Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020

Reagan 1988: Dukakis er öryrki!

Lundi VE (110?) færir björg í bú

****

Sífellt reyna menn að umskrifa söguna sér í vil. Engin núlifandi kynslóð hefur sama skilning á sögunni og þær sem lifðu hana, því gerðu þær það þá væru blökkumenn komnir í bardaga við þá blökkumenn sem söfnuðu þeim saman í Afríku og seldu þá sem svo kallaða "bræður" sína til útlanda; austur og vestur

Það var um þetta leyti sumars 1988 að Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna sagði að forsetaframbjóðandi Demókrata, Michael Dukakis, væri öryrki eða fatlaður (e. invalid). Dukakis kannaðist hins vegar ekki við það og hin hefðbundna umræða um setuhæfni forsetaframjóðenda –úr röðum fólksins– keyrði eins og venjulega. Fólk er fólk. Reagan sagðist hafa sagt þetta í gríni og Dukakis sagði að forsetinn þyrfti ekki að biðjast afsökunar, því hann, Dukakis, hefði það fínt

En þarna í júlí 1988 naut Dukakis –samkvæmt könnunum– mikils forskots á keppinaut sinn í baráttunni um Hvíta húsið, þ.e. George H.W. Bush. Landskönnun þann 3. júlí sýndi þannig Dukakis með 55 prósentu fylgi, en Bush með aðeins 38 prósentur. Bush sigraði hins vegar stórt er kjördagur rann upp í nóvember

"Þið skuluð ekki kjósa þennan mann því mamma hans rekur hóruhús í kirkjugarði", - var einu sinni sagt í kosningabaráttu. Vandamálið er hins vegar það að ég man ekki hvort þetta var sagt á vöggustofunni í Aþenu eða vestanhafs. Samt er ég þeirrar skoðunar að þetta slógan passi ágætlega við forystu Sjálfstæðisflokksins núna. Mér finnst hún reka hóruhús í Valhöll, þegar að þjóðarhagsmunum Íslands kemur. Og enginn getur neitað því að miðað við nýliðna nútíð er Sjálfstæðisflokkurinn kirkjugarður núna. Lítið bólar á viðskiptavinum þar. Þeim líst svo illa á framboðið

- Gunnar er þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum  

Fyrri færsla

Hagnaður evrópskra fyrirtækja örverpi miðað við Bandaríkin


Hagnaður evrópskra fyrirtækja örverpi miðað við Bandaríkin

Grand Slam hola Barnes Wallis

Mynd; Breti kíkir ofan í ESB-1. Barnes Wallis hjá Vickers stóð fyrir opnuninni

****

Samanlagður hagnaður 500-stærstu fyrirtækja Evrópu var á pari við hagnað Apple. Það kostar að skerða fullveldi og afnema sjálfstæði þjóða

Þetta gerist þegar lönd láta yfirríkislegan klúbb eins konar esb/ees-frímúrarareglu múra sig inni í kastala með næstum engar aðrar útgönguleiðir en upp í gegnum skorsteinana. Þýska Handelsblatt birti fyrir viku þá frétt eða öllu heldur þann sérreiða þýska ættbálkadálk hinnar þýsku erfðareiði –sem á áttatíu ára fresti skekur meginland Evrópu niður í sviðna rót– að samanlagður hagnaður 500 stærstu fyrirtækja Evrópu á fyrsta fjórðungi ársins var á pari við hagnað hins bandaríska Apple á umræddum fjórðungi, eða 11 milljarðir dala

Ég get því miður ekki séð svipinn á lesendum þegar þeir lesa þetta. Þegar þeir lesa að 500 stærstu fyrirtæki Evrópu skiluðu ekki meiri samanlögðum hagnaði en eitt bandarískt fyrirtæki, og að með hverri krísunni sem líður þá skarar bandaríska hagkerfið meira og meira framúr, á meðan hin evrópsku sökkva dýpra og dýpra inn í esb-múrinn

Í fyrra féll samanlagður árshagnaður þessara evrópsku fyrirtækja átta prósentur, eða niður í 505 milljarða evra, og var hann því heilum 50 prósentum minni en í Bandaríkjunum þar sem hann var 750 milljarðar evra 2019. En hagnaðurinn í Evrópu reyndist sem sagt aðeins vera 11 milljarðar evra á fyrsta fjórðungi þessa árs, eða fullkomin martröð! Hagnaður Apple var 11 milljarðar dala á sama tíma og fyrirtækið náði meira að segja að kynna nýja vöru á þessu Wuhan-veirutímabili. Meira að segja General Motors tókst að kreista hagnað út úr heimsfaraldri á umræddum fjórðungi með því að vera með réttu vörurnar með réttu vélarnar fyrir rétta fólkið. Þetta er hvorki meira né minna en dramatískt fall í Evrópu. Allt hið svo kallaða evrópska hagkerfi er orðið nokkurs konar glingurmiðstöð ritvélaframleiðslugeira þar sem 27 bókstafstrúarstafir hins sérevrópska esb-stafrófs eru búnir til og framleiddir. Einn í hverju esb-landi á skallanum fyrir sig, sem síðan lemst á sértrúarbókstafinn og prentar skilaboð til hinna um að koma með peningana sem enginn býr til

Næst á evrópska prógramminu er því sakamálaleikritið þar sem löndin byrja að ganga í skrokk á hvort öðru og kenna hvort öðru um, eða enn betra; þau kenna auðvitað Bandaríkjunum um og sekta þau í sívaxandi mæli. Þýskaland er snillingur í þeim leik, eins og sést á greininni í Handelsblatt

Allar tekjur hins opinbera koma frá atvinnurekstri fyrirtækja - engar aðrar tekjur eru til

Lesendur ættu hér að íhuga að evrópsk fyrirtæki fjármagna sig nær eingöngu í gegnum bankana, á meðan hin amerísku fjármagna sig í gegnum kapítalmarkaðina; þ.e. skulda- og hlutabréfamarkaðina. Þau nota helst ekki bankana. En þannig er þetta ekki í Evrópusambandinu því það hefur svo gott sem engan kapítalmarkað, því það hefur næstum enga kapítalista. Karl Marx fór aldrei burt og ekkert uppgjör við hann og félaga hans hefur því farið fram í Evrópu. Þvert á móti, því nú reisa Vestur-Þjóðverjar styttu af Lenín á sama tíma og Pútín er að hreinsa Stalín og endurreisa hann, aðeins austar. Hvað verður því um bankana í ESB þegar tekjustaðan þar er svona?; þ.e. örverpi

Ég er alls ekki að setja út á frímúrararegluna, hún er fín, en hún skiptir bara ekki neinu sérstöku máli lengur því hún er klúbbur manna sem tala innbyrðis. Saumaklúbbar hafa sennilega jafnmikil áhrif. Íslensku kvenfélögin skipta mun meira jákvæðara máli en samanlögð regla esb- og eeshólista. Neikvæðu áhrif esb-reglunnar eru hins vegar augljós. Þau sjást á þeirri steinöld sem meginland Evrópu er komin á. Og á þokumekkinum sem slæðst hefur hingað og er að kæfa okkur og sprengja

Nú er staðan því sú að markaðsvirði fyrirtækja í bandarísku Nasdaq-kauphöllinni er meira en markaðsvirði allra fyrirtækja í öllum kauphöllum veraldar, utan Bandaríkjanna. Og þeir sem fylgst hafa með Wirecard svindlmáli Þýskalands sjá að í stað þess að lögsækja hið þýska svikamyllufyrirtæki fyrir svindl (aðeins eitt af ótalmörgum slíkum þýskum málum) þá ákvað þýska "fjármálaeftirlitið" að lögsækja blaðamenn FT í Bretlandi fyrir að segja sannleikann. Og svo kemur rúsínan í esbendanum: "eftirlitið" bannaði fjárfestum að skort-selja bréfin í Wirecard

Fyrri færsla

St Louis Fed: Bandaríska hagkerfið keyrði á 90 prósent afköstum


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband