Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016
Föstudagur, 29. júlí 2016
Evran og norska krónan að hverfa
Vísitölumyndin sýnir gengisþróun evru og hinna íslensku-, norsku- og sænsku króna gagnvart Bandaríkjadal. Tímabilið er frá 7. júlí 2008 = 100, er vatnaskil urðu á gjaldeyrismarkaði, og fram til dagsins í dag
Norska krónan er nú fallin meira en sú íslenska. Fall evru og sænsku krónunnar nálgast bankarot. Norska krónan hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna heilbrigðra framfara í verðmyndun á olíumörkuðum. Evran er hins vegar að leggjast í rústir skipulagðs pólitísks áhlaups stjórnmála- og embættismannamannastétta sovétríkja ESB, þ.e.a.s í NSU og EMMA (European Monetary Madness Area in New Soviet Union | © Bernard Connolly)
Evran mun halda áfram að falla næstu 3 árin og fara niður í 0,65 Bandaríkjadali. Borgarastyrjöldin sem hafin er í Evrópusambandslöndum vegna innrásar í kjölfar gjöreyðingar evrunnar, munu svo gera útaf við myntina evru. Við það verður hún aftur mynt þess eina lands sem stjórnar og hefur haft hag af henni; Þýskalandi. Og við það hækkar hún um 160 prósent aftur og Þýskaland verður gjaldþrota hennar vegna og framskriðinnar elli. Ritvélaiðnaður hinna þýsku kínverja Evrópu þolir ekki slíka frjálsa verðmyndun á gjaldmiðli landsins
Íslenska krónan mun halda áfram að hrista ferðamenn af íslenska hagkerfinu eins og lús. Og er það ákaflega gott og þarft verk. Við tekur arðbærari notkun á menntuðu vinnuafli og auðæfum þjóðarinnar. Takk mín kæra V8 íslenska króna
Næstu tveggja kjörtímabila ábyrg og sannfærandi hægri ríkisstjórn á Íslandi, hefur alla burði til að gera þig að alþjóðlegri mynt, vilji menn það. Allt sem til þarf, er viljinn, ábyrgð og Sjálfstæðisflokkurinn
Fyrri færsla
Aðeins ein ástæða fyrir ríkidæmi Íslands
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 25. júlí 2016
Aðeins ein ástæða fyrir ríkidæmi Íslands
Og sú ástæða er sjávarútvegurinn með gjöfult Atlantshafið umhverfis landið - og fullveldi og sjálfstæði Íslands. Enginn önnur ástæða er til fyrir ríkidæmi Íslendinga. Bara alls engin. Allt okkar ríkidæmi eigum við þessu að þakka: hafinu og sjávarútveginum
Þegar maður skoðar veröldina með geó-pólitískum augum þá ber þar hæst við himinn sjálfur risinn í Vestri, Bandaríki Norður-Ameríku. Ástæðurnar fyrir ríkidæmi Bandaríkjanna eru að miklu leyti landfræðilegar: þ.e. höfin sem umlykja 9 milljón ferkílómetra landmassa þeirra og árnar sem renna rétt, en ekki vitlaust, um þessi Bandaríki Norður-Ameríku. Þær sameina þar með stærsta ræktanlega landbúnaðarsvæði veraldar, sem eitt út af fyrir sig er 1,7 miljón ferkílómetrar að stærð og hrikalega gjöfult. Siglanlegar ár í Bandaríkjunum eru um 40 þúsund kílómetrar að lengd, sem er meira en restin af veröldinni hefur til umráða, og á þeim eru flutt yfir 500 milljón tonn af vörum og varningi á ári hverju, fyrir einn þrítugasta af því sem kostar að flytja eitt tonn eða einn gám á vörubílum, og fyrir einn tíunda af því sem kostar að flytja farminn á járnbraut
Einn tveggja aflvéla fljótabátur með 8 til 10 manna áhöfn sem ýtir 15-pramma farmi þúsundir kílómetra í einni ferð, fer þar með stærri farm en flugvéla-móðurskipin voru í síðari heimsstyrjöldinni. Já hann fer létt með 1050 stórtrukka farm í einni ferð, fyrir næstum ekki neitt
Enginn tekur eftir þessu því þetta er ekki í fréttum. Alveg eins og að enginn tekur eftir sjávarútvegi lengur, vegna þess að of margir fréttamiðlar eru mannaðir af þið vitið hverjum, þó mest kommúnistum. Engar skipa- og aflafréttir eru lengur fréttir. En samt er allt þetta að gerast á hverjum degi, bæði hér heima og í Bandríkjunum, hvern einasta dag ársins
Þessar ár renna þannig að þær sameina Bandaríkin en sundra þeim ekki, eins og árnar í Rússlandi gera, sem allar renna vitlaust. Að vera bóndi eða verksmiðja í framleiðslu til innlendrar eftirspurnar og útflutnings í Bandaríkjunum, er ekkert mál þó svo að býlið eða verksmiðjan sé staðsett 2000 kílómetra inni í landi. Að framleiða og þjónusta Bandaríkjamarkað eru forréttindi engum lík. Þau eru með einkaneyslu sem þar til rétt nýlega var meiri og stærri en öll einkaneysla allra annarra landa veraldar var samanlögð. Ríki og sveitafélög kunna lítið að fara með fé, svo þau eru lítið látin um hvað peningarnir eiga að fara í. Það er meðal annars þess vegna sem Bandaríkin eru svona rík og mikið veldi
Í bandarísku Dow Jones vísitölunni, sem spannar 130 ár, er aðeins eitt fyrirtæki ennþá lifandi frá upphafi hennar og er það fyrirtækið General Electric. Slíkt er umbyltingarafl Bandaríkjanna. En í Evrópu tróna ennþá hæst gömlu elítutæru ættarveldin með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahaginn. Þeim er haldið lifandi af elítum sem sitja á elítuvöldum utan og innan þings. Fórnarlömbin eru borgararnir og litlir möguleikar þeirra í elítuveldum Evrópu. Má þar nefna Deutsche Bank, Siemens, Bayer og Allianz sem öll urðu til fyrir meira en 120 árum. Slíkt er máttleysi endurnýjunar í Evrópu. Gamalt glingur aðalsins lifir enn, þökk sé völdum elíta. Evrópusambandið til dæmis var stofnað til að halda þeim við völdin. Og Þýskaland sjálft var sameinað í sama falska tilgangi 1871
Meira að segja Bæjaraland, sem tímabundið áttavillt og á tíðum tryllt íhaldsmannaríki elíta, í kjölfar hruns þýska keisaraveldisins 1919, lýsti sig sem verandi nýtt og sjálfstætt "Sovét-lýðveldi" þegar Weimar var stofnað, já það ríki lítur enn þann dag í dag á sameiningu Þýskalands frá 1871 sem misgjörning, og er það hárrétt ályktun hjá þeim. Hefur Bæjararíkið nú hótað þýskum yfirvöldum að gripið verði til "sjálfstæðra varnaraðgerða" gegn drekkingartilraun Angelu Merkel á Þýskalandi með íslamistum, fari innrás hennar á allt þýska ríkið á þann veg sem horfir; þ.e. til helvítis!
Fyrst að rótgrónir íhaldsmenn Bæjaralands gátu árið 1919 lýst yfir sjálfstæði sínu sem nýtt kommúnistískt "Sovét-lýðveldi" undir keisaralegu öngþveiti hins nýstofnaða Þýskalands, hvað haldið þið þá að eigi ekki eftir að gerast í Evrópu á komandi tímum. Fullt af trylltum hlutum sem engum manni dettur í hug í dag, eiga eftir að gerast í Evrópu á næstu áratugum
Það er enginn "jaðar" í Bandaríkjunum. Þau eru eitt massíft sameinað veldi út í gegn. Rússland hefur til dæmis aldrei getað brauðfætt sig sjálft nema þá einna helst sem smábænda-ríki á ofboðslegum landmassa þess "ríkis" og mun aldrei geta það sem stórveldi, því að Rússland og flest fjöll þess eru á vitlausum stað eins og mestur partur landmassa Kína er einnig. Það eina sem getur haldið Rússlandi saman sem ríki er terror stjórnvalda og þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. Öll orka stjórnvalda fer í terror og í jaðarinn fræga, sem klúðrast bara og klúðrast og býr reglulega til krúss-sjeffana í endalausum pólitískum líkkistum eilífs jaðar-klúðurs. Svona erfitt er að vera landmassaríki án náttúrulegra landamæra. Ekkert af þessu þurfa Bandaríkin að glíma við, enda sést það
Og hið sama gildir um Kína, sem innan 10-20 ára mun hrynja eins og Japan hrundi í rúst undir skuldafjalli sem þyrlaði svo flott upp ryki í augu veraldar, en bara í smá tíma, áður en fjallið það pompaði og brasaði saman og gerði landið og íbúa þess að öskugráu pompeiveldi í bókstaflegri merkinu náttúruleysis og elítugráma. Og hið sama gildir náttúrlega um Evrópusambandið. Það er að hrynja og mun halda áfram að hrynja þar til meginland Evrópu springur í loft upp á ný
Íslenski sjávarútvegurinn hefur mótað stjórnmálin á Íslandi frá því að hann varð til. Engin stjórnmálaöfl, nema tímabundin poppuð skemmdarverkaöfl, komast hjá því að mótast af legu landsins í miðju Atlantshafi og af sjávarfangi okkar sem gert hefur okkur að heimsmeisturunum í þeim miklu efnum. Saman með okkar eigin landbúnaði er sjávarútvegurinn það sem Ísland stendur og fellur með. Þó svo að "allt annað" færi á hausinn hér -og það mun það á endanum gera ef illa er farið með sjávarútveginn- þá myndi það ekki koma Íslandi á hausinn, því allt "þetta annað", hefur sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn skaffað okkur
En öll hafa þó hin íslensku stjórnmálaöfl að vissu leyti misst frumfætur sína og ganga því annaðhvort hölt eða sem áttavilltar karlkerlingar til kosninga sinna. Þessir þeir eru allir farnir að hanga aftan í Reykjavík og stærsta aumingjaveldi veraldar, hinni glötuðu Evrópu Evrópusambandsins. Þessi aftaníossa árátta við Evrópu hefur valdið næstum óbætanlegum umhverfisskaða í heilabúi þeirra sem hanga aftaní Evrópu. Ísland er ekki þannig og á ekki að verða þannig. Við ætlum ekki að verða evrópskt elítu- og aumingjaveldi. Allt landið á að blómstra, því hafið umlykur okkur öll
Byggðastefna Bandaríkjanna var og er sú, að nema landið. Það var einnig hin sama byggðastefna sem viðhöfð var hér á Íslandi forðum. En hér hafa menn þó gleymt miklu. Þeir hafa gleymt og komið sér fyrir þversum í skráargatinu að Íslandi, höfuðborgarsvæðinu, sem er á minni jörð en Grímsstaðir á Fjöllum. Þar hokrar 65 prósent af þjóðinni þvers í skráargati, og þar drekka allir sama stjórnmálamjöðinn, hinn úldna evrópska drykk elítuvelda
Vegna hinnar sterku og réttu tengingar Sjálfstæðisflokksins við sjávarútveginn og landbúnað, og einskis annars, er ég sterkt að íhuga að ganga loksins í þann Sjálfstæðisflokk sem haldið hefur landinu best. Og nú hefur formaðurinn Bjarni kropið og svarið íslensku krónunni hollustu sína. Svo fyrir mig er ekki eftir neinu að bíða, er það nokkuð? Já mér er alvara
Allir getum við Íslendingar tekið undir Sjómannavalsinn. Öll þekkjum við hann. Án hans hefði ekki verið neitt "ég er kominn heim". Við erum sem betur fer ekki heimilislaus og ekki á leiðinni þangað, er það nokkuð? Ekki eins og Evrópa, er það nokkuð?
Hafið er okkar stóra vörn. Hana eigum við að nota til hins ýtrasta, í öllum skilningi þess orðs
Það er fyrir löngu kominn tími á að ræða Bandaríkjamálin hér á Íslandi
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. júlí 2016
Barist um völdin í Tyrklandi
Ef eitthvað er greinilegt frá atburðunum í Tyrklandi um helgina, þá er hægt að sjóða það -hið greinilega- niður í eitt orð; völd. Barist var um þau, völdin
Íslamistar innan sem utan hersins reyndu að taka völdin í sínar hendur með einmitt valdi. Notuðu hervaldið til að taka völdin. Tilraun þeirra mistókst þó svo að hún væri mjög vel skipulögð. En velheppnað valdarán krefst meira en fullkomins skipulags. Tvennt vantaði; almennan stuðning meðal nógu stórs hluta borgaranna og, sameinaðan her
Ljóst er að herinn veit ekki hvern og hvaða stjórnmálaöfl hann á að styðja né verja. Hluti hersins styður hrátt stjórnmálaaflið Íslam. Annar hluti styður þykjustu veraldlega stjórnarhætti og enn annar hluti hersins styður hugmyndir um nýtt heimsveldi a la Ottóman, undir Íslam. Tyrkneski herinn er því ekki alvöru her. Hann er eitthvað annað
Sem sagt: þarna er að verkum pólitísk heimspeki þrennunnar a) Rómarríkis b) Aþenu og c) Íslams
Allir hugsandi menn sjá hins vegar hvað skortir. Þeim vantar hinar Heilögu Ritningar, þ.e. hornsteina þess sem við köllum Vesturlönd. Þess vegna verður nútímalegt steinaldarstig ávallt ríkjandi í þessum heimshluta á meðan hornsteinn Vesturlanda, Jerúsalem, er eina blómið í heimshlutanum. Því þeir hafa hinar Heilögu Ritningar og Levítana, sem aldrei geta orðið kóngar. Þeir hafa þjóð-ríkið og landamæri
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gleður okkur sem komum auga á að heimsveldi úr kokkabókum Rómarríkis og ESB er úrkynjuð hugmyndafræði. Útgangan (exodus) markaði upphaf Vesturlanda. Það veit Bretland
En þeir sem vantar Ritningarnar, eiga áfram bágt. Þannig er nú það. Og græt ég vegna Nice
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 5. júlí 2016
Sigurganga Ónýta Íslands á EM
Sigurganga karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu á EM rúllaði upp svo mörgum sigrum og hjörtum að veröldin svo gott sem öll klórar sér nú í hausnum og skilur ekki hvað er að gerast. Þessir Íslendingar, án neinna nýlendna, hljóta að vera að gera ótrúlega margt gott og rétt í landi sínu, annars væri þetta varla mögulegt, hugsar heimurinn, sem eins og 68 ára Lars Lagerbäck, er ekki fæddur í gær
En á sama tíma hér heima marsera dulbúnir og torrentaðir kúltúrklesstir marxistar samfylkingarklessuflokks samfó, pírata, vaffgé og svört framtíð viðskildinga, með þá hugsun fastbrennda í höfðum sér, að hér sé allt ónýtt og að nýtt framhald af síðasta áhlaupi ríkisstjórnartætara Samfylkingar og Vinstri grænna á Ísland þurfi til, svo að draumur þeirra um handónýtt Ísland rætist loks. Þeir ætla sko að sjá fyrir því og auðvitað með aðstoð hins pólitíska Ónýta Íslands vígahreiðurs DDRÚV gegn Íslandi
Háskólasamfélagið eitt og sér er þó dyggasti og öflugasti gjaldþrota stuðningsaðili þessara afla. Enda þoldi það illa sigra landsliðsins og ráfaði fram hjá sér farandi, bölvandi og ragnandi á opinberri framfærslu, um glapstigana í turni sínum, yfir því að löndum væri bara sí svona leyft að mæta til leiks sem lönd. Að það þýddi bara eitt: þjóðernisrembu, þjóðfána, þjóðsöngva og að þar væri því allt heila dótið til öfga-hægris og bla bla bla, blaaði vinstri græn samfó stappa pírata í viðskildinga bjartri-já-svartri framtíð bíen púff vol væl og klynk, og ég veit ekki hvað
Íslendingar staðfestu fyrir Bretum hve mikilvægt er að standa vörð um sjálfan sig á eigin fótum og halda sér fyrir utan ESB. Bretland mun síðar þakka Íslandi fyrir þessa kennslustund
Ástand forseta Frakklands eftir leik Íslendinga og Frakka var svo slæmt að hann sat eftir, lamaður af ótta yfir því sem gæti gerst ef hann létti bara ögn á ESB-fangagæslu sinni yfir Evrópu
Innilegar þakkir til landsliðs Íslands í knattspyrnu. Það er það minnsta og hógværasta sem ég get sagt. En mikið er ég stoltur af ykkur og Íslandi. Samt ætla ég ekki að drepa neinn
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 3. júlí 2016
Nýi forsetinn Guðni of ungur?
Hann er að minnsta kosti of óreyndur og ef til vill er hann einnig of ungur til að vita að réttarríkið er frumforsenda mannréttinda. Það var réttarríkið sem ól af sér nauðsynleg réttindi handa mönnum
Eyðileggi menn réttarríkið þá hverfur grundvöllur svo kallaðra mannréttinda, sem er tískuorð nútímans yfir stjórnleysi í skjóli stofnunar sem kallar sig "Sameinuðu þjóðirnar" og ýmissa einræðisherra þeirra, sem eru margir og slæmir. Þessi stofnun gerist meira og meira firrt og að er miklu leyti ónothæf og skaðleg réttindum manna
Fyrstu skref hins nýja forseta lofa ekki góðu fyrir mannréttindamálin. Hvar skyldi hann stíga umboðslaus niður fæti næst?
Mikilvægt er að muna að það var skaðræðisknúin þykjustu jákvæðni sem bjó til bankahrunið. Virkni neikvæðrar hugsunar er oft á tíðum forsenda framfara og hún er frumforsenda farsældar og lífshamingju. Neikvæð hugsun er ekki neikvæð nema að hún sé röng. Það þarf til dæmis virka og afar sterka neikvæðni til að byggja upp skothelt bankakerfi og þjóðaröryggi, sem hrynur ekki í rúst við álag. Uppbyggjandi neikvætt fólk gerir sér grein fyrir hættum og gildrum. Múgsefjandi jákvæðni er af hinu slæma. Það er algerlega fullreynt
Ekkert varð út þessari heimatilbúnu jákvæðni hinna múgsefjandi-jákvæðu þegar á þurfti að halda í glímunni við rústir jákvæðisins, þegar glíma þurfti við hrun-afleiðingar falskrar jákvæðni. Þá kom í ljós að hún var einungis dulbúin, heimasmíðuð og skipulögð sjálfsblekking. Þá gekk Guðni hinn nýkjörni forseti í fyrsta tenór Norður-Kór ESBista og söng skilyrta ESB söngva úr gamla rauða kverinu
Það er oftast léttara að segja bara já, þ.e. að vera það sem í dag er kallað að vera "jákvæður". En Davíð sagði nei - og þakklátur er ég fyrir það
Fyrri færsla
Brexit fimm dögum síðar: ESB en ekki Bretland fór í kerfi
Krækja
Ábót: Bókarumfjöllun WSJ: The Power of Negative Thinking
Mátti reyna að leita annarra leiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 1. júlí 2016
Brexit fimm dögum síðar: ESB en ekki Bretland fór í kerfi
Mynd: breytingar á helstu hlutabréfavísitölum í Evrópu fyrstu fimm viðskiptadaga eftir Brexit
Eins og sjá má hefur útganga -exodus- Bretlands úr Evrópu-sambandinu ekki bitnað á Bretlandi þegar að hlutabréfamörkuðum kemur. Þeir sem eiga bresk fyrirtæki hafa átt frekar góða daga sem eigendur þeirra. Hlutabréf er staðfesting á því að þú ert eigandi. Þeir hafa litlar áhyggjur af eignum sínum í Bretlandi og hafa þeir ekki liðið fyrir að hafa sett fjármuni sína í atvinnurekstur á Bretlandseyjum
En þessu er ekki þannig farið á meginlandi Evrópu og Írlandi. Allir eigendur þar vita að þeir, en ekki Bretland, sitja eftir í fljótandi fangelsi Evrópusambandsins sem bókstaflega er að sökkva í evrum. Bretland er hins vegar sloppið út og flýtur með sitt góða Sterlingspund. Það losaði af sér hlekkina og lét sig hverfa úr slæmum félagsskap
Myndin af hlutabréfamörkuðum Evrusvæðis er enn hroðalegri ef menn skoða síðustu 52 vikur þeirra. Þar trónir Grikkland, Ítalía og Portúgal í kringum 30 prósenta hrunið og það virðist óstöðvandi
Fjármálaflaggskip Þýskalands, Deutsche Bank, heldur einnig bara áfram að falla ofan á eigendur sína og éta þá upp til agna. Einn hlutur í bankanum var metinn á 102,66 evrur þann 7. maí 2007. Í dag kostar sá hlutur aðeins 12,32 evrur. Hann er orðinn 88 prósent minna virði og heldur bara áfram að gufa upp. Alveg án afláts hvert einasta ár síðustu 9 árin. Hvernig skyldi nú standa á þessu
Bankinn á náttúrlega stóran hlut í sjálfum sér, því annars myndi enginn trúa á hann, og sú eign bankans í sjálfum sér er náttúrlega hluti af eiginfé bankans, sem því er að gufa upp. Ekki veit ég hvenær fjármálaeftirlitið í vasa ESB mun banka á dyr þessa banka til að segja honum að hann sé gjaldþrota og heimti að hann sé þjóðnýttur. Ekki skal ég segja til um það, en sá dagur nálgast, hvern dag
Evrópumennin á sínum sovét-mörkuðum ESB munu að minnsta kosti ekki hafa kjark til að láta frjálsa markaðinn um þennan risabanka og aðra stórbanka evrusvæðis, eins og gert var af fullum ásetningi með Lehmans í Bandaríkjunum og 200 aðra banka þar í landi. Nei, þeir munu ekki þora því, því þá leysist auðvitað myntin þeirra stál-evran upp. Gengi Þýskalands myndi þá hækka um 80 prósent og landið yrði gjaldþrota með öllum sínum gamalmennum þar sem meira en helmingur kjósenda er kominn yfir sextugt. Þá gæti Þýskaland óðaöldrunar ekki lengur haldið gengi sínu niðri með því að níðast á óðaöldrunar-hagkerfum Suður-Evrópu
En vandamálið með þennan þýska felubanka er allt það rosalega sem hann er í svo mörgum öðrum löndum. Líklega þyrfti því um leið að þjóðnýta alla myntina evru. Í gær lýsti Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn því yfir að þessi Deutsche Bank væri áhættusamasta og jafnframt hættulegasta fjármálastofnun veraldar
Stutt er síðan að allt bankakerfi Frakklands var þjóðnýtt síðast og stutt er síðan að gengi þýska marksins var falsað til að fela leyndan stuðning þýska seðlabankans við gengisfallið í Frakklandi. Þessir aðilar ættu því að geta komið sér saman um stofnun hins nýja sovétríkis Evrópusambandsins, þar sem á veisluborð almennings bornar verða hertar stálverur. Ekki mun Bretland lengur trufla þessi lönd við þann stálbruðning undir stjórn efri og neðri yfirkjálka Evrópu
Fyrri færsla
Bretland er farið og mun aldrei snúa aftur í þennan félagsskap
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 429
- Frá upphafi: 1389049
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 245
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008