Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Myntbandalagið: Kirkjugarður ríkisstjórna Evrópu

 

Kirkjugarður ríkisstjórna í Evrópu  

Portúgalski hagfræðingurinn og blaðamaðurinn Domingos Amaral skrifar í Correio da Manhã að myntbandalagið sé spennitreyja fyrir Portúgal og að hagvöxtur landsins hafi aldrei verið eins lélegur hin síðustu 50 ár og undir evrunni. Allt sé orðið of dýrt. Ef það var velmegun og hagsæld sem myntbandalagið átti að leiða af sér þá höfum við uppskorið akkúrat hið gagnstæða, segir hann. Hrikalegar reglur myntbandalagsins hafa breytt Evrópu í kirkjugarð fyrir ríkisstjórnir. Það er kominn tími til að gera sér grein fyrir því að evran virkar ekki og að það verður að koma breyting. Að yfirgefa myntbandalagið yrði hrikalegt, en það sama gildir ef ekkert er gert. Evran refsar þeim saklausu og lokar á allar útgönguleiðir út úr óförunum, segir Amaral; CM

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

The Euro does not work. Bara við hefðum aldrei tekið upp evru 


The Euro does not work. Bara við hefðum aldrei tekið upp evru

To be, or not to be relatively á hausnum 

Hvernig brjóta á upp myntbandalag 

Ég man núna hvað það var sem kallaði fram hroll og gerði mig óttasleginn yfir ESB umræðunni á Íslandi vorið 2008. Það var sú snilld einfaldra manna að ekkert mál væri fyrir Ísland að taka upp evru. Ef Íslendingum líkaði ekki myntin, þá væri bara að skila henni aftur og taka krónuna í notkun á ný. Ég varð skelfingu lostinn. Þessi ótti minn fæddi af sér tvær greinar í tímaritinu Þjóðmálum: 1) Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru? (hér) - og 2) Seðlabankinn og þjóðfélagið (hér).

Allt þetta mál er svipað því að sjá borgarísjaka í fyrsta sinn á ævinni. Ef það væri ekki búið að sýna manni á teikningu að 11 sinnum meira af jakanum er neðan sjávarborðs en ofan þess, þá myndi maður aldrei trúa því að óreyndu. Að taka upp annarra þjóða mynt er svipað. Á myntinni hangir stór hluti sjálfstæðis landsins, stór hluti lífsafkomu landsins og stór hluti lífsafkomu þjóðarinnar sjálfrar um alla framtíð.

Fari málið illa, sérstaklega ef um örsmáa þjóð er að ræða, þá getur þessi nýja mynt bundið enda á líf fólksins í landinu sem verandi sjálfstæð þjóð í eigin ríki. Í stuttu máli sagt. Fyrir Ísland getur málið í hæsta máta þýtt endalokin fyrir íslensku þjóðina. Við gætum misst landið okkar og hætt að vera þjóð. Þetta hefur gerst annars staðar í heiminum og gerist þar ennþá. Hvað munar heiminum um einn örsmáan ættbálk á eyðieyju í Norður Atlantshafi? Smápeð sem engin önnur lönd myndu sakna nógu mikið.

Þetta mál á Íslandi er þó nokkuð erfiðara viðureignar nú en oft áður, því Ísland hýsir nú í fyrsta sinn í sögu landsins heila kynslóð sem hefur ekki kynnst neinu öðru en velmegun og velferð - og jafnvel ekki þurft að dýfa hendinni í kalt vatn alla æfi. Nú liggur því fyrir sú staða að töluverð hætta er á því að hluti af áhöfninni geti fundið upp á því óvitaverki að selja vélina úr bátnum okkar. Eingöngu til þess að eiga fyrir næsta sjúss.

Notwithstanding the fact that we think the Euro survives intact, it is relatively clear that (in economic terms) the Euro does not work. That is to say, parts of the Euro area would have been better off (economically) if they had never joined     

 

Nú er þetta að birtast okkur í frekar óþægilegri mynd. Fjögur Miðjarðarhafslönd, eitt Írland og þrjú Eystrasaltslönd eiga mjög um sárt að binda núna. Komið er í ljós að myntbandalag þeirra í Evrópusambandinu virkar ekki. Nákvæmlega eins og efasemdarmennirnir vöruðu við. En málið er miklu verra en þetta. Það er ekki hægt að komast út úr myntbandalaginu aftur. Engin útgönguleið er út úr þessum efnahagslega pyntingarklefa þjóðanna án sjálfsmorðs þeirra sjálfra í leiðinni.

Á leiðina til hagvaxtar fyrir þessi lönd er líka búið að loka fyrir næstu áratugina. Hagvöxtur er það sem alla vantar tilfinnanlega núna. Í góðærinu gerðu sumir grín að hugtakinu "hagvexti" og þóttust vel geta lifað án hans. Annað væri mikilvægara. En ekki lengur. Núna öskra menn á hagvöxt. En hann mun bara ekki birtast í myntbandalagi Evrópusambandsins aftur. Aldrei aftur. Ekki nema að myntbandalaginu verði fórnað. Bandalagið drepur hagvöxt því forsendur myntbandalagsins eru þannig að þær útiloka hagvöxt, atvinnusköpun og framfarir. Þetta er hin dimma hlið myntbandalagsins.

"Indeed, fourteen years ago UBS economists concluded that “a monetary union extending beyond the core six [European] economies would not work properly in economic terms.”

 

Hvernig brjóta á upp myntbandalag

How to break up a monetary union: 16 síður 

Það var því ekki seinna vænna en að einn af yfirhagfræðingum svissneska stórbankans UBS kæmi út með 16 síðna skýrslu sem segir að evran virki ekki og passi fáum. Evran er ónýt sem gjaldmiðill og hagstjórnartæki fyrir mörg lönd myntbandalagsins. Passar* ekki vel fyrir neinn nema kjarnalöndin fimm eða sex, segir Paul Donovan hjá UBS. Best hefði verið að mörg lönd bandalagsins hefðu aldrei gengið í það. (*efnahags- fjármála- og stjórnmálalega)

En: Nú munu brátt "sérfróðir menn" koma og segja að það eina sem getur fengið evruna til að virka sé í stuttu máli það að stofna þarf Sambandsríki Evrópu. United States of Europe með sameiginlegum fjárlögum og sameiginlegri skattheimtu. Sameignlegum skuldum og sameiginlegum öxlum sem sameiginlega eiga að bera byrðar og borga brúsann fyrir þá sem hafa ekki efni á honum. Borga þarf líka fyrir stóra elliheimilið. Ungir og duglegir skattgreiðendur verða sérstaklega velkomnir á elliheimilið ESB. Hentu svo sjálfstæði þjóðar þinnar í okkur í leiðinni.

Fiscal transfers are the price that has to be paid for a monetary union of any meaningful size

 

Þetta er ekkert nýtt. Þetta gátu allir vitað sem hugsa. En það er bara einn rosastór og óyfirstíganlegur hængur hér. Engin af 27 löndum Evrópusambandsins gengu í Sambandsríki Evrópu. Þau gengu öll í tolla- og efnahagsbandalag. Til þess að fá evruna til að virka þarf því fyrst að há eina til tvær borgarastyrjaldir, vopnaðar eða óvopnaðar. Svo þarf nýjar kynslóðir til sem þekkja ekki gömlu og flugbeittu tennur sjálfstæðis þjóðar sinnar. Þekkja ekki virka vöðva frelsisins. Sjálfstæðið og fullveldið er hin sívirka auðlind Íslands, eins og Ragnar heiðursmaður Arnalds segir í bók sinni.

Þetta var númer eitt. Númer tvö er svo að leyfa fólki í öðrum löndum að kjósa sig til auðæfa þinna. Kjósa sig til auðæfa annarra landa. Númer þrjú: það mun Jón Baldvin Hannibalsson og hans líkar væntanlega skaffa okkur, eins og venjulega, alveg gratís; FT Alphaville

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Má bjóða þér írska evru að láni? 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband