Leita í fréttum mbl.is

Kolbrúnu best borgið á Morgunblaðinu

Vel má vera að 1000 starfsmönnum Nokia í Kaupmannahöfn sé betur borgið sem uppsögðum. Það getur vel verið. Ég veit það ekki. En þó varla betur borgað. Veit ég það? Er hugsanlega munur þarna á? Veit hún það?

En hitt veit ég að Kolbrún Bergþórsdóttir er Morgunblaðinu jafn nauðsynleg og Microsoft er Apple nauðsynlegt. Einhver verður að vera vondi kallinn. 

Annars var ég að koma frá París. Flestir þeir Kolbrúnzku öfgar sem ég sá og heyrði þar voru tengdir Evrópusambandinu á einn eða annan hátt. Til dæmis evrumerkið notað sem opinbert myntpornógrafí til þroska vanstandpínu þeirra sem standa ekki rétt og neita að segja heil-evru-ESB, sama á hverju gengur eða gengur ekki. 

Svo fórum við í hringtorgið gamla og tókum niður skjaldarmerkið. Ögmundarlega. Því næst sturtuðum við okkur sjálf niður. Tralla lalla la.
 
Gott er að vera kominn heim. Veit ég það?
 
Ó já. 
 
PS: Er ekki vinsamlega hægt að taka vegabréfið af Ögmundi Jónassyni svo ekki sjáist hvaðan hann komi, hver kaus hann, hver borgi honum og hvert hann sé að fara?

Esbhelgigæsaln. Öfgar? Elskan mín, nei nei. 

Óbrotnum lánshæfnismat hent fram hjá yfirfullri ruslatunnu þeirri er nefnist ríkisstjórn Íslands

Mbl; "Matsfyrirtækið Moody's staðfesti í dag óbreytt lánshæfismat íslenska ríkisins"

Þjóðin vill óbrotinn mat og það fékk hún. Íslenska þjóðin er í gamalgrónu og sterku jarðsambandi við sitt gamla Ísland. Hún þekkir vel hvers megnugt landið okkar er og hvað það hefur upp á að bjóða. Þjóðin veit, skilur og er samþykk landi sínu. En henni er stórlega misboðið því í landi hennar ríkir ruslatunnu-ríkisstjórn sem pólitískt og starfslega er algerlega hungurmorða. Ríkisstjórn Íslands fékk ekki örðu matar hjá Moody's í dag. Junk-Food er því áfram það eina sem er á matseðli þessarar ruslatunnu-ríkisstjórnar Íslands. Það eina sem hún nærist á.

Ríkisstjórn Íslands hefur hér með verið send í ruslflokk. Hún skilur ekki neitt. Hún getur ekki neitt og er ekki neitt. Ríkisstjórnin er í ruslflokki ásamt hluta Sjálfstæðisflokksins. Þetta rusl vill þjóðin losna við. Við viljum kosningar, kraft og hagvöxt. Við viljum ekki 100 ára ESB atvinnuleysi á Íslandi og ESB-núllvöxt áratugum saman. Farið frá. Farið strax! Farið!

Þakkir sendar til Bessastaða. Og nú er það "political and economic chaos, according to" Johanna Sigurdardottir


mbl.is Óbreytt mat hjá Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu: varð ekki bankahrun hér - og ekkert ESB til að taka fallið?

Evra í bræðslu
 
Nú nú. Þegar skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands er skoðað í ljósi 36 mánaða non-stop ummæla og áróðurs íslenskra Evrópusambandssina - og sem margir hverjir virðast tilheyra eins konar apartheit-stétt Íslands, esbelítunni - þá bregður manni heldur betur í brún. Ég skil ekkert í þessu því hið Austur-Þýska Ríkisstjórnvarp Íslands, DDRÚV, sem er í sjálfboðavinnu á ótímatakmörkuðum launum hjá íslenskum skattgreiðendumm, hefur unnið nótt sem nýtan dag við að mylja og byggja undir málstað eins konar glænýs Sovét-sannleika úr austri, en sem í framkvæmd breytist sífellt hraðar í Evrópska apartheit-stefnu innan 27 ríkja Evrópusambandsins. Bæði í framkvæmd og fyrirætlunum. 

Í nær öllum löndum ESB hefur ráðið og ræður enn ríkjum Evrópusambandseltíta sem hefur aldrei verið og er ekki enn í neinu sambandi né samvistum við 500 milljónir íbúa sambandsins. Í engu sambandi við þann risavaxna fjölda manna sem býr við sífellt einangraðri tilvist þjóðfélaga sinna frá raunverulegu lýðræði. Risavaxins fjölda manna sem efnahagslega lifir sífellt krypplaðri brauðmolatilveru sem stangast algerlega á við þá tilveru sem þegnum þessum var lofað í síðustu mörgum 10 ára áætlunum Evrópusambandsins. Sem og hins vegar stangast eins og svart á hvítt við þá tilveru sem apartheit-elíta ESB lifir sjálf. Já, sú apartheit-elíta sem þiggur skattfrjáls laun sín frá heimsveldi miðstýringar Evrópu, Brussel - sem enginn kaus - en sem samt hefur völdin. 
 
Nú er sem sagt skuldatryggingaálag Íslands, eftir gagngert bankahrun og ekkert ESB, um það bil 230 punktar.
  • Grikkland: 1297 punktar
  • Portúgal: 624 punktar
  • Írland; 609 punktar
  • Spánn; 247 punktar
  • Argentína: 570 punktar
Einar elítu-óhagstæðar þingkosningar í Finnlandi um helgina fá því næst talsmenn apartheit-elítu Evrópusambandsins til að segja svo mikið og langt að Finnland sé kannski að eyðileggja þetta allt saman fyrir hinum löndum evrusvæðisins, sem eru - og í sífellt svæsnara svitabaði - að reyna að halda myntinni evru saman sem þeim fyrirfram vonlausa pólitíska myntvafningi ESB-elítunnar sem hún hefur verið alveg frá upphafi.
 
 
Þetta er svipað og að hlusta á Euffe Ellemann-Jensen og Mogens Eulykketoft gera sjálfa sig að fílfum í danska sjónvarpinu. Þeir vita væntanlega álíka mikið um Icesave og stjórnmál á Íslandi og þeir vita um þá ESB-samninga sem þeir hafa undirritað fyrir hönd Esbélítu Danmerkur gagnvart Evrópusambandinu. Kannski, þökk sé þeim, verður Jóhanna Sigurðardóttir bráðum áframseld til Jórdaníu. Á maður að hlægja eða gráta?
 
Og ekki haggaðist ávöxtunarkrafan á 10 ára skuldabréf ríkissjóðs Bandaríkjanna þó svo að Standard & Poors myndaðist við að setja bréf ríkissjóðs þessa á athugunarlistann. Hún lækkaði bara. Bandaríkin hafa sína eigin mynt og það vita fjármálamarkaðir mjög vel. Ekkert evruland hefur hins vegar sína eigin mynt. Meira að segja svo mikið vita fjármálamarkaðir heimsins nú; þökk sé m.a. bankahruni Íslands.  
 
Verða það þrátt fyrir allt fjármálamarkaðir hins Vestræna heims sem bjarga ríkjum Evrópusambandsins úr klóm aparteit-elítu Evrópusambandsins? Ég spyr. Og hvað ætlar elíta ESB þá að segja og gera? Grenja kannski úr frekju eins og Jóhanna?
 
Fyrri færsla
 

Bjartur í Sumarhúsum kominn með hitaveitu, nóg rafmagn og 200 sjómílur

Vísitala launakostnaðar evrulanda

Mynd BBC: vísitala launakostnaðar nokkurra evrulanda 

All mikið vatn Bjarts í Sumarhúsum er nú runnið til sjávar í gegnum virkjanir þær sem sjávarútvegur og landbúnaður Íslands skaffaði öllum sveitungum þessa manns sem ákvað að ganga ekki í Sovétríkin á sínum tíma. Fyrir vikið hefur verið hægt að byggja hér upp heilar nýjar atvinnugreinar sem þó enn hvíla á breiðum öxlum landbúnaðar og sjávarútvegs Íslands. Tvíburar þeir sem ennþá eru og verða um langa framtíð undirstaða hinnar efnahagslegu tilveru okkar Íslendinga.  

Hans Bjarts er hér á þessu heimili minnst með virðingu. Samkvæmt arfleið þrjóskunnar vill Bjartur ekki láta af velmegun þeirri sem brjóstborin þrjóskan skaffaði okkur. Hann vill heldur ekki gifta afkvæmi sín þeirri þverrifnu flatbrjósta fjöl sem Paul Mason hjá BBC Newsnight kallar fyrir brúðina í hinu Feita Fíaskó-brúðkaupi Evrunnar, undir stjórn tréhestsins frá Lyon, Jean-Claude Trichet.

Trichet: welcome to my great big fat Euro fiasco 

Myndin hér fyrir ofan sýnir Íslendingum hve mikið mismunandi haltir í sumarvinnubúðum myntbandalags Evrópusambandsins hafa fengið í launahækkun síðustu 16 árin, eða svo. Við skulum byrja á Kínverjum Evrópu, Þjóðverjum; Þeir, mínar dömur og herrar, hafa fengið samtals 5 prósent launahækkun á 14 árum. Já, fimm prósent á 14 árum. Og það sem verra er; Evran falsaði á kínverskan hátt gengi hagkerfis Þýskalands of lágt svo útflutningur þess mætti óhindrað flæða til landa Suður-Evrópu en nákvæmlega ekkert komast þaðan inn í Þýskaland til baka. Ekkert var keypt af Suður-Evrópu í staðinn því hún varð auðvitað ósamkeppnishæf á fimm mínútum sléttum, fastlæst inni í myntbandalagi ESB.

Paul Krugman; During the eurobubble years, there were huge capital flows to peripheral economies, leading to a sharp rise in their costs relative to Germany. Now the bubble has burst, and one way or another those relative costs need to be brought back in line. But should that take place via German inflation or Spanish deflation? 

Þetta er þá samtals 15 ára innvortis gengisfelling Þýskalands í skjóli myntbandalags Evrópusambandsins sem árið 1999 tók útvortis gengi allra landanna og læsti það inni í skáp seðlabanka Evrópusambandsins, ásamt vaxtavopninu, sem varanlega var faststillt á þarfir Þýskalands, only.

Til að styðja við þetta fjarstýrðra efnahagslega sjálfsmorð Suður-Evrópu frá Frankfürt í Þýskalandi, var suðrinu um stundarsakir logið inn í bankakerfi heimsins á vaxtastigi Kínverja Evrópu, en sem reyndist falsað, eins og nú hefur komið í ljós. En á meðan lygin hélt gátu löndin í suðri fengið lán til innkaupaferða sinna inn í Þýskaland á vöxtum Þýskalands. 

Langtímavextir Þýskaland Spánn: svo kallað

Mynd; Paul Krugman; Langtímavextir; leiðir skilja á ný. Ekki lengur hægt að blöffa fjármálamarkaði með Jacques Delors lyginni um "einn markaður, einn peningur".

Nú skilja leiðir á ný. Fávísir þýskir Kínverjar Evrópu halda sig heppna að sitja í ordnung norðurfrá með fangið fullt af peningum þeim sem nú vantar á tóma kistubotna Suður-Evrópu. En þessi hlátur þeirra á leiðinni í bankann er við það að þagna og breytast í fimmtu hysteríu aftansöngs rúgbrauðsins. Heljargreipar fjármálamarkaða hafa nú læst risavöxnum járnkrumlum um þyrnibelli þá sem heima í Þýskalandi héldu að allt væri svo gott. Að þeir ættu einungis eftir að fá greitt fyrir græjurnar sem sendar voru af stað frá árinu 1999 til 2008. Hahahaha. Þeir halda ennþá að þeim verði greitt um hárin.

Krækjur:


mbl.is Þrákelkni Bjarts í Sumarhúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómálefnaleg málefnaleg umræða

Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind

Sumir, jafnvel margir, segja að einhver sé kjötframleiðandi ef viðkomandi er svo heppinn í þessu árfreði að eiga naut, kú, ær eða gæs til að slátra og færa sér til munns eða markaðs. Að þá sé viðkomandi orðinn kjötframleiðandi. En þetta er auðvitað ekki rétt. Enginn framleiðir kjöt. Það vex eins og flest sem lifir. Vöxtur er náttúrunni eðlilegur.

Bændur rækta, en þeir slátra sjaldnast gæsinni nema þeir séu að bregða búi. Og sjómenn henda ekki vélinni fyrir borð til að létta sér róðurinn. Samt er það þetta sem ríkisstjórnin gerir. Hún drepur gæsir og hendir aflvélum samfélagsins fyrir borð til að reyna að koma sér sjálfri í umsvif. En hér er auðvitað ekki átt við nein venjuelg umsvif, heldur það eitt að svífa um loftin blá - og stunda þar ómálefnalega sína svo kölluðu málefnalegu umræðu um ekki neitt nema það sem gagnast henni við að gera ekki neitt nema eitt; að troða Íslandi inn í Evrópusambandið, sama hvað það kostar. 

Þetta leiðir huga okkar að því hvað fjármálaráðherra Íslands sé? Er hann nokkuð mannakjötsframleiðandi? Hann græðir svo lengi sem við lifum, en nú orðið samt mest þegar við drepumst.

Ég held ég hafi svarið. Hann er rányrkjubóndinn sem rakar samfélagið. Hjá honum þarf ekkert að vaxa. Best væri fyrir hann ef við dræpumst sem fyrst. Við það sparast hellingur og svo er bara að rýja líkin alla leið inn í eilífðina.

Fjármálaráðherra hinnar tæru vinstri stjórnar er greinilega að bregða búi. Það skal fært Evrópusambandinu að gjöf fyrir einn "léttvægan" stól.

Atli Gíslason hefur hnífskarpt rétt fyrir sér. Ég verð að segja það 

Vinstri græn? Bíddu, hvað var það nú aftur?

Tengt

 

 


Lars Christensen og hið tillærða atvinnuleysi EMU-hagfræðinga.

Fyrir mig sem bjó í dönsku hagkerfi síðustu 25 árin var það eins og að hlusta á 25 ár af ekki neinu með íslenskum undirtextum að hlusta á hagfræðinginn Lars Christensen í íslenskum fjölmiðlum. Ef lesendur skyldu ekki vita það þá hefur atvinnuleysi í Danmörku ekki farið undir þetta sjö til átta prósent nema í um það bil fimm ár af síðustu þrjátíu og þrem árum. 

En hvers vegna hefur þetta verið svona? Jú vegna þess að þar hefur aldrei mátt gera neitt sem ógnað gæti batanum sem alltaf átti að vera að koma og svo ríkisfjármálunum. Ekki má stíga á bensínið því þá er svo mikil hætta á því að ríkisfjármálin fari til fjandans og þá er allt glatað því atvinnuleysið er eini virki hnappurinn eftir í stjórntækjum hagkerfa sem hafa misst fullveldi sín í peninga- og myntmálum. 

Að hlusta á Lars Christensen eða Paul Krugman er eins og að hlusta á svart og hvítt talast við. Bandaríkjamann eru að farast af áhyggjum vegna 9 prósents atvinnuleysis þar í landi og segja að svo hátt atvinnuleysi muni eyðileggja samfélagið. 

Í Evrópu er þessu alveg öfugt farið. Þar er atvinnuleysi notað sem stjórntæki til að stýra því að eftirspurn fari nú ekki í gang þannig að fólkið í hagkerfinu passi nú áfram ofaní þýska stýrivexti, þýska peningapólitík og verði þannig ekki algerlega ósamkeppnishæft gagnvart einmitt Þýskalandi.
 
Eina hlutverk seðlabanka Evrópusambandsins og þar með Danmerkur er að halda verðlagi stöðugu. Það hefur mistekist meira en fullkomlega. Allt er sprungið í loft upp á Írlandi, Spáni, Grikklandi, Portúgal, Frakklandi, Finnlandi og víðar. Massíft aukinn launamismunur (launakostnaður) og massífar eignabólur hafa tætt í sundur hagkerfin inni í fangaklefum þeirra í myntbandalagi Evrópusambandsins. 
 
Í Bandaríkjunum hefur seðlabankinn tvöföldu hlutverki að gegna; að halda hagkerfinu í fullri atvinnu og að halda verðlagi sem stöðugustu. Þarna er regin munur á. Og fyrra hlutverkið er tekið mjög alvarlega því annars verður allt vitlaust.  

En það er einmitt vegna þessa sem myntbandalag Evrópusambandsins er að springa í loft upp. Samfélögin þola ekki meira. Þetta 30 ára massífa atvinnuleysi hefur eyðilagt Evrópu. Og það er Evrópusambandið sem hefur knúið fram þessa pólitík sem stendur fyrir eyðilegginu samfélagsins. Með fullri virðingu; þetta er það eina sem Lars Christiansen kann. Hann er EMU-hagfræðingur. Myntbandalagshagfræðingur úr ESB. Ágætur til heimabrúks. 
 
Ég ráðlegg Íslendingum að hlusta á sitt eigið brjóstvit og okkar eigin menn. Við kunnum þó í það minnsta að rífast við þá. Við tölum sömu tungu og deilum sömu örlögum. Þetta þýðir þó ekki að við getum ekki haft til hliðsjónar það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. 
 
Af hverju pissa íslenskir fjölmiðlar alltaf í buxnapils sín þegar útlendingur opnar munninn? Ok, ég skil; ef þeir komast ekki sjónvarpið heima hjá sér þá má alltaf reyna það íslenska.
 
Fyrri færsla
 
 

Gjaldeyrishöft bráðum innleidd á evrusvæðinu?

Samkvæmt fréttum þýska viðskiptablaðsins Börsen-Zeitung (I & II) hefur Andreas Dombret sem situr í stjórn þýska seðlabankans lýst því yfir að ríki geti innleitt gjaldeyrishöft sem síðustu varnaraðgerðir gegn flóðbylgjum fjárstrauma í ólgusjó fjármálaöngþveitis ríkja. Þetta mál, gjaldeyrishöft, hefur hingað til verið algjört tabú í Evrópusambandinu. En sem kunnugt er hefur AGS undanfarið verið að dusta rykið af tabúteppum gjaldeyrishafta á skrifborðum málalengingarskrifstofa sjóðsins. 

Skyldi yfirlýsing Andreas Dombret sækja sér næringu í þá staðreynd að fjármálakerfi evrusvæðisins eru öll í fullkomnum molum (fragmented) og að sum ríki svæðisins eru nú orðin verr sett með fjármál sín í faðmi evrunnar en sum bananalýðveldi heimsins eru með fjármál sín með einræðisherra við völdin? 

Yfirlýsing Andreas Dombret ætti kannski að skoðast með vasaljósum þeim sem eru að kvikna á Írlandi, Portúgal, Grikklandi, Frakklandi og fleiri löndum evrusvæðis þar sem hættan á flótta fjármagns er gríðarleg og þar af leiddu innflæði fjármagns annars staðar sem þvengríður fjármálakerfum á hinn undarlegasta hátt.

Í gær sagði seðlabankastjóri Írlands, Patrick Honohan, frá því að írskir bankar myndu ekki geta fengið frekari miðlungs-tíma fyrirgreiðslu hjá seðlabanka Evrópusambandsins og yrðu því að reiða sig algerlega á skamm-tíma fyrirgreiðslu.
 
Hann bætti því við að það væri ekki hlutverk seðlabanka að bjarga bönkum frá gjaldþroti. Það væri hlutverk ríkisstjórna (skattgreiðenda auðvitað). Patrick Honohan er í því perversa hlutverki að sitja einnig í bankaráði seðlabanka Evrópusambandsins, sem hann þarna var að tjá sig sem talsmann fyrir. 
 
Og AGS varar nú snillingana í seðlabanka Evrópusambandsins við því að hækka stýrivexti enn frekar. En seðlabankinn hækkaði þá fyrir nokkrum dögum, líklega til þess eins að ýta löndum Suður-Evrópu og Írlandi alveg fram af bjargbrún algers hruns. Þetta er líklega önnur heimskulegasta stýrivaxtaákvörðun mannkynssögunnar á eftir þeirri fyrri frá ECB: Heimskulegasti seðlabanki mannkynssögunnar? 

Þetta er allt svo frábært þarna á evrusvæðinu! Hið fullkomna fjármálakerfi! Og regluverkurinn maður, regluverkurinn!
 
OMG! Lánasafn Landsbankans lenti því miður og algerlega óvænt í gjaldeyrishöftum og hruni evrusvæðis. Atburðum sem aðeins geta gerst samtímis einu sinni á hverjum 10 milljörðum ára. 

Þeir sem halda að bankarekstur verði nokkurn tíma aftur eins og hann var fyrir hrun, vaða í villum vegakerfa heimsins.
 
Fyrri færsla

Plan B að fæðast sem ríkisstjórnar gjörningur dagsins

Kláðasveit lúsahers ríkisstjórnarinnar setti í dag á svið burtflogna björgunarþyrlu og blés svo upp loftknúinn seðlabankastjóra Íslands sem - alltaf eins og nývaknaður - æddi hina löngu leið í símann og spýtti þar loks út úr sér upplýsingum um það sem Davíð Oddsson sagði okkur öllum í beinni útsendingu - en bara fyrir rétt rúmlega tveimur árum síðan - að yrði staðan sem hann Már Guðmundsson byggi að í Seðlabankanum í dag. Bætt staða og minni áhætta þjóðarbúsins þegar bankarnir væru likvíderaðir út úr þjóðarhagnum. Og skuldatryggingaálagið á ríkissjóð nú þegar komið niður í 230 punkta. Meira en þrisvar sinnum lægra en á ríkissjóði Portúgals og Írlands; en sem Már endilega vil gangast í ábyrgð fyrir með órjúfanlegri aðild Íslands að sam-gjaldþroti evrusvaðsins.

Út úr flæðarmáli munnvatns seðlabankastjórans mátti heyra orðin sullast út í gegnum landsíma símtal hans við lánshæfnismatsfyrirtæki nokkur, og sem hann sagðist hafa verið í nánu sambandsleysi við í stanslaust rúmlega tvö ár. Samtals og uppgert eru þetta þá aðeins tuttugu og fjórir rúmliggjandi upplýsingamánuðir um B-aðgerðaráætlun bé-ríkisstjórnar Íslands. Enda ekki við öðru að búast á heimili þar sem lifað er hinu pólitíska lífi frá einum deginum til annars. 

Eins og við öll vitum, er dagurinn í dag það eina sem við alltaf höfum. Allt hitt er runnið vatn í góðu veðri til sjávar en sem til einskis var nýtt og engum var né verður nokkurn tíma til gagns. Gott var nú blessað veðrið, en engum til gagns.
 
En heiðrinum er þó alltaf hægt að bæta á sig, daglega.
 
Sjálfur hefði ég bara sent af stað spólu með viðtalinu við Davíð Oddsson. Það hefði ekki þurft að kosta svo mikið og jafnvel hefði mátt spara hraðpóstburðargjöld og notast við flöskupóst. Tvö ár í óupplýstri skelfingu er langur tími fyrir þjóðina.
 
Atburður gærkveldsins 
 
Hrossagaukurinn er kominn! Og er strax við komuna til landsins, að himnum ofan, byrjaður að þeysa um loftin og sýna og spila listir sínar. Þrátt fyrir kulda, storm og él. Þvílíkur kraftur og seigla. Hrossagaukurinn! Vorið er að koma.  

Ísland hefur sagt sig úr heimi Euffe Ellemann-Jensens

Mikið er ég feginn. Síðast þegar ég asnaðist til að andmæla skrifum þessa manns var lokað á umræðuna með ritskoðunarhnappi. Eins og venjulega. Og síðast þegar ég bjó í heimi þessa manns gekk hann um heiminn þann í bláum sokkum með tuttugu og eitthvað gulum stjörnum. Og þetta er ekki einu sinni lygi. Hvernig gat þetta endað öðruvísi en táfýla. Án þessara sokka hefði maðurinn aðeins verið á gatslitnum skóm.

Tuttugu og fimm árum seinna eru sjö af tuttugu og eitthvað gulum stjörnum gamla heims þessa manns enduð sem ruslahrúga í fanginu á Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Þau þau þau fengu ekki lengur lán lán lán á peningamörkuðum myntsokkabandalags Evrópusambandsins, nema á okurvöxtum, hærri en bananalýðveldum bjóðast. 

Nú á að fara með AGS haldandi í höndina á sér og banka upp á hjá Gjaldþrotasjóði Evrópusambandsins, sem gjaldþrota lönd sambandsins ætla saman að borga í. Ég skal banka og þú (be)talar, verður sagt.

Nú hefur Þýskaland líka sagt sig úr heimi Euffe Ellemann-Jensens, segir hann sjálfur. Nei, en gaman! En var það ekki algerlega fyrirsjáanlegt? Ég spyr. Hver vill þá vera berfættur í slitnum skóm. Vera sokkalýðveldi án sokkaverksmiðju Þýskalands?

Eftir að Danmörk hætti að fá yfirfærslur frá sokkaverkinu þá er eins og að eitthvað hafi fölnað yfir ýmsu þar heima fyrir. Sérstaklega hafa vinsældir sokkaverksins fölnað og gult orðið frekar rauðleitt.
 
Disclaimer; höfundur, sem er (af)dalamaður í dal á Íslandi, gengur um í heimaprjónuðum ullarsokkum konunnar minnar, og er nýbúinn að panta sér sænska tréklossa úr trjám því gengi sænsku krónunnar var ekki bundið fast við staur í Þýskalandi. Þeir ganga því vel. Og stutt er í ull. Tramp tramp tramp.
 
Fyrri færsla


Ísland er með lús [u]

Berlingske Tidende sunnudaginn 10. apríl 2011
 
Ríkisstjórn Íslands herjar á þjóðina eins og lús sem ógerningur er að nálgast og losna við. Þjóðin reynir að klóra sér en ekkert virðist duga til að stoppa þjáningu hennar, eins og við sáum síðast í DDRÚV málgagni lúsarinnar í gærkveldi. Smitin hafa einnig heltekið forystu Sjálfstæðisflokksins.
 
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ER ÍSLANDI SKAÐVALDUR. ÚT MEÐ HANA!
 
Í hverju málinu á fætur öðru er ríkisstjórnin opinberuð sem helsti fjandmaður þjóðarinnar, en ekki talsmaður hennar. Hún verður að fara frá. Ríkisstjórnarlaust  land væri betra en þessi verri helmingur þess versta sem stjórnmál geta boðið upp á. Ríkisstjórnin er fullkomlega umboðslaus og þjáist af dómgreindarskorti sem gerir hana óhæfa við stjórnun ríkisins. Hún er orðin þjóðhættuleg eins og ölvaður ökumaður bifreiðar er hættulegur umhverfi sínu og sjálfum sér. Og hún heldur bara áfram að bæta á sig. 

Við þurfum á aflúsun að halda. Ríkisstjórnin á að fara frá. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá nýjan leiðtoga. Sá sitjandi er gagnslaus UHU-maður hentistefnu. Hreinsa þarf til.
 
Framsóknarflokkurinn fengi atkvæði mitt nú ef landsþing flokksins tæki sig saman og sýndi einhug í stað þess póstkassa sem til málamynda á að fara að panta úr katalógum og setja upp sér til hægðarauka svo flokkurinn geti komist hjá því að hafa skoðun í grundvallarmálum sem fylgt er eftir í verki. Út og suður, upp og niður dugar ekki lengur. Gefið stefnuljós og akið samkvæmt því. Stefnuljós gefið í báðar áttir er neyðarljós.
 
 
Uppfært; Forsætisráðherra Íslands í nokkrum erlendum fjölmiðlum
 
======
Johanna Sigurdardottir said the results were disappointing but she would try to prevent political and economic chaos ensuing. She said the repayment dispute would now be settled by a European trade court—which could impose harsher terms on Iceland than those rejected in Saturday's vote | Wall Street Journal
 
======
Prime Minister Johanna Sigurdardottir called the results disappointing.  She has said a "no" vote would result in political and economic chaos | Voice of America
 
======
The Icelandic Prime Minister Johanna Sigurdardottir has predicted "political and economic chaos as a result of this outcome", but did not say if the government would resign | Sky News
 
======
Johanna Sigurdardottir, Iceland's Prime Minister, said the rejection meant "the worst option was chosen" and had split the country in two | BBC
 
======
“This matter will now be settled in the European Free Trade Association’s court,” Prime Minister Johanna Sigurdardottir said in comments broadcast by RUV, immediately after the first results were published | Bloomberg
 
======
The worst option was chosen. The vote has split the nation in two,” Jóhanna Sigurdardóttir, prime minister, told state television, saying it was fairly clear the “no” side had won. [. . ] The prime minister, who had predicted a No vote would cause economic uncertainty for at least a year or two, did not say whether the government planned to resign | Financial Times
 
 
Um það bil 1000 aðrir fréttamiðlar vitna í orð forsætisráðherra Íslands.  
 
 
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ER
handlangari Evrópusambandsins á Íslandi
 

 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband