Leita í fréttum mbl.is

Ómálefnaleg málefnaleg umræða

Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind

Sumir, jafnvel margir, segja að einhver sé kjötframleiðandi ef viðkomandi er svo heppinn í þessu árfreði að eiga naut, kú, ær eða gæs til að slátra og færa sér til munns eða markaðs. Að þá sé viðkomandi orðinn kjötframleiðandi. En þetta er auðvitað ekki rétt. Enginn framleiðir kjöt. Það vex eins og flest sem lifir. Vöxtur er náttúrunni eðlilegur.

Bændur rækta, en þeir slátra sjaldnast gæsinni nema þeir séu að bregða búi. Og sjómenn henda ekki vélinni fyrir borð til að létta sér róðurinn. Samt er það þetta sem ríkisstjórnin gerir. Hún drepur gæsir og hendir aflvélum samfélagsins fyrir borð til að reyna að koma sér sjálfri í umsvif. En hér er auðvitað ekki átt við nein venjuelg umsvif, heldur það eitt að svífa um loftin blá - og stunda þar ómálefnalega sína svo kölluðu málefnalegu umræðu um ekki neitt nema það sem gagnast henni við að gera ekki neitt nema eitt; að troða Íslandi inn í Evrópusambandið, sama hvað það kostar. 

Þetta leiðir huga okkar að því hvað fjármálaráðherra Íslands sé? Er hann nokkuð mannakjötsframleiðandi? Hann græðir svo lengi sem við lifum, en nú orðið samt mest þegar við drepumst.

Ég held ég hafi svarið. Hann er rányrkjubóndinn sem rakar samfélagið. Hjá honum þarf ekkert að vaxa. Best væri fyrir hann ef við dræpumst sem fyrst. Við það sparast hellingur og svo er bara að rýja líkin alla leið inn í eilífðina.

Fjármálaráðherra hinnar tæru vinstri stjórnar er greinilega að bregða búi. Það skal fært Evrópusambandinu að gjöf fyrir einn "léttvægan" stól.

Atli Gíslason hefur hnífskarpt rétt fyrir sér. Ég verð að segja það 

Vinstri græn? Bíddu, hvað var það nú aftur?

Tengt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta lið hangir eins og hor í mottu enn þótt um 80% þjóðarinnar vilji engan þátt eiga í þessari helferð.

Aðeins Latte radíkalarnir í 101 R.vík og flauelsjakkarnir í vatnsmýrinni sjá einhverja matarholu í gegnum Absinthvímuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband