Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Má bjóða þér írska evru að láni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Lítill áhugi fyrir ESB-fátækt í Noregi
Skortur á upplýsingum.
Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir að aðeins 33% Norðmanna hafa áhuga á því að ganga í ESB. Í næsta mánuði munu skoðanakannanir í Noregi hafa sýnt þvert nei við ESB í samfleytt fimm ár.
Það er lítill vafi á því hvað þessi afstaða fólks endurspeglar, segir formaður norsku samtakanna "Nej til EU", Heming Olaussen. Með evrunni hefur ESB komið sér út í öngþveiti. Fólk veit núna að enginn vafi er á því að aðild Noregs myndi fela í sér aukið atvinnuleysi, lægri laun, lægri ellilífeyri, minni réttindi, tapað fullveldi og sjálfsstjórn. Þetta er alveg öndvert við það líf sem fólk óskar sér.
"Óði hattarinn sagði Lísu í Undralandi að orð hafa þá meiningu sem þú vilt að þau hafi. Óði hattarinn hefði verið eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu því þar fær orðið nei þýðinguna já og pólitískum áróðri er básúnað út sem upplýsingum": Pistill: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
Já-hliðin kennir, eins og venjulega, skorti á "upplýsingum" um ófarirnar. Já, skorti á upplýsingum. Hafið þið heyrt þetta áður? Skortur á upplýsingum! Nationen | Folkebevægelsen | Morgunblaðið
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
Fyrri færsla
Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 21. febrúar 2010
90% Hollendinga vilja fá sína gömlu mynt til baka
Reuters greinir frá því að hollensk skoðanakönnun sýni að yfirgnæfandi meirihluti hollendinga vilja fá sína eigin mynt til baka. Mynt Hollands frá 17. öld til ársins 2002 var hollenskt gyllini (NLG). En árið 2002 tók Holland upp evru. Þar með deila Hollendingar mynt með 15 ólíkum ríkjum og ríkisstjórnum þeirra. Gyllini er ennþá gjaldmiðill hollensku Antillaeyja (ANG).
Hollenska skoðanakönnunin náði til 5300 manns. 92% aðspurðra vildu að Grikkland yfirgæfi myntbandalagið. Meira en 90% aðspurðra vildu að Holland og Þýskaland tækju aftur upp gömlu gjaldmiðla sína (mark og gyllini) og yfirgæfu myntbandalagið. Meira en 60% aðspurðra höfðu áhyggjur af að þróunin í Grikklandi myndi valda usla í bankakerfi Hollands; Reuters
Tvær slóðir til aflestrar á sunnudagsensku.
Boris Johnson um gríska málið;
"The Greeks must be rueing the day they whacked the drachma. If Hellenic pride is currently at a low ebb, just wait until the EU steps in". It was late last night and I was rifling through the sock drawers for euros to fund the annual half-term skiing. There were all sorts of useless coins Uzbek som, Iraqi dinars, 2d bits and there it was, like a sudden Proustian blast from our childhood. It was a 50-drachma piece, with Homer on one side and a boat on the other. It was dull and scuffed and technically as worthless as all the other coins in my hoard. But as I turned it over in my hand it seemed to glow like a pirate's doubloon, radioactive with political meaning" (lesa)
Norman Tebbit, líka um gríska málið;
"Our masters in Brussels will use the Greek crisis to try to impose a single government across Europe." It is a long time ago that I explained to my old friend and former colleague (he was the Chancellor at that time) Ken Clarke that no currency could have more than one Chancellor of the Exchequer, or chief Finance Minister, to its name; and no Chancellor without a currency to his name was worthy of that title. He demurred a bit, so I asked hime to name a Chief Finance Minister without a currency of his own, or a currency with more than one. Alas, 15 years later I still await his reply" (lesa)
Fyrri færsla
Fátækt hefur aukist mikið í Þýskalandi - 11,5 milljón manns nú fátækir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 19. febrúar 2010
Fátækt hefur aukist mikið í Þýskalandi - 11,5 milljón manns nú fátækir.
Mynd úr sjónvarpsþætti danska ríkissjónvarpsins um sameiginlegt sjálfsmorð Evrópu dr.dk
Á síðustu 10 árum hefur fátækt aukist mikið í Þýskalandi. Það er efnahagsrannsóknastofnun Þýskalands (Deutschen Institut für Wirtschaftsforschung) sem segir þetta í nýrri skýrslu. Alls eru 14% allra íbúa Þýskalands fátækir. Samkvæmt mælikvarða stofnunarinnar telst fólk fátækt þegar það þarf að lifa af á undir 60% af meðaltekjum allra í landinu. Um 30% fleiri eru fátækir í Þýskalandi í dag en voru þar fyrir 10 árum. Úr hópi ungs fólks á aldrinum 19-25 ára falla 25% þeirra í flokk fátækra. Um 40% einstæðra foreldra með eitt eða fleiri börn eru fátækir. Bandalag þýskra fylkisbanka (Landesbank) aðvarar stjórnvöld um að fátækt meðal gamals fólks í Þýskalandi muni verða vaxandi vandamál; Berliner Zeitung
300.000 manns fóru úr þýska hagkerfinu á síðasta ári
Ekki nóg með það að allir vilji fá lánað AAA kreditkort Þýskalands núna, þá sagði þýska hagstofan frá því um daginn að Þjóðverjum hefði fækkað um 300.000 manns á árinu 2009. Þjóðverjum byrjaði að fækka árið 2003 og var fækkunin um 400.000 til 500.000 manns frá 2003-2008. Harði fækkunar er að aukast og mun hann aukast ár frá ári næstu áratugi. Mannfjöldaspá þýsku hagstofunnar gerir ráð fyrir að þýsku þjóðinni geti fækkað úr 80 milljón manns og niður í 60-65 milljón manns árið 2045-2055. Vöxtur verður varla mikill í svona hagkerfi í framtíðinni. Hætt er við að kjör ungs fólks verði litið aðlaðandi í þessu erfiða ellisamfélagi; Hagstofa Þýskalands
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
Fyrri færsla
Ef Bretland væri með evru þá væri atvinnuleysi þar tvöfalt meira. Evran deyr innan næstu 4 ára.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Ef Bretland væri með evru þá væri atvinnuleysi þar tvöfalt meira. Evran deyr innan næstu 4 ára.
Gordon Brown mun verða minnst fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins.
Miðstöð efnahags- og viðskiptarannsókna í Bretlandi (CEBR) segir að Bretar muni minnast Gordon Brown fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins. Gordon Brown var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair frá 1997 til 2007, áður en hann tók við núverandi forsætisráðherraembætti árið 2007. Allan tímann undir Tony Blair beitti Gordon Brown sér ákaft gegn evruáhuga Tony Blairs, en ríkisstjórn Tony Blair komst til valda í maí 1997.
Niðurstöður útreikninga úr efnahagslíkani CEBR segja að ef Bretland hefði gengið í myntbandalagið væri atvinnuleysi í Bretlandi um 15% núna. Það væri þá um það bil tvöfalt hærra en það er í reynd í dag.
CEBR segir að hagvöxtur í Bretlandi á tímabilinu 1998-2006 hefði orðið örlítið meiri undir evru. En á sama tíma hefði verðbóga orðið meiri því stýrivextir myntbandalagsins voru lægri en þeir voru undir sjálfstæðri peningastjórn Englandsbanka. En þegar kreppan færðist yfir í byrjun ársins 2007 hefði samdráttur í Bretlandi orðið 7% undir evru í stað 5% undir sjálfstæðri mynt Bretlands.
Í viðtali við Reuters sagði Gordon Brown að hann álíti að sveigjanleiki breska hagkerfisins væri meiri með því að standa utan myntbandalagsins.
Hvað varðar vandamál myntbandalagsins þá segist CEBR alltaf hafa álitið að það muni koma til nokkurs konar ESB-björgunaraðgerða í Suður-Evrópu til að byrja með. En í endanum verður ESB að velja á milli miklu meiri samruna (sameiginleg skattheimta, fjárlög og skuldir) og þess brjóta myntbandalagið upp og leggja það niður.
CEBR segir að latínska myntbandalagið á milli Sviss, Frakklands, Ítalíu og Belgíu (fleiri lönd komu þar einnig við sögu) á miðri 19. öld hafi farið í þrot á innan við 30 árum. CEBR segist eiga erfitt með að tímasetja komandi atburðarás. En í ljósi þess að allt gerist miklu hraðar í dag en á 19. öldinni þá er það skoðun CEBR að myntbandalag Evrópusambandsins muni brotna upp áður en árið 2015 rennur í garð; CEBR | PDF | Telegraph
Viðauki - hlýnun smjörfjalls - skemmt(i)atriði frá 2002
WHY BRITAIN SHOULD JOIN THE EURO
Eftir: Willem Buiter, Willem Buiter og Willem Buiter
og nokkra aðra - við hengd PDF-skrá
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 15. febrúar 2010
ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags.
The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvias loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933;
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Hið heimagerða gríska eldhús Fredrik Reinfeldts og heimska svona almennt
Desember 2009:
Þáverandi yfirmaður Evrópusambandsins í hálftíma var forsætisráðherra Svíþjóðar í frístundum. Hann sat þá ábúðarfullur við aðra hvora vinnu sína og sagði þetta:
The Greek situation, he said, was "of course problematic, but it is basically a domestic problem that has to be addressed by domestic decisions"
Þýðing: Hann sagði að vandamál Grikklands væri innanhússmál (svona eins og gerist og gengur í sjálfstæðum ríkjum). Hann sagði líka að Grikkir yrðu að leysa þetta vandamál sjálfir. Ha ha ha ha.
Stuttu áður:
Skömmu eftir að Lehmansbræðrabanki féll, þá skaut - alla leið frá Stuttgart - Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands því að heiminum öllum, og auðvitað í fullum trúnaði, að fall bankans og undirmálslánakreppan í Bandaríkjunum væri bandarískt innanhússvandamál. Ha ha ha ha.
Stuttu eftir þetta bjargar seðlabanki Bandaríkjanna (ekki í Stuttgart) tryggingafélaginu AIG frá gjaldþroti. En bíddu, af hverju gerði seðlabankinn þetta? Jú því annars hefði allt bankakerfi Evrópusambandsins hrunið til grunna. Það sem meira var: fyrsta verk Bandaríkjamanna þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008 var að tryggja það að enginn erlendur aðili myndi tapa einum dal á því að eiga eitthvað af pappírum sem hugsanlega væri hægt að bendla við bandaríska ríkið.
Nú er Reinfeldt kominn í aðra hvora vinnu og Steinbrück er laus við atvinnu. Tveir spámenn Evrópusambandsins. Hver tekur svona blómabeð alvarlega? Ekki ég. Er eitthvað sem getur bjargað þessu? Nei, ekkert. FT
Tvær teiknimyndir
Fyrri færsla
Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni. Mörg ný Weimar lýðveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu.
Eitt lag enn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni. Mörg ný Weimar lýðveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu.
Þetta minnir mig á eitt eða tvennt.
Það var ritstjórnargrein í Die Welt núna í vikunni. Höfundurinn vill að Grikkland segi sig úr myntbandalaginu. Það er eina leiðin til að bjarga Grikklandi sem sjálfstæðu ríki og samfélagi. Fyrir Grikkland virkar myntbandalagið eins og fangelsi, segir höfundur. Eina leiðin til frelsis fyrir Grikkland er að taka gömlu Drachma myntina sína í notkun aftur. Allt sem átti að tryggja líf myntbandalagsins er hrunið. Stöðugleikasáttmálinn svo kallaði er orðinn að pappírstígrisdýri. Það sem Evrópusambandið er að krefjast af Grikklandi, Spáni og Portúgal núna er það sama og Heinrich Brüning kanslari Þýskalands reyndi í Weimar lýðveldinu sem stofnað var í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Fyrir Grikki er það því til baka til gömlu myntar landsins með aðstoð AGS; Die Welt
Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni
Í annarri grein á Die Welt er fjallað um sama efni, þ.e. evruna og myntbandalagið. Fyrirsögnin er "aðeins með járnaga getur Berlín bjargað evrunni". Það verður að stíga skuldabremsurnar á evrusvæðinu í botn, ef það á að bjarga evrunni. Sem betur fer er Grikkland loksins komið undir umsjá evrulanda, segir greinin. "Loksins vaknaði Berlín". Að öðrum kosti myndi Þýskaland segja sig úr myntbandalaginu eða það brotna upp. Annar möguleikinn er líka að Grikkland, Spánn eða Portúgal sé hent út úr myntbandalaginu, nema þau kalli á AGS sér til hjálpar strax.
Á síðunni er lesendum gefinn kostur á að kjósa um hvort þeir vilji taka gamla þýska markið í notkun aftur, eða halda fast í evruna. Tæplega 1000 hafa kosið. Heil 76% vilja fá þýska markið aftur. Aðeins 24% vilja halda evrunni; Die Welt
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
Fyrri færsla
Hinn hreini ráðgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 8. febrúar 2010
Hinn hreini ráðgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins
Eitt mikilvægt og fram til þessa vanrækt og óleyst verkefni í þessu sambandi, eru nýjar aðstæður og brýn þörf á viðbrögðum við málefnum landa suð-austur Evrópu. Samkvæmt efnahagslögmálinu um að gjöfum fylgja kvaðir, þá verða lífsvenjur fólks í þessum löndum að breytast. Að öðrum kosti mun "ferlið" stoppa einn góðan veðurdag.
Prófessor Dr Heinrich Hunke, efnahagslegur ráðunautur Þjóðarsósíalistaflokksins, 1942 Berlín; ráðstefnuskjöl efnahagsmáladeildar (economic conference paper).
Ekkert hefur breyst.
Lesandi góður. Þú verður að breyta þér. Nú fer Grikkland á skurðarborð hinna rétttrúuðu Evrópumanna, eina ferðina enn. Næst koma svo Portúgal, Spánn og Ítalía. Ert þú næstur?
Sósíaldemókratar hafa hins vegar ekkert breyst. Allt hér í ESB er ennþá við það sama gamla. Hinn eini sanni og hreinræktaði stofn réttra ráðgjafa Samfylkingarinnar í ESB standa þér ávalt reiðir og vel búnir til aðstoðar.
Samfylkingin og Vinstri-grænir bjóða þig velkominn.
Slóð: FT
Fyrri færsla
Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slær á Evrópubúa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2010 kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 6. febrúar 2010
Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slær á Evrópubúa.
"A monetray union too far".
Danska dagblaðið Politiken, þriðjudaginn 2. febrúar.
Dönsk verkalýðsfélög eru afar óánægð með að yfirmenn Evrópusambandsins geti þröngvað launalækkunum í gegn í Grikklandi. Í fyrsta skipti í sögu hinnar sameiginlegu myntar Evrópusambandsins er evruland það nálægt ríkisgjaldþroti að ESB er því sem næst að yfirtaka stjórnun ríkisfjármála og hins opinbera í landinu.
Í dag munu yfirmenn Evrópusambandsins afhjúpa fyrir ríkisstjórn Grikklands bindandi áætlun þar sem miklar og bindandi kröfur verða gerðar til innheimtu skatta og niðurskurðar launa hjá opinberum starfsmönnum í landinu. Hér er ekki um að ræða vinsamlega beiðni. Hér er um að ræða skuldbindingu. Ef Grikkir brjóta skuldbindinguna þá munu þeir þurfa að greiða miljarða evrur í sektir.
"Aldrei fyrr hefur verðið sett fram svo nákvæmt, þröngt og ósveigjanlegt eftirlitskerfi með skýrslugerðarkvöðum og heimildum til refsiaðgerða", segir evrukommissar Joaquin Almunia.
Það er óttinn við að ástandið í Grikklandi muni ná að smita allt evrusvæðið með skulda- og gjaldþrotaáhættu, sem fær ESB til að koma með svo harkalegar kröfur á hendur Grikkjum, segir blaðið.
Politiken segir að hætta sé á að aðgerðirnar í Grikklandi muni vekja upp mikinn óhug út um alla Evrópu. Blaðið hefur eftir formanni launþegasamtaka opinberra starfsmanna í Danmörku, Dennis Kristensen hjá FOA (verkalýðsfélag opinberra starfsmanna), að það að Evrópusambandið sé að grípa inn í launamyndun og kjarasamninga sé algerlega ósamþykkjanlegt.
Dennis Kristensen segir að verkalýðssamtökin hafi aldrei skipt sér af þjóðaratkvæðagreiðslum í Danmörku. En það sé alveg á hreinu að ef við erum komin svo langt út á plankann að ESB sé farið að skipta sér af kjarasamningum og krefjast launalækkunar í löndum sambandsins, þá munum við taka upp til endurskoðunar hvort við eigum ekki beita okkur gegn því að Danmörk taki upp evru. Því þá er í raun launamyndun og hið frjálsa kjarasamningakerfi okkar í húfi fyrir alla Danmörku;
Politiken | Krugman; a monetary union too far
Fleiri esb-fréttir í glugganum á tilveraniesb.net
Fyrri færsla
Stál- og Kolabandalagið árið 2010
PS:næsta bloggfærsla gæti heitið: "Fara Grikkir í innkaupaferðir til Kaupmannahafnar og rápa þar um í verslunum Hennes & Martröð". Þetta er eðlileg spurning því Grikkir eru með evrur. Þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir kven- og karlkerlingar við efnahagsmáladeild Háskóla Íslands og Bifastekki. Evrópusamtökin á Íslandi gætu auðveldlega fjármagnað þessar rannsóknir með smáauglýsingum á bloggsíðu samtakanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008