Leita í fréttum mbl.is

Katalónía ekki klár í borgarastyrjöld

Hér hvílir 70 ára tímablið frá 1945 til 2015 e.Kr.

Mynd: Hjér hvílir Kratinn "sérfræðingur"

****

Staðan er svona:

Katalónía hefur engan her
Hún getur því ekki varist
Katalónía hefur ekki landher
Katalónía hefur ekki sjóher
Katalónía hefur ekki flugher
Katalónía hefur ekki vopn
Katalónía hefur ekki þjóðvarðlið
Þjóðin er ekki nógu samtaka
Hún hefur ekki lögreglu
Hún hefur aðeins takmarkað 17 þúsund manna lögreglulið

Ísland hafði Atlantshafið og hefur enn
Ísland hafði eina sameinaða þjóð og hefur enn
Ísland hafði breska flotavernd
Ísland hafði og hefur Bandaríkin
Ísland hafði alla Íslendinga
Ísland þjáðist ekki af kratasýki

Ekkert þessa hefur Katalónía - og hún er sóttveikluð af kratisma niður í þjóðarrót

En hún mun kannski fá það, ef Spánn heldur áfram að reyna að vera Spánn í Evrópusambandi. Katalónía hefur aldrei litið á sig sem fastan hluta af Spáni. Hún hefur litið á sig sem lausan hluta af Spænska heimsveldinu, sem er ekki lengur til

Nýjar kynslóðir munu þurfa að alast upp sem annað hvort eldsneytið eða slökkviliðið á þjóð Katalóníu. Það fyrrnefnda er líklegt. En ef Spánn fellur sem ríki, sem alls ekki er ólíklegt, því Spánn er ekki ein þjóð heldur margar, þá mun Katalónía nýta sér það tækifæri, eða ekki

Spánn þynnti sig enn frekar út sem þunnt ríki með því að ganga í annað ríki, þ.e. í yfirríki Evrópusambandsins. Spánn getur ekki látið Katalóníu fara án þess um leið að leysa sig upp sem það ríki sem það þykist vera, en er samt ekki. Og Norður-Katalónía kemst ekkert því Frakkland mun aldrei aftur láta furstadæmi í suðri fá aukin völd, því án algerrar miðstjórnar Parísar er Frakkland óverjanlegt sem eitt ríki

Katalónía verður ekki sjálfstætt ríki í bráð. Skotland verður heldur ekki sjálfstætt ríki því það er of hættulegt að opna afturendann að fastlendi Bretlandseyja á þann hátt, eins og er. Og Kanada fær einungis að vera sjálfstætt ríki af því að afturendinn á því er lokaður. Ef hann væri hins vegar opinn, þá væri enska eina leyfða tungumálið í Kanada, því Kanada væri þá fyrir langa löngu orðið hluti af Bandaríkjum Norður-Ameríku. Staðreyndir lífsins eru harðar

Hin brennandi spurning vegna Katalóníu er frekar þessi: hvað verður um Spán? Því fastar sem hann reynir að halda í Katalóníu því þynnri verður hann sem eitt ríki. Fari hann í hart, því sterkar standa Katalónar

Atlantshafið er voldugt. Það drepur kratisma og kemur í veg fyrir að hann verði yfir höfuð til. Sjáið bara hina nýju ríkisstjórn Íslands; Kratinn engist um og volar sitt sérfróða væl

Við segjum því ferfalt húrra - og skál!

Fyrri færsla

Til hamingju ný ríkisstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband