Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Kína læsir Litháen inni í fangaklefa ESB - og hendir lyklinum

Fullveldi, peningastefna og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland né Frakkland

Mynd: Fullveldi, peningastefna, viðskipta- og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita hvorki Þýskaland né Frakkland

****

Kína hefur læst Litháen inni í fangabúðum Evrópusambandsins - þ.e. inni í hinum innri fangabúðamarkaði Evrópusambandsins, með því að loka af fyrir viðskipti við landið og hótar það nú að neita að eiga viðskipti við þau ESB-lönd sem eiga viðskipti við ESB-Litháen. Sérstök tilskipun hefur frá Peking verið send til Þýskalands um að þýski iðnaðurinn eigi ekki viðskipti við Litháen. "Brot" Litháens er sama eðlis og "brot" Ástralíu, sem er í svipuðu banni. Litháen ákvað að bæta samskipti þess við Taívan með því að uppfæra sendiskrifstofu þess gagnvart Taípei. Og Ástralía gerðist "brotleg" við ókjörna kommúnistaveldið í Peking, sem rændi völdum í Kína, með því að krefjast rannsóknar á uppruna Kínaveirunnar

En Ástralía er sem betur fer ekki með evru og er heldur ekki í ESB. Hún lemur því frá sér - og á alvöru og vöðvastælta vini í Stóra-Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada

Og hvað ætlar Evrópusambandið að gera í þessum árásum Kína á hinn innri fangabúðamarkað þess, Litháen? Jú það ætlar að skrifa bréf til lögfræðinga. Já þú heyrðir rétt. Skrifa bréf til lögfræðinga WTO. Eða eins og leiðari Wall Street Journal sem fjallar um málið segir, efnislega: "sambandið ætlar að mæta með blekpenna í byssuslag. Slíkt mun taka mörg ár og á meðan verður lífið murkað úr Litháen"

"If the EU can not stand up for its single market to defend its weakest members, then what good is it?" - WSJ

Þetta sýnir gagnsleysi ESB í hnotskurn. Og það sem verra er: Evrópusambandið er stórhættulegt fyrir löndin sem í því eru. Fyrst afvopnar sambandið ESB-löndin og tekur frá þeim þeirra eigin völd og vopn í viðskiptamálum (ásamt í óteljandi öðrum málum) - og síðan sleppir það hundi eins og Kína lausum á þau, og gerir síðan ekkert. Það myndi koma annað hljóð í strokkinn ef Litháen héti Þýskaland eða Frakkland. Þarna má sem sagt Litháen deyja drottni sínum, fast í handjárnum ESB. Lamað um alla og ónýta ESB-framtíð vegna aðildar þess að Evrópusambandinu og upptöku evru, og bíður nú árum saman eftir því að abstrakt og ókjörinn Evrópukeisari út við ysta sæ taki eftir tilvist þess í fangabúðakerfi sambandsins

Lögfræðingar! Ha ha ha ha!

Með ofureflishugsun, en sennilega til einskis, má reyna að vona að það fólk hér heima á Íslandi sem aðhyllist Evrópusambandið, og hinn ömurlega og þjóðfélagslega tortímandi EES-samning, fari að ranka við sér úr rotinu. En eins og ég segi, þar er lítil von, því þannig virka hjátrúarbrögðin. Þetta er trúarlegs eðlis hjá því fólki - trúin á hið mjúka Sovétríki. Allir EES-sinnar eru orðnir meira eða minna kommar og hálfkommar, þó oft án þess að taka eftir því. ESB-sinnar eru hins vegar hreinkommar - þ.e. þeir eru allir sem einn orðnir hreinir kommar og sjá ESB fyrir sér sem NSU: New Soviet Union

****

Í leiðinni er hægt að dæla því hér að; að hinn svo kallaði "fjártæknigeiri", sem aldrei varð, er nú að hálfu leyti í kistuna kominn. Spái ég því banka- og fjármálagreinaum bjartri framtíð og farsælli endurkomu. Hið sama er að gerast með rafbílaþvæluna, sem betur fer. Hún er á leiðinni í kistuna líka: KOMMAKISTUNA!

Fyrri færsla

Boris mun líklega standa


Boris mun líklega standa

Allt við það sama hér og þar, sem betur fer. Árið 1991 gerðist í raun og veru ekki

****

FLÖSKUSTÚTUR BJÓRKOLLUSON OG NÚMER TÍUMENN

Einn uppreisnarþingmaður breska Íhaldsflokksins skreið yfir til Verkamannaflokksins í gær. Þá gangtegund þekkja menn hér heima. Brotthlaupið var að sjálfsögðu vanhugsað, því þar með misstu uppreisnarþingmenn Íhaldsflokksins eitt atkvæði gegn Boris. Og restinni af uppreisnarliðinu er meira illa við fjármálaráðherrann Rishi Sunak og utanríkisráðherrann Liz Truss en þeim er við sjálfan Boris Johnson, forsætisráðherra Stóra-Bretlands. Þannig að gasið seig úr blöðrunni um eitt stig af 180 og óánægju- og reiðibelgurinn gegn Boris Johnson forsætisráðherra skrapp saman um einmitt það eina stig, sem varla er meira en ekki neitt. En þarna er samt möguleiki fyrir Boris sem um munar og er hann jafnframt útflutningsvara. Halló Bjarni

Látið er líta svo út að uppreisnin gegn Boris forsætisráðherra sé vegna veisluhalda í lokuðu landi, þar sem almúginn og drottningin mega ekki á meðan Boris má, en mátti þó ekki. En slíkt gas er einungis yfirskin í bókstaflegum skilningi þess fallega orðs, því það eru orkumálin og græni fundamentalisminn –jaðrandi við geðsturlun– sem er ástæðan, ásamt Brownlegum viðhorfum Borisar til skattamála og almennt stefnuleysi hans í kvöldgrillmálum: þ.e. að græða á daginn en grilla á kvöldin - í staðinn fyrir að standa bara sólarhringum saman við tómt grillið og bíða eftir pylsum frá Einvherzstan

En samt, já samt, er þessi drykkjustefna Borsiar líklega að heppnast, og það bara nokkuð vel. Segja má, nefnilega, að pylsur frá meginlandi hins gjalþrota og gegnumrotna Evrópusambands sprautist bókstaflega á grillið hjá Boris Johnson núna. Hann mun geta valið úr:

1. Stríð í Evrópu: þar sem Evrópusambandið sem Þýskaland rændi frá álfunni verður stærsti taparinn af öllum, með Önnulenu hinni þýsku bjórbokku til að skola niður með

2. Síðan er það matvæla- og orkuskortur meginlandsins sem er mun verri en heima hjá sjálfum græntrufluðum Boris. Vöru- og matvælaskortur mun þó ekki mæta til leiks af fullri alvöru fyrr en á komandi hausti. Heimhýsing er lykilorðið hér og hún tekur langan tíma - þ.e. mörg ár ef ekki áratug

3. Heimsfaraldur. En þar er Boris með fyrirhöndina, þrátt fyrir glasagarðyrkju hans þar sem uppskeran varð verri en engin

4-500. Og síðan eru það hin gömlu og ótæmandi stórtækifæri Bretlands til að sundra og pota nýbrýndum spjótum sínum í halloka og vanvita meginlandið öfugmegin við Ermasund - og sem er ekkert smáræðis vopn að hafa, því nú er það ekki bara Lundúnaþoka ESB-embættismannaveldis sem ræður, heldur þingmenn hins stóra Bretlands um allt land sem nú halda um þau grillspjót öll, og þau eru næstum óteljandi mörg

Skál Boris Johnson - þetta reddast sennilega, þar til næst. En lærðu nú!

EINN ENN

Upptaka: Einn V8-trukkur enn. Hin dásamlegu jarðefnaeldsneyti plánetunnar láta ekki að sér hæða. Af þeim urðum við rík (lengri útgáfa hér)

****

Að þessu sinni eru það hæðarbúar í norðausturhluta Ástralíu, réttu norðanmegin við Sidney, sem sækja gömlu jarðýtuna sína ásamt gröfuna á einum og sama aftanívagni heim, eftir útlán. Dráttardýrið er V8-Mack Superliner. Myndatökumaðurinn situr klofvega á húsi jarðýtunnar. Hreint dásamlegt

Fyrri færsla

Bara gleðilegt


Bara gleðilegt

Kanínu-önd Kuhn-stökkbreytinga í hugsun manna

Sjá frétt af mbl.is neðst: "Fimm tilraunir og vindmyllan stendur enn"

Árið 2017 brennur þessi a. afarensis erectus í Þykkvabæ og stuttu síðar brennur "hin myllan" líka. Sagt var þá að þetta væri "mjög sorglegt". Mér finnst þetta hins vegar mjög svo gleðilegt. Líftími svona a. afarensis erectus er sagður 25 ár

Þessar tvær eru frá 2014 e.B., eða frá 34 árum eftir fæðingu bjána. Það eru fjórar til fimm vindmyllur á landinu öllu og afföllin eru þá 40-50% á ca. fjórum árum. Fyrirtækið (Bi­okraft: ekki rugla saman við Bíókraft) sem á myllurnar varð síðan gjaldþrota 2019 og nýir bjánar, eða þá þeir sömu, hafa stofnað nýtt sem heitir "Háblæs". Ja hérna

Það er skortur á hugmyndarflugi að sprengja þetta niður, því það væri hægt að búa til "ferðamannaparadís" úr þessu fyrirbæri með því að láta þyrlu Landhelgisgæslunnar (skattgreiðendur eins og venjulega) festa risastórt vatnssalerni ofan á rörið og hafa það opið þannig að rigningarvatn og fugladrit geti safnast þar saman, tala nú ekki um smá gosösku. Svo þegar erlendir ferðamenn (sérkynstofn: flying erectus) koma til landsins og þegar veður er mjög heitt (gerist náttúrlega mjög oft) þá lesa þeir á rörskiltið og toga í spottann og sturta niður, og fá ókeypis drullubað, og senda síðan smáskilaboð í beinni útsendingu, auðvitað, út um allan heim um að enginn ætti koma til Íslands. Þarna myndi maður sannarlega slá tvær fúlar flugur í einu höggi

En til að skilja nú engan útundan, þá væri hægt að bjóða sigrihrósandi ráðherrum, þingmönnum og jafnvel forsetanum að klífa rörið og planta baunagrastrjám í fyrirbærið. Svo ekki sé minnst á það að rörtoppurinn væri auðvitað ákjósanlegur til að hafa altari náttúrudýrkunar á - og þar með slá sjálfan Móses á fjallinu út. Postular Co2-kirkjunnar geta síðan sótt (um) styrk til að rýna í dritið í salerninu

- Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur
- og niður með vindmyllur!

Fyrri færsla

Hvað segir bimbósettið í Valhöll núna?


mbl.is Fimm tilraunir og vindmyllan stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband