Bloggfærslur mánaðarins, september 2014
Mánudagur, 15. september 2014
Moody's: Súper-öldrun Evrópu
Í skýrslu frá lánshæfnismatsfyrirtækinu Moodys sem dagsett er þann 6. ágúst 2014 segir:
Í dag árið 2014 er hægt að flokka þrjú hagkerfi sem verandi súper-öldruð (e. super-aged)
- Þýskaland
- Ítalía
- Japan
Ég man að danski Jyllands-Posten birti sérstakan öldrunar-viðauka í blaði sínu vegna þingkosninganna í Þýskalandi árið 2009, en þá var helmingur þýskra kjósenda orðinn 60 ára og eldri. Mynd af gömlum þrautreyndum heldri þykkum manni í sjómanni við horaðan ungling, prýddi eina síðu viðaukans. Hinn ungi tapaði auðvitað. Gömul dönsk kona, sérstök og kær vinkona okkar, sem lengi hafði búið og starfað í Þýskalandi, gaukaði þessu eintaki JP sérstaklega að mér, vel vitandi um efasemdir mínar um tilvist ESB og hvernig þessi mál hafa staðið í Þýskalandi allar götur frá 1972
Konur vilja ekki fæða börn inn í svona þjóðfélög. Nútíminn kom til dæmis aldrei til japanskra kvenna. Þær fóru því í ævilangt verkfall. Að læsast í gildru lágrar frjósemi (e. The Low Fertility Trap) er ekkert grín, því lönd sem lenda þar, ná sér aldrei upp úr þeirri gildru aftur. Þannig spilar sá samfélagslegi spírall stjórnarfarslegs svarta dauða
Síðan þetta var, hefur óða-öldrunin í hagkerfi Þýskalands versnað svo hratt að stærsti aldurshópurinn í þingkosningunum árið 2013, voru þeir sem orðnir voru 70 ára og eldri, eða heil 20,1 prósent af öllum kjósendum. Þýskaland er orðið krónískt gelt. Og það mun aldrei lagast aftur
Enginn hagvöxtur hefur verið í súper-öldrunarhagkerfi Ítalíu samfellt hin síðustu 13 árin. Eftir samfelldan 13 ára barning, stendur Ítalía steinrunnin í sömu sporum og hún var árið 2000. Zap, zero, summan af 13 árum er ekkert; núll
Moody's heldur áfram; Á næsta ári, þ.e. 2015, munu eftirfarandi hagkerfi í Evrópu bætast í hóp þeirra súper-öldruðu:
- Finnland
- Grikkland
Á árinu 2020, eða eftir rúmlega fimm ár, munu svo eftirfarandi lönd bætast í hóp hinna súper-öldruðu hagkerfa Evrópu:
- Svíþjóð
- Frakkland
- Holland
- Portúgal
- Slóvenía
- Malta
- Króatía
- Búlgaría
Fimm árum síðar, eða á árinu 2025, munu eftirfarandi lönd bætast í hóp hinna súper-öldruðu hagkerfa í Evrópu, ofan í þau sem þá verða þegar því sem næst dauð
- Austurríki
- Belgía
- Tékkland
- Danmörk
- Eistland
- Ungverjaland
- Pólland
- Spánn
- Sviss
- Bretland
Svartnættið sem blasir við frá Evrópusambandinu er svo kolsvart að ekkert ljós mun ná að flýja þær þjóðfélagslegu hörmungar sem bíður þessarar deyjandi samkundu sem kalla má mannlegt svarthol Evrópusambandsins. Skattabyrðin verður skelfileg. Húsnæðisverð mun samkvæmt vinnupappír BIS falla allt að 90 prósent á næstu áratugum
Þeir sem vilja binda unga Ísland við þennan stein-sökkvandi steingelda-pramma af steypuklossum, hljóta að hafa hálm í heilastað. Hvað halda menn að kosið verði um í þingkosningum í svona ríkjum? Fjárfestingar í innviðum og atvinnulífi? barnaheimili? skólamál? eða menntun?
Nei, því get ég lofað að þau málefni munu ekki liggja hátt á málefnaskrá evrópskra stjórnmála. Þar verður rætt um ódýrustu líkkisturnar og hverjir af þeim sem ennþá hafa tekjur, eigi að standa í skilum með erlendar skuldir ríkjanna
Það fáa unga fólk með atvinnu mun verða plokkað eins og hænsn í örvæntingarfullri tilraun Þýskalands til að ná peningum inn í örent skattafjármagnað ellilífeyriskerfi landsins sem verður stærsta gjaldþrot mannkynssögunnar (Þýskaland hefur fjórum sinnum orðið þjóðargjaldþrota, en það gerðist af annars konar ástæðum)
Allt ungt fólk sem mögulega getur mun kjósa með fótunum og flýja úr kirkjugörðum Evrópusambandsins. En það getur því miður ekki flúið, nema þeir best menntuðu, restin verður bundin við massífu skatta-staurana og húsnæðislánin sem aldrei fæst neitt fyrir, þegar selja á eignir og losa sig úr gildrunni
Þeir sem sækjast eftir aðild að kirkjugörðum Evrópusambandsins hljóta annað hvort að vera treggáfaðir eða jafnvel heimskingjar
Eins og þið kannski vitið þá er ekkert sem hræðir fjárfesta meira en deyjandi eignir. Deyjandi eignir í öldrunarhagkerfum og deyjandi eignir í eilífðar-spíral verðhjöðnunar sem þannig samfélögum fylgir; þau verða eins og niðurfallið í sundlaugum. Allur massi sogast þangað niður
Hér er Evrópusambandið alveg sér á parti. Það hefur drepið hið þjóðbernska afl ríkjanna (natal-energy). Það hefur búið til manngerðan Svarta-dauða á yfir-vakt sambandsins yfir eyðileggingu þess í Evrópu. Það er ekki hægt að kjósa það burt. Það er ekki hægt að skjóta það. Það er ekki hægt að hengja það. Það er algerlega vonlaust að losna við þann elítu-klossa sem Evrópusambandið er um hálsa Evrópubúa
Vinnumarkaðurinn fyrir ungt fólk er varanlega ónýtur, þökk sé ESB, ERM, Maastricht og Schengen. Þetta mun ekki enda vel. Bara alls ekki vel, skal ég segja ykkur
Gjaldþrota komu ríkin undan Sovétríkjunum og gjaldþrota munu þau koma undan Evrópusambandinu
Það er óþolandi að Ísland skuli ennþá standa sem umsækjandi að svartholi Evrópusambandsins. Hendið embættismanna-elítu-tregðunni út um glugga ráðuneytanna, brettið svo upp ermarnar og dragið þessa kosningasviknu umsókn inn í sambandið strax til baka. Til þess voruð þið kjörnir þingmenn. Umsóknin er opinber skömm á Lýðveldinu. Þetta gengur ekki lengur. Rífið svo aðlögunina, sem fram hefur farið í leyfisleysi, af Lýðveldinu með lagabandormi
Fyrri færsla
Að búa við þátíð Bjartrar framtíðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 14. september 2014
Að búa við þátíð Bjartrar framtíðar
"In the long run we are all dead"
- John Maynard Keynes
Það er átakanlegt að hlusta á talsmenn hrópsins "Björt framtíð" óska eftir "gjaldmiðlastefnu til framtíðar (já, í fleirtölu, fliss) þ.e.a.s. óska eftir mótun stefnu í peningapólitískum málum hins peningapólitíska hluta hagkerfisins inn í framíðina þegar enginn kjósandi hefur hugmynd um hver framtíðarstefna þessa flokks er næstu klukkustundirnar
Þessi hópur af einhverju, eða öllu heldur, þessi hópur af hverju sem er hvenær sem er, óskar sér framtíðarstefnu í peningamálum þjóðar, svo að flokkurinn geti gert hverjum kjósanda hvað sem er hvenær sem er, á hinu háa Alþingi Íslendinga. Enginn veit hvað flokkurinn stendur fyrir þar, nema ef vera skyldi þokulúðrun og spunnar gaddvírsflækjur til að festa sig við stólana á kostnað skattgreiðenda. Enginn veit einu sinni af hverju flokkurinn er til
Öll þau ríki sem vegna stórfelldra kosningasvika stjórnmálamanna áratugum saman, eru svo ólánsöm að þurfa búa við gjaldmiðilsstefnu munaðarlausrar myntar, eru öll evruríki
Þau ríki sem hins vegar sjálf eiga raunverulegar myntir sem búa við þjóðríkið og þjóna því, eru afar lánsöm; þau þurfa ekki að búa við mynt, heldur kjörna fulltrúa þeirrar þjóðar sem á myntina. Myntin þjónar þjóðríkinu. Þjóðríkið þjónar ekki myntinni; er ekki þræll hennar, nema þegar um perverst malignant gjaldmiðilssvæði er að ræða eins og evrusvæðið
"Mig langar", er hið gegnum gangandi falska stef of margra stjórnmálamanna sem kjósendur þurfa að búa við án þess að þeir geti hvorki séð fyrir haus né sporð á stefnu þeirra, nema svo sem einn centimeter inn framtíðina. Nær væri að trallsmaður Bjartrar þátíðar upplýsi kjósendur um til hvers hann stendur þarna. Hvert er hlutverk hans annað en að sitja fast og búa til gaddavírsflækjur
Það sem Björt framtíð ætti hins vegar að auglýsa eftir er þetta; Framtíðarstefnu fyrir nýtt fjármálakerfi þjóðarinnar. Fær fjármálakerfi lýðveldisins aftur að koma sér upp uppblásnum og allt of stórum spákaupmennskuknúnum (e. speculative driven) hluta innan íslenska fjármálakerfisins, sem er án nokkurs samhengis við þjóðhagslegt hlutfall fjármálakerfisins í þjóðarbúskapnum í heild? Og fjármálakerfið, það er ekki það sama og peningakerfið, bara svo það sé á hreinu
Að fjármálakerfið verði ekki eins og flokkurinn Björt framtíð: pólitískt spákaupmennsku knúinn hluti lýðræðisins, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið og sjálft lýðræðið í landinu. Við höfum fengið of stóran skammt af svoleiðis pólitískt-spákaupmennsku-knúnum stjórnmálamönnum
"Fixed fortifications are monuments to man's stupidity."
- George S. Patton
Íslenska þjóðríkið býr ekki við mynt. Það er hins vegar myntin okkar sem býr við þjóðríkið Ísland. Það er hið fróma hlutverk alvöru myntar. Að þjóna, en ekki drottna. Og það hefur íslenska krónan svo sannarlega gert. Eins og happafleytan sjávarútvegur og landbúnaður. Skipin þjóna sjávarútveginum sem um leið þjónar þjóðinni sem einn allsherjar björgunarbátur knúinn V8 strokka mynt lýðveldisins; íslensku krónunni. Þannig land sekkur ekki til botns, eins og til dæmis evrulönd eru að gera
ESB- og evrulöndin sökkva og sökkva. Ár eftir ár, áratug eftir áratug, þar til allt er um seinan; ERM fasarnir I og II og III hafa sökkt meginlandi Evrópu allar götur frá 1977, er hið peningapólitíska ERM-viðrini og drápsvél velmegunar á meginlandi Evrópu var í heiminn borið af valdasjúkum á öxli Lotharinga
Að búa við Bjarta framtíð er hins vegar engin framtíð, heldur er það þátíð, því flokkurinn byggir á því sem búið er að gerast; þátíðinni sjálfri. Hann hefur ekkert lært. Ekkert lært
"A good plan, violently executed now, is better than a perfect plan next week."
- George S. Patton
Mitt ráð til allra stjórnmálamanna er þetta: Labbið ykkur vinsamlegast niður í Seðlabanka íslenska Lýðveldisins og biðjið um að fá að skoða gjaldmiðilsstefnur þessarar æðstu stofnunar íslenska lýðveldisins í peningamálum. Það er til nóg af þeim stefnum og þær koma í öllum regnbogans (xL) litum. Og þær hafa í sameiningu haft þau áhrif að þjóðríkið Ísland er á undraskömmum tíma orðið eitt af ríkustu löndum veraldar
Þegar þeirri heimsókn er lokið, þá er hægt að símhringja inn í Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn og spyrja hvers vegna sú stofnun sé rétt nýlega búin að henda 31-árs gamalli gjaldmiðilsstefnu sjóðsins til framtíðar, ofan í ruslatunnur sjóðsins. Það gerði sjóðurinn á þessu ári. Hin ómögulega þrenna hefur jafnvel kennt þursunum þeim eitt og annað; e. the impossible trinity
Fyrri færsla
Hinn "erlendi fjárfestir" og skýið
Tengt
Móti gjaldmiðlastefnu til framtíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2014
Hinn "erlendi fjárfestir" og skýið
Fátt fær annars fullvita fólk til að spretta upp og út úr ramma skynseminnar eins og fyrirbærið "erlendir fjárfestar". Þá er eins og að hið annars notarlega andrúmsloft breytist með einum hvelli í gastegund sem flestum þykir ei gaman að vera í á innsoginu sem fylgir þess konar hugarástandi meðvitundarleysis
Það er ekkert ég endurtek, það er ekkert merkilegt við "erlenda fjárfesta", annað en það að þeir eru í leit að afkasti, nema þegar um pólitíska ústendara er að ræða
Eftirspurnin eftir fjármagni til fjárfestinga (sem er eyðsla, e. spending) fer eftir því hvort hér sé full fullvita atvinna eða ekki. Full atvinna sem búið getur til eyðslu sem nýtir til fulls þá möguleika og tækifæri sem full atvinna gefur af sér til þjóðarbúsins
Og að þessi fulla (og vonandi fullvita) atvinna skili af sér nægjanlegri hröðun í heild í þjóðarbúskapnum sem gerir það að verkum að fjárfestar þefa hröðunina uppi og bjóði fram kapítal til að nýta þessa hröðun (hagvöxt) í heild gegn ákveðnu afkasti inn í framtíðina sem hröðunin skapar
Sé engin hröðun til staðar í þjóðfélaginu þá skapast engin þörf fyrir fjárfestingar og þeir erlendu láta ekki sjá sig nema til að sjúga blóðið úr þannig blæðandi hagkerfum, sem eru mörg
Erlendir fjárfestar geta til dæmis ekki búið til börn. Það geta einungis íslenskir fjárfestar gert. Geri þeir það, þá halda alþjóðleg þefdýr kapítalmarkaða áfram að renna á lyktina, eins og þau hafa svo sannarlega gert frá því að Ísland varð sjálfstætt fullvalda lýðveldi okkar Íslendinga
Engin þörf er þá fyrir lofttegund efstu málsgreinar. Sitjið bara kjurr og látið þá sjálfa koma og bjóða ykkur góðan daginn. Algert hallæri ríkir nú um víðan heim þar sem þeir "erlendu" fá minna en mínus fyrir kapítal sitt
Það sem laðar erlenda fjárfesta að þjóðarbúinu eru fyrst og fremst fjárfestingar Íslendinga sjálfra í sinni eigin framtíð. Og ekkert annað en það ásamt fullveldi og sjálfstæði Lýðveldisins
Það sem fælir þá erlendu hins vegar frá er til dæmis lyktin af Evrópusambandinu og öllu því sem þeim visnandi halloka garði fylgir í föstum hröðunar-bakkgír þess inn í stjórnarfarslegt örendi ESB-svartnættisins
Þessa vegna skil ég ei af hverju vindmyllum Landsvirkjunar var ekki stungið í samband við íslenskt rafmagn og þeim komið fyrir inni í aðalstöðvum fyrirtækisins. Þannig að stjórn Landsvirkjunar þurfi ekki á innsoginu að vera sífellt kafnandi úr hinni ofangreindu sjálfsköpuðu lofttegund sem þar ríkir; með hugarástandi villuráfandi meðvitundarleysis sem afleiðingu, en ekki orsakar í heilabúskap fyrirtækisins inni í skýinu
Fyrri færsla
Evrusvæðið horfið, innri markaður ESB horfinn, Maastricht gjall
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. september 2014
Evrusvæðið horfið, innri markaður ESB horfinn, Maastricht gjall
Mynd: Bruegel 27. ágúst 2014: Hlutfall útflutnings á milli evru-landa annars vegar og esb-landa hins vegar
Eurointelligence 1. september 2014;
"This is quite a shocking graph from Bruegel. It shows not only that intra-eurozone trade has been declining but it also shows that the euro has had no effect on trade as there is no gap between intra-EU and intra-eurozone trade."
ESB-ekkert + evru-ekkert + innri-markaðs-ekkert = ófriður
Hlutfall útflutnings evrulanda þeirra á milli er nú komið niður fyrir það sem var áður en sjálft Evrópusambandið var stofnað sem sjálfstætt en enn ófullvalda (e. Independent but not yet Sovereign) yfirríkisleg Union. Hann er orðinn minna hlutfall af heildarútflutningi en hann var árið 1985. Það sama gildir um allt Evrópusambandið. Hvorki Evrópusambandið né myntbandalag þess né hinn svo kallaði innri markaður þess hefur haft nokkuð að segja um þróun útflutnings evrulanda sín á milli. Það eina sem hefur skipt máli á meginlandi Evrópu er það sama og gildir um öll ríki veraldar; aukin alþjóðavæðing hefur þýtt meira magn útflutnings á plánetunni allt eftir því hvernig viðrar á heimsmarkaði. Hinn innri markaður Evrópusambandsins er og verður áfram aðeins kenning á blaði í Brussel. Og gegnrotin bankakerfi evrulanda hafa ef eitthvað er, grafið skotgrafir evru-landanna á milli
Það er orðið slæmt ástandið innanborðs í Evrópusambandinu þegar helsta framhaldslífs hugveita esbelíta hins Hegelska meginlands Evrópu og það undir þrúgandi forsæti sjálfs Jean doctrine Claude von disinflation Trichet, úr x-énarque-elítu-setuliði Frakklands hefur loksins skilið þessi sannindi sem svo margir hugsandi menn hafa svo lengi skilið; Að myntbandalag Evrópusambandsins með sína sameiginlegu mynt, evruna, hefur engin jákvæð áhrif haft á viðskipti á milli evrulanda. Engin jákvæð áhrif haft á viðskipti á milli landa á myntsvæðinu. Að hugsa sér að þetta skuli jafnvel nú skiljast í Bruegel-hugveitunni í Brussel, er Evrópa brennur vegna einmitt myntar þesskonar elíta sambandsins
Það er vel viðeigandi að koma með þessar tölur á 21 árs afmæli Maastricht-sáttmálans er liggur nú sem gjallhrúga af ósannindum á næfurþunnu peningagólfi evrunnar, sem stanslaust frá upphafi hennar, er að hrynja yfir íbúa evrulanda sem hið versta manngerða efnahagslega misfóstur meginlands Evrópu frá því að austurríski bankinn Kreditanstalt fór á hausinn og hóf Kreppuna miklu árið 1931; Ásamt myntbandalags uppbyggingar-áætlunum hins þriðja ríkis Adolfs Hitlers á meginlandinu nokkrum árum síðar; sem voru gerræðislegar. Og sem hvíla að hluta til endur-vélritaðar uppi á tröppu-númeri 1942 niður í kjallara ECB-stigamanna seðlabanka Þýskalands undir nafninu: Grosswirtschaftsraum Deutschlands
Þessi óvænti út á við Press-Relations-skilningur Bruegel-hugveitunnar á misfóstri sínu, evrunni og þýðingarleysi hennar í þá átt sem fyrirfram var vænst, boðar ekki neitt gott fyrir meginland Evrópu
Þessi skilningur hugveitunnar er allur samkvæmt áætlun og hann mun verða notaður til að klaska saman enn fleiri þvingunum yfir íbúa Evrópusambandsins í formi efnahagslegra hryðjuverka og enn fremur verða notaður til að reisa upp massífan elítuvegg af kröfum um að aðildarlöndin láti nú loksins alveg undan, þannig að hægt verði að stofna sameiginlegan ríkissjóð til að standa að baki þessari munaðarlausu elítu-mynt Evrópusambandsins
Nú verður aðildarríkjunum gert skiljanlegt að láti þau ekki leifarnar af fullveldi sínu af hendi til að troða því sem einum klask-ríkissjóði undir evruna, að þá bíði þeirra tortíming er myntbandalagið hrynur ofan á allan almenning og fyrirtæki hans í öllum regnbogans litum ásamt komandi ófriði ESB-landa á milli
Hér með er allra hæst- og vel- viðeigandi að skjalafalssafni Seðlabanka Íslands og ráðuneyta Stjórnarráðs Íslands um evruna og hinn innri markað hennar sé fyrir fullt og allt troðið inn í ofninn að Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Og kveikt í því, þannig að eitthvað fáist nú loksins fyrir alla þá peninga skattgreiðenda sem búið er að eyða í über-þvaðrið um myntbandalag Evrópusambandsins og svo kallaðan innri markað þess hér á landi. Kveikið upp og hitið ykkur á því sem annars verður að sönnunargögnum, því vetur gengur í garð í Esbgrad. Ornið ykkur svo lengi sem logar í bunkunum
Í sjálfum aðalstöðvum ESB verður Úkraína hins vegar notuð til að kynda undir aðildarríkjunum um að kasta sér sjálfviljug á eldavélar Evrópusambandsins sem hannaðar eru sérstaklega til að kynda undir einmitt þeirri þróun í Evrópu; með því yfirlýsta markmiði eins helsta talsmanns þess, Charles de Gaulle, að sambandið eigi að ná frá vesturströnd Atlantshafs og austur að Úralfjöllum
Nuddar nú ESB-sjúklingurinn Anders Fogh hendurnar í embætti sínu. Svo mikið, að skil ég átakanlega vel talsímasamband Victoriu Jane Nuland
Fyrri færsla
Viðtal við Ambrose Evans-Pritchard
Tengt
Áhlaupið á íslensku krónuna (2011)
Seðlabankinn og þjóðfélagið (2008)
Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru? (2008)
Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda (mars 2010)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 1. september 2014
Viðtal við Ambrose Evans-Pritchard
Til öryggis: Bein krækja á viðtalið á YouTube
Þau eru ekki á hverju strái viðtölin við Ambrose Evans-Pritchard viðskiptaritstjóra breska dagblaðsins The Telegraph. En hér er þó eitt þeirra frá þeim 26. degi síðasta mánaðar. Þýskur jakkafatamaður í óhirtum skóm með gull að hætti þýskra á heilanum, átti ágætis tal við manninn
Þetta með hið fyrirfram tapaða Kínahlaup undan eldfjalli kommúnismans, vissu allir hugsandi menn um frá byrjun. Hið vonalusa kapp Kína við vöðvabúnt frelsisins í Vestri var frá upphafi tapað
Evans-Pritchard þykir réttilega að hugarfar almennings í kínaríki Evrópu, Þýskalandi, sé orðið sérstaklega athyglisvert - e. "extraordinary interesting" (sem er kurteisleg understatement að hætti Breta)
Þegar að því kemur í viðtalinu að Evans-Pritchard minnist á hina lágt hangandi ávexti low hanging fruits ættu hugsandi Íslendingar að leggja við hlustir og minnast tveggja tvíeggja sverða þannig hagvaxtar; 1) fáráðlingahugmyndinni um útvortis alþjóðlega fjármálamiðstöð. Hugmynd sem var svo hroðalega illa hugsuð að leitun er að annarri eins hámenntaðri innvortis heilablæðingu í einu landi
Og svo 2) Ferðamannabræðslu-bransanum, sem á eftir að svíða skeggið af sjálfum Leifi Eiríkssyni. Og úr þeim bruna búa til öskufall sem falla mun yfir landið og skilja eftir sig þykkt slepjulegt gjaldþrútið öskulag ofan á krónískri minnimáttarkennd, sem því miður virðist hér landlæg sem how do you like Iceland plága. Please, akið yfir mig, akið yfir mig, aftur og aftur
Raunverulegir gullfiskar verða ekki upp úr flugvélasætum né göturæsum tíndir. Ekki nema í formi stubba með einum gratís smók í. Þegar sá stubbur er búinn þarf strax að hefja leitina að næsta stubbi, til að ná næsta smók. Þannig geta heil hagkerfi um aldur og ævi læst sig föst í göturæsinu, alltaf leitandi að hinum næsta gratís stubbi sem gefur því einn næsta smók
Þegar stór hluti hins hámenntaða vinnuafls vinnur við uppskriftir að stubbaleit og við það að kenna hagkerfinu að láta aka yfir sig, þá sest fátæktin að. Þá sest hún að. Ég tala nú ekki um þegar þriðjungur þjóðarinnar situr stanslaust á skólabekk. Til hvers eru t.d. 20 þúsund manns í háskólanámi? Til að læra að týna stubba upp úr göturæsinu og búa til heilablæðingar heils hagkerfis? Eða til að læra að tína hina lægst hangandi ávexti af neðstu greinunum?
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.9.2014 kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 41
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 260
- Frá upphafi: 1390890
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008