Leita í fréttum mbl.is

Hinn "erlendi fjárfestir" og skýið

Fátt fær annars fullvita fólk til að spretta upp og út úr ramma skynseminnar eins og fyrirbærið "erlendir fjárfestar". Þá er eins og að hið annars notarlega andrúmsloft breytist með einum hvelli í gastegund sem flestum þykir ei gaman að vera í á innsoginu sem fylgir þess konar hugarástandi meðvitundarleysis

Það er ekkert —ég endurtek, það er ekkert— merkilegt við "erlenda fjárfesta", annað en það að þeir eru í leit að afkasti, nema þegar um pólitíska ústendara er að ræða

Eftirspurnin eftir fjármagni til fjárfestinga (sem er eyðsla, e. spending) fer eftir því hvort hér sé full fullvita atvinna eða ekki. Full atvinna sem búið getur til eyðslu sem nýtir til fulls þá möguleika og tækifæri sem full atvinna gefur af sér til þjóðarbúsins

Og að þessi fulla (og vonandi fullvita) atvinna skili af sér nægjanlegri hröðun í heild í þjóðarbúskapnum sem gerir það að verkum að fjárfestar þefa hröðunina uppi og bjóði fram kapítal til að nýta þessa hröðun (hagvöxt) í heild gegn ákveðnu afkasti inn í framtíðina sem hröðunin skapar

Sé engin hröðun til staðar í þjóðfélaginu þá skapast engin þörf fyrir fjárfestingar og þeir erlendu láta ekki sjá sig nema til að sjúga blóðið úr þannig blæðandi hagkerfum, sem eru mörg

Erlendir fjárfestar geta til dæmis ekki búið til börn. Það geta einungis íslenskir fjárfestar gert. Geri þeir það, þá halda alþjóðleg þefdýr kapítalmarkaða áfram að renna á lyktina, eins og þau hafa svo sannarlega gert frá því að Ísland varð sjálfstætt fullvalda lýðveldi okkar Íslendinga

Engin þörf er þá fyrir lofttegund efstu málsgreinar. Sitjið bara kjurr og látið þá sjálfa koma og bjóða ykkur góðan daginn. Algert hallæri ríkir nú um víðan heim þar sem þeir "erlendu" fá minna en mínus fyrir kapítal sitt

Það sem laðar erlenda fjárfesta að þjóðarbúinu eru fyrst og fremst fjárfestingar Íslendinga sjálfra í sinni eigin framtíð. Og ekkert annað en það ásamt fullveldi og sjálfstæði Lýðveldisins

Það sem fælir þá erlendu hins vegar frá er til dæmis lyktin af Evrópusambandinu og öllu því sem þeim visnandi halloka garði fylgir í föstum hröðunar-bakkgír þess inn í stjórnarfarslegt örendi ESB-svartnættisins 

Þessa vegna skil ég ei af hverju vindmyllum Landsvirkjunar var ekki stungið í samband við íslenskt rafmagn og þeim komið fyrir inni í aðalstöðvum fyrirtækisins. Þannig að stjórn Landsvirkjunar þurfi ekki á innsoginu að vera sífellt kafnandi úr hinni ofangreindu sjálfsköpuðu lofttegund sem þar ríkir; með hugarástandi villuráfandi meðvitundarleysis sem afleiðingu, en ekki orsakar í heilabúskap fyrirtækisins inni í skýinu

Fyrri færsla

Evrusvæðið horfið, innri markaður ESB horfinn, Maastricht gjall 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband