Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju ný ríkisstjórn

Engar skammbyssur notaðar. Engin kúgun. Samt tókst þetta. Og án þess að Tími neins sérstaks ofsóknara krefðist þess að vera kominn

Katrín Jakobsdóttir vann fyrir sínu og var treyst

Bjarna Benediktssyni var treyst vel og vann hann verkið með sóma

Sigurður Ingi gerði sitt

Þetta hlýtur að geta virkað

Til hamingju með þetta Ísland! Ég óska þessari ríkisstjórn velfarnaðar

Sögulegt er að "gömlu kommarnir" landi forsætisráðherra Íslands. Ég gleðst þeirra vegna. Þetta er sögulegur atburður og markar vonandi viss tímamót

Þingið fær Steingrím J. sem forseta. Hlýtur að virka

Eins máls krataflokkurinn Samfylking hefur líklega runnið sitt eina og stutta skeið

Áfram Ísland!

Ég hlakka til 100 ára fullveldisafmælis íslenksu þjóðarinnar á næsta ári

Fyrri færsla

Ímyndaða "iðnbyltingin" eyðileggur framleiðni Vesturlanda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru dagar friðar og sátta að renna upp?-- Frétt um Ísraela og Palistínumann beita sér í sáttaumleitan ríkja sinna,vakti áhuga minn.-- Það hlaut að koma að því að íslenska þjóðin fengi nóg af tætingi seinustu ára og sameinuði krafta sína í uppbyggingu þjóðar sinnar. ( Ætlaði aldrei að koma þessu frá mér,það er svona þegar hellist yfir mann ritstífla.) 

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2017 kl. 08:10

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga.

Hærri meðalaldur hefur örugglega hjálpað þessari ríkisstjórn á lappir. Tvö snuðtottandi pólitísk leikskólaeintök í VG sem halda að vinstri-pólitík sé sérstakt kyn í útrýmingarhættu, en ekki skoðun, sýna það. Þeir munu kannski stofna sérstakan kyn-flokk um snuðin sín. 

Ég vona svo sannarlega að vinstri vængnum takist að byggja sig upp sem trúverðugan pólitískan pall sem bæði er fær um að vera í stjórn sem og í stjórnarandstöðu. Þetta hefur háð stjórnmálum síðustu margra ára.

En það hlýtur að liggja ljóst úr þessu að það eru VG sem eru sigurvegarar vinstrivængsins.

Þetta verður vonandi starfsöm ríkisstjórn sem tekst vel til.

Já, ef að um einhverjar sættir getur verið að ræða sem skera hæstu öldutoppana burt af öldugangi hins pólitíska lífs, þá er ég svo sannarlega með. Síðustu 10 ár hafa ekki verið auðveld. 10 ára stríði er vonandi lokið með sigri þeirra sem vitið hafa.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.12.2017 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband