisráðuneyti sambandsríkja Evrópu
Í tilefni heimsóknar til Póllands þann 20. júlí núna í sumar, hélt utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, ræðu á samkomu sendiherra Póllands. Þar sagði hann meðal annars eftirfarandi:
"Án nýju stjórnarskrár Evrópusambandsins (sem oft er nefnd Lissabon sáttmálinn) getum við ekki talað um framtíð fyrir Evrópu, enga framtíð fyrir öryggisvarnir Evrópu, enga framtíð fyrir stækkun Evrópu og enga framtíð fyrir fullkomnun Evrópu. Með 27 einstökum löndum er ekkert af þessu mögulegt" . .
Lesið allan pistilinn hér á tilverunni í esb net
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 26. október 2009
Finnar einmanna með evruna - og geta ekki skilað henni til baka
Sjá tengingu við frétt Morgunblaðsins neðst í færslunni
Mynd atvinnuleysi í Finnlandi og á Íslandi í 30 ár
Það er alþekkt fyrirbæri í markaðsfærslu að um leið og neytendur hafa keypt vöru - og þá sérstaklega dýra vöru - þá fara þeir strax í gang með að sannfæra sjálfa sig um að þeir hafi gert góð kaup. Til að styrkja trú sína á að þeir hafi einmitt gert góð kaup, þá fara þeir oft að sjá ýmsa kosti við vöruna sem aðrir sjá ekki og munu því oft mæla með vörunni við aðra sem hafa hana ekki
Til þess að skapa það sem kallað er "brand-community" (vörumerkja(sam)félag) og til að viðhalda staðfestingarviðleitni þeirra sem hafa keypt vöruna, er bráðnauðsynlegt að söluaðilar vörunnar haldi áfram að auglýsa vöruna jafnvel þó svo að engin sala sé í gangi, því þannig sjá þeir eigendum vörunnar fyrir áframhaldandi staðfestingu á að þeir hafi gert góð kaup
Ef maður sér aldrei auglýsingu fyrir vöru sem maður hefur keypt þá mun maður smá saman fara að halda að maður sé einn í heiminum með þessa vöru, þ.e. hafi verið einn af fáum sem keyptu hana og að varan sé léleg. Þessvegna höfðu Finnar mestan áhuga á evru af öllum aðspurðum í könnun meðal atvinnurekenda í Skandínavíu á síðasta ári
En þeir eru samt innst inni (smá)hræddir við hvað nágrannarnir muni gera og álykta um þá vöru sem þeir einmitt hafa keypt. Og svo er ábyrgðartíminn útrunninn, ekki hægt að skila vörunni lengur og því ekkert annað hægt að gera en að mæla með vörunni áfram. Ekkert sem sé hægt
Gengu í Evrópusambandið og tóku upp evru, því miður - og atvinnuleysi Finnlands komið í 8,7% kryppu eina ferðina
Finnland ásamt Álandseyjum gékk úr EFTA og í ESB árið 1995. Síðan þá hefur atvinnuleysi í Finnlandi aðeins farið niður fyrir 8% í tvö til þrjú ár af síðustu fjórtán árum. Á þessu tímabili hefur Finnland greitt yfir þrjá miljarða evrur (3066 milljón evrur) í nettógreiðslu til Evrópusambandsins. Þetta er greiðsla Finnlands fyrir ESB aðildina. Finnland hefur þurft að greiða nettógreiðslu til Evrópusambandsins öll árin frá 1995 til dagsins í dag, nema árið 2000. Það er þó einu ári skárra en hjá Svíum sem aldrei hafa fengið nettógreiðslu frá ESB síðan landið gékk þar inn; sjá tölulegar upplýsingar ásamt fleiru um Finnland: Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Tengt efni
Fyrri færsla
![]() |
Vill Norðurlöndin á evrusvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 26. október 2009
Vilji 500 milljón þegna Evrópusambandsins
úr glugganum í viku 43
Vilji 500 milljón þegna Evrópusambandsins; Í fréttatilkynningu utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, fyrir nokkrum dögum, segir: umfram allt er það viðhorf forseta Tékklands, Vaclav Klaus, sem er vandamálið" [hann er sannfærður og viðhaldandi ESB-efasemdamaður, en það er vandamál í ESB, allir verða að elska viljann]. "Sumir mæla með að forsetanum sé ekki ögrað í þeirri von að honum muni ekki endast hugrekkið til að halda áfram að seinka staðfestingu nýju Lissabon stjórnarskrárinnar fram að kosningunum í Bretlandi. Persónulega finnst mér að við [?] ættum að vera fasthentir hér því allir aðrir hafa kosið [?? enginn hefur kosið nema Írar, og meira að segja tvisvar] og þar á meðal eru Tékkar. Einn maður mun ekki geta vitað hvernig á að hunsa vilja 500 milljón þegna Evrópusambandsins [aftur; enginn þeirra var spurður nema Írar]. Evrópuráðið mun koma saman í næsta mánuði og það verður rétta tækifærið til að sannprófa staðfastan vilja þegna Evrópusambandsins [sem eru ekki til staðar og hafa ekki verið spurðir að neinu] og til að setja öflugan þrýsting á forseta Tékklands."; Open Europe
Kannski endar þetta með sigri viljans?
Fleiri stuttar fréttir úr glugganum
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 21. október 2009
Evran er stórslys fyrir efnahag og iðnað í Evrópu
Pólitískt myntbandalag drepur efnahag
Evran er stórslys fyrir efnahag og iðnað Evrópu á þvi gengi ($1,50) sem hún er á núna gagnvart dollar, segir Henri Guaino sem er hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Núna er það Kína sem leikur sér að piparmynt öldrunarhagkerfi myntbandalags Evrópusambandsins, evru.
Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur hækkað um 15% frá því í mars. Þetta jafngildir 1% vaxtahækkun á hverjum ársfjórðungi í samtals 6 ársfjórðunga í röð. Þetta gerist í risavaxinni fjármála og efnahagskreppu á evrusvæðinu. Þetta gerist ekki á sólskinsdögum heldur í kreppu sem er banvæn fyrir hagvöxt og velmegun á landsvæði embættismanna Brussel. Það eru blessaðir Kínverjarnir sem leika sér með mynt Evrópusambandsins núna því þeir hafa hljóðlátlega smyglað sér inn undir lækkun Bandaríkjadals, pumpað upp gjaldeyrisforðann, notað hann til að kaupa upp skuldbréf á evrusvæði - og þar með hækkað gegni Brussel myntarinnar svo þeir sjálfir geti dælt vörum sínum inn á markað piparmyntarinnar. Kínverjar þora ekki að fella sitt eigið gengi af ótta við Bandaríkjamenn. Þeir eru nefnilega ekki í Brussel.
Meira franskbrauð
Utanríkisráðherra Frakklands, Christine Lagarde, segir að það sé óþolandi að evrusvæðið þurfi að borga fyrir óvirka tengingu kommúnistamyntar Kína við Bandaríkjadal (hún ætti sjálf að prófa tengingu myntar Lettlands, Eistlands, Litháen og Danmerkur við evruna!). Við viljum sterkan dollar, við höfum endurtekið það margoft við Bandaríkin, segir konan. Svona er þegar maður getur ekki skaffað sér brauðið sjálfur, þá kallar maður - við viljum meira franskbrauð, Jens!. Það kæmi sér vel núna fyrir Frakkland að hafa franska frankan og að hafa gengi.
Evrusvæðið og Japan eru núna bæði hágengismyntsvæði elliheimila sem geta ekki sjálf skaffað sér hagvöxt innanfrá í löndum sínum. Hann verður að koma utan frá því þeirra eigin neytendur eru orðnir eitthvað svo slappir. Vilja eftrispurn frá þér og sérstaklega frá þeim sem eiga bæði börn og peninga. Sviss stundar núna sjálft virka peningastjórnun því það stýrir mynt sinni ágætlega sjálft. Þetta gera þeir til að bægja frá verðhjöðnun. Svíþjóð er líka í gangi með virka peningastjórn eigin myntar og sama er að segja um Nýja Sjáland og Bretland.
The Extended Recession Mechanism - EMU/ERM
En evran haggast sem sagt ekki. Hún er föst uppi í skýjunum og getur ekki lent. Þess vegna flytur t.d. Airbus flugvélaframleiðsluna til Kína. Fyrir aðeins tveim árum var hluti framleiðslunnar fluttur til Bandaríkjanna. Þetta kalla ég burtflognar hænur og það er nóg af þeim hér á evrusvæðinu. Í gær drapst póstverslunin Quelle í Þýskalandi, 10.500 Þjóðverjar misstu þar vinnuna. Þetta heiðursfyrirtæki var stolt Þýskalands á undraverkaárum þýska hagkerfisins (áður en ESB varð til). Quelle var gott fyrirtæki, ég kynntist þeim lauslega á tímum mínum í fjarverslunarbransanum hér í Evrópu.
Þýskaland hefur hærri sársaukaþröskuld en önnur lönd myntbandalagsins. Þeir þola hátt gengi betur en aðrir. Það á betur við Þjóðverja en aðra að lækka kostnað og laun hjá sér, enda eru engin virk lágmarkslaun í Þýskalandi. En áframhald flugferðar evru ræðst af því hvað mönnum í gráum jakkafötum í Bundesbank Deutschland finnst um þetta mál. Það kæmi sér hreint ekki svo illa fyrir þá að sem flest fari á hausinn í hinum löndum evrusvæðis. Þá lagast til dæmis útflutningur frá Þýskalandi, fyrst Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa læst þá úti í bili. Það er svo gott að eiga einkaútflutningsmarkað. Mikið er það nú gott. En þeir geta samt ekki keppt við Ísland. Ekki á meðan krónan okkar kýlir vömb þeirra með þorskhausum og raflosti á góðu gengi.
X.25 one way
Danska krónan er því miður beintengd við piparmynt Brussel í gegnum lokaða one way X.25 símalínu fyrir stýrivaxtatilskipanir beint í æð danska peningakerfisins. Maður ýtir á takka í Brussel og þá hoppar seðlabanki Danmerkur í gírinn, eins og gangráður ESB á Íslandi hefur útskýrt fyrir okkur.
Hérna segir gamla þumalfingurreglan okkur að fyrir hver 3-4% sem gengi dönsku krónunnar hækkar þá tapast 40.000 atvinnutækifæri því útflutningur verður þá síður samkeppnishæfur við vörur frá öðrum löndum. Frá árinu 2001 hefur danska krónan hækkað óstjórnlega um 100% gagnvart Bandaríkjadal og er nú í allra hæstu hæðum. Það er ekki að undra að símsvara-seðlabanki dönsku krónunnar spái að atvinnuleysi í Danmörku muni fjórfaldast frá því sumarið 2008. En Danmörk hefur notið 4. lélegasta hagvaxtar allra OECD landa í þessu fastgengis faðmlagi við myntbandalag Evrópusambandsins, frá 1997 til 2007. Afleiðingin fyrir frændur okkar Dani hefur verið sú að landið þeirra hrapaði frá 6. sæti ríkustu þjóða heimsins niður í 12. sæti á listanum. En það er meira hér. OECD segir að Danmörk muni fá 4. lélegasta hagvöxt landanna frá 2011 til 2017 - þ.e. hrapa enn neðar á þessum lista. Já, Danmörk hrapar á meðan evran fer í tunglferð í loftbelg Brussel; Cepos | Euro at $1.50 is 'disaster' for Europe
Raunveruleikarnir
Eins og fæstir vita eru það mynt- gengis- ásamt peningastjórnunar-vandmálum sem eru og hafa verið helstu vandamál efnahagsstjórnunar og uppgufunar hagvaxtar á myntsvæði Evrópusambandsins síðustu 20 árin. Þetta myntsvæði er stundum nefnt evrusvæðið. Það á þessa nafngift fyllilega skilið.
Þessi mynt er líka óhæf sem alþjóðlegur gjaldmiðill samkvæmt áliti hagfræðinga; Jean Pisani-Ferry and Adam Posen
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Eitthvað sem ekki passar hér [u]
- Kristrún stígur ekki í vitið, svo mikið er nú víst
- Þorgerður mín
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 132
- Frá upphafi: 1404868
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júní 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008