Leita í fréttum mbl.is

29 ár í ESB komu Grikklandi í þrot

 
Nettó jöfnuður Grikklands við Evrópusambandið 
Mynd; nettó jöfnuður Grikklands við ESB; Money Go Round
 
Endurreisn þýska Weimarlýðveldisins í allri Evrópu?

Eins og lesendur hafa eflaust heyrt og séð, er ekki allt vel á myntsvæði seðlabanka Evrópusambandsins, ECB. Nokkur lönd myntsvæðisins eru nefnilega á leið í ríkisgjaldþrot. Eitt land á myntsvæði seðlabankans er í raun þegar orðið de facto gjaldþrota. Það á ekki peninga fyrir næsta gjalddaga afborgana ríkislána eftir tvær vikur.

Landið getur ekki lengur tekið neina peninga að láni því hinn alþjóðlegi fjármálaheimur treystir ekki á að ríkissjóður landsins geti greitt þá til baka. Frá áramótum hefur allt bankakerfi landsins einnig verið lokað frá lánakerfi millibankamarkaða heimsins. Umheimurinn treystir ekki lengur á bankakerfi landsins því sá ríkissjóður sem að hluta til hefur gengist í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankanna, er sjálfur á leið í ríkisgjaldþrot. Þetta land er í myntbandalagi Evrópusambandsins og mynt þess heitir evra
 
Greek and Portuguese banks cannot borrow in the international money markets, while weaker European banks are also struggling to raise money as fears of counterparty risk have grown sharply
 
 
Þetta land heitir Grikkland. Í gær var ákveðið að reyna að bjarga evrulandinu Grikklandi. Bjarga því frá stjórnlausu ríkisgjaldþroti, hvorki meira né minna. Önnur ríki evrusvæðis og Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hafa ákveðið að reyna að koma í veg fyrir stjórnlaust ríkisgjaldþrot Grikklands svo greiðslufallið taki ekki stóran hluta af bankakerfi evrusvæðis með sér í fallinu. Þessir aðilar ætla að reyna að skrapa saman peninga hjá skattgreiðendum í ríkjum sínum og senda þá til Grikklands og þá mun landið skulda 140 prósent af landsframleiðslu sinni á eftir. Það á ekki fyrir vöxtunum. 
 
Írland á líka að senda peninga til Grikklands. Ríkissjóður Írlands hefur skrifað upp á aðeins 600% af landsframleiðslu Íra. Þessi uppáskrift reynir að tryggja skuldbindingar bankakerfis Írlands. Tryggja að evrubankakerfi landsins falli ekki.
 
Even French and German banks have faced problems raising money because of their exposure to Greek sovereign debt. Barclays Capital estimates French and German banks hold almost €40bn in Greek bonds.
 
 
Til að byrja með á að skera rekstrarkostnað rúmlega heils heilbrigðiskerfis burt. Það er það sem er á áætlun ESB og AGS í Grikklandi á næstu þremur árum. Margt fleira á einnig að gera og skera. Kanslari Þýskalands segir að þetta sé hvatning til annarra ESB-landa í miklum vandræðum. Hvatning um að koma sér strax upp á skurðarborð ríkisfjármála.

Heilbrigðiskerfi Grikklands kostar árlega það sama í rekstri og hið íslenska, eða um það bil 9,1 prósentustig af landsframleiðslu. Grikkland á að skera útgjöld ríkisins niður um 10-12 prósentustig á næstu þremur árum. Hvað gerðist eiginlega? Af hverju er þetta svona í Grikklandi?

Sagan er svona: Þann fyrsta janúar árið 1981 gekk Grikkland í Efnahagsbandalag Evrópu sem síðan breytti sér sjálft í Evrópusambandið árið 1993. Það eru því liðin heil 29 ár síðan landið gekk í þennan félagsskap sem svo margir hafa sagt að sé svo góður fyrir lönd Evrópu. Á þessu tímabili hafa hin ríkari lönd ESB - og sem nú eru að verða fátækari og fátækari - dælt hvorki meira né minna en 86,4 miljörðum evra í Grikkland. Næstum allir þessir fjármunir hafa komið frá þýskum skattgreiðendum og atvinnulífi.
 
Greek banks have been shut out of the money markets since the start of the year, but in recent weeks this has spread to Portugal. German, French and Spanish banks have had to pay higher premiums for short-term debt. There is a reluctance to lend to Spanish banks because, like Greece and Portugal, it is a peripheral eurozone economy with high debt; FT
 
 
Þetta er aðeins minna en Spánn hefur kostað, þ.e. 90 miljarða evrur. En Spánn glímir einnig við stórkostlegan vanda. Bæði hvað varðar samkeppnishæfni landsins og ríkisfjármál. Þar er atvinnuleysi tæplega 20 prósent núna og 42 prósent hjá ungu fólki.

Ástandið mun einungis verða miklu verra frá og með nú, því þegar 30-40 prósent af evrusvæði er þvingað til mikils niðurskurðar, þá mun það ekki hafa nein góð áhrif á útflutning til þessara landa því þau munu auðvitað kaupa miklu minna af hinum löndunum fyrir vikið. Um það bil 70-78 prósent af útflutningi landa evrusvæðis fer til annarra landa svæðisins.

Mín skoðun er sú að Evrópusambandið hafi eyðilagt Grikkland. Að ganga í Evrópusambandið eyðileggur lönd. Það ætti öllum að vera ljóst nú.

Hluti peninga AGS og ESB eiga að fara í það að byggja "betra land" og "betri stofnanir" í Grikklandi, sögðu talsmenn. Loksins eftir 28 ár í faðmi ESB! En hvað fóru þá hinar fyrstu 86 þúsund milljónir evra í? Fóru þær kannski í það að gera Grikkland gjaldþrota? Eins og sum Afríkuríki sem fá gratís rusl frá Evrópu sent til sín í gámum. Innviðir landa eru eyðilagðir. Hver getur keppt við ókeypis vörur frá útlöndum? Vissulega ekki nein innlensk fyrirtæki í neinu landi.

Þetta eru válegir tímar. Brussel aðhafðist ekki neitt og gerir ekki neitt. Það svaf værum svefni á meðan evrusvæðið sigldi lönd þess í kaf. Það er hins vegar markaðurinn sem þvingar fram viðbrögðin. Markaðurinn virkar. ESB vikrar ekki. Myntbandalagið er frá og með nú ennþá gagnslausara en það var. Markaðurinn mun ekki taka mark á evrum aftur. Ástandið á evrusvæði og í ESB á eftir að verða aldeilis voðalegt næstu mörg árin! Mörg ný Weimarlýðveldi verða til í ESB þrátt fyrir seinkun ríkisgjaldþrots Grikklands um 2-3 ár - eins og gerðist í tilfelli Argentínu þegar gengi þess var bundið fast.
 
Svona er að hafa ekkert gengi
 
Fyrri færsla
 
 

Evra: Frankenstein fjármála

Stjórnmálamennirnir og elíta Brussel hafa búið til fjármálalegan Frankenstein í Evrópusambandinu

"Ég er mjög áhyggjufullur vegna Evrópu. Við höfum ekki ennþá séð það versta í Evrópu og ég hef miklar áhyggjur. Vandamálið er að hagkerfin í Evrópu eru svo ólík". Charles segir að Evran setji allt í mikla hættu. Heldurðu að myntbandalagið sé að hrynja? - spyr blaðamaðurinn. "Ég veit það ekki. En evran er fyrirbæri sem tæknilega getur aldrei virkað. Stjórnmálamennirnir hafa búið til peninga- og fjármálalegan Frankenstein. Löndin reka burt frá hvort öðru. Ábyrgð stjórnmálamannanna er að leysa það vandamál. En ég held ekki að við ættum að vænta mikils í þeim efnum" (Krónan bjargar Svíþjóð)


Þetta sagði Charles Gave í mars á síðasta ári. Hann stofnaði greiningafyrirtækið Gavekal með fyrrum aðalritstjóra Financial Times, Anatole Kaletsky.

Þessa dagana eru hámenntaðir fáráðlingar Brussels að sprengja heiminn í loft upp. Þeir bjuggu til mynt sem er að springa, sem er að eyðileggja efnahag landa evrusvæðis og sem er í engu jarðsambandi við fólkið í Evrópu. Þessi Frankenstein-mynt er verk elítu Samfylkinga Evrópusambandsins. Þessi elíta er gjaldþrota núna. En elítan hefur þegar sent reiknigana áfram til fólksins. Ekkert nema slæmt hefur þessi Frankenstein-mynt Evrópusambandsins fært heiminum.
 
Fyrri færsla
 

Evrusvæðið er nú hinn fárveiki maður heimsins. Vekið forsetann!

 
Vekið forsetann, segir Simon Johnson 
 
Hefur seðlabanki ESB og myntbandalagið málað sig út í horn?

Evrusvæðið er nú hinn veiki maður heimsins (e. the sick man of the World). Fleiri og fleiri óhagstæð atriði safnast saman. Vandamál myntbandalagsins hófust þegar það var stofnað. Það var stofnað af pólitískum ástæðum, það var fyrsta vandamál þess. Eftir stofnunina dulbjóst myntbandalagið og hóf störf sín sem efnahagslegt fyrirbæri. Árin frá 1999 til 2008 voru notuð til að smíða eitt stærsta efnahaglega vandamál sögunnar - og sprengja 6 lönd þess í loft upp. Nú eru hrikaleg vandamál evrusvæðis orðin flestum opinberuð, nema kannski þeim sem eru svo rétttrúaðir að þeir þurfa að ferðast um götur og stræti dulbúnir sem fræðimenn, eða jafnvel sem stjórnmálamenn í úthverfri kápu. Flest skynsamt fólk mun þó þekkja þessa á bæði örvæntingarfullum klæðaburði og höktandi göngulagi. Eitt áfram og tvö afturábak. 

Ekkert minna stendur á borðinu en líklegt hrun evrusvæðis. Jafnvel mér sjálfum hafði ekki tekist að ímynda mér að málin stæðu eins illa og þau greinilega gera. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um það sem færustu menn og blöð sögðu í síðustu viku. Síðan þá hefur ástandið bara versnað.  

Simon Johnson: "VEKIÐ FORSETANN!" Evrópa er að sprengja okkur í loft upp. Evrusvæðið er að breytast í efnahagslega tímasprengju. Vekið forsetann. Frá og með nú er allt breytt í sambandi við evrusvæði og umheim þess. Fjármagnið hefur tekið í notkun ný gleraugu sem það notar til að skoða efnahagsmál evrusvæðis. Þessi gleraugu eru svört svo augun þoli glampann frá sprengingunni. Baseline Scenario: Wake The President

Noregur: Vandamálið er ofsastórt en þátttakendur í lausn þess eru of margir. Einhver gæti ýtt á vitlausan hnapp og sprengt Evrópu í loft upp. Ola Storeng, norska Aftenposten
 
Financial Times: The door is locked, there is no exit; the ECB is trapped, forced to sit idle at the table as governments argue and haggle their way towards a solution and possibly being asked to inflate the debt problem away—its own version of hell… 
 
 
Unicredit og BNP: Seðlabanki Evrópusambandsins hefur málað sig út í horn. Hann mun ekki geta dregið til baka það flóð af peningum sem ausið var út til fjármálastofnana í hruninu án þess að sum ríki og bankakerfi evrusvæðis fari á hausinn. Athugið að ríkið (e. the sovereign) er nú orðið mamma bankanna. Mamma er í hættu. Útgönguleið seðlabankans er lokuð. Hann málaði sig inni í horni sinnar "eigin útgáfu helvítis". Financial Times AlphavilleFor the ECB – ‘The door is locked, there is no exit…       

Nouriel Roubini: eftir bara nokkra daga höfum við hugsanlega ekki neitt evrusvæði til að ræða saman um 
 
 
Video: pallborðsumræður 27. apríl: staður: Milken stofnunin í Bandaríkjunum: undir stjórn Komal Sri-Kumar. Enginn hér efast um að evrusvæðið sé að þrotum komið. Spurningin er hins vegar hvort það komi nýr dagur á morgun fyrir evrusvæðið og þá hvernig hann muni líta út. Er hægt að leysa vandamálin? Hvert er plan-B?
 
This session on the Eurozone seemed ripped from the headlines, coming on the same day that Greek debt was sharply downgraded, setting off concern throughout not only Europe but the world's capital markets.
 
Þátttakendur:
  • Bo Lundgren, Director General, Swedish National Debt Office; former Minister for Fiscal and Financial Affairs
  • James McCaughan, CEO, Principal Global Investors
  • Nouriel Roubini, Professor of Economics and International Business, Stern School of Business, New York University

 
Fyrri færsla
 
 

Danske Bank: grunnur og sökkull myntbandalagsins er nú óbætanlega skaðaður

EUR_USD 28 apríl 2010 
 
Byggt á sandi 
 
Danske Bank skrifaði í síðustu viku að grunnur og sökkull myntbandalagsins sé nú óbætanlega skaðaður. Það versta, segir bankinn, er að steypugallar og alkalívikni steypunnar í myntbandalaginu hafi sýnt sig í dagsljósinu - alveg á einu bretti og á einum degi. Bankinn segist álíta að myntin evra sé á varnalegri niðurleið og ráðleggur þeim sem hafa tekjur og afkomu sína í evrum að tryggja sig gegn áhættu og tapi. Evran er nú fallin um það bil 12-13% í verði frá því í nóvember gagnvart Bandaríkjadal (sjá símamynd); Danske Bank: Euroen har taget varig skade | Danske Bank: "Det er et kæmpe, kæmpe problem" 

Þetta hefðu menn þó átt að geta séð í röntgenmyndasafni bankans af sökkli myntbandalagsins. En bankinn minnist ekkert á þær myndir því þær hafa verið "top-secret" allan tímann og læstar inni í sannleiksskáp bankans. Ekki hæfar til birtingar því enginn hefði hvort sem er trúað að myndirnar væru ófalsaðar áður en sannleikurinn kom í ljós á einum brettadegi. 

Þessar sömu röntgenmyndir gátu þó allir sem hafa augu og heila lesið út úr skýrslu hinna vísu manna í De Økonomiske Råd sem kom út vorið 2009 í Danmörku. Skýrslan innihélt sérstakan kafla um myntbandalagið. Þar var hægt að lesa, þ.e.a.s. ef menn höfðu rétt gleraugu og einbeitni til, að sú staða sem Danske Bank er að fárast yfir núna, var einmitt raunverulegt áhyggjuefni þeirra fjögurra vísu manna sem gerðu skýrsluna. Skuldastaðan og hjálparleysi þeirra sem eru læstir inni í myntbandalaginu - ásamt öldrun og hnignun skattatekna ríkisjóða landanna. Þetta gæti eyðilagt myntina og tekið völdin af peningastjórn hennar, eins og í sannleika er að gerast í dag. Skýrslan: Dansk Økonomi, forår 2009 | Pressemateriale_DOR
 
Ég heiti ekki "allir" 

Um þær mundir, þ.e. í janúar 2009, reyndi forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, að benda á þessa steypugalla í myntbandalaginu. Hann benti einnig þáverandi forsætisráðherra Danmerkur á þá óþægilegu staðreynd, fyrir forsætisráðherrann, sem sést aftur á myndum þessa dagana. Í áföllunum verðlaunaði markaðurinn sænska krónuhagkerfið með lægri vaxtakostnaði en stóð sjálfum ríkissjóði Þýskalands til boða. Myndbandið af þrumuræðu Anders Dam yfir forsætisráðherranum er hér neðst á þessari síðu

Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam: "Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái nú að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki "allir"
 
Fyrri færsla
 

9,6 prósent atvinnuleysi í Evrópusambandinu í mars 2010 − 10 prósent á evrusvæði

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu í mars 2010 
Í mars mánuði misstu 123 þúsund manns vinnuna í Evrópusambandinu. 
 
Atvinnuleysi var mest ERM-landinu Lettlandi (22,3 prósent), evrulandinu Spáni (19,1 prósent), ERM-landinu Litháen (15,8 prósent), ERM-landinu Eistlandi (15,5%), evrulandinu Slóvakíu (14,1 prósent), evrulandinu Írlandi (13,2 prósent). Alls eru rúmlega 23 miljón persónur án atvinnu í ESB.

Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri mældist 20,6 prósent í 27 löndum ESB og 19,9 prósent á evrusvæðinu. Mest var atvinnuleysi ungs fólks á Spáni en þar ríkir 41,2 prósent atvinnuleysi hjá ungu fólki. 
 
Nánari tölur hér: Atvinnuleysi í ESB núna
 
Fyrri færsla
 
 

Alþjóða fjármálasamfélagið hefur lokað á evru-bankakerfi Grikklands og Portúgals

Getur ekki gerst - mun ekki gerast - en hefur samt gerst 
 
Hvenær skyldi Þýskaland yfirgefa sökkvandi skipið? 
Mynd; E24

Financial Times greindi frá því í gær að í reynd væri nú búið að loka og læsa bankakerfi tveggja evruríkja úti úr samfélagi hins alþjóðlega fjármagns. Kannast einhver við þetta? Vekur þetta upp nokkrar minningar hjá vissu fólki uppi á Íslandi? Fólki sem er í laginu eins og ess.
 

*******************

Greek and Portuguese banks cannot borrow in the international money markets, while weaker European banks are also struggling to raise money as fears of counterparty risk have grown sharply.

 

Even French and German banks have faced problems raising money because of their exposure to Greek sovereign debt. Barclays Capital estimates French and German banks hold almost €40bn in Greek bonds.

 

Greek banks have been shut out of the money markets since the start of the year, but in recent weeks this has spread to Portugal.

 

German, French and Spanish banks have had to pay higher premiums for short-term debt. There is a reluctance to lend to Spanish banks because, like Greece and Portugal, it is a peripheral eurozone economy with high debt. FT

******************* 
 
 
Hvernig gat þetta brot á sáttmála mannréttingarverkstæðis Samfylkinga Evrópusambandsins gerst? Þessi lönd eru jú með evru. Bankakerfi evrulanda áttu að vera alveg 100% örugg gegn því að nokkuð slíkt gæti gerst. Það sagði Samfylkingin okkur. En nú hefur þetta sem sagt gerst.

Mun þá fara eins fyrir bankakerfi Grikklands, Portúgals, Spánar, Írlands og Ítalíu eins og fór fyrir íslenska bankakerfinu? Já, það gæti vel hugsanlega gerst. Það var einmitt þess vegna sem lánshæfnismat bankakerfis Grikklands var lækkað af bæði S&P og Moody's í þessari viku. 

Staðreyndin er sú að mamma þessara bankakerfa, ríkissjóðir þessara landanna, er nú í verulegri hættu á því að verða gjaldþrota. Mamma skrifaði uppá fyrir þessi bankakerfi og nú er hún sjálf í gjaldþrotahættu. Hún er reyndar í bráðri gjaldþrotahættu vegna þess að hún er læst föst inni í gildru myntbandalags Evrópusambandsins. Þetta myntbandalag er nú að verða líkleg endastöð og líkklæði fyrir samfélag Grikkja í Grikklandi; sjálft gríska lýðveldið. 

Fjármagn alþjóða samfélagsins lítur frá og með nú á mörg lönd myntbandalagsins á sama hátt og það lítur á fjárhag margra landa í Suður Ameríku, sem sum eru kennd við ávaxtategund sem nefnist bananar. Við skulum ekki minnast á neinar sardínur og spilavíti að þessu sinni. 
 

*******************

And when crisis strikes, governments need to be able to act. That’s what the architects of the euro forgot — and the rest of us need to remember.

******************* 
 
Nóbelsverðlauna hagfræðingurinn Poul Krugman er með ágætis grein um þetta "getur ekki gerst - mun ekki gerast - en hefur samt gerst". Það eina sem við þurfum að muna, segir Krugman, er það að við verðum að passa okkur á því að lenda aldrei í svona gildru eins og lönd myntbandalagsins eru nú læst inni í. Það er hinn einfaldi sannleikur. Ríki  eiga aldrei að ganga í endastöð myntbandalags Evrópusambandsins. Aldrei. | Poul Krugman: The Euro Trap
 
Fyrri færsla
 
 

Nota þarf snjóþrúgur þegar gengið er á eggjaskurn myntbandalagsins


Foknar fjaðrir af höfðum örfoka hugmyndafræðinga Samfylkinga myntbandalagsins sjást nú dansa í 50 þúsund feta hæð yfir gígum Eyjafjallajökuls. Þegar loðnar fjaðrirnar hafa safnað nægilegri ösku knýr fallþungi agalegrar hugmyndafræði Samfylkinga Evrópu þær ofaní gíginn. Þar munu þær fuðra upp á broti úr millisekúndu. Engin mun sjá eftir þessum fjöðrum. Skalli Samfylkinga er þrátt fyrir allt skárri. 

Í dag læðist yfirstjórn seðlabanka Evrópusambandsins um á snjóþrúgum. Óttinn ræður ríkum. Snjóþrúgurnar stækka dag frá degi því eggjaskurn myntbandalagsins þynnist svo hratt. Bankastjórnin er lafandi hrædd við að detta ofan í það drullumall sem hún bjó til handa löndum evrusvæðis, sem nú eru að verða gjaldþrota.

Allt skelfur nú og nötrar innan í egginu. Kostnaðurinn við að þrífa óþverra ECB-seðlabankastjórnarinnar upp verður einhverjar billjónir af Bandaríkjadölum því evrur teljast þá ekki lengur vera með og lítils virði. Kallað verður á mikla hjálp - að vestan frá
 
Fyrri færsla
 
 

Yfirmaður OECD: ebólavírus geisar á evrusvæði

Lánshæfnismat ríkissjóðs Spánar lækkað 28 apríl 2010
Lánshæfnismat ríkisjóðs Spánar var lækkað í dag  
Lánshæfnismat ríkissjóðs Portúgals var lækkað í gær 
Lánshæfnismat ríkissjóða Grikklands var lækkað í gær 
Lánshæfnismat bankakerfis Grikklands var lækkað í gær 
 
Aðalforstjóri OECD, Angel Gurria
 
"Þetta er ekki spurning um hvort gríska skulda- og ríkisfjármálakreppan breiði sig út til annarra landa á evrusvæði. Það hefur nú þegar gerst. Þetta er eins og ebólavírus. Þegar þér verður ljóst að þú ert smitaður þá þarf að skera útlimi af ef þú vilt lifa áfram." Bloomberg | FT 
 
Danske Bank aðvarar nú fólk sem fær laun eða hefur tekjur sínar í evrum. Þeir álíta að evran sé að fara . . ég veit hvert, en ekki hvenær . . en fara samt: Danske Bank: "Det er et kæmpe, kæmpe problem" 
 
Fyrri færsla
 

Skuldabréf Grikklands í ruslflokk. ESB íhugar að taka upp þýsk mörk

Frétt Mbl:- Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn gríska ríkisins í ruslflokk. Gríska fjármálaráðuneytið brást ókvæða við og sagði að þessi lækkun væri ekki í samræmi við raunverulegar hagstæðir í Grikklandi. 

 

Ja vel

Þetta batnar bara með hverri evrunni sem tekin er upp í Grikklandi. S&P henti líka bankakerfi Grikklands í ruslið, - þrátt fyrir evruna. 

Það glæsilega gerðist einnig í dag að lánshæfiseinkunn portúgalska ríkisins var lækkuð líka. Nú er staðan þannig að vaxtakjör portúgalska ríkisins á hinum "eftirsótta" fjármálamarkaði Evrópusambandsins eru HÆRRI en þeir vextir sem Brussel ætlar að skipa Portúgölum að lána Grikkjum peningana sem þeir eiga ekki á. Þetta er kölluð ESB-skynsemi. Maður er næstum á hausnum og tekur peninga að láni hjá alþjóðlegum fjárfestum á meira en 5,45% vöxtum (3ára bréf) og lánar þá svo út til næstum gjaldþrota Grikklands á 5% vöxtum. Svo fer maður í skiptaréttinn og segir dómaranum hafa þetta hafi allt saman verið gert í ákaflega göfugum tilgangi. Maður fer bráðum að sakna áætlunargerðarmanna Sovétríkjanna sálugu. 

FT: The three-year Portuguese yield, by the way, was last seen trading at 5.45 per cent, according to Reuters. 

Hvað gerir Brussel núna? Þá vantar alveg bráðnauðsynlega opinn aðgang að AAA greiðskorti Þýskalands. Það er eina landið sem á ennþá smá pening á evrusvæði. Brussel vantar marga skipsfarma af ferskum ný prentuðum þýskum mörkum því evran þeirra er að verða gjaldþrota.  

Børsen sagði í dag að það væru komnar 58% líkur á að evran myndi gera Grikkland gjaldþrota fyrir fullt og allt.

Í gær gat sænska ríkið fengið lán á lægri vöxtum en stóð þýska ríkinu til boða. Fjárfestar verðlauna lönd sem hafa sína eigin mynt og sjálfstæða peningapólitík. Þau verða ekki atvinnulaus því þau geta leiðrétt klessukeyrslur sínar á réttingarverkstæði gengisfellinga. Tekjur ríkissjóða þeirra þorna því síður upp. Svona lönd keyra áfram þó klesst séu um stundarsakir. Svo rétta þau úr sér og glansa á ný. 

En þannig virka peningaleg klessumálverk Samfylkingarinnar á evrusvæði því miður ekki. Þar fara klessukeyrð lönd bara beint í pressuna og svo er þeim hent á haugana.

Roubini: Scandinavian Currencies: New Safe Havens? 

Hvað skyldi seðlabankastjóri gjaldþrotabandalags evru segja núna? Og Olli Rehn?

FT: Oh dear.


mbl.is Skuldabréf Grikklands í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Endgame? Evru-þrotabú kaupir hlut í öðru evru-þrotabúi. ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu

Vill að Írland verði sett í gjaldþrotameðferð

David McWilliams: hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankamaður á Írlandi

Írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að Írland eigi að fara fram á að verða tekið til gjaldþrotameðferðar. Stuttur úrdráttur: Nú er svo komið að Írland hegðar sér eins og óábyrgt útrásar?fyrirtæki. Það safnar skuldum til að halda sér á floti. Salan (landsframleiðslan) hefur verið fallandi árum saman. Það ríkir verðhrun (verðhjöðnun). Fólkið er að fara á hausinn. Skuldastaðan miðað við framleiðslu er að springa. Hvar eigum við að fá peninga til að borga allar þessar skuldir?

 
Unfortunately, that buyer of Greek bonds is our government using borrowed money to buy Greek bonds when even the Greek public is selling. How mad is that?
 
 
Hvað kemur svo? Jú, rétt í þessu vorum við að tapa 480 miljón evrum sem við ætlum að gefa Grikklandi. Ríkisstjórn Írlands ætlar að kaupa grísk ríkisskuldabréf af þeim fjárfestum sem þora ekki lengur að eiga þessi bréf. Ríkisstjórn okkar ætlar að taka fleiri lán til að getað gefið ríkisstjórn Grikklands peningana? Jafnvel grískur almenningur vill ekki lengur eiga grísk ríkisskuldabréf. Hversu geðbilað er þetta?

Næst þarf að bjarga Spáni. Þetta er eins og á gullfótarárunum. Ríkin reyndu að bjarga gullforðanum sem tryggði myntina með því að skera niður útgjöld. Þar var það gullið sem átti að binda löndin saman á einu gengi. Það gekk ekki upp og löndin yfirgáfu gullfótinn til að bjarga sér. Nú er það pólitík sem á að binda gengi landanna saman á einum fæti (evru). Þessa pólitík þarf að leysa upp. Hvar ættum við að fá tvo miljarða af evrum til að bjarga Spáni? Við þurfum að undirbúa ríkisgjaldþrot Írlands; David McWilliams
 
ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu

Nýjar ESB-reglur (CRD directive) um aukið eigið fé lánastofnana sem gefa út skuldabréf sem eru veðhæf (covered bonds) verða þess sennilega valdandi að hin svo nefndu dönsku "flexlán" til húsnæðiskaupa verða að láta lifið, eða þarf að breyta verulega. "Flexlán" eru lán þar sem samið er um vexti til eins til fimm ára í senn. Menn eru ennþá ósammála um hverjar afleiðingarnar verða, en talið er víst að húsnæðislán munu þurfa að verða mun dýrari en þau eru núna, svo þau eigi séns sem söluhæf vara á skuldabréfamarkaði.
 
PA Consulting hefur gert þá útreikninga fyrir dagblaðið Børsen að til dæmis eins árs flexlán yrðu tveimur prósentustigum dýrari í vöxtum en þau eru núna. Þessi breyting á regluverkinu mun þýða að húsnæðisverð í Danmörku verður sprengt til baka í tíma um 18 ár, segir PA Consulting. Það yrði það mikið dýrara að taka lán eftir að reglum ESB verður breytt. Børsen segir að danska ríkið sé nú þegar búið að tapa málinu. Að útför "flexlána" hafi þegar farið fram; Børsen

Nýjar ESB reglur munu kosta 40.000 manns vinnuna í DK

Samtök fjármálastofnana í Danmörku (Finansrådet) segja að nýjar og hertar kröfur ESB til fjármálastofnana muni kosta Danmörku 40.000 atvinnutækifæri og því til viðbótar munu reglurnar kosta hvern Dana um 4.000 DKK á ári. Lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja munu minnka, hagvöxtur verður lélegri fyrir vikið og samfélagshagkerfið mun því rýrna um 20 miljarða danskar krónur á hverju ári. Kaupmáttur mun einnig lækka vegna nýju reglna ESB um húsnæðislán og eignir fólks munu lækka að verðmætum. Þetta verður samtals um það bil 16.000 danskra krónu tekjutap á fjögurra manna fjölskyldu á ári. Einkaneysla mun dragast saman; Berlingske | Folkebevægelsen mod EU
 
Fyrri færsla
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband