Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

2009: Nú hefst annus horribilis Evrópu. Gáttaţef Ingibjargar og flökt forsćtisráđherra

Útvortis verđur innvortis. Kommissar Ímat Úrmat ţefar gáttir

Ţeir sem vita sér nefi lengra vita ađ ţađ ár sem fer í hönd ásamt ţeim nćstu árum sem ţar á eftir koma munu verđa áratugur horribilis í Evrópusambandinu. En á međan nef stjórnmálamanna er svona langt ţá geta ţeir í hlutarins eđli ekki séđ fyrir endan á ţví. Ţađ er nefnilega orđiđ svo alltof alltof langt. Útrás fyrir vonbrigđi annus horribilis utanríkisráđherra Íslands fer ţví miđur öll fram innan ríkis núna. Utanríkisráđherrann er orđinn innanríkisráđherra eftir ađ annus öryggisheimsveldis Íslands varđ ađ horribilis í útrásarćđi utanríkisráđherra Íslands til Nýju Jórvíkur. Forsćtisráđherra Íslands er ţví miđur einungis orđinn dyravörđur í gáttaţefi Ingibjargar Sólrúnar til Brussel. Nýja Jórvík brást og nú er ţađ ţví Brussel sem utan- og innanríkisráđherrann vill ađ verđi hiđ nýja tómstundargaman hennar og flokks hennar. Ţetta má íslenska ţjóđin ţví miđur ţola eftir allt sem á undan hefur gengiđ

Ţađ er átakanlegt ađ lesa áramótaávarp utanríkisráđherra íslenska lýđveldisins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, ţar sem hún segir frá ţví ađ hún hafi gersamlega brugđist sem ţáttakandi í markađinum. Hún kennir ekki sjálfri sér um eigin kjánaskap. Nei, hún kennir markađinum um óvit sitt. Einnig fer hún međ stađlausa stafi um málefni Írlands í ávarpi sínu. Í ţví tilefni bendi ég á fyrri grein mína: (CEPR: Hrun íslenskra banka: ófćrt og gallađ viđskiptalíkan)

En ég get sagt utanríkisráđherranum, sem greinilega á ekki ađ tjá sig um efnahagsmál, eftirfarandi: ţetta er lćkningin vćna mín! Ţađ er svona sem markađurinn leiđréttir sig. Kreppa er lćkning. Markađur er nefnilega markađur. Hann er stađur og stund ţar sem kaupendur og seljendur eiga viđskipti sín á milli og á ţví verđi sem ţeir semja um. Er utanríkisráđherrann ađ segja hér ađ sjálft markađsverđiđ hafi ekki virkađ? Ađ ţađ hafi veriđ rangt? Eđa er hún ađ segja ađ kaupendur hafi kanski veriđ fífl, nema kanski ađ ţađ hafi veriđ seljendur sem hafi veriđ fíflin?

Ef mađur, af mikilli stađfestu, kaupir allt á uppsprengdu verđi og úr samhengi viđ mögulega innbyggđa arđsemi fjárfestinga sinna, ţá er alveg međ réttu hćgt ađ kalla mann fífl. Dćmi: ţeir sem skilyrđislaust setjast inná dýrustu veitingastađi heimsins einungis af ţví ađ ţeir eru ţeir dýrustu - og sem skilyrđislaust kaupa og drekka allt ţađ dýrasta af ţví sem er dýrast - og einungis vegna ţess ađ ţađ er dýrast - já, ţá er međ sanni hćgt ađ kalla svona ţátttakendur markađarins fyrir fávís fífl. En ţađ ţýđir samt ekki ađ markađurinn hafi brugđist. Ţú bađst um inngöngu á dýrasta stađinn, ţú bađst um dýrsta réttinn og ţú bađst um dýrustu vínin - og ţú fékkst ţau. Markađurinn afhenti ţér vörurnar. Ţađ var ekki markađurinn sem brást. Ţađ var hinsvegar heili ţinn og skynsemi ţín sem brást, ţví allt ţetta sem ţú bađst um var hćgt ađ fá fyrir brot af ţví verđi sem ţú greiddir, ef ţú hefđir ekki veriđ svona mikill kjáni sem bara varđ ađ sveifla um sig međ seđlunum til ţess eins ađ sanna sig. Seđlarnir komu úr bönkunum og kostuđu nánast ekki neitt ţví frambođ kjánaskapar var svo mikiđ

Ástćđan fyrir ţví ađ útrásarćđi Samfylkingarinnar til Nýju Jórvíkur fór á hausinn var sú ađ svo yfirgnćfandi nóg hafđi Samfylkingin af ódýrum seđlum skattgreiđenda á milli handa sinna. Banki Samfylkingarinnar borgađi, ţ.e. skattgreiđendurnir litla Gunna og litli Jón. Ţessi útrás var keyrđ af sama skorti á vitsmunalegri greind, vitsmunalegri nýsköpun eins og gandreiđ nokkurra íslenskra athafnamanna um smásölumarkađi Evrópu - fjármögnuđ af einkabönkum ţeirra. Núna eru bćđi Samfylkingin og bankarnir gjaldţrota

En hvađ gerist svo í kjölfariđ á gjaldţrotinu?

Jú,- nú er ţađ flökt stjórnmálamannanna sem tekur viđ. Á fagmáli eru svona sveiflur kallađar flökt (e. volatility) eđa óstöđugleiki. Flökt og óstöđugleiki stjórnmálamanna virđist ţví miđur vera miklu meiri og miklu stćrri en flökt íslenska gjaldmiđilsins hin síđustu 7 ár á hinum frjálsa markađi sem utanríkisráđherrann segir nú ađ sé ónýtur? Hefur ţetta ţá smitandi áhrif á gengi gjaldmiđilsins? Ţađ mun ég koma inná seinna

. . og hver rćđur á Íslandi núna?

Hver rćđur á Íslandi núna eftir ađ bankarnir og klapparar ţeirra hćttu ađ ráđa og stýra Íslandi? Jú, nú er ţađ ESB máliđ sem á ađ breiđa yfir algeran vanmátt ríkisstjórnarinnar í eigin húsi. Ţađ er nefnilega svo ađ kjána- og óvitaskapur ríkisstjórnarinnar svipti hana stýri á eigin skútu. Nú er ţađ Alţjóđa Gjaldeyrissjóđurinn (IMF) sem hefur stýriđ og völdin, skiljanlega. Forsćtisráđherra og utanríkisráđherrann, sem í raun er innanríkisráđherra, eru einungs valdalausar skopparakringlur sem snúast í kringum skútuna uppi í ţurrkví. Ţau eru núna ađ íhuga hvort ţađ eigi ekki ađ henda vélinni fyrir borđ svo skútan megi fljóta aftur ţegar ţau seint og síđar meir taka viđ henni úr höndum IMF. Einnig íhuga ţau hvort ekki vćri ráđlegra ađ hćtta alvöru útgerđ og skrá áhöfnina á skítalaunum undir hagkvćminsflaggi Panama eđa ESB um allan aldur og eilífđ. Ţađ sem áđur hrjáđi hiđ íslenska bankakerfi sem Evrópusambandiđ kom á hausinn međ hjálp nokkurra Íslendinga međ stórmennskubrjálćđi úti í Evrópusambandinu, ţađ er núna í skuggalega miklum mćli einnig fariđ ađ hrjá ríkisstjórnina. Hún er ţađ sem á fagmálinu er kallađ flöktandi, eđa volatile - og ţví verulega hćttuleg. Ríkisstjórnin heldur ađ hún geti breytt yfir vanmátt sinn međ ţví ađ fara ađ tala um málefni sem eru utan verkahrings hennar og sem alls ekki eru til í stjórnarsáttmála hennar. Hún heldur ađ fólk sé fífl og gleypi viđ gömlu táfýlu fötum nýja keisarans í Evrópu

Alţekkt nema á Íslandi? 

Ég hef alltaf vitađ ađ ţađ sem ţingmađur breska íhaldsflokksins, Daniel Hannan, skrifar í grein sinni í Morgunblađinu í dag um Ísland og Evrópusambandiđ sé hárrétt. Ég veit ţađ vegna ţess ađ ég er búinn ađ búa hér í Evrópusambandinu í 25 ár og sunda viđskipti og rekstur hér sem Íslendingur samfleytt frá ţví áriđ 1989. Ţađ hefur alltaf veriđ litiđ niđur til okkar Íslendinga af embćttismönum Evrópusambandsins. Ţeir eiga sér ţá ósk heitasta ađ ţessi ţyrnir ţarna í norđrinu stígi nú loksins niđur af hvíta hestinum til okkar hér í framtíđarríki fátćktarinnar, Evrópusambandinu. Ţađ getur nefnilega ekki veriđ ađ neinn geti ţrifist svona vel án Brussel. Ţađ gengur bara ekki. Einfaldasta leiđin til ađ tryggja Ísland gegn hagsćld er nefnilega ađ fá Ísland međ í Evrópusambandiđ. Ţá ţurfa Brussellingar nefnilega ekki ađ horfa uppá ţetta fyrirmyndar fordćmi ţarna hátt uppi á hestinum í norđrinu í félagsskap frćnda okkar Norđmanna

En ţađ er leiđ út úr lömunarveikinni. Hún heitir Vinstri Grćnir og Sjálfstćđisflokkur í nýrri ríkisstjórn. Ísland hefur ekki ţörf fyrir ađ afsala sér landi og lýđrćđi voru. Enga ţörf fyrir ţađ og enga löngun til ţess. Svo miklir aumingjar erum viđ ekki ennţá orđnir af öllu góđćrinu - ţví góđćri sem ţví miđur reyndist hallćri fyrir sterka og góđa almannaheilli, öllum til heilla. Hallćri hins sterka ramma um almannaheill og öryggi landsins. En hvernig má annađ vera ţegar utanríkisráđherrann er á flippi og skynjar ekki ţćr hćttur sem beinast ađ öryggi landsins. Öryggismálin virti hún ađ vettugi

Klofinn flokkur

Sjálfstćđisflokkurinn er orđinn margklofinn flokkur. Er kanski kominn tími til ađ flokkurinn gangi í sig sjálfan aftur? Ţađ er alls ekki hćgt ađ horfa framhjá ţví ađ hornsteinar flokksins hafa raskast ţađ mikiđ ađ vörumerki flokksins er nú ađ ganga honum úr greipum yfir til Vinstri Grćnna. En ţađ er allavega eitt sem ég er búinn ađ gera upp viđ sjálfan mig. Eins mikill harđlínu kapítalisti sem ég er, ţá mun ég fram í rauđann dauđann frekar kjósa vinstrimenn á borđ viđ Vinstri Grćna heldur en ađ ljá atkvćđi mitt flokki sem mun setja ţađ á stefnuskrá sína ađ ganga í Evrópusambandiđ og ţar međ leggja niđur ţađ Ísland sem viđ ţekkjum ásamt velferđ ţess. Ekkert getur orđiđ verra fyrir Ísland en ađ breytast í Ítalíu norđursins eđa í Nýfundnaland vestursins. Ekkert!

Páll Skúlason

Ađ lokum

Ég mćli eindregiđ međ ađ sem flestir horfi og hlusti á viđtal Evu Maríu viđ Pál Skúlason fyrrverandi háskólarektor hér: 

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4454024/2008/12/28/

Hlustiđ vel og vandlega á ţađ sem Páll segir. Takiđ eftir notkun hans á nýsköpunarhugtakinu og á orđunum almannaheill og stofnanir.

 

Fyrri pistill: Enginn vildi evru - eđa hvađ?

Forsíđa ţessa bloggs 

Af tilefni sendi ég Ingibjörgu Sólrúnu mínar bestu bataóskir í hennar persónulegu heilsufars baráttu 


« Fyrri síđa

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband