Leita í fréttum mbl.is

Vandamál: Pólland stendur fast gegn evrópuisma ESB

Duda og Trump júlí 2017 - undir hamrinum

Kva, enginn ESB-fáni viðstaddur..

Evrópusambandinu líkar ekki lengur við Pólland

Þegar Pólland með aðstoð Kaþólsku kirkjunnar var að brjótast undan oki sovéska kommúnismans, þá féll svo kölluðum "leiðtogum" Evrópusambandsins vel við Pólland. En nú þegar það sýnir sig að Pólland er enn Pólland og vill umfram allt áfram vera bara Pólland og að Kaþólska kirkjan er enn Kaþólska kirkjan í Póllandi og mun áfram verða Kaþólska kirkjan í Póllandi, já þá er Evrópusambandinu allt í einu hætt að líka við Pólland sem Pólland og við Kaþólsku kirkjuna sem Kaþólsku kirkjuna. Hvað gerðist?

Jú, Evrópusambandinu er skyndilega orðið illa við að Kaþólska kirkjan í Póllandi sé enn gegnheil alvöru stofnun sem breytist ekkert, sama hverjum líkar við hana eða ekki. Hún er áfram sú sama Kaþólska kirkja er leiddi Pólland úr heljarklóm alræðisins. Þetta er að verða stórt vandamál fyrir Evrópusambandið

Jú, og vandamálið með sjálft Pólland núna er að það vill ekki aðlaga sig að þeim evrópuisma sem Evrópusambandið krefst að sé tekinn upp í landinu í stað þess pólska þjóðareinkennis sem Pólverjar börðust fyrir að halda fast í undir sovéska-kommúnismanum og sem að lokum réði niðurlögum hans. Haglar því nú niður í Pólland allskyns árásum frá Þýskalandi, sem með harðnandi höndum stjórnar orðið Evrópu með Evrópusambandinu

Það sem áður þótti gott hefur nú breyst í vont. Mjög vont. Það hefur það gert, vegna þess að Pólland vill ekki gangast undir evrópuismann sem Evrópusambandið krefst með vaxandi alræðisvaldi að eigi einnig að drottna yfir Pólverjum í sjálfu landi þeirra

Undir málverkinu af SobieskiÚr alræði kommúnismans var mjög erfitt fyrir Pólland að komast. Bandaríkin studdu og fjármögnuðu að miklu leyti þá baráttu landsins og hlutu þá oft bágt fyrir frá Vestur-Þýskalandi, því ekki mátti styggja sovétið of mikið. Málið vandast því núna þegar að Evrópusambandið með ofsóknum er að reyna að beygja Pólland undir nýju alræðisstefnuna sem að þessu sinni heitir evrópuismi ESB

Munu Bandaríkin koma Póllandi til aðstoðar á ný? Já það munu þau gera og það eru þau að gera. Þess vegna fór til dæmis Donald Trump fyrst til Varsjá, en ekki til Þýskalands. Í Varsjá dældi Trump auknu magni hraðsements í sökklana undir Intermarium. Þar mun Pólland fá að vera Pólland. Bandaríkin tryggja það

Ef og þegar Græningjar setjast með Merkel í nýja ríkisstjórn Þýskalands og hóta að loka niður kolaverkunum sem framleiða þýska rafmagnið, þá er nú gott að síðasti kanslari Þýskalands sitji fast með Pútín í stjórn Rosneft, svo að aukinni rússneskri orku sé hægt að veita framhjá Úkraínu og Póllandi til Þýskalands. Lítil hætta er á að Merkel myndi styggja Pútín að ráði þegar hann lætur gamminn geisa yfir Eystrasaltslönd og Úkraínu, upp að öllum austur-landamærum Póllands. Þýskir ráðamenn hafa þegar sagt að þeir geti "sætt sig við" Rússland upp að landamærum Póllands, en þeim láðist þó geta hvoru megin við Varsjá sú sátt átti að liggja flöt á landamærum þess. Það eina sem aftrað hefur Rússlandi fram til þessa er of lágt olíuverð (fjármagn) og einkennisbúnar lifandi aðvörunarbjöllur Bandaríkjahers í Austur-Evrópu

Þegar bandarísk herskip þurfa að koma og vernda siglingar skipa í Eystrasalti með orku til Póllands frá Texas, þá vitum við að hvað er að gerast

Ef ég væri Pólland, myndi ég henda þýsku kosningunum í hausinn á Merkel og skipa henni að ryksuga og taka til í draslinu heima hjá sér, en ekki í Póllandi! Það mun Pólland að sjálfsögðu gera

Góðir bandamenn eru mikils virði. Ísland og Pólland eiga sameiginlegan bandamann; Bandaríki Norður-Ameríku. Og þau eiga líka, eins og undir kommúnismanum, sameiginlegan óvin. Þá hét hann sovéskur kommúnismi, en evrópuismi ESB núna

Það er ánægjulegt að eiga svona stóra sameiginlega hagsmuni

xD

Fyrri færsla

Erlendar ESB-fréttir vegna greindarskorts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf fræðandi: XD

Helga Kristjánsdóttir, 28.9.2017 kl. 22:58

2 identicon

Sæll Gunnar

Tékkland, Ungverjaland, Pólland og Slóvakía - Visegrad 4 lönd, fara út úr ESB á sama tíma. Það er því mögulegt að hafa viðskiptasambönd við Bretland og glömma ESB. 

Næst verður Catalonien og Basken.

Merry (IP-tala skráð) 1.10.2017 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband