Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Aðeins opinberir í tryggum stöðum geta fengið húsnæðislán

Nú er það orðið þannig að aðeins opinberir starfsmenn í afar tryggum stöðum hjá ríkisvaldinu og þeir sem vinna hjá hæst metnu alþjóðlegum (erlendu) fyrirtækjum landsins, geta fengið lán til húsnæðiskaupa. Alveg sama hversu háa vextir þú býður. Og alveg sama hversu lágra vaxta er krafist. Svo er annað. Lóða- og jarðarverð hefur fallið um 90 prósent. Og í lokin má geta þess að næstum ógerningur er að fá húsnæðislán fyrir meira en 60 prósentum af kaupverði. 

Í hvaða landi skyldi ástand húsnæðismarkaðar vera svona slæmt? Á Íslandi? Nei. Hér er um Írland að ræða. Það er evruland. Það á ekki krónu.

Við tökum þessa "Evrópuvexti" Össurar nánar fyrir í næstu færslum. Var það ekki El Salvador sem var draumalandið hjá dollaravæddum snillingum Íslands árið 2009? Nú eru þeir farnir að tala um Zimbabwe. Eða var þetta bara Emmen sem talar alla leið frá Sviss?

Þýðir evran sjálfkrafa styrjöld í Evrópu?

Svo margir einblína á skuldir ríkissjóða og bankakerfa í því myntkerfi sem varðveita átti friðinn niðri í neðanjarðarbyrgjum stjórnmálamanna Evrópusambandsins. Þar kúrstanda og hvellsitja evrumenn í svitasturtubaði á meðan evran gufar ekki upp í þá skyldu þeir voga sér á fótkefli sín ofanjarðar. Sjónvarpsskjám hefur þegar verið komið fyrir til ráðstefnuhalds við þá sem fyrir ofan þá eru látnir dingla. 

Í reikningshaldi því sem Grikklandi er haldið föstu í, kemur allt fram nema sannleikurinn. Hann er svona; seðlabanki Grikklands, Bank of Greece, skuldar ECB-seðlabanka Evrópusambandsins offjár vegna greiðslukerfis seðlabanka myntbandalagsins; TARGET2. Þessi upphæð er geðbiluð því hún er yfir 100 miljarðar evra. Fari svo að Grikkland yfirgefi evruna þá er ekki einn stafkrókur á blaði til um hvernig ECB-seðlabanki evrunnar eigi að innheimta þessa peninga á vegum allra annarra seðlabanka evrukerfisins. En þessi upphæð er þó samt bara eitt grjón í potti miðað við skuldir allra annarra seðlabanka evrukerfisins við púðurtunnurnar á dráttarvélarvagni frú Angelu Merkel. En á honum fer frúin nú sigurför um Evrópu. Þetta minnir mig á það að Frakkar múruðu bara upp í gluggana hjá sér þegar Napóleon skrifaði út skatta sína samkvæmt gluggafjölda.

Aldrei var gert ráð fyrir því að nokkurt land gæti lifandi yfirgefið evruna. Þetta er jú fullveldisviðauki Samfylkingar. Styrkur til apaveldis.
 
Fyrri færsla
 
 
Tengt, júlí 2009
 
 
 

Slæmir lánveitendur og fullt veldi

Forsætisráðherra Grikklands var tekinn af pólitísku lífi fyrir að nefna orðið þjóðaratkvæðagreiðslu í stað peningagreiðslu. Sárafá - já svívirðilega örfá - yfirvöld Evrópusambandsríkja hafa haft fyrir því að spyrja þegna sína að neinu er varðar ESB. Evrópusambandið er galtómt elítuverk að ofan. Fólkið hefur ekki áhuga á því og hefur aldrei haft. En fólkið er og hefur yfirleitt aldrei verið spurt að neinu er þetta mál varðar.

Allir þeir sem lánuðu gríska ríkinu peninga vissu nákvæmlega og fyrir langa löngu að hverju þeir gengu, nema einu: Þeir vissu ekki að evruaðild þýddi það sama og að verða eins konar heróín neytandi sem bundinn yrði fastur við sprautuna þegar hann ætti að hætta. Hrikalega slæmar og stórhættulegar lánveitingar fóru fram í fölsku skjóli evrunnar. Myntútgefandinn af evru vill alls ekki að dópistinn fari í fráhvörf, því þá er hætta á að sölunet hans hrynji til grunna og að upp komist um hvað fram fór. Hann vill ekki að neytandinn breytist, hætti neyslunni og verði sjálfráða á ný. Hann vill ekki að bankamaginn opnist og innyflin verði almenningi til sýnis, eins og gerðist hér í hruninu á Íslandi. Aðeins í gjaldþrotum fær almenningur að sjá inn í fjármálamagann. Sú sýn gæti riðið mörgum í Evrópu að fullu. Og sú sýn yrði síst fegurri en hún reyndist hér heima hjá okkur. 

Þess vegna hefur kanslari Þýskalands - eftir að hún fyrst lagði til de facto hernám í Grikklandi, en fékk neitun - lagt til að hin svo kölluðu "björgunarlán" til Grikklands verði lögð inn á lokaðan vörslureikning í umsjá evruríkja. Lánin eiga ekki að bjarga Grikklandi. Þau eru fyrst og fremst hugsuð sem björgun fyrir sjálft myntbandalag Evrópusambandsins. Þannig skiptir einfaldlega ekki neinu máli hvort Grikkland fari í ríkisgjaldþrot eða ekki. Yfirvöld evruríkja sem sjá um þennan lokaða vörslureikning munu samt sem áður greiða lánadrottnum (skuldabréfaeigendum) út sína peninga fari gríska lýðveldið í þjóðargjaldþrot. Þannig mun ESB hafa af Grikklandi síðasta lyfið til lækningar: ríkisgjaldþrotið.
 
Það þýðir heldur ekkert síðar fyrir nýja ríkisstjórn í Grikklandi að skipta um stefnu í umboði kjósenda landsins. Hún væri samt bundin á höndum og fótum af þeim sem sjá um þennan vörslureikning. Fari Grikkland í þrot þá greiða vörsluyfirvöld evrulanda skuldabréfaeigendum samt út sína peninga og eftir situr Grikkland fast á sprautu evruríkja, krónískt skuldbundið og krónískt gjaldþrota. 

Draga á til baka svívirðilega illa fengna aðildarumsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fyrir hönd Íslands inn í Evrópusambandið, samstundis! Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon og félagar hans höfðu ekkert umboð frá kjósendum til að sækja um aðild að ESB fyrir hönd Íslendinga í skjóli öngþveitis og uppþota. Ekkert umboð. Þetta eru hrein kosningasvik.
 
Það minnsta sem hægt er að krefjast fyrir hönd nýstofnaðs lýðveldis okkar og nýlegs sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar, er sú lágmarkskrafa að aldrei verði sótt um inngöngu í Evrópusambandið né neitt annað ríkjasamband nema að því tilskyldu að einlægur 75 prósent meirihluti þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár óskað eftir því samkvæmt skotheldum skoðanakönnunum óháðrar stofnunar. Að því tilskyldu má ræða málin og kannski sækja um. Síðan yrði full aðild að samþykkjast af 75 prósent meirihluta kosningabærra manna. Þetta er alger lágmarkskrafa. Og hún er fullkomlega réttmæt. Í raun ætti aldrei að leyfa þjóðum að kjósa undan sér lýðræðið. En það er einmitt það sem Evrópusambandsaðild felur í sér. 

Danska ríkissjónvarpið tilkynnir ríkisgjaldþrot íslenska lýðveldisins

Danmarks Radio - Ísland þremur árum eftir ríkisgjaldþrot

DR logo
 
Í upphafi aðalfréttatíma danska ríkis-sjónvarpsins í gærkvöldi var kynntur fréttaauki þessa þrjú þúsund starfsmanna ríkisfjölmiðils, sem hangir varanlega fastur sem aumingi um háls dönsku þjóðarinnar. Fréttaaukinn ber nafnið sjóndeildarhringur (Horisont) og er nokkurs konar djúpborandi fréttasonur stofnunarinnar.
 
Spurt var; Hvernig standa málin á Íslandi þremur árum eftir ríkisgjaldþrot þess? Þannig var þessi "fréttaskýringaþáttur" staðreyndalega kynntur af 3000 starfsmönnum Danmarks Radio, oft kallað DDR.DK. Þetta var eins og að horfa á gamla vin minn DDRDK fjalla um stjórnartíð Ronalds Reagan í Bandaríkjunum á meðan hann var og var ekki í embætti. Ekkert hefur breyst. Í 25 mátti ég búa við DDRDK. Nú bý ég hins vegar við DDRÚV og blöðruna. Norræna velferðarfjölmiðilinn. 

Danmarks Radio horisont- Island 3 år efter statsbankerot
Sjálfuppblásin klessublaðra forstjóra DDRÚV birst svo að segja samstundis á sjónvarpsskjá dönsku þjóðarinnar, upptekin við að blása úr sér hárið í hægindastól skattgreiðenda. Þar næst kom Facebookþegn og svo grínleikarinn Gnarr, sem þýðir fífl á dönsku með bókstafnum G fyrir framan. Hann er borgarstjóri höfuðborgar íslenska lýðveldisins. Svo kom einhver sem heitir Hörður Torfason og söng. Þá fór ég út að reykja, kastaði af mér vatni og horfði yfir dalinn. Konan horfði áfram agndofin á það sem fram fór á skjánum. Því næst var talað um "elítuna" á Íslandi sem borðar danskt smørrebrød. Skattpíndasti almúgi heimsins í Danmörku mátti nú ekki fá neinar rangar hugmyndir um neitt á þessari nýföllnu nýlendu landsins. Féhirðir Vilhjálmur Þ birtist svo á skjánum eitthvað að sýsla við gögnin sín. Restin var sjálfgefin og að sjálfsögðu one of the first in the world

Þarna fengu nokkrar helstu þjóðhetjur gömlu nýlendunnar góða og gratís kynningu á sjálfum sér. Egill Helgason blaðra RÚV vísaði öllum veginn til sannleikans. Facebookborgarinn, Hörður Torfason, Gnarr, féhirðirinn og fleiri þuldu svo það sem allir vildu fá og sjá fyrir peninga danskra skattgreiðenda. 

Átta af hverjum tíu fréttamönum á Danmarks Radio eru eldrauðir. Hér heima er hlutfallið orðið allir af hverjum öllum á meðan BBC er áfram styrkt af Evrópusambandinu í Brussel + almúgans. 

Það kom fyrir að ég skrifaði Danmarks Radio vegna frétta- og raunveruleikafölsunar stofnunarinnar, þegar um fréttaflutning frá Íslandi var að ræða. Aldrei fékk ég neitt svar. Annað gilti um danska viðskiptadagblaðið Børsen, sem er einkafyrirtæki og ekki á framfærslu skattgreiðenda. Þar svöruðu menn mér þó alltaf. 

Þá vitið þið það. Þegar banki fer á hausinn í DDR þá þýðir það sjálfkrafa ríkisgjaldþrot. Svona er að hafa fréttamennsku í lagi hjá 3000 starfsmanna ríkisfjölmiðli í ESB. Í Danmörku eru þrír af hverjum fjórum kjósendum á framfærslu hins opinbera, eins og DDRDK.
 
 
Fyrri færsla
 
 

Nokia orðið minna en álverið í Straumsvík ?

Disconnecting the People

Í desember 2009 skrifaði ég smá pistil um síðustu verksmiðju Nokia í Vestur-Evrópu. Verksmiðjunni hefur nú verið lokað. Rýnivinna fór fram. Í maí mánuði sama ár skrifaði ég um að Finnland ætti ekki afturkvæmt út úr ESB og evru.
 
Líklega er komið að því að meta megi nú hvort Nokia sé stærra og ábatasamara hlutfall af landsframleiðslu Finnlands en gamla álverið í Straumsvík er íslenska hagkerfinu. Álverið í Straumsvík hefur staðist tímanna fölsku tennur og malar stanslaust gull inn í hagkerfi Íslendinga. Búrfellsvirkjun sér til þess. Það mannvirki malar gullið hvern einasta dag ársins og fer bygging sú bráðum að líkjast gullborg. Náttúran dælir vatni upp. Það fellur síðan til jarðar, rennur því næst í gegnum gulltúrbínur stöðvarhússins og endar sem útflutningur og jákvæður viðskiptajöfnuður. Skip sigla út og inn. Ys og þys verður. Þessi rekstur fer ekki neitt, svo lengi sem við sjálf ráðum okkar eigin málum. 

Neikvæður viðskiptajöfnuður Finnlands vegna hins svo kallaða "tæknigeira" landsins, sem nú er að detta ofan í kisturnar, var orðinn efnahag Finnlands afar erfiður.  Hann var eitthvað annað. Nú er hann næstum ekki neitt.

Gerald_Scarfe_Pink_Floyd_The_Wall_-_Hammers
Finnland er í Evrópusambandinu, það sést, því drepst þar flest. Finnland gæti aldrei gert það sem Íslendingar gera: að selja raforku til langlífra fyrirtækja sem verða ekki að gjalli. Þau álver sem áður voru á Ítalíu urðu að loka því Evrópusambandsaðild landsins bannaði hagfellda raforkusölu til stóriðju þar í landi. Ríkið Ítalía er því komið undir leppstjórn Brussels og standa reglugjörðarlega stífar og blástimplaðar ESB-ljósaperur þar upp úr hálsmálum stjórnvalda, sem sjá minna en ekki neitt. Næst kemur svo hamarinn.
 
Asnar

Börsen-Zeitung: Ende des Eurosystems

Das Eurosystem ist am Ende

Þýska fjármálablaðið Börsen-Zeitung, sem hóf göngu sína í febrúar 1952, segir að hér með hafi evrukerfið eins og við þekkjum það látið lífið. Það sem blaðið á við er eftirfarandi:

Sumir hafa kannski tekið eftir því að í fyrradag breytti ECB seðlabanki Evrópusambandsins reglum þeim er lúta að veðhæfni þeirra eigna sem seðlabankar evruríkja geta notað sem tryggingu fyrir því að fá peninga út úr sköpunarvél ECB seðlabanka evrunnar. En hér er þó eitt stórt og mikilvægt EN. Reglunum var ekki breytt fyrir alla seðlabanka evruríkja. Þeim var aðeins breytt fyrir suma. Þessir sumir seðlabankar eru:

Central Bank of Ireland (bust? Ja)
Banco de España (bust? Ja)
Banque de France (bust? tja, hvað sagði ríkisendurskoðun?)
Banca d’Italia (bust? Ja)
Central Bank of Cyprus (bust? Ja)
Oesterreichische Nationalbank (bust? Ja)
Banco de Portugal (bust? Ja) 

Til hamingju ESB
Þessir seðlabankar evruríkja geta nú komið til ECB seðlabanka Evrópusambandsins og sótt sér seðla gegn því að láta af hendi veðhæfar eignir sem ekki væru teknar gildar þegar um aðra seðlabanka evrukerfisins er að ræða. Þetta þýðir að evrukerfið, eins og við þekktum það, er hér með bráðkvatt. Og þá vitum við einnig á hvers(u) hangandi eina hári bankakerfi ofangreindra sjö evruríkja eru í raun og veru. Þetta, var okkur sagt, átti ekki að geta gerst.

Næsta skref tilvistarkreppu evrunnar, spái ég, verður tekið niður á við. Þessi tilvistarkreppa myntbandalagsins mun færast úr höndum stjórnmálamanna, niður og út á götur og stræti til borgaranna. Fyrirtækin hafa jú mörg hver þegar brugðist við. Borgararnir munu hætta að treysta á evruseðla og fullþroskuð verðmætakreppa mun brjótast út (e. value crisis). Þessir seðlar eru ekki lengur eins. Eru ekki allir eins. Ekki eins.
 
 
JSB 
Whene'er I take my pipe and stuff; JSB
 
 
 
 
 
 

Málefnalegur fyrirliggjandi: Grein Kolbeins Óttarssonar Proppé

Vinstrivaktin gegn ESB er með ágætis grein um ákveðið vandamál sem sófamenn ESB-mála eiga erfitt með að skilja. Blogg-grein Vinstrivaktarinnar gegn ESB er allra góðra gjalda verð. En hún nær því miður ekki alla leið inn til kjarna málsins.
 

*** Tilvitnun ***

 

"99 prósent af því sem ritað er um Evrópusambandið eru á pari við umræðu um skeggflösu hvað skemmtanagildi varðar. Heittrúað fólk í trúboði er einfaldlega leiðinlegt.

 

Þá er bara að kúra sig með konunni í sófanum, borða popp og horfa á heilalaust sjónvarpsefni. Verst að ákvörðunin um ESB hefur víst áhrif á framtíð þessa lands."

 

Svo segir: "Við á Vinstrivaktinni erum auðvitað að reyna að koma á framfæri haldgóðum upplýsingum og málefnalegri umræðu"

 

*** Tilvitnun lýkur *** 

Hér þurfa menn að staldra við og taka sig á. Þeir þurfa að spyrja sig spurninga sem krefjast þó nokkurrar áreynslu á heilafrumur sem orðnar eru ónæmar. Spurningalistinn getur litið svona út:

Hvenær hefur málefnaleg umræða farið fram um pólitík Samfylkingarinnar? Vinstri grænna? Sjálfstæðisflokksins? Framsóknarflokksins? sem og annarra stjórnmálaflokka í kosningabaráttu? Svarið er auðvitað; aldrei. Ef ég ætla mér að eiga málefnalega umræðu við þig um pólitík Sjálfstæðisflokksins þá þýðir það lítið, nema að þú gefir þér fyrst þá einföldu forsendu fyrir hinni svo kölluðu málefnalegu umræðu, að hún fjalli um pólitík. Þá skilur þú samstundis hvað um er að ræða; PÓLITÍSKA UMRÆÐU, með öllu sem henni fylgir, stórt sem smátt, ljótt sem fallegt, ýkt sem fegrað, ósatt og ólogið.

Sannleikurinn um það fyrirbæri er Evrópusambandið nefnist er nákvæmlega eins og sannleikurinn um pólitík Samfylkingarinnar og annarra stjórnmálaflokka. NEMA, að því leyti að hér er um STÓRPÓLITÍSKT mál að ræða. Og því gera sófamenn sér ekki grein fyrir. Þeir halda að Evrópusambandið sé eitthvað annað en pólitík. Þeir eru að bíða eftir sannleikanum.
 
Góði maður: Ég get stytt þér biðina með því að upplýsa þig á málefnalegan hátt um að það er enginn munur á Evrópusambandinu og Samfylkingunni. Evrópusambandið er eins konar flokkur sem vinnur leynt og ljóst að stofnun Bandaríkja Evrópu. Samfylkingin er flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að Ísland gangi í Evrópusambandið. Það þarf helst að gerast sem fyrst, því kjósendur meiga alls ekki fatta að þeir séu að ganga í annað ríki, til lengri tíma litið. 

Í síðasta enda þá gengur þessir spurning út á það hvort þú sem kjósandi viljir leggja lýðveldi okkar á Íslandi niður, eða ekki. Vilt þú leggja Ísland niður? Viltu taka áhættuna á því að þetta stefnumark ESB rætist eða ekki? Það er þetta sem hin málefnalega umræða um ESB á að fjalla um - og ekki neitt annað. 

Þú sérð hér kæri vinur að það er þetta sem er vandamálið. ESB er kynnt til sögunnar sem fyrirbæri sem hafið er yfir pólitíska umræðu. ESB er kynnt sem fyrirbæri sem ekki eigi að ræða um nema á sama hátt og rætt var um tilvistarleg málefni í Evrópu fyrir Upplýsinguna. 

En þú skalt ekki örvænta góði maður, því þú ert ekki einn. Það eru aðeins örfáir stjórnmálamenn sem kunna að bregðast rétt við í þessari glímu við hið óþekkta. Vandamál þessarar svo kölluðu málefnalegu umræðu um Evrópusambandið er best lýst hér í Cosmos-þætti Carls heitins Sagan sem sýnir hvað gerist þegar óþekktur hlutur kemur inn í umræðu flatlendinga. Þeir vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Þetta er tirx Evrópusambandsmanna; að láta menn halda að þetta eitraða epli fyrir Ísland sé eitthvað annað en það er; stórpólitík!
 
Carl Sagan lýsir því hvað gersit þegar ESB-umræðan kemur inn í Flatland
 

Ég bjó sjálfur í Evrópusambandinu frá 1985 til 2010, eða í 25 ár. Ári eftir komu mína til EF sagði forsætisráðherra landsins að Evrópusambandið yrði aldrei til. Myndi aldrei verða stofnað. Slíkt væri með öllu óhugsandi. Dönum væri því alveg óhætt að segja í þjóðaratkvæðagreiðslunni um EF-pakkann, sem var dulbúinn undirbúningur fyrir stofnun Evrópusambandsins. Þessi forsætisráðherra hélt að hann vissi eitthvað. Hann hélt að land sitt hefði eitthvað að segja í hinu stóra samhengi hvað varðar stofnun Bandaríkja Evrópu. Hann vissi þó ekki neitt. En hann vissi þó meira en Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson vita; þrjú sem vita minna en ekki neitt um ESB. Þau eru flatbrauðin sem ESB nærist á; Evrópusambandið er steindautt
 
Að ganga í ESB er allt örðuvísi en að taka stökk. Best er að líkja því við að panta sér 10 ára tíma hjá tannlækni sem dregur úr manni flestar tennurnar á þessum 10 árum. Hægt en bítandi eru tennurnar dregnar úr þér. Og þar sem þú heitir ekki Þýskaland eða Frakkland þá færðu  enga deyfingu þar sem svíður mest. En tannlaus verður þú smá saman. Og það er ekki hægt að setja gömlu tennurnar í aftur, ef þú seinna sérð eftir þeim.

En þá munu málefnalegir menn kom til þín og segja aftur og aftur - "já en af hverju ekki láta fara fram úttekt á málinu svo það komi fram hverjir séu "kostir og gallar". Af hverju ekki?
 
En þá segi ég aftur: Þið getið ekki vitað hverjir eru kostir og gallar fyrr en þið eruð búin að sitja í tannlækningastólnum í 10 ár. Það er málið. Þegar þið eruð orðin tannlaus magnast öll vandamál þjóðarinnar vegna þess að litlar sjálfstæðar þjóðir þola ekki að missa tennurnar. ESB mun aldrei geta skaffað ykkur gömlu tennurnar aftur eða komið í stað þeirra gömlu sem bitu svo vel. Það verður alltaf hálft bit. Þú munt bara biðja Brussel um mjúka fæðu.
 
Fyrri færsla;
 

Calls for the accession negotiations with Iceland to be halted immediately

*** BEGIN ***

13.1.2012 
PE478.707v01-00.
 
Draft motion for a resolution Cristian Dan Preda (PE473.963v01-00) to wind up the debate on statements by the Council and the Commission pursuant to Rule 110(2) of the Rules of Procedure on the 2011 progress report on Iceland

Amendment 62 Barry Madlener
Motion for a resolution Paragraph 31 a (new)
Motion for a resolution

ZIL 
Amendment
31a. Calls for the accession negotiations with Iceland to be halted immediately;
 
Ástæðan fyrir því að mælt er með því að allar ESB-viðræður við Ísland séu stöðvaðar samstundis, er auðvitað sú að Ísland á ekki í neinum samningaviðræðum við ESB og er ekki í neinum könnunar-kíkja-í-pakka-viðræðum við ESB. Heldur er ástæðan sú að aðlögun Íslands að lögum og reglum ESB-sovét gengur ekki eins og ESB skipar fyrir um. En eftir að Jóni Bjarnasyni hefur verið afréttað og varpað í gúlag VG, þá álítur ESB-sovétið í Brussel að Gjallarbrúar- og Bifrastarinnlimun Íslands inn í ESB sé mun greiðfærari en áður. Sjá viðhengt PDF-skjal með þessari færslu frá ESB-sovétþinginu eða smellið á URL beint á PDF-skjalið hjá sjálfu sovétþingi ESB.

Tyrkir fylgjast vel með og vita meira um Ísland en aðildarsinnar og Sovét-VG-Samfylkingarmenn á Íslandi vita. Þeir vita meira en það sem almenningi er sagt frá af svo kölluðum "stjórn-völdum" hér á landi, sem —áður en ESB komst til skjalanna— voru helstu krónísku aðdáendur Sovétríkjanna þar til þau hrundu ofan á örkumla fórnarlömb sín.
 
Evrópuvaktin hefur birt frétt um málið. Á svo kölluðu Evrópuþingi-ESB er engin stjórnarandstaða, ekki frekar en var í Sovétríkjunum. Enginn væri þar né í Brussel ef laun, skattfríðindi, forréttindi og bifreiðakostur væri ekki eins skuggalegur og hann er. Látum ekki þetta lið hafa íslenska lýðveldið af okkur.
 

Frá Evrópuþinginu; 7. desember 2009;

Mr Schulz defined his 184-strong group in the European Parliament as “anti-capitalist” and declared:  “We need courage to say we are an anti-capitalist movement.”; Við erum and-kapítalistar núna 
 
17. janúar 2012
 

*** FULL STOP ***


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öldrunarhagkerfi Evrópusambandsins í praxís

Þróun fólksfækkunnar í Þýskalandi sem hófst árið 2004 nf
 
Þú ert mjög ungur maður. Þú stendur fyrir framan gamla niðurslitna íbúðarblokk með 2000 íbúum. Fjórar milljónir samskonar íbúða hafa verið rifnar niður á síðustu árum. Þær voru orðnar tómar. Þú ert að leita að einni konu á frjósemisaldri. Á hve margar dyrabjöllur þarftu að hringja til að finna þessa einu konu á frjósemisaldri í byggingunni? Vegna þess að þú ert í Þýskalandi þá þarftu að hringja á margar margar bjöllur áður en ein frjósöm kona svarar kalli þínu. Þetta er svona því Þýskaland er öldrunarhagkerfi og næst stærsta elliheimili veraldar. Aðeins Japan er meira gelt.

Þýskaland - Atvinnuleysi 1980 - 2011 - 30 ár í ESB nfÞú ert mjög ung kona. Þú býrð í þessari íbúðarblokk ásamt 1999 öðrum íbúum. Þú ert að bíða eftir því að einn ungur maður hringi einmitt dyrabjöllu þinni. En þegar þú loksins hittir unga manninn þinn þá er samt afar ólíklegt að þú viljir eignast með honum barn. Ástæðan er sú að þú býrð í öldrunarhagkerfi sem á litla framtíð fyrir sér. Nútíminn kom aldrei til þín því þú fæddist of seint og í geldu þjóðfélagi. Þú veigrar þér við barnseignir því þú ert einmitt úr fjölskyldu sem átti næstum engin börn og þú veist hvað bíður þín. Þú veist að í samfélagi þínu hefur massíft fjöldaatvinnuleysi verið ríkjandi í meira en 30 síðastliðin ár. Það er því ólíklegt ungi maðurinn sem hringir bjöllu þinni geti fengið launaða atvinnu fyrir fertugt. Að minnsta kosti ekki það vel launaða að hún geti réttlætt þann munað að stofna með honum fjölskyldu og eignast börn. Laun þín duga ekki og jafnvel þegar laun hans bætast við þín þá duga þau ekki heldur. Fólkið í landi þínu hefur aðeins fengið 5 prósent launahækkun á síðastliðnum 15 árum, samtals. Milljónir fjölskyldna þar sem báðir eru útivinnandi þurfa samt félagsmálahjálp því að engin lágmarkslaun eru í landi þínu. Þetta er Þýskaland í hnotskurn. Það er eitt af 25 deyjandi öldrunarhagkerfum Evrópusambandsins. Það er í eilífri innvortis gengisfellingu gagnvart öllum öðrum evruríkjum. Lækka laun, lækka endalaust kostnað, því eftirspurn eftir vörum þess getur aðeins komið til landsins frá ungum kaupsterkum neytendum úr öðrum þjóðfélögum. Innlensk eftirspurn er því miður dáin.

Þingkosningar í landi þínu eru orðnar þannig að miklu meira en helmingur kjósenda eru orðnir sextugir og eldri. Þarfir þínar eru hvorki hjólastóll né hjúkrunarpláss. Þig vantar vinnu, mannsæmandi laun, barnaheimili, bjarta framtíð og umbun fyrir að hafa fætt nýjan skattgreiðanda inn í þjóðfélagið. Að fara á kjörstað og kjósa í Þýskalandi er eins og fyrir 12 ára gamlan dreng að fara í sjómann við sextugan. Vægi ungs fólks í baráttunni er orðið þannig.

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár
Þér er sagt að þú búir í þeirri eimreið sem knýja á Evrópusambandið. En er það rétt? Og hvert á að knýja ESB? Leiðin inn í samfélagslegt helvíti er því miður einstefna eimreiðar þinnar. Ástandið í næsta nágrenni þínu er jafnvel enn verra. Þarna í Póllandi og Austurríki við hliðina á þér. Öll Austur-Evrópa er svona líka og enn fátækari. Fyrir sunnan Alpafjöll er ástandið síst betra og jafnvel að sumu leyti ennþá verra. Ef þú vilt eignast framtíð þá verður þú einfaldlega að flýja heimsálfuna. Enda er það einmitt það sem fólk gerir, ef það getur. Ef þú ætlar að verða um kyrrt, þá þarftu að byrja að spara saman fyrir ellinni um leið og þú ert orðin 12 ára. Þú ert fædd á meginlandi tapara. Því miður.

Þú þekkir söguna mjög vel og veist að fjárfestar hafa ekki áhuga á deyjandi eignum. Þú munt ekki verða sá kaupandi af ríkisskuldabréfum Þýskalands sem landið þarf á að halda. Tíminn er naumur því útreikningar lánshæfnismatsfyrirtækja sýna að ríkissjóður Þýskalands verður einmitt orðinn gjaldþrota árið 2060. Kominn í ríkisgjaldþrot vegna ellilífeyrisskuldbindinga og uppþornaðra kistulagðra skattatekna. En það er einmitt þá sem þýska hagstofan spáir því að þjóðinni muni hafa fækkað um 20 milljón manns. Mannfjöldi svarandi til tæpra Norðurlanda horfinn. Þú munt kjósa með fótunum, flýja ef þú getur og neita að taka þátt í þessum hildarleik glataðrar framtíðar í ESB. Hildarleikurinn í ESB er að verða líkamlegt vandamál.
 
Vandamál af þessu tagi lagast ekki næstu 500 árin. Reynsla Evrópu af Svarta Dauða í lok miðalda sannar það. Mannfólkið vex hægt. Og það vex bara alls ekki við rangar aðstæður. Það forðar sér ef það getur.

Merkel loksins komin heim?

The Rise of State Capitalism - Nýr Lenín - The Economist-Jan-2012
Afstöðumynd; The Economist
 
Suðurþýskablaðið veltir því yfir á þakklátar pappírsarkir blaðsins að ný heimsmynd sé að afmyndast í Evrópusambandi Frakklands við Þýskaland, stundum nefnt ESBEFSFEMSERMESM'pfz ja!
 
Jú, sagan er sú, segir blaðið, að enginn forseti verði hvorki í kjöri né þá heldur kjörinn í Bandaríkjum Norður-Ameríku, nema að hver einn og einasti kandídat til embættisins lofi kjósendum þar hátíðlega að Bandaríki Norður-Ameríku bjargi ekki ESBEFSFEMSERMESM Evrópusambandsins frá gjaldþroti. En það hafa Bandaríkin tvisvar gert á síðustu fjórum árum. Read my lips; no more EU-bailout's

Þetta þýðir það að Austur-Þjóðverjinn sem samviskusamlega vann svo vel í agíteringa- og áróðursdeildum hins fyrrverandi ofríkis Austur-Þýskalands, þarf nú að leggja á sig flugferð með fljúgandi dráttarvél hins sameiðana Þýskalands, alla leið til Kína. En þar mun hún reyna að betla peninga þá sem hið sameinaða þýska ríki hennar hefur plokkað af hinum evruríkjunum hin síðustu innvortis gengisfelldu þýsku 15 árin eða svo. Já, peninga til láns frá Kína!

Kína mun auðvitað vilja frá eitthvað afar sérstætt fyrir peninga þá sem þeir plokkuðu af Bandaríkjamönnum. Sem dæmi nefnir blaðið lyftingu banns við vopnasölu til Kína. Þar gæti Merkel grætt einn þúsundkallinn enn. 

Sannleikurinn mun birtast á næstunni. En öngva peninga á Kína til að bjarga því sem ekki er hægt að bjarga. Read my lips; Enginn hér á jörðu getur bjargað evrusvæði ESB - nema Bandaríkin.

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband