Bloggfærslur mánaðarins, september 2022
Miðvikudagur, 28. september 2022
Hvað sagði Pútín?
Upptaka: Forseti Rússlands ávarpaði þjóðina þann 22. september 2022 þar sem tilkynnt var herútkall fyrir 300 þúsund hermenn (lesa ávarpið)
****
HVAR ER HÓTUNIN?
Undanfarna daga höfum við séð vestrænar leifar af því sem einu sinni var kallað "fjölmiðlar", halda því statt og stöðugt fram að Vladímír Pútín forseti Rússlands hefði í ávarpi sínu til þjóðarinnar hótað að grípa til kjarnorkuvopna. Nú hef ég bæði lesið ræðu forsetans og horft á hana og það oftar en einu sinni. Ég sé hins vegar ekkert slíkt. Ég sé enga hótun
Forsetinn nefnir hins vegar það í ávarpi sínu að í Washington hafa menn rætt um að nota taktísk kjarnorkuvopn gegn Rússlandi í þeirri deilu sem nú stendur um Úkraínu, ásamt því að stunda árásir á kjarnorkuver, sem forsetinn kallar "kjarnorkufjárkúgun"
Ég þori að veðja hatti mínum á að sárafáar ritstjórnir vestrænna afganga svo kallaðra fjölmiðla, hafa lesið og horft á ræðu Rússlandsforseta, og heldur ekki á það sem varnarmálaráðherra Rússlands sagði í viðtali sama dag
Upptaka: Sama dag var viðtal við Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands. Shoigu er sagður tala reiðbrennandi átta tungumál, fyrir utan rússneksu
****
HEYRA BARA Í SJÁLFUM SÉR
Best gæti ég trúað að þeir, leifar fjölmiðla, hlusti áfram á það sem nánast viðstöðulaust kemur upp úr ótrúlegustu mönnum í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem undir ríkisstjórn Joe Bidens svo sannarlega er ekki í hers höndum, heldur í höndum eins konar nútíma fáráðlinga. Þar hafa menn sett fram þær kenningar á ný að hægt sé að vinna kjarnorkustríð með því að nota lítil kjarnorkuvopn og að nú sé mögulegt að nota þau á Rússland í jöðrum átakasvæða. Hér áður fyrr voru slíkir menn í Pentagon dæmdir geðbilaðir og teknir úr umferð af eigin mönnum (Douglas Macgregor ofursti hjá Tucker Carlson 23. september). En í dag er hins vegar hlustað á þá í fúlustu alvöru. Spil þessara manna hefur náð þeim hæðum að forseti Úkraínu fékk óáreittur að ganga um gólfin á öryggisráðstefnunni í München tilkynnandi öllum þar að hann ætti að fá og myndi fá kjarnorkuvopn til umráða. Enginn gerði hina minnstu tilraun til að þagga niður í manninum. Þvert á móti var tekið undir
| Heimasíða og blogsíða Douglas Macgregors ofursta |
Þetta er það sem Rússland hefur ávallt hræðst, því þeir vita að Bandaríkin hafa notað kjarnorkuvopn gegn andstæðingi til að hlífa hermönnum sínum við bardaga. Þetta vita Rússar vel og óttast því Bandaríkin. Og í dag verða menn að viðurkenna að sá ótti Rússa er á vel gildum rökum reistur. Taka verður þjóðaröryggisáhyggjur Rússa alvarlega
Að minnsta kosti verður að taka áhyggjur þeirra jafnalvarlega og Bandaríkin myndu taka aðild Mexíkó að kínversku varnarbandalagi það alvarlega að þau myndu ekki hika við að leggja Mexíkó undir sig og hersetja það eins lengi og þeim sýndist
RAUNHÆFT?
Hins vegar efast ég um að Bandaríkjamenn væru færir um að taka iðnaðarfyrirtæki sín niður, pakka þeim saman og flytja þau til Alaska og koma síðan með nýjar græjur og ofurefli til baka innan 12 mánaða. Slíkt held ég ekki að Bandaríkin séu fær um. En þau myndu að minnsta kosti bomba Mexíkó sundur og saman eins lengi og skotfærabirgðir þeirra entust, sem er ekki sérlega lengi miðað við hálftæmdar skotfærageymslur NATO-ríkjanna í dag. Reyndar efast ég um að NATO-myndi hafa nokkuð í Rússneska herinn í dag. Þetta segi ég ekki léttilega
Í þeirri deilu við Kína og kínverskar herstöðvar í Mexíkó myndi ég hafa mikla og djúpa samúð með Bandaríkjunum og álykta að ekkert ríki geti án alvarlegra afleiðinga reynt að auka þjóðaröryggi sitt á kostnað þjóðaröryggis annars ríkis og sérstaklega ekki á kostnað nágranna sinna. Washington er því hollast að sýna bæði Kanada og Mexíkó það mikla virðingu að ekki þurfi að koma til slíks
Þessi röksemdafærsla á meira en tvöfalt við um NATO-bröltið í Úkraínu. Rússar hafa mjög svo lögmætar áhyggjur af NATO-væðingu Úkraínu. Þeir vita sem er að evrópska brjálæðið sem þeir fengu að kenna á í Síðari heimsstyrjöldinni er við það að taka sig upp aftur, því ríkisstjórnir Evrópu hafa í svo marga áratugi brugðist þjóðum sínum algjörlega. Rússar vita vel að öll lönd eru aðeins þremur máltíðum frá innvortis upplausn, eins og Lenín benti á. Sá nakti sannleikur kostaði Rússland langa borgarastyrjöld og sem enn var ekki að fullu yfirstaðin þegar Nasistar réðust inn í Rússland og hittu Rauða herinn fyrir á miðju endurskipulagningarvaði. Að því leytinu hefðu Nasistar ekki getað fundið heppilegri tímapunkt til að ráðast á Rússland
STAÐREYNDIR ÞARF AÐ TAKA ALVARLEGA
Fyrir Rússum voru afleiðingarnar af Síðari heimsstyrjöldinni á borð við afleiðingarnar af kjarnorkustyrjöld. Rússar misstu 35 milljónir manna og segja má að þeir hafi að 75-85% leyti unnið stríðið í Evrópu fyrir okkur á vesturlöndum. Rússar voru bandamenn okkar, og mönnum ber að sýna þeim sem slíkum viðeigandi virðingu í stað þess stofnanavædda Rússahaturs sem í dag fer að nálgast hatur svo margra manna á Gyðingum og á Ísraelsríki síðustu þrjá áratugina. Rússland var þess utan einna fyrst ríkja heimsins til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Takk fyrir það
Allir leiðtogar Sovétríkjanna sögðu að fyrir Rússland voru afleiðingarnar af Síðari heimsstyrjöldinni á borð við afleiðingarnar af kjarnorkustyrjöld
Vesturlönd hafa svikist um að viðurkenna árangur Rússlands gegn Nasistum og Rússahatarar vesturlanda virðast hafa tekið sérstöku og jafnframt einkennilegu ástfóstri við fyrrum nasista og fasista ásamt DDR-myndastyttu frá Austur-Þýskalandi. Og þau hafa svikist um að viðurkenna lögmæti þjóðaröryggishagsmuna Rússa og áhyggjur Rússa af þróuninni á vesturlöndum, sem varla er hægt að kalla öðru nafni en vanþróun - jafnvel inn og útvortis sjálfsmorðskast. Vesturlönd eru því í hættulegu ásigkomulagi og til alls vís, hugsa Rússar
AÐVÖRUN
Eins og forseti Rússlands nefnir í ávarpi sínu: þeir sem beita kjarnorkuvopnum verða að átta sig á því að vindurinn með geislavirku úrfelli getur snúist gegn þeim sjálfum og því rignt niður í þá sjálfa
Í ávarpi Rússlandsforseta er tilkynnt að 300 þúsund af þeim 25 milljónum manna sem eru með herþjálfun í Rússlandi séu kallaðir til herþjónustu. Þeir hermenn verða settir í upprifjun og frekari endurþjálfun og settir í stað annarra víðsvegar um Rússland. Aðeins þeir sem standa nálægt hernum eru kallaðir inn
Rauði herinn hafði á sínum tíma á 14 milljón manna varaliði með tveggja ára þjálfun að skipa. Ber að skoða það varaafl Rússlands þá í ljósi þess að á þinghúshæðum Bandaríkjanna vannst atkvæðagreiðslan um innleiðingu herskyldu með aðeins einu atkvæði sumarið 1941. Engin ríkisstjórn á vesturlöndum myndi fá innleiðingu herskyldu í gegn í dag og allt það 300 þúsund manna varalið sem Jens Stoltenberg aðalhagfræðingur NATO sagði frá, er ekki til herþjónustu búið núna frekar en áður. Aðeins er um pappírsráðstöfun að ræða. Jens Stoltenberg hefur álíka mikið vit á hernaði og hagfræðingur hefur vit á efnahagsmálum
Fyrri færsla
Hverning gengur stríðið í Úkraínu? [2U]
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 12. september 2022
Hverning gengur stríðið í Úkraínu? [2U]
Mynd: Tilkynning barst frá Rússneska varnarmálaráðuneytinu síðdegis laugardaginn þann 10. september 2022. Áhugasamir geta horft á og lesið hana hér á vefsvæði ráðuneytisins. Hægt er að afrita textann og keyra hann í gegnum þýðingarvél
****
Í samræmi við fundinn í Ramstein í síðustu viku og heimsókn Blinkens utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í sömu viku, ákváðu Kænugarðsmenn að reyna sýna fram á að að peningalegt uppihald og vopnasendingar til þeirra úr vestri borgi sig áfram. Raunar voru þessar margumtöluðu aðgerðir þ.e. þessar svo kölluðu gagnsóknir Úkraínuhersins í síðustu viku, ákveðnar fyrir mánuði síðan í fjarlægri Washingtonborg Bandaríkjanna, Lundúnum, Berlín og París
Kænugarðsherinn fór því samkvæmt áætlun þessari í fréttauppnefnda "leifturgagnsókn" inn á landsvæði í norðaustri, þar sem eins konar þjóðvarðlið (e. civil defence police) nýju lýðveldanna tveggja í austri gætti þarna í norðaustri. Það urðu engir eða að minnsta kosti afar litlir bardagar, enda nær engir til að berjast við. Af hverju? Jú vegna þess að Rússar höfðu vitneskju um það sem ákveðið hafði verið af Ramsteinhópnum ca. mánuði áður. En Ramstein er herstöð bandaríska flughersins í Vestur-Þýskalandi
Rússar létu því flytja herlið sín burt frá þeim svæðum sem Úkraínuherinn brunaði síðan inn á núna fyrir helgi. Um er að ræða svæðið sem liggur upp að landamærum Rússlands í norðausturhluta Úkraínu. Rússar höfðu einnig á undangegnum mánuðum boðið rússneskumælandi íbúum svæðisins að forða sér inn fyrir landamæri Rússlands og búsetja sig þar, að minnsta kosti þar til þeim er óhætt að snúna aftur
Rússneskir fallhlífarhermenn komu síðan og björguðu þjóðvarðliðinu burt af svæðinu og fóru svo heim. Veittu því skjól á meðan það pakkaði saman og fór. En hins vegar hafði það herlið sem Rússar létu flytja burt af þessu svæði fyrir nokkrum vikum síðan, sennilega verið flutt til að austurhlutans sem hýsir nýju rússneskumælandi lýðveldin tvö, eða þá að það herlið bíður átekta eftir því að Úkraínuherinn sé kominn nógu langt inn í gildruna, þ.e. skyldi þetta vera gildra
Það er merkilegt þegar fylgst er með þessu stríði, að Rússneska varnarmálaráðuneytið upplýsir dag hvern um hvaða einingar og sveitir Úkraínska hersins séu virkar, hvar þær eru staddar og í hvernig ásigkomulagi þær eru og hvað þær aðhafast. Kænugarðsstjórnin hefur aldrei véfengt eða borið þessar upplýsingar Rússneska varnarmálaráðuneytisins til baka
En hið undarlega er hins vegar það, að Kænugarðsstjórnin upplýsir umheiminn aldrei um hvaða einingar og sveitir rússneska hersins séu virkar í þessari hernaðaraðgerð, hvar þær séu staddar og hvað þær séu að gera. Þetta ætti að vera auðvelt því CIA, Pentagon og Mi6 stjórna öllum aðgerðum Kænugarðsmanna með aðstoð gervihnatta, eins og Lyndon B. Johnson lét hernaðarsérfræðinga sína í Washington stjórna stríðinu í Víetnam með reiknistokkum
En hvað þýðir þetta? Jú þetta þýðir það að Rússneski landherinn hefur ekki enn sem komið er tekið þátt í stríðinu. Það eru fyrst og fremst herlið (e. militia) nýju lýðveldanna tveggja í austri ásamt Wagner-grúppu Rússlands (fyrrverandi hermenn og sérsveitarmenn) sem hafa staðið fyrir bardögunum við Úkraínuherinn, en hins vegar með stuðningi frá rússneska flughernum, upplýsingakerfum Moskvu úti í geimnum ásamt rússneskum vopnum
Niðurstaða: Kænugarðsstjórnin og yfirvöld hennar í Washington, London og Berlín skammast sín sennilega svo mikið fyrir að ráða ekki við herlið lýðveldanna tveggja sem berjast með aðstoð Wagnerhópsins og sjálfboðaliða frá Téténíu, að þeir þora ekki að birta mótsvarandi upplýsingar og Rússneska varnarmálaráðuneytið birtir daglega um hvaða einingar Kænugarðshersins í vösum NATO-ríkjanna eru virkar og hvar þær séu staddar. Enginn fær að vita neitt um hulduher Rússa því hann er einfaldlega ekki þátttakandi í stríðinu, að minnsta kosti ekki enn sem komið er
Það sem forseti Rússlands sagði þann 7. júlí 2022 er því rétt. Hann sagði:
"Við heyrum í dag að þeir vilja að við [Rússar] séum sigraðir á vígvellinum. Ég veit varla hvað ég á að segja. Látum þá bara reyna það, því við erum varla byrjaðir á neinu fyrir alvöru enn.... Sjá hér - og hér (14. júlí)
Ég býst við að þeir sem trúa á að Bandaríkin tapi stríði í Mexíkó trúi líka á að Rússland tapi stríði í Úkraínu. Mikil er trú þeirra manna
Ef þetta er "gagnsóknin" sem Kænugarðsmenn hafa talað um síðan í mars þá býð ég ekki í þetta. Öll "gagnsóknin" í suðri fyrir 12 dögum síðan fór út um þúfur og mannslífum Úkraínuhermanna var fórnað þar algjörlega til einskis. Mjög sorglegt. Þetta er allt saman mjög sorglegt. Sennilega hefur Kænugarðsstjórnin fórnað lífum 35 þúsund hermanna sinna á innan við þremur vikum til þess eins að sannfæra pólitíska elítu í vestri um að vopn, peningar og völd skuli áfram flæða til hennar
Og þegar menn æsa sig upp yfir landsvæðum sem annaðhvort vinnast eða tapast í þessari deilu, þá gleyma þeir því algjörlega hvert yfirlýst markmið Rússlands er með þessari svo kölluðu hernaðaraðgerð. En þau eru að afvopna Úkraínustjórnina og aflúsa landið af brjálæðingum, sem Moskva kallar nasista (ekki mín orð)
En hvað þýðir "afvopnun" í praxís. Jú hún þýðir; að koma hermönnum Úkraínu fyrir kattarnef. Að koma þeim varanlega úr umferð. Drepa þá eða særa. Þetta er nefnilega ekki landvinningastríð, en gæti hins vegar breyst í það, haldi vesturveldin áfram að vera nógu NATO-heimsk. En það hafa þau svo sannarlega verið fram til þessa
Hollt er að muna að Rauði herinn felldi þrjá af hverjum fjórum hermönnum sem Þriðja ríki Þjóðverja missti í Síðari heimsstyrjöldinni. Rússar afvopnuðu Þýskaland og gerðu það óbardagahæft - með því að kála hermönnum Þriðja ríkisins. Stríð vinnast aðeins á jörðu niðri - en aldrei um borð í flugvél, þó svo að þar sé hægt að sækja sér vissan stuðning
Þeir sem enn lesa fjölmiðla vesturlanda um þetta stríð, hljóta að fara að skilja að miklu gagnlegra er að horfa út um gluggann og hugsa sitt. Og þeir sem taka mark á svo kölluðum félagsmiðlum um þetta stríð, já þeir láta hafa sig að fíflum
Allt sem viðkemur stríðum er þungt í vöfum og í tonnum. Það tekur langan tíma að flytja eina herdeild. Þannig að ef eitthvað gerist í dag sem máli skiptir, þá þýðir það að ákvörðunin um það og undirbúningur hófst fyrir mörgum vikum síðan
Uppfært 12. september kl. 22
Viðvarandi vangaveltur eru um að það landsvæði í norðaustri (Izium) sem ég nefni hér að ofan og sem Úkraínuherinn fór inn á í því sem svo kallaðir fjölmiðlar kalla "leifturgangsókn", sé eins konar rétt sem Rússar hafi opnað til að liðsafli Kænugarðsmanna geti flætt þar inn. Og að þannig hafi nú tekist að svæla þann liðsafla út úr skógum og þéttbýli, út í hið opna landslag. En það eru einmitt þannig aðstæður sem Rússar vilja hafa andstæðinginn í, svo hægt sé að ganga frá honum án hliðarverkana. Sviðið fyrir lokun réttar og því sem næst fylgir er að minnsta kosti sett, hvað svo sem verður. Ég undirstrika að þetta sem ég skrifa eru vangaveltur en ekki þekktar staðreyndir. Aðrir möguleikar eru til staðar
Vangaeltur eru einnig uppi um að staðan í Úkraínuhernum sé orðin svo slæm að heilu herdeildirnar neiti að snúa aftur til vígstöðvanna og að fall Úkraínuhersins innan frá eða uppreisn hans sé yfirvofandi. Slíkt hefur legið í kortunum mánuðum saman því Úkraína hefur verið og er tvístrað land og óheildstætt ríki
Þegar Bandaríkin hefja stríð í fjarlægum löndum þá hefjast þau ávallt með því að taka innviði landsins niður, rústa raforku- og fjarskiptakerfum, lama samgöngur, ríkisstjórn, þing og fjölmiðla. Ekkert af þessu er til staðar í Úkraínu. Ríkisstjórn, þing, samgöngur og fjarskiptakerfi eru látin í friði, fjölmiðlar starfa, rafmagnið er á, nema þegar svarað er fyrir árásir Úkraínumanna á til dæmis raforkukerfi innan landamæra Rússlands, eins og gert var í dag
Ríkisstjórnin í Kreml talar því um átökin sem "sérstaka hernaðaraðgerð" en ekki sem stríð. Þeir trúboðar úr vestri sem leiðir voru orðnir á því að láta mynda sig saman með Grétu Thunberg, hafa því getað lent og haldið messur í Kænugarði án þess að vera skotnir í tætlur - og látið mynda sig með forsetanum þar. Og aldrei stóð til að Rússar tækju Kænugarð í upphafi átakanna. Uppstilling herdeilda þeirra þar var til að beina athygli og kröftum Kænugarðsmanna frá því sem í þann mund var að gerast í austri. Aðeins fáráðlingar halda að hægt sé að hertaka milljóna manna þéttbýli með leiktjöldum Potemkins
Uppfært 13. september kl. 06
Árásir Rússneska Svartahafsflotans á tugi spennistöðva í austurhlutum Úkraínu í gær, ásamt lömunarárásum á nokkur raforkuver sama dag, gætu hins vegar bent til breytinga í stríðsrekstri Rússa í átt til amerískra aðferða. Helmingur 20 þúsund kílómetra járnbrautarkerfis Úkraínu er raforkuknúinn og falli sá helmingur algjörlega út er hætt við að flutningur þeirra herdeilda, tækja og manna, sem Úkraínuherinn safnaði saman á Izium-svæðinu sitji þar fastur sem skotmörk fyrir Eldflaugaher Rússlands, og að ekki sé því hægt að flytja hann til í landinu burt úr réttinni sem Rússar opnuðu fyrir hann á Kharkiv-Izium-svæðinu í norðaustri samkvæmt reiknistokksáætlunum stríðsrekstrardeilda Kænugarðs í Pentagon
Hvort um er að ræða stefnubreytingu í því máli sem Rússlandsstjórnin kallar "sérstaka hernaðaraðgerð" veit ég ekki. En Vladímír Pútín forseti Rússland hefur hingað til ekki tekið neinar stórar ákvarðanir án þess að vera viss um að þjóðin sé með honum í því sem gerist næst. Eftir sex mánaða stríðsrekstur er rússneska þjóðin orðin þess vel meðvituð að Rússland á ekki bara í stríði við Kænugarðsstjórnina heldur allt NATO líka. Stuðningur hennar við forsetann hefur því aukist mikið á þessum sex mánuðum
Ein af afleiðingum þessa stríð verða þær að meginland Evrópu (Evrópusambandið) veikist stórkostlega, einkum Þýskaland, á meðan Bandaríki Norður-Ameríku styrkjast. Því verður varla tekið þegjandi og hljóðalaust - og það vita Rússar vel
Fyrri færsla
"Leynilegar kosningar í fyrsta sinn". Já er það?
Segjast hafa endurheimt 500 ferkílómetra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2022 kl. 06:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 11. september 2022
"Leynilegar kosningar í fyrsta sinn". Já er það?
Fyrsta sinn sem Svíar fá að kjósa leynilega segir í frétt Mogga
Ég spái í hvort að þessu hafi verið "breytt" til að hægt sé að samþykkja Svíþjóð inn í NATO?
Tja. Kannski að Tyrkland hafi krafist þessa, plús það að Erdogan krefst þess að sænska þingið framselji það fólk til Tyrklands sem hann sækist eftir að losa heiminn við. Getur það hugsast?
Nei varla, því sænsku "þingkosningarnar" virðist enn bara vera sovéskur brandari. Engu hefur verið breytt í fyrirkomulagi kosninganna, nema því að kjörseðlarnir eru hafðir þar sem ekki er hægt að sjá hvaða seðil kjósandinn tekur
Kjörseðlarnir eru sem sagt enn merktir hverjum flokk. Einn sérstakur kjörseðill fyrir hvern flokk
En þá hefur bara birst nýtt vandamál á kjörstöðum og það er það, að það "vantar" kjörseðla (eða eru látnir vanta) á mörgum stöðum í landinu fyrir vissa flokka. Þannig að það hafa verið endalausar biðraðir
"Ha? Ert þú ennþá hér? Hvað segirðu maður, ertu búinn að bíða hér síðan í morgun? Vantar kjörseðla, segirðu? Hvaða flokkskjörseðli ertu að bíða eftir? Nú já, ég veit það nokkurn veginn, því ég sá að það vantar kjörseðla fyrir Svíþjóðardemókratana. Ætlarðu að kjósa þá?"
Svíþjóð er og hefur aldrei verið lýðræðisríki. Allar skoðanir fólksins í landinu eru ríkisendurskoðaðar af hinum fáu og sviksamlega kjörnu, og sem komu sér saman um hvað séu réttar og rangar skoðanir
En fær landið þá inngöngu í NATO? Land sem er enn með opinberan gapastokk fyrir þegna valdastéttar landsins, því engir eru borgararnir til í þessu landi, það er nefnilega búið að þurrka þá út
Og þar sem öngvir borgarar eru, þar geta ríkisborgarar ekki heldur verið til. Hugtakið "ríkisborgari" hefur þar með enga merkingu í þannig ríki. Allir eru jafnóviðkomandi framandi í landinu. "Folkhemmet" er ekki til
Þetta tókst jafnvel Sovétríkjunum sálugu aldrei. Austur-Þýskalandi (DDR) tókst þetta hins vegar næstum því alveg. Svíþjóð er að leysast upp
Leynilegar kosningar í fyrsta sinn valda töfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 6. september 2022
Evrópa orðin helgræn [u]
Upptaka: Múgsefnunarstrulun vestgrænna "stjórnmálamanna" rædd
****
Evrópusambandslöndin voru fyrst til að beita orkuvopninu gegn Rússlandi í þeirri deilu sem nú stendur um Úkraínu. En þar hugðust NATO-ríkin koma sér upp fastri ógnar- og innrásaraðstöðu inn í Rússland. Ljóst er nú að sömu lönd höfðu fyllt Úkraínu upp af vopnum og sem sennilega eru þangað komin án vitundar þjóðþinga NATO-ríkjanna, áður en stríðið hófst
Það er grátbroslegt að horfa upp á ESB-Evrópu þessa dagana, mánuðina og árin. Árum saman hafa vindmyllu-valdamenn þar tíst um töframátt hins mjúka valds (e. soft power) og þulið þær kennisetningar upp yfir veröldinni að stríð séu úrelt fyrirbæri og að aðeins aumingjaháttur af þriðju gráðu og almennt tannleysi geti komið í veg fyrir þau. Skilningurinn á að mátturinn, valdið og ríkidæmi flæði af sverðinu er horfinn - og nú álitinn eins konar zappþústapasta nýrra sítístandi grænsápumanna allsherjar-vinstrisins, en sem væru ekki til ef máttur sverðsins hefði ekki verndað og varðveitt forfeður þeirra, dýrðina, söfnuðinn, ættina og þjóðirnar
Og árum saman hafa sömu sérfróðu vindbarningsmenn (hámenntaðir imbahalar) frætt heiminn um hversu "lítið, smátt og vesælt" rússneska hagkerfið sé. En núna sitja þessir sömu sérfróðu háskólamenn valdastéttarinnar skjálfandi og vindmyllubarðir í valdastólum sínum, íklæddir rúlluskautum og snjóþrúgum til að geta forðað sér sem hraðast. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu að halda á sér hita með rússnesku gasi til að geta tíst út til umheimsins hversu vondir Rússar séu fyrir að voga sér að neita að samþykkja sökklana fyrir NATO inni í sjálfri forstofu Rússlands. Rússar sem mátt hafa þolað þrár innrásir snarklikkaðra Evrópumenna úr vestri, vita vel að ný Evrópuklikkun er í uppsiglingu á meginlandinu og að of seint er til ráða gripið þegar búið er að steypa sökklana undir hana
Í vetur ætla svo þessi sól- og vindbörðu grænu gáfumenni ESB-Evrópu, með eina sólsellu í heilastað, að safna gamla fólkinu saman í hella eða "hitastofur" til að geta haldið á því hita með því að kveikja elda eins og á tímum Neanderdalsmanna
Ef ég væri þýskur kjósandi þá myndi ég leggja til að Gerhard Schröder, Angela Merkel og Olaf Scholz verði pressuð í eina stóra salernispappírsrúllu svo að þýska þjóðin geti þerrað sig á þeim í vetur og þannig fengið að minnsta kosti meira notagildi út úr þeim en ekki neitt, eins og verið hefur í samfellt 25 síðustu ár
Ég biðst þó velvirðingar á þessu með þýsku kanslarana þrjá, pressaða. En ég held að margir þýskir kjósendur, og þó víðar væri leitað, séu innanundir orðnir mjög svo sammála mér í þessari táknrænu samlíkingu á hvert notagildið hafi verið af þeim sem stjórnmálamönnum í samfellt 25 síðustu ár
Ég óttast að tími byltinga í Evrópu sé ekki á enda runnin enn, því á næstu vetrum geta valdamenn Meginlands taparanna ekki einu sinni boðið lýðnum upp á að borða bara kökur
Nú vill ekkert af þessu fólki sem lét afmynda sig saman með Grétu Thunberg kannast við hana og myndir og skilti af henni sem nýjum dýrlingi eru teknar niður. Biðröðin við hvíta handvaskinn í þeim efnum lengist dag fyrir dag
Sótsvart í framan burstar þetta græna fólk nú skorsteina sína og fellir tré til eldiviðar fyrir komandi vetur
Brenni er alls staðar uppselt og heilu þorpin gera nú bestu menn bæjarins út á mörkina til eldiviðarleitar. Líf og strit Neanderdalsmanna í jaðri jökulsins er fyrirmyndin - og þar hefði Angela Merkel aldrei lifað af, nema þá sem myndrista á hellisvegg, en það er reyndar það eina sem hún var og er: þ.e. Austurþýsk myndastytta frá DDR
Ljóst er nú að það var Rússland sem hélt lífinu í meginlandi Evrópu síðustu 25 árin. Án Rússlands hefði Evrópa aldrei orðið neitt, nema það sem álfan er á leið með að verða í dag: þ.e. ekki neitt
Það sem koma skal á meginlandi Evrópu verður sem sagt ekki eins og síðast, og einmitt það munu þjóðirnar þar muna það sem eftir er þessarar aldar
Ekki er skrýtið að vesturlenskir stjórnmálamenn minnist Gorbatsjovs ákaft, því hann gerði svo mikið fyrir þá - en lítið fyrir þjóð sína
uppfært:
MÁTTUR SVERÐSINS
Ef Bandaríkjamenn tryðu ekki á mátt sverðsins væri helmingur landa heimsbyggðarinnar búinn að rífa þau á hol í dag - Ísland líka. Eins og er, þá eru Bandaríkin vinsælust í þeim löndum sem þau aldrei hafa verið. Það segir ýmislegt um pólitískt eðli tilveru okkar manna á jörðinni og þannig hefur hún alltaf verið og verður alltaf
Og sá maður sem er forseti Rússlands í dag, sama hvaða nafni hann nefnist, þarf að annast stærsta land veraldar sem samanstendur af 85 sambandsríkiseiningum, allt frá sjálfsstjórnarsvæðum til lýðvelda og borga. Rússneska hagkerfið er svæðisbundinn aragrúi af einingum þar sem ríkidæmi eða fátækt er mjög svo mismunandi og ójafnt dreift
Fyrsta sjálfsstjórnarland Gyðinga í heiminum frá því (sennilega) á tímum Ísraelsríkis hins forna, var til dæmis sett á laggirnar í Rússlandi 1931 og þar sem Jiddíska er enn opinbert tungumál í dag. Heitir það Birobidzhan en náði ekki vinsældum meðal Gyðingaþjóðarinnar, þar sem samhengið milli lands og þjóðar skorti
Í utanríkismálum þarf hann að annast stöðuna í Úkraínu og á vesturlandamærunum, þ.e. þeim sem snúa að innrásarhraðbraut evrópskra brjálæðinga inn í Rússland. Hann þarf að annast stöðuna í Kákasus á því landsvæði sem liggur á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en forsögulega er það enn ein braut þeirra inn í Rússland sem sækjast eftir að skapa þar innri óstöðugleika
Síðan er það Íran en þar vinnur núverandi forseti Bandaríkjanna að því hörðum höndum að klerkaveldið komi sér upp kjarnorkuvopnum svo að hægt sé að aflétta þeim refsiaðgerðum sem koma í veg fyrir að Íran geti framleitt það mikið magn af olíu að það komi sér illa fyrir Rússland
Á Balkansaga hafa NATO-ríkin aukið mjög svo vopnaflutninga til Kosovo og þjálfað upp herlið þar. Serbía er að vonum ekki ánægð með það og leitar skjóls hjá Rússum
Í þeim hluta Miðasíu sem snýr upp að Rússlandi er það Kirgistan sem óttast að glæpalýðurinn sem Biden vopnaði í Afganistan hefji árásir á eða frá Tadsíkistan. Talíbanar Joe Bidens í Afganistan eru orðnir valdatæki Demókrata til að ná sér niðri á Rússlandi á þann bóginn. Stofnanavæddur Rússahaturssjúkdómur Demókrataflokks Bandaríkjanna er því miður orðinn svona langt genginn. Ofan í þetta kemur síðan allt hitt sem forseti Rússlands þarf að huga að dag hvern
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2022 kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 1. september 2022
Gorbatsjov allur
Blessuð sé minning Gorbatsjovs, þrátt fyrir allt
Hann var kommúnisti allan sinn valdaferil og ætlaði sér að vera kommúnisti áfram og hafði engan áhuga á að hætta því
Að reyna umbæta kommúnisma hvar sem hann finnst, er eins og að ætla að reyna að lækka hitastig jarðar með því að stofna nýjan vestrænan kommúnistaflokk
Kommúnisma er ekki hægt að umbæta. Það eina sem er hægt að gera við hann er að drepa hann
Og af því að Gorbatsjov var ekki nógu sterkur leiðtogi, þá dó kommúnisminn í Rússlandi óvart í hans höndum. Það var ekki ætlun hans en gerðist samt. Fyrir vikið líta sennilega flestir Rússar á Gorbatsjov sem veikburða leiðtoga sem tókst ekki að halda heimsveldi kommúnismans saman, þó svo að það hafi verið vont
Valdímír Pútín forseti Rússlands sagði að upplausn Sovétríkjanna hefði verið "einn stærsti geopólitíski sorgleikur síðustu aldar". Hann sagði líka að "þeir sem sakna ekki Sovétríkjanna séu hjartalausir", en samtímis sagði hann "að hver sá sem óski sér þau til baka sé heilalaus"
Það sem Valdímír Pútín forseti átti við er það að 1) skyndilega stóðu tugir milljóna manna fyrir utan landamæri fæðingarlands síns. Og 2) að þeir sem sakna ekki á einn eða annan hátt þess lífs sem þeir bjuggu við í 70 ár og börðust jafnvel mjög svo hart fyrir, séu hjartalausir. En 3) að óska sér Sovétríkin til baka jafngildi heiladauða. Allt saman rétt og satt hjá honum
Þjóðverjar glíma einnig við svipaðan vanda með þær 12-14 milljónir Þjóðverja sem lentu utan nýju landamæra Þýskalands við stríðslok og urðu þar með landlausir. Sá draugur á eftir að taka sig upp í því landi á ný
En nú eru gömlu Sovétríkin ekki til lengur og þar var mönnum lengst af bannað að fara burt af landi þeirra. Bannað að yfirgefa þau
Ekki þurfti þó að bíða þess lengi að nýtt sovétríki yrði til á meginlandi Evrópu og heitir það Evrópusambandið í dag. Þar mælast ókjörnir valdamenn til þess að Rússar fái ekki að koma inn í hið nýja sovétríki þeirra í dag
Er þetta ekki magnað; sovétlausir Rússar eiga ekki að fá að koma inn í hið nýja sovétríki Evrópusambandsins í dag
Gamla Sovétríkið var hins vegar einna fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Íslands 1944
En í dag, árið 2022, vill hið nýja sovétríki Evrópusambandsins helst ekki að neitt aðildarríki þess sé fullvalda. Takið eftir að ég er ekki að tala um sjálfstæði aðildarríkjanna, því ekkert aðildarríki að Evrópusambandinu er sjálfstætt lengur. Þau eru öll undirríki því Evrópusambandið er hið nýja og sjálfstæða yfirríki þeirra
Ég hef á tilfinningunni, eftir að hafa kynnt mér málefni Rússlands og þar á undan Sovétríkjanna frá báðum hliðum þ.e. líka frá sjónarhorni Rússa en ekki bara frá sjónarhorni Vesturlanda, að Rússar líti svo á málin að Vesturlönd eigi frekar lítinn þátt í falli Sovétríkjanna. Ég held að Rússar líti þannig á málin að þeir sjálfir hafi tekið Sovétríkið niður með því að hafa hætt stuðningi við hina pólitísku hugmynd um Sovétríkið - og kommúnisma þess
Ég held líka að Sovétríkin sálugu hafi verið woke og stundað Metoo-ofsóknir. Þar voru styttur rifnar niður (e. iconoclast) og reynt að drepa hefðir, kirkjur brenndar og útlendingar látnir fá hærri rétt en þeir innfæddu. Til dæmis voru allir leiðtogar Sovétríkjanna eins konar útlendingar nema einn:
Eiginlega held ég að Rússum lítist lítið á Vesturlönd lengur. Þeir sjá þar í dag of margt sem minnir þá á gömlu Sovétríkin - og á Gorbatsjov, þar sem flest liðast í sundur
Þjóðarleiðtogar Rússlands frá 1894 til 2022:
Síðasti þjóðarleiðtogi Rússlands fyrir valdarán kommúnista:
Nikulás 2. frá Pétursborg. Frá Vladímír
Leiðtogar Sovétríkjanna (allt rússneskt bælt niður):
Lenín => Innfluttur, af ýmsu bergi brotinn. Ekki kjarna-rússneskur
Stalín => Georgíumaður. Ekki kjarna-rússneskur
Malenkov (2,5 ár) => Balkanskagamaður. Ekki kjarna-rússneskur
Khrústsjov => Úkraína, meira og minna. Ekki kjarna-rússneskur
Brezhnev => Úkraínumaður. Ekki kjarna-rússneskur
Andropov => Stavropol. Ekki kjarna-rússneskur
Chernenko => Krasnoyarsk, Síbería. Langt austan Úralfjalla. Ekki kjarna-rússneskur
Gorbatsjov => Stavropol. Ekki kjarna-rússneskur
Enginn leiðtogi frá sjálfum Vladímír
Millibil (undantekningarástandið = hrun Sovétríkjanna):
Boris Yeltsin => Frá Sverdlovsk. En samt kjarna-rússneskur. Hefði þó aldrei komist til valda í venjulegu árferði
Framhald á Rússlandi
Vladímír Pútín => Pétursborg. Frá Vladímír
Sem sagt: þetta með leiðtoga Sovétríkjanna minnir okkur óþyrmilega á valdklíku Evrópusambandsins þar sem allir fá völd yfir öllum, nema heimamenn. Þetta er það sem kallað er "fjölbreytileiki" í dag (e. diversity). Þetta er einn stór alþjóða-nalli út í gegn þar sem heimamenn skulu ráða sem minnstu, því vér einir, útlendingar, vitum allt miklu betur því við erum nýja evrópumennið/sovétmennið (nú í NSU)
Solzhenítsyn sagði að með tilkomu Pútíns sem þjóðarleiðtoga væri Rússum í fyrsta sinn í mjög langan tíma gert kleyft að vera Rússar í sínu eigin landi. Allt hitt, þ.e. sovéttíminn, gekk út á að bæla hið rússneska niður og helst að tortíma því
Skiptir þetta atriði máli núna í stríðinu sem geisar í Úkraínu? Já, það held ég
Það stríð er hins vegar Vesturveldunum að kenna
Fyrri færsla
Tyrkland kaupir fleiri rússneskar eldflaugar
Gorbatsjov lagður til hinstu hvílu á laugardaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.9.2022 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008