Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020
Mánudagur, 29. júní 2020
St Louis Fed: Bandaríska hagkerfið keyrði á 90 prósent afköstum
Viðtal við James Bullard hjá Saint Louisdeild Seðlabanka Bandaríkjanna
****
Það er vel þess virði að horfa á þetta viðtal við James Bullard seðlabanka-stjórnarformann Saint Louisdeildar bandaríska seðlabankans; Federal Reserve
Þar kemur fram að á dimmustu dögum lokana vegna kínversku Wuhan-veirunnar í Bandaríkjunum, skilaði hagkerfið í heild 90 prósent afköstum, og hann býst við að það muni í heild hafa náð fullum afköstum við að framleiða landsframleiðslu Bandaríkjanna nú þegar um næstu áramót. Eins og sumir vita eru það fyrirtækin og aðeins fyrirtækin sem búa til og framleiða landsframleiðsluna, en heimilin og hið opinbera neyta hennar. Þess sem er ekki neytt innanlands er flutt út til annarra landa eða sett á lagar (sparað). Bandaríkin flytja aðeins um það bil 13 prósentur landsframleiðslunnar út til annarra landa, á meðan útflutningshlutfallið í til dæmis Þýskalandi er um 45 prósentur. Þýskaland er því ofurútflutningsháðasta meiriháttar hagkerfi veraldar og er hagkerfi þess því afmyndað og afbakað samkvæmt því, sérstaklega fyrir þýsk heimili sem varla eru lánshæf lengur og er sparnaður þeirra því einnig fluttur úr landi
James Bullard segir að búast megi við því að flugrekstur taki grundavallarbreytingum þar sem miðaverð mun hækka og eðli rekstrarins breytast. Það sama mun gilda um veitingageirann og ferðaþjónustu
Það er víst óþarfi að taka það fram hér en ég geri það samt því það er greinilega nauðsynlegt að ferðaþjónusta er aðeins 2,7 prósentur af landsframleiðslu Bandaríkjanna og er landið því ekki á sömu leið til aukinnar fátæktar og Ísland, þar sem ferðaþjónusta var 8,6 prósentur af landsframleiðslunni 2017; samkvæmt tölum OECD. Ef maður vill halda hagkerfi sínu á fastri stefnu til nútíma steinaldar, þá er um að gera að vera ferðamannaland. Sú ferð tekur ekki langan tíma, og uppþornun skattatekna til hins opinbera reksturs í landinu fylgir auðvitað ókeypis með
Þeir sem neyðast til að fresta ferðalögum eða máltíðum á veitingahúsum munu ekki ferðast tvöfalt meira á næsta ári og heldur ekki borða tvöfalt meira. Þarna í þessum geirum hagkerfisins er því um varanlegan skaða að ræða og sem ekki er hægt að bæta upp né fyrir. Þannig er það ekki með flesta aðra geira hagkerfisins. Þar munu tómatsósuflöskuáhrif verða og má því búast við aukinni verðbólgu, en samt ekki neinni sérstakri, miðað við fyrri tíma
Mynd WSJ: Þróun einkaneyslu og atvinnuleysis í Bandaríkjunum í fjármálakreppunni (GFC) sem hófst 2007/2008
V-laga bati í Bandaríkjunum er þegar orðinn í smásölu, sem nú er aðeins 7 prósentustigum undir því sem var áður en veiran sló til og er smásalan því að ná sér ofsaharðar núna en hún gerði í fjármálakreppunni sem hófst 2007/2008. Einkaneysla í landinu náði sér að fullu löngu áður en atvinnuleysi byrjaði að lækka, þegar um fjármálakreppuna var að ræða. Hafði hún þegar náð sér að fullu haustið 2010, en þá var atvinnuleysi vegna fjármálakreppunnar enn í hæstu hæðum eða um 9,5 prósentur. Reikna má því með að atvinnuleysi vestanhafs verði komið niður í 6 prósentur í nóvember þegar forsetakosningarnar fara fram, eins og Lars segir fyrir um í bloggpistli sínum hér
Fyrri færsla
Íslenska þjóðin slær hring um embætti höfðingja hennar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 28. júní 2020
Íslenska þjóðin slær hring um embætti höfðingja hennar
Þjóðfáni lýðveldis Íslendinga
****
Íslenska þjóðin kaus sér forseta laugardaginn 27. júní 2020. Sýndi þjóðin að henni er annt um forsetaembættið og áframhald þess. Hún flykktist á kjörstað þrátt fyrir yfirburðarsigurlíkur Guðna Th. hins sitjandi forseta lýðveldis þjóðarinnar, og sýndi þar með í verki að henni er annt um sjálft embættið og áframhaldandi tilvist þess. En sumir hafa viðhaft þann tón að leggja beri embættið niður, á meðan þeir eftir hentugleikum styðja með hinni hendinni við alls konar skrílsmótmælahreyfingar brotabrota kjósenda og umboðslausra samtaka, svo og einnig við umboðslaust vald erlends yfirríkis á sama tíma. Broskallalýðræði það
Þarna var enginn skríll á ferð, heldur þjóðin sjálf, og Guðmundur Franklín á hrós skilið fyrir að bjóða sig fram og staðfesta þar með tilvistarlegt réttmæti embættisins og mikilvægi þess fyrir þjóðina. Hjá honum og Guðna Th. voru engar "rangar skoðanir", heldur aðeins mismunandi, eins og vera ber. Þakka ég báðum fyrir og óska þeim heilla
Næstu fjögur árin gengur íslensk þjóð í takt hvað varðar þjóðhöfðingja sinn og vonandi gengur hann í takt við hana, því sú þjóð mæltist til þess með auknum þunga í gær - eða með fullum þunga hins mikla meiri hluta. Svo mikið er ekki hægt að segja um hið umboðslausa það sem alþingismenn lýðveldisins aðhöfðust á kjörtímabilinu, algerlega í andstöðu við þjóðina
Fyrri færsla
Hver stendur fyrir efnahagsbata? Hvar er V-laga viðsnúningur þegar hafinn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 19. júní 2020
Hver stendur fyrir efnahagsbata? Hvar er V-laga viðsnúningur þegar hafinn?
Mynd: WSJ DS 19. júní 2020
****
Jú eins og sjá má á þessari mynd þá eru það enn sem komið er aðeins Bandaríki Norður-Ameríku sem eru að upplifa vaff-laga efnahagsbataferli. Þau fóru fyrst niður og eru fyrst upp úr Wuhan-veiru-áföllunum. Bætt atvinnuástand og einkaneysla eru þær áþreifanlegu vísbendingar sem komið hafa hve sterkastar að vestan, en ekki annars staðar frá. Sala fasteigna gengur einnig mjög vel. Þar er um uppsafnaða þörf að ræða, plús það að Bandaríkjamenn flýja nú stórborgirnar sem aldrei fyrr
Hlutabréfamarkaðir vestanhafs virðast ekki hafa áhuga á Wuhan-veiru-faraldrinum sjálfum, heldur aðeins á því hvernig sjálft hagkerfið mun líta út þegar það er komið út úr honum. Þetta rímar ágætlega við þá staðreynd að markaðurinn er ávallt fram-á-við-lítandi eða það sem kallað er forward-looking á ensku
Markaðurinn veit að hagkerfið hefur tekið breytingum, eins og svo oft vill verða í krísum, og hann er spenntur í að sjá þær koma fram í bókum þeirra fyrirtækja sem voru réttu megin við landamæri lífs og dauða þegar krísan skall á. Telja má öruggt að stafræna hagkerfið hafi tekið enn meira við sér og klórað til sín bæði markaðshluta og hugarhlutdeild meðal þjóðarinnar, til frambúðar
Í Evrópu verður sagan ekki þannig, því hún er ekki með í stafræna hagkerfinu og á ekkert slíkt í sínum fórum. Tilvist Evrópusambandsins hefur séð fyrir því. Að klóra sig til baka, verður því mjög erfitt fyrir lönd sambandsins, sem í 30 ár hafa eytt orkunni í að rífa augun úr hvort öðru og að sjá til þess að enginn fengi neitt meira en aðrir, af köku sem enginn hafði hugsað sér að baka, því eignarétturinn á henni er orðinn eftirrétturinn sjálfur. Og svo eru það varnarmálin. Gjáin milli Evrópu og Vesturheims er nú orðin svo varanleg að mörgu leyti, að meira að segja sósíaldemókratískir skríbentar FT-esb-bankablaðsins, sem enginn hefur áhuga á, sjá að engu máli mun skipta fyrir Evrópu hvaða nafni næsti forseti Bandaríkjanna heitir, þegar að flestum málum kemur
Og í gær stukku Bandaríkin yfir öfundsíkið stóra, og út úr viðræðum OECD-landa (glóbal-páfaveldið) um stafrænan skatt á fyrirtæki. Þar átti að brjóta blað í vestrænu mannkynssögunni og hefja skattlagningu á veltu erlendra fyrirtækja, en ekki bara á hagnaði þeirra. Evrópusambandið þolir nefnilega ekki efnahagslegan fjölbreytileika hagkerfa né heldur sjálfstæði þeirra, ekki frekar en Google, Facebook og Twitter þola skoðana- og vitsmunalega fjölbreytni einstaklinga. Þarna á mikið löggjafarlegt eftir að gerast á næstu árum, og hinum nýja imperíalisma svona fyrirtækja yfir hugsun og skoðunum manna, verður auðvitað kollvarpað með lögum. Enginn hefði liðið AT&T símafélaginu að banna viss orð í símtölum eða að fólk hringdi í hvern sem því sýndist og segði það sem því sýndist
How Cultural Revolutions Die or Not
They eat their own, unless a cruel dictator rises to unite and control the mob
eftir Victor Davis Hanson
Kosningaherferð Donalds J. Trump í haust verður því sennilega byggð á slagorðinu um að gera "Ameríku frábæra aftur fyrir alla" (MAGAfor All). Líka fyrir þá sem geta ekki byggt afkomu sína á vinnustaðaöryggi hins stafræna hluta hagkerfisins. Þar hefur Trump mjög svo sannað sig, því að í stjórnartíð hans hefur atvinnuástand og framgangur lægra launaðra og minnihlutahópa aldrei áður í sögunni verið eins góður. Og nú þegar menningarbyltingin er strax byrjuð að éta sjálfa sig og börnin sín líka, þá gæti svo farið að sveifla hinna ótalmörgu til baka sem vilja ekki láta fallaxar-skrílinn éta sig lifandi, já hún gæti orðið mjög svo kröftug. Það er aldrei að vita
Fyrri færsla
Fær Pólland varanlegar bandarískar herstöðvar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2020 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 16. júní 2020
Fær Pólland varanlegar bandarískar herstöðvar?
"Þýskaland er gjaldfallið á NATO-skuldbindingum sínum", segir Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna á 59. mínútu upptökunnar, sem er frá því í gær. Já sennilega, segi ég, eins og Þýskaland gjaldféll á Versalasamningnum og kom af stað óðaverðbólgu í Þýskalandi til að brenna þær erlendu skuldbindingar sínar niður, en mjólkar nú í staðinn Grikkland og heimtar að það borgi til baka í þýskri mynt fyrir að hafa logið til um Maastricht-fjárlagahallann 2009. Ég spái einnig stórhertum tollum á þýskar bifreiðar til Bandaríkjanna og að Nordstream-2 gasleiðsla Rússlands til Þýskalands komist aldrei í notkun
****
HVAÐ GERIST NÆST Á MEGINLANDI ÓSTÖÐUGLEIKANS?
Um þessar mundir er ríkisstjórn Bandaríkjanna að umstafla varnarstefnunni yfir á nýjar áherslur, með það fyrir augum að uppfæra hana svo að hún geti mætt því sem mæta þarf í nútímanum. Þetta gerist alltaf öðru hvoru í takt við þróun heimsmála
Sumt af því sem meitlað var í stein frá og með 1945 gildir þó enn, á meðan annað hefur breyst. Þýskaland fær til dæmis ekki enn að koma sér upp kjarnorkuvopnum á meðan Frökkum og Bretum er hins vegar treyst í þeim efnum
Það sem hins vegar hefur breyst er að Þýskalandi hefur á ný verið heimilað að hafa sjálfsstjórnarvald yfir þýska hernum, en sem það með vilja vanrækir og hvetur þar með önnur NATO-ríki Evrópu til að vanrækja heima hjá sér líka. Þýskaland er að reyna að sundra NATO innan frá vegna þess að því sjálfu langar meira að tengjast Rússlandi en vestri. Markmið Þýskalands er að sækja sér áfram vanþróunaraðstoð úr ríkissjóði bandarískra skattgreiðenda til varnarmála, og að láta þá eina um að bera kostnaðinn og áthættuna. Þetta er eins konar þúsundföld aronska hjá þeim Þýsku, því þeir hafa í reynd aldrei skipt um skoðun og álíta sig því ekki enn vera hluta af Vesturlöndum. Þýskir álíta sig enn vera sérstæðuna sem Rómarveldi tókst aldrei að leggja undir sig. Þetta er ástæðan fyrir hinu gamalkunna leikriti Þýskra um æðrileikann eða þýskt ubermensch. Og að enginn geti því orðið þýskur nema að eiga minnst sex kynslóðir liggjandi í þýskri mold. Kynþáttarugl Þýskra var því alger sérstæða í Evrópu, en með nytsama kjána sem bandamenn
Það sem breyst hefur líka er að vopnabúr og herstöðvar Bandaríkjanna í Þýskalandi [Bandaríkin eru 80 prósentur NATO og án þeirra eru hin 20 prósentin núll, eða einungis hernaðarlega void kvöldverðadeild] hefur fjarlægst víglínuna sem verður, komi til átaka milli Vesturs og Austurs. Vopnabúrið og herstöðvarnar eru allt í einu komnar 2100 kílómetra frá vesturher Rússlands, sem er með 500 þúsund hermenn upp að Vestri. Þetta varð svona þegar Austur-Evrópa komst loksins undan kommajökli Varsjárbandalagsins 1990
Frá og með þá, eða ca. 1990, hefur bandaríski herinn verið að skera niður í Þýskalandi og Evrópu, einkum þegar ljóst varð að nýsjálfstæð ríki Austur-Evrópu myndu ekki verða andsnúin Bandaríkjunum og NATO. Stjórnmálaþróunin hefur nefnilega einmitt verið þannig í þeim ríkjum frá því að þau sluppu undan kúgurunum í Moskvu, sem næstum ávallt voru andlegir og strategískir guðfeður vinstrimanna á Íslandi. Til dæmis eru fóstureyðingar Katrínar forsætisráðherra Vinstri grænna fram að fæðingu, og Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, ættaðar frá Stalín og út í hana hærir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins síðan blöndu af einhvers konar Maóisma-með-vindil ásamt uppgjafarstefnu þýskra stjórnleysingja. Kínversk yfirvöld kenna því innfluttum eldislaxi um nýblossandi tilfelli Wuhan-veirunnar í Peking, því þau vita að það kostar ekkert að kenna nytsömum kjánum á borð við Bjarna Ben um, þar sem hann situr jú hvort sem er fastur með þeim í AIIB-bankaráðinu. En AIIB er nýi kínverski imperíal- og nýlendu-bankinn sem tvö til þrjú bandarísk flugmóðurskip og carrier-strike-groups þeirra miða vopnum sínum á suður af Kína, ásamt Nimitz-CSG austar á Kyrrahafi. Þetta er úthafs-ballett-stelling Quad- eða fjór-bandalags Bandaríkjanna, Ástralíu, Indlands og Japans þarna núna
Niðurskurður liðsafla Bandaríkjanna í Evrópu hefur stöðugt verið í gangi frá og með 1990 og gengið var sérlega hart til verks í kjölfar árása íslamista á Bandaríkin 2001, þannig að frá og með 2006 til 2018 var liðsaflinn í Þýskalandi skorinn niður um helming og Pútín réðst inn í Georgíu 2008. Allar herstöðvar Bandaríkjanna í Þýskalandi eru þó enn staðsettar í Vestur-Þýskalandi og þar með 2100 kílómetrum frá þeirri vestur-austur víglinu sem myndast, komi til átaka
Þegar Sovétríkin féllu saman vegna vinstri-fátæktar, þá varð til samkomulag Rússlands og Bandaríkjanna um að Bandaríkin og NATO komi sér ekki upp "varanlegum herstöðvum" á því landsvæði sem áður var Varsjárbandalagið, þ.e. í þeim löndum sem höfðu verið í því. En margir segja hins vegar að það samkomulag sé löngu fallið með því að Rússar sjálfir hafi ekki virt það og beinlínis tortímt öllu því sem réttlætt gat að það sé virt
Staðan í dag er síðan sú, að Trump er að skera herstyrk Bandaríkjanna enn meira niður í Þýskalandi, vitandi það að Rússland mun ekki stoppa eftir að hafa ráðist inn í Georgíu, tekið Krím og austurhluta Úkraínu á sitt vald, stundað tölvunarhernað og drepið fólk með eiturvopnum á breskri grund 2018 og komið því fyrir kattarnef með annarri aðferð í öðru NATO-ríki
Menn klóra sér því í hausnum og spyrja hvað sé að gerast. Mín getgáta er sú að Trump eigi enn eftir að segja frá því hvert liðsaflinn verður fluttur. Og að hann verði fluttur til Póllands, því bæði Repúblikanar og Demókratar hafa (óformlega) útnefnt Pólland sem hið nýja Vestur-Þýskaland Evrópu til frambúðar. Að nýjar bandarískar herstöðvar verði byggðar þar, og að það sem enn er eftir á þýskri grund verði smám saman látið fljóta yfir til Póllands og Rúmeníu og víðar
Það er því til mikils að vinna, að áróðursdeildum rússneskra stjórnvalda takist sem best upp í því að koma þeirri hugmynd inn í höfuð þýsku þjóðanna að það hafi verið Pólland sem startaði Síðari heimsstyrjöldinni og að bandalag rússneskra og þýskra alræðissinna gegn Póllandi hafi því átt fullan rétt á sér. En sú hugmynd virðist eiga einkar vel við þýska, því hvergi annarsstaðar nema í Kína er andúðin á Bandaríkjunum meiri en í sjálfu Þýskalandi. Þetta gengur svo vel að Þjóðverjar álíta að þeim stafi álíka eða jafnvel meiri ógn af Bandaríkjunum en Rússlandi, og sækir Mekrel-gengið í Berlín því að Póllandi úr vestri með því að beita gervidómstólum Evrópusambandsins fyrir sig á Pólland. En sú aðför á að undirbyggja málatilbúnað Pútín-gengisins í austri
Hvað gerist næst...?
Fyrri færsla
"Erlendir fjárfestar" og nýlendur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 14. júní 2020
"Erlendir fjárfestar" og nýlendur
Langt að heiman þann 20. júlí 1969. Úr ferðabók Apollo 11. Fimmtíu og einu ári síðar hafa 400 milljón Kínverjar ekki enn heimsótt vestrænan lækni og blökkumenn í Bandaríkjunum heimta á ný að fá að halda stöðu fórnarlambsins, á meðan Þýskaland veslast upp og lifir á því að læsa útflutningsmarkaði þess fasta við sig með handjárnum Evrópusambandsins - sem það hefur í rassvasanum. Í þar síðustu viku flaug fyrsta bandaríska einkafyrirtækið með geimfara á sporbraut um jörðu. Slíkt gat aðeins gerst í Bandaríkjunum
****
FJÖR OG MEIRA FJÖR
Af hverju hamast menn við að fordæma hina erlendu fjárfesta fortíðar sem "nýlendukúgara" á tungumáli nútímans? Ég veit ekki betur en að þeir erlendu séu ákallaðir enn og messur haldnar í Hörpum þeim til heiðurs
Þegar Miðjarðarhafið hætti að vera umferðarmiðstöð veraldar þar sem allir reyndu að leggja alla undir sig og breyttist í fangelsi vegna þess að tækni strandríkjanna við Atlantshaf gerði þeim ríkjum kleift að kanna veröldina, þá rann upp nýtt tímabil í sögu vestrænna manna þar sem þessi strandríki norðar í Evrópu opnuðu heiminn. Hann hætti að vera eingöngu í kringum Miðjarðarhafið og að snúast um það. Heimsálfur og lönd um alla jörð komust að því að þau voru ekki ein í heiminum. Evrópa sparkaði dyrunum inn og opnaði heiminn. Einhver varð að gera það. Og sem betur fer voru það Evrópumenn sem gerðu það
Portúgalar og Íberíuskagamenn voru einna fyrstir til að byrja að fikra sig áfram með úthafssiglingar og fóru til að byrja með niður með vesturströndum Afríku, eftir fyrst að hafa staðið í 750 ára stríði við að kasta íslömskum nýlendukúgurum af bökum sér. Það stríð Reconquista er lengsta stríð sem háð hefur verið í sögu mannkyns. Enginn vildi því þurfa að fara landleiðina til austurheims í gegnum nýlenduherradæmi íslamista þá, frekar en menn vilja það í dag
Að ná svo langt niður með vesturströnd Afríku tók margra mánaða siglingar. Aðstæður um borð voru svo erfiðar að enginn núlifandi maður myndi láta bjóða sér neitt slíkt. Aðeins þeir allra hörðustu lifðu ferðirnar af
En það var í þessum ferðum að menn fóru í land á vesturströnd Afríku til að kaupa vistir og fá aðstöðu í landi til að hafa birgðastöðvar og síðar varnarvirki (tunglbækistöðvar þeirra tíma). Þeir portúgölsku komu í land eins og guðir erlendir fjárfestar á nútímamáli og tóku að kenna hinum innfæddu til verka og ota að þeim til dæmis kristni, í stað mannáts, og kennslustundum í að "ég ét lifrina úr þér því ég sigraði" væri ekki leiðin fram á veginn
Þess utan komu vestræn ríki með nýja tækni sér afar vel fyrir hina innfæddu, því einnig Afríka var plöguð af nýlenduveldum blökkumanna sjálfra. Má þar nefna nýlenduveldi Gana og Wagadu-heimsveldið sem ríkti í 300 ár. Malí-heimsveldið leysti það síðan af hólmi. Þá tóku við hin ýmsu heimsveldi blökkumanna álfunnar sem gerðu út á varnalegan ófrið til að komast yfir "stríðsfanga" sem seldir voru sem þrælar austur og vestur um haf. Brot af þeim sem seldir voru vestur lentu í Bandaríkjunum, en stærsti hluti þeirra varð landfastur á karabísku eyjunum. Þeir sem seldir voru sem útflutningsvara austur eru enn að miklu leyti þrælar í ríkjum íslamista, og er tala þeirra að minnsta kosti jafnhá og þeirra sem seldir voru vestur um haf
Vestrænni tækni og menningu var fagnað og þessir "erlendu fjárfestar" þóttu miklu betri en engir. Miklu betri. Í dag sækjast öll ríki Afríku af ákafa eftir vestrænni tækni, til dæmis til að kála hvort öðru með, og svipað gildir um flest önnur ríki jarðar. Má vona að það gangi bara nokkuð vel, því nývestrænir sérfræðingar með gullfiskaminni segja að við séum allt allt of mörg á hnettinum, sem áður þótti pönnukaka
Öll ríki jarðar sækjast eftir vestrænni tækni, vestrænni menningu og raun- og læknavísindum, því fæðingarstaður alls þessa virðist aðeins vera á einum stað jarðar; þ.e. á Vesturlöndum sjálfum. Þannig koma til dæmis aldrei nein V.O.C eða Microsoft-fyrirtæki út úr þessum húla-búla-ríkjum og þau eru ekki leiðandi í neinu, nema að því leytinu að þeim nýju ríkjum Afríku og Asíu sem voru nýlendur Breta, gengur mun betur en þeim ríkjum sem voru nýlendur Kalífaheimsveldis íslams og Tyrkjaveldis í tvö þúsund ár og þar á undan nýlendur Persa, Egypta, Kínverja og Mongóla
Frakkar þénuðu til dæmis aldrei á nýlendum sínum og stunduðu nýlendubúskap aðeins sem geopólitíska varnaraðgerð (e. countermeasure). Þegar upp er staðið er hagnaðurinn sennilega lítill hjá öllum nema þar sem nýheilagir menn hafa til dæmis heilt Evrópusamband í bakið við að rukka til dæmis Grikki, og sjúga þannig til sín 1/4 af hagkerfi þeirra. Það er frekar grátbrosleg kaldhæðni að Þýskaland sem neitaði að standa við Versalasamningana og bjó til óðaverðbólgu til að brenna niður erlendar skuldbindingar hans með lygum og svindli, skuli heimta að Grikkir borgi þeim til baka - í þýskri mynt!
Stjórnmálaelíta Þýskalands (og seðlabanki) var meira að segja svo áköf í að ná sér niðri á erlendum lánadrottnum (Vesturveldunum) að hún brenndi Þýskaland niður í leiðinni, frekar en að virða lög og rétt. Að því leytinu líkist hún bandarískum Demókrötum hve mest í dag. Þýskaland þykist hafa einkarétt á svindli og þoldi ekki lygi Grikkja um Maastricht-fjárlagahallann 2009, en gleymir á sama tíma öllu um mölbrotinn Versalasamninginn. Þýskaland breytist auðvitað ekki og nýr umgangur er því nú þegar byrjaður að rúlla af stað
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. júní 2020
Apaplánetan
Fyrst var minnismerkið um Lincoln í Washingtonborg skemmt - en þegar ég sá þetta, frá sjálfum D-day í London, þá varð mér virkilega illt og gat eiginlega ekki dottið neitt annað í hug en.....
....þetta!
****
HVERS KONAR KREPPA?
Mikið er rætt um efnahagsáhrifin af völdum kínversku Wuhan-veirunnar á íslenskt hagkerfi sem og önnur. Það er út af fyrir sig dálítið merkilegt, því aldrei er rætt um þá árvissu réttindaplágu launþega sem ár hvert lokar hagkerfi okkar niður að hluta til og industrí-Evrópu næstum að fullu. Þarna á ég við lokanir hagkerfisins vegna sumarfría
Þegar hugsað er um þessar lokanir báðar (veira og sumarfrí), þá segja textabækur hagfræðinnar að um framboðskreppu sé að ræða (supply-side crisis). Framboð af flestu er skrúfað fyrir, þó svo að eftirspurn sé í lagi. Fyrirtæki loka og fólk fær ekki það sem því vantar. En þegar hins vegar sumarfríum lýkur þá fáum við V-þotulaga efnahagsbata. Þetta gerist á hverju ári. Og Hagstofan þarf meira að segja að iðka "árstíðaleiðréttingar" svo að kjánavæddir fréttaskelfar alls-konar-miðla hræði ekki líftóruna úr fjárfestum; sem á góðum dögum kallaðir eru því "fjárfesta"-nafni já, en "ófyrirleitnir spekúlantar" á slæmum dögum, sérstaklega þegar ríkið vill helst ekki og getur jafnvel ekki borgað þeim peningana til baka. Ekki tekur sig samt að minnast á stærsta allsherjar-fjárfestinn; sparifjáreigandann sjálfan, sem nú um daga ekkert fær fyrir neitt og er jafnvel látinn brenna upp
Bónusgrein skynsemi og visku: Not-So-Retiring Retired Military Leaders - eftir Victor Davis Hanson
Framboðskreppur eru sem sagt allt öðruvísi og annars eðlis en eftirspurnarkreppur, vegna þess að laun og verðlag eru klísturskenndar hagstærðir (sticky) sem breytast löturhægt eða jafnvel alls ekki
Þess vegna segir Lars okkar Christensen að atvinnuleysi verði komið niður í sexý sex prósentin þegar kosið verður til forseta vestanhafs í nóvember. Þetta er að sjálfsögðu martröð fyrir apaveldið, sem samanstendur af lélegustu kjósendum jarðar; þ.e. öpum sem þola ekki að vera í stjórnarandstöðu án þess að tryllast. Þola ekki að missa völdin. Og engu breytti það að fá þeldökkan mann sem forseta í átta ár vestanhafs. Engu. Ekki frekar en kvenkerling sem forseti hefði breytt neinu um neitt. Þarna hafið þið það
Lars veit auðvitað að Trump verður endurkjörinn. Sexý sex prósentin verða það, mín kæra karl- og kvenkerling, hvað sem apaveldinu líður
NEMA náttúrlega HÉR HEIMA
Þetta mun samt ekki verða alveg svona hér heima. Það er vegna þess að heilar fjórar síðustu ríkisstjórnir hafa búið til það sem hagfræðingar um alla jörð elska að tala um; þær bjuggu til strúktúrelt vandamál með ríkisforföllnum ferðamannaiðnaði (ferðamannabræðslu). Hann er það alversta sem hægt er að hugsa sér núna í kjölfar veirunnar, og að sama skapi líka áður en Kínverjar slepptu henni lausri á heiminn. Ferðamannaiðnaður í þeim mæli sem ríkisstjórnirnar fjórar hafa búið til hér heima, er dæmdur til að kengríða þróuðum hagkerfum yfir í það að verða vanþróaðri hagkerfi. Þarna hafa kjánar ráðið för. Strategískir bjálfar. Þess vegna mun batinn hér heima ekki veðra eins og annarsstaðar. Við sitjum eftir sem áður uppi með strúktúrelt vandamál sem látið var viðgangast og er að verða að strúktúrellu pólitísku vandamáli líka svipað og varð með ofvaxinn fjármálageirann á sínum tíma. Þarna var illa farið að ráðum. Og ríkið heppaði með á þvæluna, sem var og er bóla, eins og ég hef bent á allan þann tíma sem hún hefur varað. Og afleiðingar hennar eru sticky
DANKE SCHÖN
Látum snillinginn Bert Kämpfert ljúka þessari færslu með Danke Schön frá 1962. Flott mynd. Þarna var enginn api á ferð
Ég bendi lesendum einnig á útsetningu og flutning hljómsveitar hans á Cant Take My Eyes Off You og Bye Bye Blues, sem reyndar má hlusta á hann flytja í Royal Albert Hall 1974. Bert Kämpfert er maðurinn sem færði okkur lagið Strangers in the Night
Fyrri færsla
Joe Biden: 50 milljónir Bandaríkjamanna "ekki gott fólk"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 5. júní 2020
Joe Biden: 50 milljónir Bandaríkjamanna "ekki gott fólk"
Mynd: Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Repúblikana til endurkjörs í haust
****
VONDA FÓLKIÐ 2020
Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrata segir að 10-15 prósent Bandaríkjamanna séu ekki gott fólk
Þar sem bandaríska þjóðin telur um 320 milljónir manna, þá virðist boðskapur hins væntanlega forsetaefnis Demókrataflokksins vera sá, að um 50 milljónir Bandaríkjamanna séu vont fólk
Varla mun Biden kæra sig um atkvæði þessa fólks. Þarna er um að ræða verulegan hluta bandarískra kjósenda, því varla telur þetta forsetaefni góða fólksins í Bandaríkjunum að börnin í landinu séu fædd vond.. eða hvað?
LÁTINNA SVÍA MINNST Á AUSTURVELLI?
Umtalsverður hópur manna minntist 3500 of margra Wuhan-veiru-látinna Svía á Austurvelli undir slagorðinu "þögn er þátttaka" og fleytti sér síðan áfram á kertum, til að minnast þess að Japanir drápu þúsundir manna á dag þegar Bandaríkin skárust í leikinn og stöðvuðu þá með aðeins tveimur sprengjum. Talið er að Japanir hafi drepið allt að 20 milljónir óbreyttra borgara í Síðari heimsstyrjöldinni. En hún er eina stórstyrjöldin þar sem tapararnir drápu yfirþyrmandi hluta þeirra sem féllu, eða um 70 prósent
Sænski sóttvarnarlæknirinn segist hins vegar ekki sjá eftir neinu og myndi fara alveg eins að næst. Alls hafa 4562 Svíar misst lífið í sjálfri Svíþjóð af völdum kínversku Wuhan-veirunnar, eða einn af hverjum 2213 íbúum landsins. Á Íslandi hafa hins vegar aðeins einn af hverjum 34109 misst lífið af völdum sömu veiru
HVAÐ SKYLDI FELAST (LEYNAST) Í GAGNRÝNINNI?
Fjögur lönd í Evrópu Bretland, Ítalía, Spánn og Frakkland eða 240 milljónir manna standa nú fyrir 20 þúsund fleiri samanlögðum dauðsföllum af völdum kínversku Wuhan-veirunnar, en orðið hafa í öllum Bandaríkjunum með 320 milljónir íbúa þar. Samt er evrópskri gagnrýni látið rigna yfir Donald J. Trump forseta. Hvernig skyldi standa á því?
Fyrri færsla
Púff... og horfið: Alþjóðavæddur miðdepill einskis virði án þjóðríkis
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 230
- Frá upphafi: 1390860
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 136
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008