Leita í fréttum mbl.is

Um móðir allra fjármálakreppu. Ný haustútgáfa Þjóðmála

Þjóðmál : Haust 2008

Sælir kæru lesendur. Ég leyfi mér að vekja athygli á nýútkominni haustútgáfu Þjóðmála. Þar skrifa ég átta blaðsíðna grein um evruna og tilurð hennar

Yfirskriftir greinarinnar

Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?
Fyrsta og annað farrými hagkerfa

  • Visna vöðvar frelsisins ef þeir eru ekki notaðir?
  • Vöxturinn er ekki hér
  • Afturljós hagkerfanna
  • Var evran nauðsynleg, eða var hún pólitískt verkfæri?
  • Móðir allra fjármálakreppu
  • Skammsýni og múgsefjun evruumræðu

 

Brot úr greininni fer hér

Enginn hefur enn svarað grundvallarspurningunni um evru, en hún er þessi: Af hverju? Álíka fáir hafa þó rætt afleiðingar evru fyrir evrulöndin sjálf: Hver er árangurinn? Eða eins og Kaninn segir: „Show me the money?“ (Hvar eru peningarnir?) Sjálf framkvæmdin hefur vissulega tekist framar vonum, en hvernig hefur sjúklingurinn það? Hver er árangurinn? Engin áþreifanleg aukning í verslun og viðskiptum á milli evrulanda, lítill sem enginn hagvöxtur á 65% af evrusvæðinu og viðvarandi mikið atvinnuleysi öll árin. Jú, það er komið pólitískt svar við stóru spurningunni um af hverju, en það er væntanlega ekki það svar sem hefur stýrt þeirri örþrifaumræðu sem við höfum orðið vitni að undanfarna mánuði á Íslandi. Umræðan á Íslandi hefur eingöngu verið efnahagslegs eðlis, en í þeim efnum er nákvæmlega ekkert að sækja fyrir Ísland með upptöku evru, því evran er fyrst og fremst pólitískt verkfæri

 

Ég hvet þá sem vilja landi og þjóð sinni vel að lesa þessa grein í Þjóðmálum, því þar er komið inn á hluti sem alls ekki hafa verið uppi í þeirri örþrifaumræðu sem hefur geisað um málefni ESB og evru á Íslandi. Samkvæmt þessari umræðu er evra líklega ekki það sem þú heldur að hún sé

Sjálfur hlakka ég mikið til að lesa grein Vilhjálms Eyþórssonar, blaðamanns, en hann skrifar ádrepu um það sem hann kallar „flathyggju“. Magt fleira athyglisvert er í Þjóðmálum að þessu sinni. Meira og betur er fjallað um þessa haust-útgáfu Þjóðmála í Vef-þjóðviljanum 

Ritið Þjóðmál fæst í öllum bókabúðum Pennans og Eymundsson, bensínstöðvum Olís og nokkrum fleiri stöðum. Einnig er hægt að kaupa einstök hefti og gerast áskrifandi í Bóksölu Andríkis (Vef-Þjóðviljinn). Þá er hægt að gerast áskrifandi og kaupa einstök hefti í síma 698-9140. 


Evra fellur 12,2%

Gengismál

Í lok þessa dags

Evran, mynt Evrópusambandsins, hefur nú fallið um 12,2% gagnvart dollara á aðeins 7 vikum, eða frá 22. júlí 2008.

Með kveðjum, úr stöðugleik ESB

Kommissar Ímat Úrmat

Tengt efni:

Frá 4. júní 2008: Ónýtir gjaldmiðlar 


Íslenska lýðveldið er einungis túlkað sem hérað í gögnum Evrópusambandsins

Sælir kæru lesendur. Við lestur talnaefnis frá hagstofu Evrópusambandsins þá kemur í ljós að staða Íslands er sett til jafns við stöðu héraða og nýlendna í löndum Evrópusambandsins. Samkvæmt þessum lista, sem síðast var uppfærður 15. maí 2008, þá erum við Íslendingar ríkisborgarar í héraði. Það er ágætt að vita þetta því væntingar mínar um stöðu og áhrif Íslands innan þessa bandalags voru einmitt þessar

Samkvæmt þessi þá er Forseti Íslands héraðshöfðingi. Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde er einungis sýslumaður. Fjármálaráðherra Íslands er gjaldkeri sýslumanns. Dómsmálaráðherra Íslands er héraðsdómari, og utanríkisráðherra er óþörf því það veður notast við símsvara og faxvél sýslumanns Íslands til móttöku á reglugerðum og stefnumörkun Brussel við umheiminn, fyrir héraðið Ísland í heild. Því miður verður ekki pláss fyrir fleiri í yfirstjórn héraðsins. Hinir sem missa vinnuna geta sótt um að komast til Brimarhó . . . . nei nei nei hvaða er þetta . . . hvað ég vildi hafa sagt . . til Brussel!

En snúum okkur að sjálfum listanum. Þessum lista yfir atvinnuástand í . . héruðum? . . já þetta á víst að vera svona . . atvinnuástand í héruðum Evrópusambandsins. Þar ber hæst hið skemmtilega ástand atvinnumála í nýlendum Frakka og Spánverja með tæp 30% atvinnuleysi. Þar á eftir dettur maður flatur um 18,7% atvinnuleysi í höfuðborg Þýskalands, sem núna kallast höfuðborg metrópólítanmanna Evrópu. Kanski þeir séu steyptir fastir í fjárlög héraðsins? Koll af kolli sjáum við hin glæsilegu kraftaverk stærsta hagkerfis Evrópu renna sem bunu af rauðum tölum fyrir framan nefið á okkur. Kraftaverk ESB og myntbandalags þess sýna hér styrk og stöðugleika sinn í tölum. Í daglegum raunveruleika þessa atvinnulausa fólks eru tölurnar þó afar fjarlægar. Þar gilda nefnilega allt aðrar tölur.

En hvað kemur svo Gunnar? Hvaða skrífli er þarna neðst á þessum lista frá Brussel? Það hljóta að búa miklir aular í því héraði. Aular sem megna ekki að skapa massíft atvinnuleysi fyrir þegna sína. Hvaða hérað er þarna í allra síðasta sæti á listanum Gunnar? Jú það er lítið hérað sem heitir Ísland. En það er bara eitt vandamál kæru vinir. Ísland er ekki hérað og Ísland er EKKI með í þessu skrípaleikriti frá Brussel. Svo passið þið ykkur bara skriffinnar stærsta pappírsveldi heimsins. Þetta er einum of lélegt hjá ykkur, en samt alveg og algerlega í samræmi við væntingar mínar.

Taflan skoðast best hér: Héraðs-atvinnuleysi í ESB 

Tengt efni:

Spurt og svarað: Fyrst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta!

Raunverð húsnæðis í Þýskalandi frá aldamótum 


Evra er ekki hagstjórnartæki

Bara svona til að minna menn á vissar staðreyndir í samhengi sögu stjórnmála meginlands Evrópu. Evra er EKKI hagstjórnartæki í eiginlegum skilningi. Hún er fyrst og fremst pólitískt verkfæri.

Myndin við fréttina gæti sýnt héraðsmálaráðherra íslenska hluta Evrópusambandsins í pólitísku samráði við héraðsmálaráðherra spánska hluta Evrópusambandsins í framtíðinni. Svo mun ákvörðun um málefni íslenska hluta Evrópusambandsins verða tekin í Brussel - í einfaldri atkvæðagreiðslu, þar sem meirihlutinn mun ráða.

Tengt efni:

Evra fellur eins og steinn 

Þokulúðrasveit ESB aðildar


mbl.is ESB-aðild forsenda evruupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evra fellur eins og steinn

Niðurtúr gjaldmiðils Evrópusambandsins, sem núna heitir evra, er fyrr alvöru hafinn á ný. Evra fellur nú eins og steinn á gjaldeyrismörkuðum og er því flóttinn úr evrum hafinn enn á ný. Síðast þegar hrun evru átti sér stað þá féll evra um 30% gagnvart dollara. Þá var fallið ígrundað með vantraustinu einu, en núna eru það hinsvegar hagstærðir og horfur á evrusvæðinu sem valda flótta úr evrum og yfir í dollara og aðra gjaldmiðla. Á aðeins rúmlega 6 vikum hefur evra fallið meira en 9% gagnvart dollara

ECB aðalstöðvar

Spá sumra aðila á gjaldeyrismörkuðum gengur jafnvel svo langt að boða meiriháttar hrun á örskömmum tíma, þ.e.a.s allt að 30-35%. Það er því ljóst að svo getur farið að evra muni reynast mun óstöðugri gjaldmiðill en margir héldu á meðan það ríkti meðbyr á hjólastígum á evrusvæði. Kanski mun evra reynast svo "handónýtur" gjaldmiðill að þegnar á evrusvæði munu krefjast að Evrópusambandið taki upp gjaldmiðil annarra þjóða. Til greina kæmi til dæmis að taka upp íslenskar krónur því samanlagður hagvöxtur á myntsvæði íslensku krónunnar hin síðustu 10 ár hefur verið 45% á meðan hann var einungis 22% á myntsvæði Evrópusambandsins, eða 104% meiri og betri, tvöfalt meiri. Af þessu má sjá að íslenska krónan hlýtur að vera miklu betri gjaldmiðill en eva . . . afsakið . . . evra

Þeir sem eru búnir að panta gáma af evrum gætu orðið fyrir vonbrigðum þegar farmurinn mun koma til uppskipunar við komu næstu vorskipa til Íslands. Gámarnir gætu hugsanlega reynst hálftómir. Hagstofa Evrópusambandsins kom nefnilega með hagvaxtartölur fyrir efnahagssvæði Evrópusambandsins núna í morgun sem sýnir að hagvöxtur á evrusvæði dróst saman um 0,2% á meðan það var 500% betri árangur hagvaxtar í Bandaríkjunum, eða sem nemur 0,8% hagvexti. Þessar tölur eru fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Ég er náttúrlega mjög ánægður með þessa þróun því spá mín reynist ganga vel eftir, enda hagaði ég fjármálum mínum samkvæmt því

Duisenberg

Þetta var bóla númer eitt. Bóla númer tvö var hið háa olíuverð sem átti að vera "komið til að vera". Það er hrunið núna. Bóla númer þrjú var hátt hrávöruverð, það átti einnig að vera "komið til að vera". Þessi bóla er einnig brostin. Móðir allra bólna er einnig í þann mund að bresta núna. En þetta er bólan um "hlýnun Jarðar". Hið háa olíuverð undanfarið ár er núna búið að kosta heiminn FIMM SINNUM MEIRA en svæsin hlýnun Jarðar átti að kosta á ári hverju. Svo það er búið að súpa kálið úr ausunni fyrirfram. Þetta verður ekki stórmál ef til kemur og menn geta því dregið andann aftur. Heimurinn er ekki í upplausn, nema ef vera skyldi á efnahagssvæði Evrópusambandsins

Tengt efni:

Euro area GDP down by 0.2% and EU27 GDP down by 0.1%

Tíu þýsk frostmörk

Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi? 


Gagnrýni á seðlabanka færist í aukana

Það er einungis gott að greiningadeildir banka hafi frelsi til að bera skoðanir sínar til markaðar því þær eiga rétt á sér a.m.k. til jafns við skoðanir annarra aðila. Varðveita þarf þennan möguleika greiningardeilda og ýta ætti undir sjálfsæða og gagnrýna hugsun þeirra því hún ætti að koma flestum til góða. Skoðanir greiningardeilda eiga að vera sjálfstæðar og því sem oftast óháðar stefnumörkun þeirra banka sem þær starfa í. En það má þó ekki láta hjá líða að koma með skoðanir á stefnumörkun þeirra banka sem þær starfa hjá. Í gær viðraði greiningardeild Glitnis vangaveltur sínar um stefnumörkun og starfsemi íslenskra fjölþjóðabanka (sem ég túlka svona: Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata)

Þessi gagnrýni á stefnu Seðlabanka Íslands er sennilega að sumu leyti réttmæt og það er alveg öruggt að það verður hlustað á hana því einungis hin samfélagslega, hagsmunalega og landfræðilega nálægð við Seðlabanka Íslands mun tryggja það. Boðskapurinn þarf ekki að ferðast 4.000 kílómetra leið til Babelsturna í Frankfurt. Það verður því hlustað, þetta verður rætt og jafnvel tekið til greina

Gagnrýni á hina og þessa seðlabanka heimsins tekur nú til. Í fyrradag ásakaði Financial Times seðlabanka Danmerkur um að hafa komið af stað stórdansleik lánahátíðar hjá dönskum heimilum með því að hafa notað fasta bindingu dönsku krónunnar við evru sem svæfil mörg undanfarin ár og sem átyllu fyrir því að hafa ekki aðhafst neitt dönskum efnahag til framdráttar. Það er ekkert sem hindrar seðlabanka Danmerkur í að hafa stýrivexti hærri en á evrusvæði, nema ef vera skyldi sjálfur sáttmáli myntsvæðis Evrópusambandsins (EMU). Þessu smáatriði virðist Financial Times hafa gleymt. Ef danski seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti dönsku krónunnar umfram stýrivexti evru að einverju verulegu ráði, þá hefði gengi dönsku krónunnar að öllum líkindum hækkað og þar með brotið ERM II fastgengis samkomulagið við EMU. Þá hefði seðlabanki Evrópu kanski þurft að grípa til aðgerða til að fella dönsku krónuna með handafli beinna aðgerða í markaði, þ.e. selja birgðir af krónum og þar með fjarstýra gengi dönsku krónunnar úr turninum í Frankfurt. Þetta hefði getað orðið athyglisverð aflraun tveggja seðlabanka

En afleiðingar stórdansleiks lánahátíðar seðlabanka Danmerkur hefur núna haft þau áhrif að dönsk heimili eru orðin ein skuldsettustu heimili allra landa. Þessi skuldsetning í húsnæðislánum er núna að skila sér í hruni fasteignaverðs og sem er búið að kosta okkur skattgreiðendur hér í Danmörku allt að 37 miljarða danskra króna með því að ríkið ákvað að yfirtaka hinn gjaldþrota Roskilde Bank í fyrradag. Ég er samt ekki viss um að þessir atburðir hafi borist mönnum til eyrna í Babelsturninum í Farnkfurt. Hvað heldur þú? 

Tengt efni:

17 aura frávik

Mun ESB hefja herför gegn fjármálageiranum ?

German Bundesbank annual target ranges missed around fifty percent of the time in Germany in the 1980s and 1990s 


mbl.is Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata

Ég les þessa frétt svona: (sjá tengingu við frétt MBL neðst í þessum pistli)

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis segir hér í raun að alþjóðleg vaxtarstefna (international expansion strategy) íslenskra stór-banka hafi verið vanhugsuð frá upphafi því hún hafi leitt bankana út í aðstöðu sem þeir núna eru ósáttir við, því núna sjái þeir ekki lengur framhald á þessari alþjóðlegu vaxtarstefnu nema að Íslenska Lýðveldið afsali sér sjálfstæði sínu og sem svo á að gera þeim kleift að halda fast í einmitt þessa upphaflegu vanhugsuðu vaxtarstefnu. Þeir óska samt eftir að geta áfram notið lágra skatta í Íslenska Lýðveldinu, vel menntaðs og atorkusams íslensks starfsfólks, og svo einnig áhugasamra fjármuna íslenskra hluthafa og fjárfestinga þeirra í íslenskum bönkum. Gangi þessi vanhugsaða vaxtarstefna ekki upp þá kjósa þeir að flytja aðalstöðvar sínar til efnahagssvæðis með hærri sköttum og stærri seðlabönkum

Mín skoðun

Sell sell sell - strax! Þetta er svo átakanlega vanhugsað að það ætti að birta þetta í einhverju tímariti um alþjóðlega stjórnun og stefnumörkun. Hlutafé var aflað til vaxtarstefnu alþjóðlegrar bankastarfsemi sem gat ekki gengið upp nema að heil þjóð fari úr fötunum og labbi allsnakin í duftið fyrir þessa nú svo erfiðu starfsemi. Er það eitthvað fleira sem bankarinr óska eftir að íslenska þjóðin geri? 

Sé þetta ný og opinber stefnumörkun bankanna þá myndi ég sem hluthafi selja öll hlutabréf mín í þessum bönkum strax, því ég veit vel hvað það var sem gerði þá að því sem þeir eru í dag. En það var einmitt sá kostur að vera á Íslandi, nota íslenskt viðskiptaumhverfi, íslenska starfsmenn og íslenskt fjármagn. Þeir hefðu aldrei getað gert þetta frá grunni erlendis. Aldrei. Ég myndi aldrei kaupa hlut í þessum bönkum erlendis því samkeppnin verður blóðbað á einmitt næstu árum

Staðreyndin er sú að núna eru bankapappírar að verða lélegustu pappírar sem eru til sölu á flestum hlutabréfamörkuðum í hinum vestræna heimi. Fyrir aðeins 3 árum voru þetta taldir bestu pappírar þessara sömu hlutabréfamarkaða. En staðan núna er hinsvegar sú að arðsemi bankareksturs er horfin fyrir ALLA banka í þessum sama vestræna heimi því vaxtakostnaður á fjármögnunarfé til reksturs bankastarfsemi er orðinn of hár og afskriftir lána munu hrannast upp næstu mörg mörg ár. Það verður ekkert uppúr bankastarfsemi að hafa á næstu mögum árum, nema á Íslandi. Svo hví í ósköpunum ætti að kosta einum fimmeyring í þessa stefnu áfram? Alþjóðleg Retail Banking er skítastarfsemi á næstu árum - nema einmitt á Íslandi

Sell sell sell - því allt er ennþá við sama heygarðshornið - heimavinnan fór ekki fram því harðinn var svo mikill. Nema þetta sé premature 1st of April next year

Eftirmáli - save haven strategy

Það eru 400 sjálfstæðir bankar í Sviss. Margir þeirra eru mjög litlir, en þó mjög arðsamir. Aðeins örlítið brot af þeim vinnur utan landamæra landsins. Hér er viðskiptahugmyndin nefnilega: sendu peningana til okkar, við pössum fjármuni þína og þér er óhætt að treysta okkur. Við höfum engan áhuga á að þenja okkur utan veggja traustrar bankahvelfingar okkar. Þú veist hvað við stöndum fyrir og þú veist hvað þú færð 1) öryggi 2) meira öryggi 3) enn meira öryggi. Í alþjóðavæddum heimi þá verður sífellt stærri þörf á að til séu alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar sem hægt er að treysta. Margir vinna og starfa í fleiru en einu landi og við verkefni í fleiru en einu landi. Þeir fá greidd laun frá mörgum löndum því þeir vinna verkefni í mörgum löndum og eru því oft búsettir í mörgum löndum. Dæmi: erfingjar, ráðgjafar, hugbúnaðarsmiðir og tölvufólk sem vinnur verkefni út um allan heim frá hinum ýmsu stöðum í heiminum. Það er því mikil þörf fyrir traust alþjóðleg bankasambönd í traustu umhverfi frelsis, lýðræðis, friðar og hófsams skattaumhverfis og þar sem einnig er hægt að skrásetja fyrirtæki sín og fá heimilisfestu fyrir þau. Þessi viðskiptahugmynd gengur sem sagt út á andstæðu útrásar, nefnilega að peningar geri innrás í lönd þar sem þeir geta verið óhultir fyrir áföllum einræðisherra, styrjalda, gengisfellinga og rányrkju OPEC-skatta-auðhringa-myndunar margra ríkja sem vilja fá allt fyrir ekki neitt og sem þverbrjóta allar reglur sómasamlegrar sanngirni. Innistæður þessara banka eru í flestum tilfellum EKKI í svissneskum frönkum, heldur í alþjóðamyntum og í verðmætum pappírum. Afleiðurnar fyrir bankana eru: vaxtamismunur, gjaldeyrisviðskipti, mikil hlutbréfaviðskipti og umsjá verð- og hlutabréfaviðskipta í stórum stíl á vegum önnumkafins fólks sem stafar út um allan heim.


mbl.is Íslandsálagið staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þokulúðrasveit ESB aðildar

Í tilefni þeirrar umræðu sem spannst af fréttatilkynningu hagstofu ESB í gærdag á blogg Hjartar J. Guðmundssonar hér, vegna fréttar Morgunblaðsins um hina stórauknu öldrun þegna ESB og fækkunar ungs fólks á efnahagssvæði Evrópusambandsins, þá langar mig að undirstrika eftirfarandi: 

Raunveruleikaflóttinn . . . 

Það sem andmælendur þessara staðreynda oftast segja og skrifa er yfirleitt raunveruleikaflótti. ESB-sinnar gleyma að núverandi velmegun og velferð þeirra stendur á herðum forfeðra okkar sem bjuggu til þann stökkpall sem þeir standa sjálfir á núna og sem þeir einnig nota núna til að blása svartri þoku út um þokulúðra sína í þokulúðrasveit ESB-aðildar. Hér er meðtalin umræða þeirra um alla lífeyrissjóði, sem allir voru fylltir af forfeðrum okkar og sem munu ávaxtast á herðum barna okkar og sem lúðrasveitarmenn mun þiggja lífeyri sinn úr. Þokulúðrasveitarmenn ESB-inngöngu ætla kanski að selja skuldabréf lífeyrissjóða sinna til látinna kaupenda eða gamalmenna með kaupgetu lífeyrisþega og þá með veði í herbergi með einni hurð (líkkistunum sem bíða okkar allra) ? - eða - það á kanski að leita að komandi kaupendum og seljendum góðra skuldabréfa á mörkuðum annarra efnahagssvæða sem hafa marga unga þegna með mikla og sterka kaupgetu sem skapast hefur vegna góðs hagvaxtar? Þess hagvaxtar sem hefur ekki verið til staðar á efnahagssvæði ESB síðustu marga áratugi. En það sýnir sig einmitt að hagvöxtur ESB hefur minnkað og minnkað í takt með að völd ESB verða meiri og víðtækari í höndum Brussel-manna. Þróunin í átt að miðstýringu í ESB er svo mikil að hún er jafnvel farin að ofbjóða þegnum fyrrverandi kommúnistaríkja í Austur-Evrópu (júní 2004: ræða Petr Mach ráðgjafa Vaclav Klaus forseta Tékklands á European Voice conference).    

. . og stjórnarskráin

Skatta-OPEC Evrópusambandsins

Nýja stjórnarskrá ESB mun þýða að samhæfing skatta VERÐUR framkvæmd. Það verður byrjað á óbeinum sköttum í fyrstu, svo verða beinir skattar teknir fyrir og skattasamkeppni eytt (júlí 2008: Petr Mach - How to read the Lisabon Treaty). Einungs svona er hægt að fá drauminn um hinn innri fjármála- og þjónustumarkað til að verða að starfhæfum möguleika. Nema að ESB vilji afnema fjármagnstekjuskatta og fyrirtækjaskatta alveg, en það er víst engin hætta á því vegna þess að ESB er jú afar illa statt þegar framtíðarhorfur þess eru skoðaðar undir smásjánni. Ef engir skattar væru á þessum tekjum þá gætu peningarnir og fyrirtækin staðsett sig að vild og eftir aðstæðum. En þetta er alls ekki á dagskrá hjá ESB því skattar í ESB eru komnir upp í 40% af þjóðarframleiðslu svæðisins og stærð hins opinbera í ESB er víða yfir 50% af landsframleiðslu. Þess vegna vill ESB eyða skattasamkeppni á milli ríkja svo að hinir risastóru velferðarkassar embættismanna geti haldið áfram að mjólka skattgreiðendur. En embættismennirnir vilja þó helst ekki greiða þessa skatta sjálfir og eru því á skattfrjálsum launum hjá skattgreiðendum í ESB. Það eru núna 170.000 embættismenn sem vinna fyrir báknið í Brussel. En aðalsmerki þessara embættismanna er massíft langtímaatvinnuleysi og getuleysi í ESB áratugum saman.  

Nýja stjórnarskráin mun einnig bjóða uppá að einfaldar og jafnvel nafnlausar meirihlutaákvarðanir VERÐA innleiddar (júlí 2008: Petr Mach). Reynslan sýnir að allsstaðar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annarra þá munu þeir einmitt gera það við hvert einasta tækifæri sem býðst. Svo þokulúðrasveitarmenn ESB-aðildar ættu ekki ganga um með fullvissuna í farartösku sinni sem sjálfsagðan hlut. Eins og Hjörtur J. Guðmundsson bendir á þá er ESB allt annað í dag en það var í gær. Það er ekkert sem getur stoppað ESB nema þegnarnir, en þeir hafa einmitt hér afskaplega lítið um öll málefni ESB að segja.

Eurosclerosis

Eina leiðin er að halda sig í sóttkví frá hinu óumflýjanlega samgjaldþroti velferðar sem munu veðra örlög ESB í framtíðinni. Þetta er best gert með því að beina athygli, orku og athafnasemi sinni að mörkuðum og efnahagssvæðum sem eru EKKI haldin þessari sjálfseyðingarhvöt sem núna ræður ríkjum í stærsta hluta ESB. Þetta er sjúkdómur sem nefnist: Eurosclerosis (júní 2004: Petr Mach)

Við uppskerum eins og við sáum

Þetta er ofureinfalt. Velferð, velmegun og lífsgæði allra munu alltaf að stórum hluta hvíla á börnum okkar. Kynslóð eftir kynslóð. Við höfum það gott í dag vegna þess að forfeður okkar nenntu að eignast börn. Börnin okkar eru velmegun og velferð framtíðarinnar. Velferð og velmegun okkar er ekki neitt sem kemur sjálfkrafa einungis vegna þess að við borgum skatta eða greiðum í lífeyrissjóði. Hún mun alltaf hvíla á vilja okkar til að gefa samfélaginu til baka það sem við þáðum af því, þ.e. nýja velmegunarskapandi einstaklinga. Öll framtíð okkar hvílir á þeirri verðmætasköpun sem mun eiga sér stað í framtíðinni. Það er alveg sama hvort velferðin er skömmtuð af ríkinu eða af þér sjálfum. Hún mun alltaf hvíla á börnunum. Ef við eignumst engin börn þá verður engin framtíð. Og ef við búum ekki í haginn fyrir barnafjölskyldur með því að sjá til þess að það sé ALLTAF full atvinna fyrir alla þá munum við stoppa framtíðarmöguleika allra.  Þetta eru 2 plús 2 samfélagsins. Við uppskerum eins og við sáum.

Hvað halda menn að verði á kosningastefnu allra flokka í ríkjum þar sem 50% kjósenda eru sextugir og eldri ??  Fleiri ný atvinnutækifæri ? Betri lífskjör fyrir barnafjölskyldur ? Reyndu að geta þér til um hvað kosið verður um! Ekki stinga hausnum í sandinn. Gamlar staðreyndir gilda einnig í dag.

Eurostat: Ageing characterises the demographic perspectives of the European societies - Issue number 72/2008

Cesifo-group.de Population Aging  

Cesifo-group.de Europe’s Demographic Deficit 


Ný-dönsk skattahækkun RoskildeBankFestival á Óla og Píu stöðugleikum ESB 2008

Jæja. Þá kom þriðja hendin og fór ofaní vasa okkar hér í himnaríki fjármála í Evrópusambandinu. Venjulega tala ég um þriðju höndina með mikilli virðingu því hún tilheyrði þessu stórmenni sem bæði var flóttamaður og snillingur

En þriðja höndin - í þessu samhengi dagsins - er þó nátengd þriðja auganu sem við höfum fjallað um áður, hér. Þetta er sem sagt peningamálefni hins dauða Roskilde Bank sem fór á hausinn beint ofaní vasa okkar danskra skattgreiðenda í dag. Alveg á bólakaf ofaní þessa hálftómu vasa skattgreiðenda hér í þessu hálfsjálfstæða "héraði" Evrópusambandsins, Danmörku

En af hverju var Roskilde Bank sendur beint ofaní vasa okkar skattgreiðenda? Þetta er einungis smábanki og sem hefði átt að fá að fara á hausinn. Viðskiptaráðherra Danmerkur hefur nú beðið fjármálanefnd danska þingsins um að samþykkja ríkisábyrgð sem nemur 200 miljörðum íslenskra króna til þess að standa undir skuldbindungum bankans. En í versta falli er gert ráð fyrir að tapið fyrir ríkið geti orðið samtals 600 miljarðar íslenskra króna. 33.000 hluthafar í Roskilde Bank hafa hér tapað öllu hlutafé sínu sem svararði til andvirðis 60 miljarða íslenskra króna. Samtals er gert ráð fyrir að gjaldþrotið geti kostað hvert lifandi mannsbarn í Danmörku allt að andvirði 115.000 íslenskra króna. Menn geta sér svo til um hvaða bankar muni rúlla næst hér í Danmörku. Svona til gamans og í tilefni dagsins, eigum við ekki að reyna að geta okkur til um ástæðunnar fyrir því að skattgreiðendur fá að borga þennan brúsa? 

  • Jú, við búum við beintengingu gömlu dönsku krónunnar við evru. Danska krónan hefur því ekkert gengi lengur gagnvart 50% af útflutningsmörkuðum Danmerkur
  • Það er ekki auðvelt að viðhalda þessari beintengingu við evru því hún krefst mikils aðhalds í efnahagsmálum. Það er ekki hægt að gera neitt sem hugsanlega mun hafa neikvæð áhrif á gengi dönsku krónunnar því þá þarf útibú seðlabanka evru, sem er seðlabanki Danmerkur, Nationalbanken, að stíga á stýrivaxta-bensíngjöfina um leið og ríkisstjórn Danmerkur þarf að stíga bremsurnar í botn og setja upp gaddavíra í hagkerfinu
  • Það er því ekki ráðlegt að auka hættu á vantrausti á gengi dönsku krónunnar gagnvart evru því þá fer gjaldeyrismarkaðurinn í ofnæmiskast og kallar strax á stærri skammt af ofnæmislyfjum í formi hærri áhættuþóknunar. En bíddu nú hægur, áhættuþóknun fyrir hvað? Jú, áhættuþóknun á skuldabréfum húsnæðislánastofnana sem eru seld til fjárfesta, og sem margir hverjir eru útlenskir. Þeir munu krefjast hærri áhættuþóknunar í formi hærri vaxta eða stærri affalla og jafnvel í formi hærri stýrivaxta
  • En bíddu nú aftur hægur Gunnar! Þú ert jú búinn að segja að þessi beintenging við evru tryggi rosalegan stöðugleika. Nein Gunther, það sagði ég ekki, alls ekki! Það voru aðrir sem sögðu það. En ef Roskilde Bank hefði veið látinn fara á hausinn, hvað hefði svo sem skeð við það? Þetta er einungis smábakarí. Jú, fjárfestar skuldabréfa hefðu farið að bora ofaní danskan efnahag og orðið smá-hræddir, og beðið um meri og betri tryggingar, eða hærri áhættuþóknun, þ.e. betri ofnæmislyf
  • Sem sagt, vextir á húsnæðislánum allra hefðu hækkað því annars hefði gengi skuldabréfa lækkað of mikið því "traust" fjárfesta væri orðið minna því þeir myndu álíta að fjármálastofnunum yrði ekki bjargað í erfiðleikum og þar með að fjárfestingar þeirra í dönskum múrsteinum væru orðnar einni tönninni lélegri. Stór hluti af þeim kröfum sem hvíla á Roskilde Bank eru lán frá öðrum dönskum bönkum og fjármálastofnunum (lán á millibanka-markaði) svo það hefði komið töluverð keðjuverkun út í allt bankakerfið. Þetta var því eina leiðin, því varla fæst áhættuþóknunin heim í formi hærri stýrivaxta. Svo þetta er stöðugleikinn. Stöðugur stöðugleiki. Verðtrygging skatta. Verðtrygging ríkisútgjalda og verðtrygging stöðnunar. Efnahagslíkan sem engin áföll þolir
Stöðugleikur ESB

Takk fyrir kaffið kæru lesendur. Að lokum: ég þori ekki að spá í hvað mun ske þegar stórir og voldugir bankar munu fara á hausinn á Spáni, í Þýskalandi eða á Ítalíu á næstunni. Mun þá seðlabanki evru (ECB) senda peningana í pósti eða þarf evrusvæðið af biðja Alþjóðabankann um þróunaraðstoð - eða á kanski að stækka skattaeinokunarsvæði Evrópusambandsins og innheimta peningana hér og þar hjá Petr og Pronto? 

Tengt efni:

Um skattaeinokunar-auðhringa - OPEC-draumur embættis- og stjórnmálamanna í Evrópusambandinu. 

Verkið eftir Pólverjann Frédéric Chopin sem Vladimir Horowitz flutti fyrir okkur þarna fyrir ofan heitir Polonaise og var það síðasta sem pólska ríkisútvarpið í Varsjá náði að senda út á öldur ljósvakans áður slökkt var á senditækjum þess er sameining Evrópu með vopnavaldi hófst árið 1939. Þar með hófst stóra þögnin. Það var gott að Horowitz hafði einhvern stað til að flýja til. Það var gott að heimurinn var ekki orðinn eitt sameinað svæði eins brjálæðings þar sem hvergi er hægt að flýja. Annars hefði Horowitz kanski þurft að eyða þess sem eftir var æfinnar sem kamarhreinsari í Síberíu. Hér er yndislegt að sjá Horowitz gera heiminn ríkann og bjóta niður múra endimarka möguleikanna


Er aðalhvati alþjóðaviðskipta hinn lægri flutningskostnaður og tækniframfarir? Nei, aldeilis ekki!

Sælir kæru lesendur. Það er búið að berja því inn í hausinn á flestum að aukin alþjóðaviðskipti séu háð fallandi flutningskostnaði og tilkomu nýrrar tækni. Við eigum að halda að aðalhvati alþjóðaviðskipta sé háður þróun eins og:

  • frá seglskipum til gufuskipa => sigla hraðar
  • frá gufuskipum til gámaskipa => sigla hraðar og meiri hagkvæmni
  • lækkandi orkuverð => lækkandi flutningskostnaður
  • stöðugra gegni t.d. myntbandalög => svokallaður stöðugleiki myntar

En nei, þessu vísar ný rannsókn að miklu leyti á bug hér: Globalisation and trade costs: 1870 to the present

Fyrsta stóra uppsveifla alþjóðlegra viðskipta átti sér stað á milli 1870 og 1913. Þá stórjukust alþjóðleg viðskipti. Svo stoppaði þróunin með tilkomu fyrri heimsstyrjaldarinnar og stóru hrun-kreppunnar sem kom í kjölfarið þ.e. 1929 kreppan. Það er ekki fyrr en um miðjan áratug 1990 að við sjáum sambærilega aukningu í alþjóðaviðskiptum.

En hvað er það sem knýr aukin alþjóðaviðskipti? Þessi rannsókn segir að það séu ekki tækniframfarir, ekki lækkandi olíuverð og ekki fast gegni, nema að takmörkuðu leyti. Hvað er það þá ? Jú, það er aukið ríkidæmi þegnana og meira frelsi. Meira frelsi þýðir alltaf aukið ríkidæmi, og meira frelsi þýðir einnig minni verndun í formi færri tolla, færri innflutningshafta og minni skriffinnsku. Þetta knýr semsagt aukningu í alþjóðaviðskiptum. Viljir þú minnka alþjóðaviðskipti þá skaltu byrja á því að minnka frelsi, fátæktin mun svo koma alveg sjálfkrafa í kjölfarið. Þetta er auðvelt. Maður stækkar bara hluta ríksins af þjóðarkökunni

En hvernig verður maður ríkur? Með því að eiga hlutabréf í ríkisreknum Landsbanka? • eða hlutabréf í bæjarútgerðinni? • í grænmetisverslun ríkisins ? • í útvarpsviðtækjaverslun ríksins • sementsverksmiðju ríksins ? Á ég að halda áfram ? Nei Gunnar, ekki gera það!

Verður Ísland ríkt á því að ganga í Evrópusambandið ? Nei það verður Ísland ekki. Evrópusambandið er nefnilega ekki á leiðinni að verða ríkt. Það er á leiðinni að veðra fátækara vegna þess að það er rekið af áætlunargerðarmönnum sem lama frelsi og sjálfsábyrgð. Stærð hins opibera geira í Evrópusambandinu er orðinn allt allt of stór og skattar í ESB eru því komnir í 40% hlutfall af þjóðarframleiðslu ESB. Það var enginn sem hafði planlagt iðnbyltinguna og heldur enginn sem hafði planlagt dot.com byltinguna. Hvorugt var verk áætlunargerðarmanna og hvorugt átti sér stað í Brussel.

Ríkið ætti að senda ljósgeisla vonar og væntinga til þegnana, núna!  

Ljósgeisli skattalækkana á sögulegum bakgrunni fjallkonu Íslands

Hvað er þá til ráða í þessu alþjóðlega hræðslukasti sem ríkir núna? Jú það fyrsta sem menn þurfa að gleyma er hræðslan. Ekki leggjast á kné og biðja ríkið um að redda málunum því það mun einungis gera flest enn verra og einungis þýða fleiri áætlanir og þær eru oftast slæmar og senda peningana á viltausa staði þar sem þeir vinna illa. Það sem þarf að gera núna er að senda ljós vonar og væntinga til vöðva þegnana. Von um að ríkið fari í felur og að það láti fara ennþá minna fyrir sér en það gerir í dag. Ríkið sendi þannig út tilkynningu til þegnana um að vegna þess hve þegnarnir séu svo miklu duglegri að vinna úr þeim auðæfum sem eru til umráða að þá hafi ríkið ákveðið að draga sig enn frekar í hlé og láta virka vöðva þegnana um að annast enn stærri hluta þjóðarkökunnar en áður. Að ríkið ætli því að stórlækka skatta því þeir peningar séu alltaf miklu betur komnir í höndum þegnana heldur en á nafnlausum höndum ríkisins. Ríki og sveitarfélög ættu að senda þessa fréttatilkynningu út núna, og láta skattalækkunina koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Svona er hægt að minnka hræðslu með því að senda út hvetjandi taugaskilaboð vonar og væntinga til vöðva þegnana. Þetta setur í gang undirbúningsþjálfun vöðvaafls þegnana og minkar offitulömun ríkisins sem því miður er orðin allt of mikil

Tengt efni:

Rit Seðlabanka Íslands: Saga gjaldmiðils á Íslandi 

Viðskiptaráð Íslands: Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband