Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Laugardagur, 28. júní 2008
Þetta tókst - skattar í ESB hækka í 40% af landsframleiðslu. Loksins!
Við kynnum glæsilegan árangur okkar á skatta-sviðum ESB. Þau gleðilegu tíðindi bárust nefnilega í gær að skattar í ESB eru orðnir 40% hlutfall af landsframleiðlsu ESB. Okkur hefur því tekist að hækka skatta í því góðæri sem hefur ríkt um stutt skeið. Þessu afreki munum við vonandi geta fylgja eftir með enn frekari skattahækkunum á næstu árum því allt útlit bendir til að það muni reynst okkur mjög auðvelt.
Í þessu góðæri þá féll einnig áratuga langt atvinnuleysi ESB úr meira en 10% og niður í 7,1%, þar sem það er í dag en fer hækkandi aftur, sem betur fer. Okkur tókst einnig að hækka atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri upp í 15%. Þetta er því umtalsverður árangur sem hefur náðst á atvinnuleysissviðinu.
Samdrátturinn er aðeins rétt að byrja hér í ESB þar sem ESB er alltaf 8-16 mánuðum á eftir þróun mála í Bandaríkjunum (delayed cyclus), og svo einnig vegna þess að allir hlutir ske mjög hægt hér i ESB-hagkerfi okkar. ESB-menn voru farnir að halda að blómaskreytingar þeirra lifðu á eigin vatni og ekki á því vatni sem Bandaríkin hafa alltaf skaffað þeim, eða að þær lifðu jafnvel á munnvatni. En við nánari rannsókn kom í ljós að ESB-Brussel þurfti aðeins að taka niður bláu gleraugun og þá hurfu stjörnurnar úr augum þeirra.
Þessvegna er það með gleði og stolti að við kynnum árangur Lissabon 2000 markmiða okkar í ESB. En í því markmiði felst að við hér í ESB verðum ríkasta hagkerfi í heimi árið 2010. Það eru því aðeins tvö ár þangað til við verðum rík.
Árangur okkar frá árinu 2000 til núna er þessi:
- Þjóðartekjur á mann í ESB 2004 voru 18 árum á eftir tekjum í BNA
- Þjóðartekjur á mann í ESB 2006 voru 21 árum á eftir tekjum í BNA
- Þjóðartekjur á mann í ESB 2007 voru 22 árum á eftir tekjum í BNA
- Framleiðni í ESB 2004 var 14 árum á eftir framleiðni BNA
- Framleiðni í ESB 2006 var 17 árum á eftir framleiðni BNA
- Framleiðni í ESB 2007 var 19 árum á eftir framleiðni BNA
- Rannsóknir og þróun í ESB 2004 var 23 árum á eftir BNA
- Rannsóknir og þróun í ESB 2006 var 28 árum á eftir BNA
- Rannsóknir og þróun í ESB 2007 var 30 árum á eftir BNA
- Atvinnuþáttaka í ESB er núna 11 til 28 árum á eftir BNA
Með bestu kveðjum
Ímat Úrmat.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Olíu- og bensínbólan mun bresta hvenær sem er
Hér í Danmörku hlusta flestir þegar bensínmaðurinn Olaf Haahr frá Vejle segir eitthvað.
Núna segir Olaf að það sé búið að blása upp stóra bólu sem sé full af peningum sem fljúga mun hraðar en bensínið getur runnið í bensíntanka neytenda.
Olaf Haahr er oft kallaður frumkvöðullinn frá Vejle hér á gamla Jótlandi. Það var nefnilega Olaf Haahr sem árið 1970 lýsti yfir stríði á hendur hinum venjulegu olíufélögum í Danmörku með því að opna sínar eigin bensínstöðvar undir nafninu Haahr Benzin. Þessar bensínstöðvar seldu bensín til neytenda á mun lægra verði en áður þekktist.
Haahr bensínstöðvarnar gengu það vel að norska Statoil keypti þær upp fyrir fjórum árum. Núna ætlar hinn 70 ára gamli Olaf Haahr að endurtaka sjálfan sig með stofnun nýs olíufélags sem stefnir að því að opna 50 bensínstöðvar fyrir árið 2010.
Olaf segir að markaðurinn syndi bókstaflega í olíu og bensíni og að verðið sé skrúfað upp af spákaupmennsku alþjóðabanka og vogunarsjóða, sem spekúlera í nýjum verðhækkunum mörgum sinnum á hverjum degi. Þannig segir Olaf að á hverjum degi séu framleiddar 86 milljón tunnur af olíu í heiminum, en á hverjum degi sé hinsvegar verslað með 3.3 miljarða tunnur á pappírum. Þetta stórflóð af kaupum og sölum pappíra getur stoppað á hverri stundu og þá mun verðið hrynja. Verðið er ekki jarðtengt við eftirspurn segir hann.
Olaf Haahr er einnig þekktur fyrir nýsköpun í rekstri bensínstöðva og fyrir ýmsar tækninýjungar á því sviði. Eitt sinn heyrði ég um japanska sendinefnd sem kom til Danmerkur til að hitta Olaf, og til að skoða bensínsstöðvar hans. En þessi fulla rúta af japönskum sendimönnum náði aldrei að hitta Olaf því Olaf er sundvís maður og Japanarnir komu 15 mínútum of seint á fundinn. Olaf var því farinn heim. Þetta er kanski í ætt við rekstur danska skipafélagsins Maersk, en það á að vera hægt að stilla úrið sitt eftir komutíma skipa þess félags.
Mín skoðun:
Já ég held að fjármagn hruninna fjármálamarkaða hafi leitað inn í markaði hráefna, marvæla og olíu. Það eru oft þeir bjartsýnu sem ríða síðasta spölinn á bólum. En svo opnar musteri óttans dyr sýnar án nokkurs fyrirvara, og allir ætla út í gegnum dyrnar á sama tíma. Þá verður sam sagt panik eins og í æðarvarpi undir bjarnaráras, og fjármagnið mun leita annað. En hvert mun það leita ? Mun flóttinn lyfta gegni hlutabréfa, gjaldmiðla eða skuldabréfa, og þá hvar ?
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Hjónakornin Ísland og Þjóðin: til hamingju með barnið: frelsið!
Ég sendi hjónakornunum Íslandi og Þjóðinni mínar bestu kveðjur á þessum afmælisdegi frelsisins.
Langt hefur þjóðin komist á þessu vöðvaafli frelsisins. Þegar ég fæddist árið 1956 voru Íslendingar aðeins 159.000 eða rúmur helmingur af núverandi mannfjölda og upplifði ég samt að vera í sveit í torfbæ. Þegar faðir minn fæddist árið 1921 voru Íslendingar 94.000 manns. Hvergi í Evrópu hefur önnur eins þróun skeð svo hratt. Frelsið og framtíðarviljinn! - virkar bara !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. júní 2008
Fjármálageirinn of stór í ESB ?
Dresdner Kleinwort bankinn segir í dag að þó svo að hin alþjóðlega fjármálakreppa hafi byrjað feril sinn í Bandaríkjunum að þá sé það fyrst og fremst ESB sem muni fara verst út úr kreppunni. Ástæðan er að í Bandaríkjunum er fjármálageirinn einungis 7% af öllum atvinnurekstri þjóðarinnar en í ESB er þetta hlutfall 17%.
Bloomberg segir að eins staðan sé núna að þá hefur hagnaður fyrirtækja í BNA aðeins dregist saman um 13,4%, en í ESB er þessi tala 23,4%. Einnig gerir hið háa gegni evru vörur frá evrópskum fyrirtækjum minna áhugaverðar en vörur frá fyrirtækjum í BNA. Einnig vita flestir aðilar á markaði að atvinnulíf BNA er þekkt fyrir að jafna sig mun hraðar eftir áföll en efnahagur ESB.
Skoðun mín:
Auðvitað mun ESB fara núna í það "góðverk" að ganga á milli bols og höfuðs á fjármálageira ESB. Fullvopnaður embættismannaher pennaveldis ESB stendur núna reiðubúinn til að skera undan markaðsöflunum því trúin á að markaðurinn muni leysa sín eigin vandamál er ekki til staðar í sósíal-demo-kratísku ESB. (athugið: þetta er eini herafli ESB sem alltaf virkar, alltaf á high alert, alltaf í viðbragðstöðu)
Þetta benti Jón Daníelsson hagfræðingur hjá London School of Econmics einnig á í þessari grein hér: Viðbrögð við kreppu hættulegust Sjálfur skrifaði ég einnig pistil um þetta hérna: Mun ESB hefja herför gegn fjármálageiranum ?
Í blindri bitru afturljósa hagkerfisins má segja þetta um bólur:
Dot.com bólan var merkileg að því leyti að hún var fyrsta stóra bólan frá því að bílar og rafmagnstæki komu til markaðar í byrjun 20. aldar. Þetta var eiginlega fyrsta skeið brautryðjandi framfara síðan 1929 þar sem allir voru ósammála um hvað væri hægt að gera úr þessu. Enginn vissi hvað þetta myndi hafa í för með sér. En hugaðir fjárfestar stukku samt í kaldann sjóinn, oft án björgunarvestis, og fjármögnuðu uppfinningar og tiltök brautryðjenda og frumkvöðla. Margir fjárfestar urðu illa úti. En það er einmitt kosturinn við að hafa virka vöðva frelsisins - að þora að taka áhættu og þora að tapa peningum. Allir fjárfestar vita að það er aldrei hægt að græða á öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Það var vegna þessara virku vöðva frelsisins í Dot.Com bólunni að Bandaríkjamenn fengu fyrirtækin, atvinnutækifærin, afleiðurnar og hagvöxtinn sem við fengum ekki hérna í ESB. Þessi tækifæri sigldu að mestu fram hjá Evrópu og við drógumst enn frekar aftur úr Bandaríkjunum. Frumkvöðlarnir fóru til Bandaríkjanna því þar gátu þeir fengið hugmyndir sínar fjármagnaðar.
Þegar stóra hrunið kom á Wall Street árið 1929. Þá skeði svipað og er að ske í dag. Menn misstu trú sína á framtíðina og hlupu heim til mömmu. Fjárfestingar flæddu úr framtíðartækifærum og yfir í vörur gamla tímans. Núna eru það hráefni, matvæli, málmar og olía sem eru "öruggu fjárfestingarnar". Þarna í fátinu árið 1929 þá veltu sumir fyrir sér hvort þeir ætti ekki að halda áfram fjárfestingum í hestvagna- og hestasvipuverksmiðjum, því bílar voru allt í einu orðnir eitthvað svo áhættusamir sem fjárfesting. Menn urðu hræddir. Mamma kom svo fram á sviðið í formi hins opinbera, og þá fyrst fór kreppan fyrir alvöru af stað. Keynes tókst að selja stjórnmálamönnum þá hugmynd að markaðsöflin gætu ekki ráðið við ástandið. En þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir höfðu gleymt að fylgjast með peningamagni í umferð. Fjárþurrðin kom. Arfleið hins opinbera kassa Keynes boraði svo stór göt í vöðva frelsisins í Bandaríkjunum allt fram að tímum Reagans. Núna mun þetta endurtaka sig í ESB. Kenyes mun koma aftur og bora göt. Mamma mun fara á kreik í ESB.
Athyglisverð grein um bólur: Bólutilraunastofa Ben Bernanke
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.6.2008 kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Mun ESB hefja herför gegn fjármálageiranum ?
Formaður sósíaldemókrata í Evrópu, Poul Nyrup Rasmussen, hefur tekist að sannfæra meirhluta í Evrópunefnd danska þingsins um að herða þurfi eftirlit með starfsemi fjármálageirans í ESB, og að einnig þurfi að hefta frekar núverandi frelsi þessara atvinnuvega til að koma í veg fyrir kreppu í ESB löndunum.
Poul Nyrup Rasmussen er fyrrverandi formaður sósíaldemókrata í Danmörku og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og einnig fyrrverandi formaður sósíalista í Evrópska Þinginu í Brussel (PES - Party of European Socialists).
Svend Auken, sem er sósíaldemókrati og fyrrverandi umhverfismálaráðherra Danmerkur er núna formaður Evrópunefndar danska þingsins, en honum tókst að koma þessari tillögu Poul Nyrup Rasmussen framhjá ríkisstjórn Danmerkur í danska þinginu. Ríkisstjórn Danmerkur er minnihlutastjórn undir forystu Anders Fogh Rasmussen.
Að sögn Poul Nyrup Rasmussen er besta leiðin til að koma í veg fyrir óróleika á fjármálamörkuðum sú að setja strangari reglur yfir starfsemi fjármálafyrirtækja á borð við, fjárfestingasjóða, vogunarsjóða og fjárfestingabanka sem starfa í ESB.
Poul Nyrup Rasmussen er sannfærður um að verði ekki komið böndum á fjármálageirann að þá muni þessi geiri skaða efnahag ESB, og sem fyrir vikið muni enda í kreppu (recession). Poul Nyrup Rasmussen hefur því ásamt Lionel Jospin, Jacques Delors, Otto Van Lambsdorff, Helmuth Schmidt og Goran Persson, samið og sent bréf til næstkomandi formans ESB, sem verður Nicolas Sarkozy, og sem einnig er forseti Frakklands. Það verður spennandi að sjá hvað skeður.
JP: Nye indgreb mod kapitalfonde på vej
JP: Nyrup advarer om finanskrise
Mín skoðun ?
Sjálfur held ég að málið sé akkúrat öndvert við það sem þessir menn segja. Mín skoðun er sú að getuleysi ESB sé núna, enn einusinni, að sýna sig í reynd. ESB hefur aldrei tekist að fá hinn innri-markað til að virka eins og til var ætlast. Hinn innri-markaður er ennþá einungis kenning á pappír, hann virkar alls ekki í reynd. Undanfarin mörg ár hefur ESB verið upptekið við að hefta og setja allskonar strangari reglur um stafsemi og samkeppni fyrirtækja innan ESB. Þetta hefur svo leitt af sér að samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja við umheiminn, hér undir BNA og Kína, hefurð beðið óbætanlegt tjón. ESB dregst þannig alltaf meira og meira aftur úr efnahag Bandaríkjanna. Lissabon-2000 markmið ESB féll þegar um sjálft sig árið 2001 og síðan þá hefur fjarlægðin til efnahags þegna Bandaríkjanna einungis aukist.
Ráðið við kreppu í ESB er ekki fleiri og meiri reglur sósíalista, sósíaldemókrata og áttavilltra íhaldsmanna. Ráðið við komandi kreppu er að auka það efnahags- og athafnafrelsi sem var og er uppspretta velmegunar í Evrópu. Þetta mun krefjast þess að hið opinbera í næstum öllum löndum ESB verði sett á strangan megrunarkúr, því stærð hins opibera geira er orðinn svo ofur-stór að eðlilegur hagvöxtur getur ekki myndast lengur. Hinn opinberi geri í ESB er orðinn stærri en hann var árið 1944 í styrjaldarhagkerfi Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni.
Hinn núverandi, og skammi, framgangur sem hefur verið í sumum eldri löndum ESB hefur að mestu leyti verið tengdur hækkunum á húsnæðisverði. Hagkerfi Þýskaland er ennþá nánast frosið og ekkert útlit er fyrir þiðnun þar. Smásala í Þýskalandi er t.d. minni en hún var fyrir fimm árum.
Atvinnuleysi í ESB er núna um stundarsakir í sögulegu lágmarki, sem er 7,1%. Þetta atvinnuleysi mun fara vaxandi hratt aftur og hér er ekki talið með það stóra leynda atvinnuleysi, sem er sá hinn stóri fjöldi af fólki sem falinn er í allskonar kössum hins opinbera út um allt ESB svæðið. Reglugerðir munu ekkert hjálpa hér, þvert á móti. Fjárfestingarnar mun einungis flýja þangað sem aðstæður eru betri og atvinnutækifæri munu því tapast enn frekar.
Að mínu mati væru það mistök árþúsundsins ef Ísland gengi í ESB. Ég veit að sumir hinna íslensku stóru-banka halda að evra sé sleikipinni sem sé sætur og muni laga allt hjá þeim. En hugsið ykkur vinsamlegast aftur um, vel og vandlega. Fjármálageirinn á Íslandi hefur hingað til fengið vissann stuðning hjá Samfylkingunni - eða er það öfugt? Ég er ekki viss.
Kæru Stóru-Bankar: takið ekki Ísland sem gísl í ESB áhuga ykkar! Ekki gera það. Þið eigið eftir að sjá eftir því seinna. Ekki vera litlir menn og ekki flýja heim til mömmu. Þið væruð ekki til ef Ísland hefði verið í ESB mörg hin síðustu ár. Þið væruð ennþá einungis litlir bankar.
Ekkert er eins slæmt eins og langvarandi og stöðugt atvinnuleysi sem sest að í þjófélögum. Ef það er eitthvað sem er öruggt við inngöngu í ESB þá er það að langvarandi og stöðugt atvinnuleysi mun alveg örugglega setjast að á Íslandi. Það er eins öruggt og að sólin mun koma upp á morgun. Og ekkert þjóðfélag hefur efni á langvarandi og stöðugu atvinnuleysi. Það mun alltaf verða fátækara og fátækara. Frelsið er það dýrmætasta sem Ísland á, það er undirstaða ríkidæmis og velmegunar Íslands
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. júní 2008
ESB mun hugsanlega heimila ameríska kjúklinga
Ráðamenn ESB yfirvega nú hvort það eigi að heimila innflutning á amerískum kjúklingum til þegna í ESB. Tillaga um þetta verður sett fram af Evrópuráðinu.
Hingað til hafa yfirvöld margra ESB-landa, bændur og neytendasamtök eindregið verið á móti þessari hugmynd og rökstyðja andstöðu sína með því að þessir kjúklingar séu þvegnir með klórupplausn sem á að reyna að koma í veg fyrir hættulegar sýkingar sem stundum koma fyrir hjá neytendum sem neyta þessarar fæðu án þess að hafa eldað hana á fullnægjandi hátt áður en þeir neyta hennar.
Heimild: www.eubusiness.com
Ef ég þekki menn í ESB rétt, þá má búast við miklum og langdregnum mótmælum vegna þessa máls. Þangað til verða þegnarnir að láta sér nægja ESB-kjúklinga og hugsanlega einnig Asíu-kjúklinga.
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 431
- Frá upphafi: 1389051
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008