Leita í fréttum mbl.is

Að búa við þátíð Bjartrar framtíðar

"In the long run we are all dead"

- John Maynard Keynes

Það er átakanlegt að hlusta á talsmenn hrópsins "Björt framtíð" óska eftir "gjaldmiðlastefnu til framtíðar” (já, í fleirtölu, fliss) —þ.e.a.s. óska eftir mótun stefnu í peningapólitískum málum hins peningapólitíska hluta hagkerfisins inn í framíðina— þegar enginn kjósandi hefur hugmynd um hver framtíðarstefna þessa flokks er næstu klukkustundirnar

Þessi hópur af einhverju, eða öllu heldur, þessi hópur af hverju sem er hvenær sem er, óskar sér framtíðarstefnu í peningamálum þjóðar, svo að flokkurinn geti gert hverjum kjósanda hvað sem er hvenær sem er, á hinu háa Alþingi Íslendinga. Enginn veit hvað flokkurinn stendur fyrir þar, nema ef vera skyldi þokulúðrun og spunnar gaddvírsflækjur til að festa sig við stólana á kostnað skattgreiðenda. Enginn veit einu sinni af hverju flokkurinn er til

Öll þau ríki sem vegna stórfelldra kosningasvika stjórnmálamanna áratugum saman, eru svo ólánsöm að þurfa búa við gjaldmiðilsstefnu munaðarlausrar myntar, eru öll evruríki

Þau ríki sem hins vegar sjálf eiga raunverulegar myntir sem búa við þjóðríkið og þjóna því, eru afar lánsöm; þau þurfa ekki að búa við mynt, heldur kjörna fulltrúa þeirrar þjóðar sem á myntina. Myntin þjónar þjóðríkinu. Þjóðríkið þjónar ekki myntinni; er ekki þræll hennar, nema þegar um perverst malignant gjaldmiðilssvæði er að ræða eins og evrusvæðið

"Mig langar", er hið gegnum gangandi falska stef of margra stjórnmálamanna sem kjósendur þurfa að búa við án þess að þeir geti hvorki séð fyrir haus né sporð á stefnu þeirra, nema svo sem einn centimeter inn framtíðina. Nær væri að trallsmaður Bjartrar þátíðar upplýsi kjósendur um til hvers hann stendur þarna. Hvert er hlutverk hans annað en að sitja fast og búa til gaddavírsflækjur

Það sem Björt framtíð ætti hins vegar að auglýsa eftir er þetta; Framtíðarstefnu fyrir nýtt fjármálakerfi þjóðarinnar. Fær fjármálakerfi lýðveldisins aftur að koma sér upp uppblásnum og allt of stórum spákaupmennskuknúnum (e. speculative driven) hluta innan íslenska fjármálakerfisins, sem er án nokkurs samhengis við þjóðhagslegt hlutfall fjármálakerfisins í þjóðarbúskapnum í heild? Og fjármálakerfið, það er ekki það sama og peningakerfið, bara svo það sé á hreinu

Að fjármálakerfið verði ekki eins og flokkurinn Björt framtíð: pólitískt spákaupmennsku knúinn hluti lýðræðisins, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið og sjálft lýðræðið í landinu. Við höfum fengið of stóran skammt af svoleiðis pólitískt-spákaupmennsku-knúnum stjórnmálamönnum

"Fixed fortifications are monuments to man's stupidity."

- George S. Patton 

Íslenska þjóðríkið býr ekki við mynt. Það er hins vegar myntin okkar sem býr við þjóðríkið Ísland. Það er hið fróma hlutverk alvöru myntar. Að þjóna, en ekki drottna. Og það hefur íslenska krónan svo sannarlega gert. Eins og happafleytan sjávarútvegur og landbúnaður. Skipin þjóna sjávarútveginum sem um leið þjónar þjóðinni sem einn allsherjar björgunarbátur knúinn V8 strokka mynt lýðveldisins; íslensku krónunni. Þannig land sekkur ekki til botns, eins og til dæmis evrulönd eru að gera

ESB- og evrulöndin sökkva og sökkva. Ár eftir ár, áratug eftir áratug, þar til allt er um seinan; ERM fasarnir I og II og III hafa sökkt meginlandi Evrópu allar götur frá 1977, er hið peningapólitíska ERM-viðrini og drápsvél velmegunar á meginlandi Evrópu var í heiminn borið af valdasjúkum á öxli Lotharinga

Að búa við Bjarta framtíð er hins vegar engin framtíð, heldur er það þátíð, því flokkurinn byggir á því sem búið er að gerast; þátíðinni sjálfri. Hann hefur ekkert lært. Ekkert lært

"A good plan, violently executed now, is better than a perfect plan next week."

- George S. Patton

Mitt ráð til allra stjórnmálamanna er þetta: Labbið ykkur vinsamlegast niður í Seðlabanka íslenska Lýðveldisins og biðjið um að fá að skoða gjaldmiðilsstefnur þessarar æðstu stofnunar íslenska lýðveldisins í peningamálum. Það er til nóg af þeim stefnum og þær koma í öllum regnbogans (xL) litum. Og þær hafa í sameiningu haft þau áhrif að þjóðríkið Ísland er á undraskömmum tíma orðið eitt af ríkustu löndum veraldar

Þegar þeirri heimsókn er lokið, þá er hægt að símhringja inn í Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn og spyrja hvers vegna sú stofnun sé rétt nýlega búin að henda 31-árs gamalli gjaldmiðilsstefnu sjóðsins til framtíðar, ofan í ruslatunnur sjóðsins. Það gerði sjóðurinn á þessu ári. Hin ómögulega þrenna hefur jafnvel kennt þursunum þeim eitt og annað; e. the impossible trinity

Fyrri færsla

Hinn "erlendi fjárfestir" og skýið

Tengt

Áhlaupið á íslensku krónuna

 


mbl.is Móti gjaldmiðlastefnu til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband