Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
Miðvikudagur, 6. janúar 2021
Ófriður í Washingtonborg [u]
Á sama tíma og Kínverski kommúnistaflokkurinn lét handtaka 53 virkustu og lýðræðis-hlynntustu stjórnmálamenn Hong Kong, þá eyddi Angela Merkel kanslari Þýskalands og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tíma sínum í að útdeila ákúrum á forseta Bandaríkjanna á meðan þær létu Peter Stano, sem er talsmaður Josep Borrell varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, um að tísta um framferði Kínverska kommúnistaflokksins, sem Merkel er nýbúinn að semja um "fjárfestingar" við
****
Þessi skilaboð Trumps forseta síðdegis í gær má sjá hér. Þessa færslu forseta Bandaríkjanna ritskoðaði Twitter burt
****
Vegna þess sem rætt var um í síðustu bloggfærslu og þess sem hefur verið að gerast í aðalstöðvum umboðsmanna bandarísku þjóðarinnar í dag, þá kom meðal annars þessi athugasemd:
"Gunnar; þinn maður er aldeilis að gera gott mót í höfuðborginni núna.
Þegar lögin virka ekki, þá er besta að taka þau í eigin hendur og þramma inn með stuðningsfólkið á þingið...."
ÞESSU SVARAÐI ÉG SVONA
Þakka ykkur fyrir Sigfús og Brynjar. Það er hægt að hafa ýmsar skoðanir á forsetakosningunum í Bandaríkjunum. En miðað við það sem þið vinstrimenn stóðuð fyrir hér á Íslandi eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna, eru þetta smámunir sem eru að gerast í Washingtonborg núna
Og þetta eru smámunir miðað við það sem Demókratar hvöttu til og heppuðu áfram í Bandaríkjunum síðasta vor og sumar, þar sem vinstriskríll hertók borgarhluta og brenndi niður einkaeigur og lífsverk saklausra borgara, mánuðum saman!
En staðreyndin er samt sú að 46 prósentur bandarísku þjóðarinnar trúa því í einlægni að kosningarnar séu svikin vara. ÞAÐ eitt og sér ER vandamál, og sem ætti ekki að gerast
Við erum líklega að horfa á stofnanakreppu (e. institutional crisis). En samt hafa Bandaríkin ekki fallið niður á planið sem Evrópusambandið hefur verið á í 30 ár: þ.e. að krefjast þess að kosið sé aftur og aftur þegar því líkar ekki úrslit kosninga og að vinna að því frá útlöndum að ógilda þjóðaratkvæði bresku þjóðarinnar í fjögur ár
Það góða er þó það að Bandaríkjamenn munu ekki leyfa stofnanakreppukepp á borð við Evrópusambandið að þróast óáreitt í 30 ár, án þess að nokkuð sé gert og aðhafast til að stöðva hann og bæta úr málum
Þetta núna og kosningarnar 2016 þar sem Demókratar heimtuðu líka rannsókn á kosningunum og reyndu að fá þær ógiltar í að minnsta kosti þremur ríkjum, er merki um að fólk sé hætt að treysta þeim stofnunum sem á að vera hægt að treysta
Að öðru leyti vísa ég ykkur á næstu verslun þar sem snuð fyrir smábörn fást. Væl ykkar er aumkvunarvert
Uppfært:
UM STOFNANAKREPPUR BANDARÍKJANNA
Ég myndi telja að kosningasvik séu mun alvarlegri árás á lýðræði en það sem gerðist við þinghús Bandaríkjanna í gær. Munurinn á því sem gerðist í gær og á kosningakerfissvikum, er sá að það sem gerðist í gær er sýnilegt, en kosningasvik fara ósýnilega fram eins og þegar Lehmansbræðrabankinn var tæmdur án þess að neinn stæði þar í biðröð fyrir utan. Sama má segja um það þegar íslensku bankarnir voru tæmdir innanfrá. Hingað til hafa allar athafnir stuðningsmanna Trumps verið friðsamlegar, og þetta sem gerðist í gær á eftir að rannsaka. Ekki er hægt að segja hið sama um það sem Demókratar hafa stutt við bakið á síðustu 12 mánuðina. Hafa ber í huga að 19 ríki Bandaríkjanna hafa reynt að fá hæstarétt landsins til að taka málið um kosningakerfissvik í fjórum ríkjum fyrir
3. Síðasta og þriðja stofnanakreppa Bandaríkjanna snérist um að endurskilgreina hlut og hlutverk alríkisstjórnarinnar í hagkerfinu og í stríðsrekstri á erlendri grund, og þá þýðingu sem slíkt aukið hlutverk hafði á allt hagkerfi þjóðarinnar og líf borgaranna
2. Þar á undan snérist önnur stofnanakreppa Bandaríkjanna um hvort væri æðra og réði málum við úrlausn vandamála: ríkin sjálf eða alríkisstjórnin, og kom hún í kjölfar borgarastyrjaldarinnar
1. Fyrsta stofnanakreppa Bandaríkjanna snérist hins vegar um sköpun alríkisstjórnarinnar, því uppsetning ríkjasambandsins (e. Articles of Confederation) virkaði ekki
4?. Í dag erum við sennilega að upplifa endalok þriðja stofnanatímabils Bandaríkjanna. Við tekur áratugur þar sem alríkisstjórnin mun þurfa að endurskilgreina samband sitt við sjálfa sig. Hún er farin að snúast of mikið um sjálfa sig og farin að lifa sínu eigin lífi (til dæmis með því að hýsa og ala við brjóst sér "djúpríkið")
Um þetta má meðal annars lesa í nýlegri bók George Friedmans sem kom út í ársbyrjun 2020: "The Storm Before the Calm", en Friedman er ansi glúrinn geopólitískur strateg. Segir hann að stofnanakreppur Bandaríkjanna komi á um það bil 80 ára fresti, og að í hvert sinn endurnýi þau sig og komi enn sterkari út að þeim loknum
En í þetta skiptið er staðan erfið, segir Friedman, því síðasta 50 ára félags- og efnahagslega hagsveifla Bandaríkjanna er að enda samhliða því að þriðja stofnanatímabilið er að enda líka. Þar á hann við að sjálf 50-ára hagsveifla örgjörvans er að enda samhliða því að síðasta stofnanatímabilið er að enda líka. Slíkt hefur aldrei áður farið saman. Þar á undan var það 50-ára hagsveifla bílaiðnaðarins sem endaði í kringum 1965. Og á undan henni hafði 50-ára hagsveifla rafvæðingar endað, er úr henni varð daglegt brauð og hún hætti að rúma alvöru nýjungar og vöðvaafl fremstu hátekju-fjárfestingartanka veraldar
Því miður drukknaði sjálf kynning bókarinnar í því írafári sem Friedman hafði spáð, og vegna heimsfaraldursins tók það Amazon hálft ár að koma henni yfir annan helming Atlantshafsins og hingað upp í Borgarfjörð til mín. En biðin var þó vel hennar virði
EFTIRMÁLI
Enginn veit enn hvað verður hið næsta og stóra "nýjasta nýtt", en það verða svo sannarlega ekki rafhlöður á hjólum né nýjungar úr tölvunarheiminum, því einnig hann er orðinn daglegt brauð og meira að segja daglegt rúgbrauð; hann er orðinn old-low-tech. Bandaríska þjóðin er kröfuhörð á nýjungar og framfarir og sættir sig ekki við stöðnun
Að setja hjól undir miðstýrðar ríkishlaðnar rafhlöður svarar ekki einu sinni til þess er vængir voru settir á vélknúin ökutæki, sem þá urðu að flugvélum. Rafhlöður svara í raun bara til Sovétríkjanna. Þarna er ekkert nýtt að gerast, bara gamalt. Sprengimótorinn sem mengar ekkert og skilar engu ónýttu út gæti þess vegna verið á tröppunum, án þess að neinn viti neitt um það. Slíkt skellur bara á, en breytir samt engu frekar en rafhlaða eða dísill breytti neinu nema því að ný ostategund bættist við á hillurnar. Og ef hillurnar verða of sovéskar þá er bara ostur fyrir ríkisbubbana á þeim, en fólkið áfram svangt
Fyrri færsla
Farið að fara um vélstjóra kosningasvikavélar Demókrata
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2021 kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 4. janúar 2021
Farið að fara um vélstjóra kosningasvikavélar Demókrata
Mynd: Donald J. Trump, hinn skilvirki forseti Bandaríkjanna. Sá eini sem þorði að segja sannleikann um Kína, Miðausturlönd, ESB og NATO. Þennan mann þola embættismenn og fjölmiðlar ekki, því hann dró tjöldin inn til þeirra frá og opinberaði þá sem litla og gagnslausa. Þeir hefna sín á forsetanum og kjósendum
****
ORÐNIR HRÆDDIR
Næstum eins og klukkan slær, er hægt að reiða sig á að þegar Demókratar óttast að upp um þá komist; þá birtast "fréttir", oftast í krafti nafnlausra "heimilda", og upptökum er lekið til "fjölmiðla" um samskipti Trumps forseta við umheiminn. Það eitt að upptöku af samtali forseta Bandaríkjanna við einn ríkisstjóra þeirra skuli hafa verið lekið, sannar að það var einmitt sama fólkið sem stóð að því að stela kosningunum frá forsetanum. Að njósna um og leka upptökum af samtölum forseta Bandaríkjanna eru einmitt svik, svindl og óheiðarleiki af svipuðu tagi og viðhöfð voru í forsetakosningunum, í að minnsta kosti fjórum ríkjum Bandaríkjanna, og á kjörsvæðum er lúta stjórn Demókrata. Og þeir sem framkvæmt geta slík svik og leka eru einmitt þeir sem hafa möguleikana á því, og þar með einnig möguleikana á að koma á fót kosningavikavél þeirri sem óvinnufær Joe Biden drafaði um og minnist á í aðdraganda kosninganna
Þá vitum við það. Demókratar eru orðnir hræddir. Verulega hræddir
Nítján ríki Bandaríkjanna hafa reynt að kæra kosningarnar til hæstaréttar landsins. En sá réttur vill helst ekki vera settur í þá aðstöðu að þurfa að skera úr um hver réttkjörinn forseti er. Að minnsta kosti ekki á meðan bandaríska þingið er með verkfærin til þess. En það gæti hins vegar komið að því að boltinn lendi einmitt á endanum fyrir hæstarétti
Bara það eitt að helmingur bandarísku þjóðarinnar trúi því af einlægni að svindlað hafi verið í kosningunum er út af fyrir sig nógu stórt vandamál til þess að loksins sé litið á sönnunargögnin fyrir rétti og þingi. En slíkt hefur enn sem komið er ekki verið gert, og allir sem hugsa vita hvers vegna
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.1.2021 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 3. janúar 2021
Dópstöðin EES
Vegna þessarar fréttar mbl.is
Helga Kristjánsdóttir skrifaði eftirfarandi athugasemd við síðustu færslu:
"Dálkahöfundur -NYT- Roger Cohen segir að Trump forseti geri atlögu að hjarta lýðræðisins og beri ekki virðingu fyrir sannleikanum....
Hér tökum við undir með Gunnari sem minnir okkur reglulega á hreint óþolandi framkomu stjórnvalda sem draga Ísland í aumingjaklúbbinn EES.
Af hverju svíkja menn þjóð sína? Sé það rétt að það séu peningar og völd, gerðum við bara í því að eyða hvorutveggja, jú allur heimurinn væri eftir allt með; Það finnast önnur ráð"
Svar mitt er þetta:
1. Ég les ekki New York Times og mun aldrei lesa það aftur, því það er ónýtt rusl og skólpveita
2. Þegar fullveldi og sjálfstæði ríkja er gert óverjanlegt með hálf-sovéskum samningum, sem stjórnmálamenn þola ekki að umgangast, þá er mikil hætta á að þetta tvennt breytist smám saman í nokkurs konar pólitískan söluvarning. Að fullveldið og sjálfstæðið breytist í pólitíska "skiptimynt" og sogist inn á kauphallargólf hinnar pólitísku elítugræðgi hins pólitíska hagkerfis sem orðið er tröllrisavaxið
Um þetta snýst Evrópusambandið og ekkert annað. Það er svarthol fyrir fullveldi og sjálfstæði þjóða. Það er dópstöðin fyrir pólitíska dópista
Það er ekkert bóluefni til við ESB/EES-fíkninni, eins og svo greinilega sést á krónísku deleríum heilbrigðisráðherrans. Tremminn kemur næst
Já Helga, það finnast önnur ráð: AFVÖTNUN
Fyrri færsla
Hjarðgjaldþrot í boði ESB/EES, í stað sjálfstæðis
Hafa ekki rætt veitingu bráðaleyfis á undan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 1389600
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008