Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017

Alþjóðaveldið missir andann vegna Jerúsalem

Amen í mýri 20. janúar 2017; Nýr Bandaríkjaforseti blessaður

****

Allt alþjóðaliðið sem vinnur við alþjóðahliðið og sem þykist hafa flest að segja um veröldina sem það ekkert á í, hristist nú sem sá súkkulaðibúðingur sem það lið allt er. Það hristist vegna þess að eitt ríki hefur tekið ákvörðun um eitthvað sem hentar búðingnum alls ekki og sem ógnað getur álitsgjafaveldi hans, vottunariðnaði, úttektarþvælum, regluverkum, dómarasætum og alþjóðalögum sem eru dægurlög og þar fram eftir umboðslausum götum elíta hins alþjóðlega súkkulaðibúðings, sem ekki einu sinni er hægt að éta því hann er einn súkkulaðitilbúningur út í gegn - og hvílir á engu nema loftinu sjálfu

Bandaríki Norður-Ameríku segjast ætla að flytja sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Aviv til Jórsala á næstu árum. Flutningurinn mun taka nokkur ár. Og þess vegna er heimurinn að farast, því ljóst er að alþjóðlegur skortur verður nú á þeim pappakössum sem alþjóðaliðið búið hefur í

Reyndar er ástæðan einföld. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Höfuðborg er höfuðborg og í þessu tilfelli er hún sjálf Davíðsborg; hornsteinn Vesturlanda

En það er náttúrlega meira. Jú Austurlönd nær hafa verið að brotna upp og eru komin í enduruppsetningarfasa sem enginn veit enn hvernig mun enda. Íslamska lýðveldið Íran sem hefur gereyðingu Ísraelsríkis á sinni dagskrá, er að verða stóraðili innanríkis í sundurtættu Sýrlandi og Írak. Íran ætlar að verða það ríki í Austurlöndum nær sem ræður á landmassanum frá Persafóla til Miðjarðarhafs og þar með talið er Líbanon. Því er illa við Sádi-Arabíu, sem þess vegna er að vingast við Ísrael. Óvinur óvinar míns er vinur minn. Og Rússar halda með Íran. Krossgötur alls og allra í Kákasus munu því hitna all hressilega á komandi árum

En nú er Tyrkland rétt í þessu að byrja að klæða sig í nýsaumuðu Ottómanfötin og það er að hefja keppni við Íran um að verða áhrifamesta ríkið í Austurlöndum nær og víðar

Það eru reyndar bara þrjú alvöru ríki í Austurlöndum nær; Ísrael, Íran og Tyrkland. Restin er í besta falli einingar og svæði sem lúta ekki ríkisstjórnun, jafnvel ekki undir harðasta einræði; þ.e. óstjórnanlegur massi lands og fólks

Ísrael hefur átt góð ár á meðan borgarastyrjöldin geisaði í Sýrlandi. Það neitaði að láta blanda sér í málin og Sýrland yfirskyggði flest önnur vandamál í heimshlutanum. Ísraelsríki varð því svo gott sem ósýnilegt á ratsjá vandamálanna. Þetta var góður tími fyrir Ísrael. Mjög góður og landið var öruggt. En nú er þessi friðsæld fyrir Ísrael við það að verða búin því Sýrland er ekki lengur eins undirlagt í átökum. Og margt mun breytast, eins og svo oft áður, þegar skriðdrekarnir stoppa þar þeim þeir eru - og frjósa þar fastir. Valdahlutföll raskast og ný landakort verða oft til

Bandaríkin eru því að gera eins og þau gera í Póllandi og Suður-Kóreu og þar áður í Vestur-Þýskalandi. Þau eru að staðsetja dyragæslubúnað sinn í Jerúsalem. Ef ráðist er á Pólland eða Suður-Kóreu þá er það árás á Bandaríkin, því þau eru þar. Ef ráðist verður á Jórsali þá er þar dyrabjalla sem hringja mun með ærandi hávaða í einu Hvítu húsi út í mýri. Og Washington-mýrin er ekki lengur sú sem hún var. Hún er komin með Gamla testamentið upp á borðin hjá öllum þeim sem í mýrinni ætla að starfa og vinna. Góðan daginn mýrarmaður, þetta er það eina sem þú lest næstu árin og ekkert annað. Og segðu svo eftir mjér; Amen og aftur Amen

Bandaríki Norður-Ameríku munu fara óstjórnlega í taugarnar á óstjórnlega mörgum á næstu óstjórnlegu árum. Ásakanir og svívirðingar munu á þeim dynja, en algerlega árangurslaust. Eina ofurveldi heimsins er að rétta úr sér og pissa öll horn veraldar út á ný. Þar mun stínka illilega þungt fyrir brjóstum margra á næstu árum. Sumir missa jafnvel andann sinn og úníversal-kratar kafna

Áfram Donald J. Trump!

Fyrri færsla

Katalónía ekki klár í borgarastyrjöld


Katalónía ekki klár í borgarastyrjöld

Hér hvílir 70 ára tímablið frá 1945 til 2015 e.Kr.

Mynd: Hjér hvílir Kratinn "sérfræðingur"

****

Staðan er svona:

Katalónía hefur engan her
Hún getur því ekki varist
Katalónía hefur ekki landher
Katalónía hefur ekki sjóher
Katalónía hefur ekki flugher
Katalónía hefur ekki vopn
Katalónía hefur ekki þjóðvarðlið
Þjóðin er ekki nógu samtaka
Hún hefur ekki lögreglu
Hún hefur aðeins takmarkað 17 þúsund manna lögreglulið

Ísland hafði Atlantshafið og hefur enn
Ísland hafði eina sameinaða þjóð og hefur enn
Ísland hafði breska flotavernd
Ísland hafði og hefur Bandaríkin
Ísland hafði alla Íslendinga
Ísland þjáðist ekki af kratasýki

Ekkert þessa hefur Katalónía - og hún er sóttveikluð af kratisma niður í þjóðarrót

En hún mun kannski fá það, ef Spánn heldur áfram að reyna að vera Spánn í Evrópusambandi. Katalónía hefur aldrei litið á sig sem fastan hluta af Spáni. Hún hefur litið á sig sem lausan hluta af Spænska heimsveldinu, sem er ekki lengur til

Nýjar kynslóðir munu þurfa að alast upp sem annað hvort eldsneytið eða slökkviliðið á þjóð Katalóníu. Það fyrrnefnda er líklegt. En ef Spánn fellur sem ríki, sem alls ekki er ólíklegt, því Spánn er ekki ein þjóð heldur margar, þá mun Katalónía nýta sér það tækifæri, eða ekki

Spánn þynnti sig enn frekar út sem þunnt ríki með því að ganga í annað ríki, þ.e. í yfirríki Evrópusambandsins. Spánn getur ekki látið Katalóníu fara án þess um leið að leysa sig upp sem það ríki sem það þykist vera, en er samt ekki. Og Norður-Katalónía kemst ekkert því Frakkland mun aldrei aftur láta furstadæmi í suðri fá aukin völd, því án algerrar miðstjórnar Parísar er Frakkland óverjanlegt sem eitt ríki

Katalónía verður ekki sjálfstætt ríki í bráð. Skotland verður heldur ekki sjálfstætt ríki því það er of hættulegt að opna afturendann að fastlendi Bretlandseyja á þann hátt, eins og er. Og Kanada fær einungis að vera sjálfstætt ríki af því að afturendinn á því er lokaður. Ef hann væri hins vegar opinn, þá væri enska eina leyfða tungumálið í Kanada, því Kanada væri þá fyrir langa löngu orðið hluti af Bandaríkjum Norður-Ameríku. Staðreyndir lífsins eru harðar

Hin brennandi spurning vegna Katalóníu er frekar þessi: hvað verður um Spán? Því fastar sem hann reynir að halda í Katalóníu því þynnri verður hann sem eitt ríki. Fari hann í hart, því sterkar standa Katalónar

Atlantshafið er voldugt. Það drepur kratisma og kemur í veg fyrir að hann verði yfir höfuð til. Sjáið bara hina nýju ríkisstjórn Íslands; Kratinn engist um og volar sitt sérfróða væl

Við segjum því ferfalt húrra - og skál!

Fyrri færsla

Til hamingju ný ríkisstjórn


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband